Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 5 Aldraðir í sumarferð Rúmlega eitt hundrað sóknarbörnum af eldri kynslóðinni í Langholts- kirkjusókn var í gær boðið í sumarferð með bílum frá Bæjarleiðum. Þetta er árleg ferð sem öldruðum safnaðarmeðlimum í Langholtssókn er boðið í, og í gær var haldið frá Reykjavík laust fyrir kl. 1 til Hveragerðis, þar sem Garðyrkjuskólinn var skoðaður. 1‘aðan var farið í kaffi á Þorlákshöfn, en að lokinni kaffidrykkju var haldið til Reykjavíkur aftur. Áður en farið var af stað, var brýnt fyrir ferðalöngum mikilvægi beltanotkunar í bflum, og fengu allir afhenta bflbeltahappdrættismiða frá Umferðarráði. Á innfelldu myndinni veifar Margrét ísaksdóttir til Ijósmyndarans. Moreunbi.óii Kön. Viðskiptavið- ræður Tékka og Islendinga ÞESSA dagana standa yfir í Reykjavík árlegar viðræður Tékka og íslendinga um viðskipti land- anna. Þrír Tékkar, undir forystu Joseph Keller, skrifstofustjóra í utanríkisviðskiptaráðuneytinu í Prag, taka þátt í viðræðunum af hálfu Tékka, auk sendifulltrúans hér á landi. Af íslands hálfu taka þátt í viðræðunum fulltrúar ýmissa landssamtaka í atvinnulífinú, en Sveinn Björnsson, skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, er formaður íslensku viðræðu- nefndarinnar. Undir lok mánaðarins fara fram viðskiptaviðræður íslend- inga við Pólverja í Reykjavík, nánar tiltekið dagana 29. ágúst til 2. september. Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri: Harður árekstur í Hafnarfirði verð frá kr. 6.950,- Smíðum glugga úr furu, oregonpine og teakviði. ® Einnig smíðum við glugga úr gagnvarinni furu, s sem fjórfaldar endingu glugganna. | Ósvikinn gæðingur Völundar gluggar ALLHARÐUR árekstur varð á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði um sexleytið í fyrradag. Bíl var ekið af Hraunbrúninni í veg fyrir bíl sem ók norður Reykjavíkurveg, með þeim afleiðingum að hann valt við áreksturinn á hliðina. Kona sem ók öðrum bílnum slas- aðist á höfði, en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Handrit um hirðskáld Haralds ÁGÚST Guðmundsson, kvikmynda- leikstjóri, hefur undanfarið unnið að gerð kvikmyndahandrits fyrir norskt kvikmyndafyrirtæki, Norsk Film a.s., sem er eitt stærsta kvikmynda- Ágúst Guðmundsson, kvikmynda- leikstjóri. fyrirtæki í Noregi. Handritið fjallar um þrjú hirðskáld Haralds hárfagra og ferðalag þeirra. Handritið er nú í þýðingu og verður svo sent út til Norsk Film þar sem ákveðið verður hvort myndin verður gerð eftir hand- ritinu eður ei. í samtali við Mbl., sagði Ágúst að hann hefði að mestu lokið við handritið fyrir Norðmennina, og væri það nú í þýðingu. Ákvörðun um gerð kvikmyndarinnar verður væntanlega tekin í næsta mánuði, en Ágúst sagðist halda að kostn- aðurinn við gerð hennar yrði ef- laust mjög mikill vegna þess hve margar persónur kæmu fram í myndinni og einnig vegna þess að myndir úr fortíðinni væru alltaf dýrar í framkvæmd. Taidi Ágúst að kostnaðarhliðin gæti vaxið Norðmönnunum í augum. Ágúst sagði að ef myndin yrði gerð yrðu leikarar að öllum líkind- um norskir, en ef hann fengi að taka að sér leikstjórn, hefði hann áhuga á samvinnu við íslenska að- ila og gera úr þessu eins konar „samnorræna" mynd. Myndin ger- ist á tímum Haralds konungs hár- fagra, en fjallar aðallega um þrjú hirðskáld hans, þá Þorbjörn hornklofa, Auðun illskælda og Ölvir hnúfu, sem falla í ónáð hjá konungi og takast á hendur mikið hárfagra ferðalag. Greinir myndin m.a. frá ferðalagi skáldanna til Svíþjóðar. Það er því bara að bíða og sjá hvort handrit Ágústs fær grænt ljós hjá Norðmönnum og hvort honum verði einnig falin leik- stjórn verksins. Gíralaust — 2ja gíra — 3ja gíra — 5 gíra — 10 gíra og 12 gíra. D.B.S. reiðhjól hafa margsannað yfirburöi sína viö íslenskar aðstæður. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð. Valin efni, vönduð smíð og yfir 75 ára reynsla tryggir gæðin. Gjörið svo vel og leitið tilboða. Viö verðum á lönsýningunni. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.