Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 3 Könnun Verðlagsstofnunar: Góður árangur af frjálsri verðmyndun NÝLEG könnun Verdlagsstofnunar hefur leitt í Ijós að verðhækkanir á innlendri iðnaðarframleiðslu, þar sem álagning á verksmiðjuverði er frjáls, hafa verið minni en á erlend- um samkeppnisvörum í allflestum tilfelium. Könnunin nær yfir tímabilið frá síðustu áramótum til 20. júlí sl. en um áramótin var ákvörðun verk- smiðjuverðs vöru, í nokkrum greinum innlendrar iðnaðarfram- leiðslu, gefin frjáls. Þessar upplýs- ingar koma fram í síðasta frétta- bréfi Verzlunarráðs íslands og eru þar nokkrar vörutegundir teknar sem dæmi. Hækkun á niðursoðnum og nið- urlögðum vörum er 52% á inn- lendri framleiðslu en 55% á er- lendri. Innlendar drykkjarvörur, að öli undanskildu, hafa hækkað um 53% á móti 60% hækkun þess erlenda. Einna mestur munurinn er á hreinlætisvörum, en innlend- ar hreinlætisvörur hafa hækkað um 40% á meðan erlendar sam- keppnisvörur hafa hækkað um 71%. Innlent kex hefur hins vegar hækkað meira en það erlenda. Svo virðist sem munurinn sé mestur þar sem samkeppni er virkust. 7-------- Eru þeir að fá 'ann -> ■ S......- 23 punda flugulax úr Þverá „Það veiddist hérna 23 punda lax á flugu fyrir nokkrum dögum og það er stærsti laxinn hjá okkur í sumar," sagði Hörður Halldórsson, veiðivörður við Þverá, í samtali við Morgunblað- ið í gær. Laxinn veiddi enskur veiðimaður að nafni Sandy Savage 12. ágúst á flugu sem ber hið skrýtna nafn Stinchcher nr. 6. Var fiskurinn hængur að sögn Harðar, afar rauður og leginn og mætti því ætla að hann hafi ver- ið nokkru þyngri er hann gekk í ána. Hörður sagði að vel hefði veiðst allt fram að 15. ágúst, en þá hefði stóra Þverá gruggast mjög og gert veiðiskap allan hinn erfiðasta. Litla Þverá hefði hins vegar verið hrein og gefið sæmilega. „Hópurinn sem var í ánni 12.—15. ágúst fékk 46 laxa og það merkilega var, að þetta var nær allt stórlax, helmingur- inn yfir 12 pund og þó nokkrir 17—19 punda laxar, þannig veiddist einn 19 punda lúsugur hængur í Þórunnarhyl á Stoat- flugu. Enskir veiðimenn voru að veiðum og notuðu mikið lítt kunnar flugur svo sem Monroe Killer, Jenny, Stoat og Stinch- cer, svo einhverjar séu nefndar." íslendingar eru að hefja veið- ar í Þverá um þessar mundir, en óvíst er hvernig gengur til að byrja með, því áin hefur verið mjög skoluð síðustu dagana. Hörður sagði að 870 laxar væru komnir á land úr Þverá, en veið- in hefði verið heldur lakari í Kjarrá og þar væru líklega komnir 815—820 laxar á land. Taldi Hörður góðar horfur á talsverðum afla á lokasprettin- um ef áin hreinsaði sig, því mik- ið væri af laxi í ánni og ennþá væri að ganga lax. Selá enn léleg „Ég var fyrir austan fyrir um viku síðan og það var ekki mikið líf að sjá, en síðan veit ég til þess að komið hafi sæmileg ganga í ána og heildaraflinn í Selá er líklega um 200 laxar. Er af sem áður var og ekki lengra síðan en 1978 að það veiddust í þessari á milli 1.400 og 1.500 laxar," sagði Hörður Óskarsson, leigusali veiðileyfa í Selá í Vopnafirði, í viðtali í gær. Hörður sagði að alls væri veitt á 6 stangir í Selá, 4 frá veiðihús- inu að Hvammsgerði og tvær í efri hluta árinnar. Sagði hann tæpa 150 laxa vera komna á land úr neðri hlutanum, en rúmlega 50 úr efri hlutanum. „Laxinn er smærri en áður, mest smálax og ég veit ekki til þess að stærri lax en 17 pund hafi komið úr ánni í sumar. Það bendir til þess að laxgengdin gæti orðið bærileg næsta sumar. Besta hollið fékk 30 laxa og 25 vænar bleikjur, það var snemma í ágúst," bætti Hörður við. Þess má geta, að þó veiðin hafi verið afspyrnuléleg í sumar þegar á heildina er litið, er hún þegar orðin ívið betri en allt síðasta veiðitímabil. Mikill fiskur en smár Fyrr í sumar var farið að aug- lýsa veiðileyfi til sölu í Reyðar- vatni í Borgarfirði, en það vatn hefur ekki verið opið almenningi um all langt skeið. Veiðileyfi eru seld að Þverfelli. Reyðarvatn var lengi talið eitt besta silungs- veiðivatn landsins. Var til mjög vænn silungur þar og bleikjurn- ar urðu allt að 10 pund þó ekki væri daglegur viðburður að slík- ar ófreskjur veiddust. Mbl. hefur rætt við nokkra kappa sem farið hafa til veiða í vatninu á síðustu vikum og hefur aflinn verið góður. Einn sem rætt var við fékk milli 40 og 50 bleikjur. En sé veitt of lítið í bleikjuvötnum kemur það niður á gæðum stofnsins og þeir sil- ungar sem viðmælendur blaðsins hafa veitt, hafa borið þess merki að vatnið sé ofsetið. Hefur fisk- urinn upp til hópa verið smár og fremur horaður. Er það mál þeirra sem Mbl. hefur rætt við, að ekki veitti af að grisja silung- inn í vatninu. Stórlaxar Stórlaxinn sem getið er um hér að framan er þriðji stærsti lax sumarsins eftir því sem Mbl. kemst næst. Ef rifjuð er upp tala stærstu laxanna, þá er sá stærsti 25 punda lax, sem veiddist á maðk í Ölfusá fyrir landi Hellis og Fossness. Rúmlega 24 punda lax veiddi erlendur veiðimaður í Vatnsdalsá og 24 punda lax veiddist á maðk í Kerinu í Gljúf- urá í Borgarfirði. Fiskurinn í Vatnsdalsá veiddist á flugu. Gljúfurárlaxinn var sagður 22 pund í Mbl. fyrir nokkru og leið- réttist það hér með. Því næst kemur Þverárlaxinn sem rætt er um hér að framan, 23 pund á fiugu, en auk þess hafa 22 punda laxar veiðst svo Mbl. veit til í Vatnsdalsá, Stóru Laxá. Þverá og Grímsá. Að minnsta kosti tveir þeirra veiddust á flugu. 20 og 21 punda fiskar hafa veiðst í Víðidalsá, Álftá, Laxá í Kjós og sjálfsagt víðar, þó ekki hafi farið af því fréttir. * Italir heidra Kristján Albertsson Síðastliðinn sunnudag, hinn 14. ágúst, afhenti Franco Ferretti, ambassador Ítalíu á íslandi, Kristjáni Alberts- syni, rithöfundi tignarmerki Commendatore, ítölsku orðunnar „Al Merito della Repubblica Italiana“. Er þetta ein æðsta orða sem Ítalíuforseti veitir. Kristján var sæmdur þessari orðu vegna þess að hann var aðstoðarmaður Balbos er hann kom hingað fyrir 50 árum með flugsveit sína, og fyrir ævarandi vináttu Kristjáns við Ítalíu, ítölsk málefni og menningu. KVÖLDSÝNING fimmtudaq Nú breytum við til og höldum bílasýningu til klukkan 10 í kvöld. ÝJA BÍLA- U»rda323 .„,626 pb^mcww (MAZDA 929 er Þvi miðui uppseldur) SÝNUM: atn'TAÍ NOrtAÐA Mazda Glæsilegt ui di með 6 SJSsísfS?- Gerð ’83 l-600 929 2dyraHTm ^ 27 00o 626 2000 4 dyra sj.sk. ^ 29.000 626 2000 4 dyra 21.000 323 1500 GT 3 dyra ^ 7.0OO 323 1300 3 dyra ,81 30.OOO 929 Station sj.sk. 26.000 323 1300 5 dyra ^ 31>000 323 1300 Saioon ,80 60.000 626 2000 4 dyra 35.OOO 323 1400 SP 3dyra^ BÍLABORGH| Smiöshölöa 23 s.m. 812 99 Fólksbíll/Stationbíll Nýr framdrifinn MAZDA 626 5 dyra Hatchback margfaldur verdlaunabíll. Vél: 102 hö DIN Viðbragð: 0-100 km 10 4 sek Vindstuðull: 0.35 Farangursgeymsla 600 lítrar m/nidurfelldu aftursæti Bensíneyðsla 6.3 L/100 km á 90 km hraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.