Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Sorgin er þyngri en þung orð Um björgunarbúnað Sigmunds og þátt Siglingamálastofnunar — eftir Sigmund Jóhannsson teiknara Nú er um það bil ár liðið síðan Sigmundsbúnaðurinn var lögfest- ur og þá var ætlast til þess af stjórnvöldum landsins, með undir- skrift ráðherra, að búnaðurinn yrði settur um borð í íslenzk skip og þá töldu þeir sem að þessu stóðu að málið væri í höfn. Af- rakstur ársins 1983 í uppsetningu þessa búnaðar er hins vegar sá að telja má á fingrum annarrar handar þá báta sem búnaðurinn hefur verið pantaður í, slík tregða hljóp í framkvæmd málsins undir stjórn Siglingamálastofnunar. Árið áður hafði þó tekizt með vinnu áhugamanna að koma Sig- mundsbúnaðinum um borð í nær 100 skip víða um land. Sjálfvirkt tæki ef manns- höndin nær ekki til Það vakti furðu mina á fundi með Hjálmari Bárðarsyni sigl- ingamálastjóra og Páli Guð- mundssyni, starfsmanni Siglinga- málastofnunar, sem við áttum saman í Vestmannaeyjum 10. ág- úst sl., að hvorugur virtist vita til hlítar til hvers Sigmundsbúnaður- inn var ætlaður í raun og veru. Því Sigmundsbúnaðurinn er ekki að- eins til sjósetningar á gúmmí- björgunarbát þannig að menn hafi frítt val á milli þess að láta búnað- inn sjálfan losa bátinn og blása hann upp, eða gera það sjálfir. Búnaðurinn er neyðartæki sem allir er að þessu stóðu, Sjóslysa- nefnd, sjómannafélög og fleiri, samþykktu og gerðu tillögu um að yrði lögfest með því að setja eitt tæki í hvert skip nema þar sem einn björgunarbátur nægði ekki fyrir alla áhöfnina. Þessi búnaður getur sjósett og blásið upp gúmmíbjörgunarbát hvernig sem skipið snýr í sjó, hvort sem það er á kili eða á hvolfi og allt þar á milli, hvort sem um fsingu er að ræða eða ekki og hvort sem menn hafa tíma til að sjósetja björgun- arbát með handföngum eða ekki. Búnaðurinn er búinn sjóstýrðum sjálfvirkum tækjum ef manns- hendin nær ekki til. Þannig er búnaðinum ætlað að brúa bil milli þess ómögulega og mögulega, til að kveikja von í vonlausum að- stæðum. Öryggi fórnað með fingralengd Frásagnir eru til af fjölmörgum slysum þar sem það hefur verið miklum erfiðleikum bundið fyrir sjómenn að sjósetja gúmmíbjörg- unarbáta þegar grípa hefur þurft til þeirra á neyðarstund. Stundum hefur tekist að koma þeim óupp- blásnum í sjó eftir mikið erfiði, blása þá síðan upp og nota sem björgunartæki eftir mikil átök f vonlítilli stöðu, en því miður hafa menn farist við þess háttar að- stæður og ósjaldan hefur öll áhöfnin farist af þvf að enginn komst að björgunarbát að þvf er talið hefur verið. Þetta bil er þessu umrædda tæki ætlað að brúa. Til þess að svo megi verða verður frágangur á björgunarbát í þessu tæki að vera samkvæmt því sem til er ætlast, en á því hefur orðið misbrestur vegna þekkingarleysis starfs- manna Siglingamálastofnunar. Það er ekki hægt fyrr en menn fara að búa alla gúmmfbjörgun- arbáta sjósetningartækjum að hægt er að leyfa frávik eða til- raunir í þessum efnum með tækj- um sem ekki geta leyst þennan vanda, eins og Siglingamálastofn- un hefur leynt og ljóst verið að vinna að, og þar á ég við tæki sem sýnt var í sjónvarpinu í vetur. Ég dáðist að sjálfsögðu að þvf sem teiknari hversu vel hafði tekizt, þar sem hér var nánast um sama búnað að ræða og ég hafði teiknað, nema hvað reynt var að koma fyrir gormi í stað þeirrar orku sem notuð er í Sigmundsbúnaði. Hér hefir fingralengdin mátt vera örlítið lengri, þar sem orka gorms- ins, að sögn Páls Guðmundssonar, starfsmanns Siglingamálastofn- unar, reynist ekki vera nema 15—30% af orku Sigmundsbúnað- ar. Þá er gormabúnaðurinn ekki með neinn sjálfvirkan búnað til sjósetningar ef skip sekkur. Frá- gangur á björgunarbát f gorma- búnaðinum er ekki eins og í Sig- mundsbúnaðinum og engar útgáf- ur af búnaðinum hafa verið sýnd- ar fyrir minnstu bátana. Það má segja framleiðendum það til vorkunnar, að þeim hafi ekki verið ljóst til hvers var ætlast af búnað- inum og í viðtali við Þórhall Hálf- dánarson, starfsmann Sjóslysa- nefndar, tjáðu þeir honum að þessi búnaður væri gerður að til- mælum Siglingamálastofnunar ríkisins. Vegna orkuskorts, meðal ann- ars, getur þessi búnaður ekki þjónað því sem Sigmundsbúnaðin- um er ætlað að þjóna. Siglingamálastjóri hefur viður- kennt, bæði í samtali við mig og aðra, sem að þessum málum hafa unnið, að hann sé búinn að sam- þykkja gormabúnaðinn án þess þó að hægt hafi verið að sanna svart á hvítu að hann gagni. Hér virðist hafa legið mikið á og er það skilj- anlegt þegar höfð eru f huga tengsl Siglingamálastofnunar við fyrrnefndan búnað. Annars er það ekkert nýtt að berjast hafi þurft við Siglinga- málastofnun til þess að koma ör- yggismálum sjómanna í heila höfn. Nefna má sem dæmi hin tíðu slys sem urðu við spil og vindur f skipum, um það bil 20—30 á ári, og flest mjög alvarleg, en sam- kvæmt síðustu skýrslu Sjóslysa- nefndar hefur þeim fækkað niður í þrjú ár sl. ári og af þeim voru tvö á fiskiskipum. Þetta má þakka öryggisloka þeim sem komið var fyrir við þessi tæki. Þetta sýnir að til einhvers er að berjast. Höfnuðu útskýringu fyrir skoðunarmenn Síðastliðið haust, skömmu eftir að Sigmundsbúnaðurinn hafði verið lögleiddur, hélt Siglinga- málastofnun námskeið í Reykja- vík fyrir alla skipaskoðunarmenn, þar sem meðal annars átti að sýna og útskýra aðferðina við frágang björgunarbáta. Við, sem að hönnun og tilraun- um með þennan búnað höfðum staðið, sendum Siglingamála- stofnun sjósetningarbúnað, svo- kallaðan dekkgálga, til þess að skoðunarmenn gætu kynnst tæk- inu af eigin raun. Ýmsir framá- menn komu að máli við mig og fóru þess á leit við mig að ég mætti hjá skipaskoðunarmönnum til þess að útskýra helztu þætti Sigmund Jóhannsson „ÁstæÖan fyrir því að ég drep niður penna í þessu máli er ekki sár- indi vegna annarra tækja, heldur vegna þess að hér er um mannslíf að ræða, og mér ber siðferðileg skylda til þess, þar sem ég er málinu kunnugur, að vara menn við.“ búnaðarins. Þeir hinir sömu lögðu það fyrir siglingamálastjóra, en því var hafnað. Hver skyldi nú ástæðan hafa verið fyrir því? Var siglingamálastjóri hræddur um að skuggi myndi falla á gullkórónu hans, eða vildi hann einfaldlega ekki að ég gerði skipaskoðunar- mönnum Ijóst til hvers þessi tæki væru í raun og veru, þannig að hann og Páll Guðmundsson, starfsmaður hans, gætu á hinn bóginn matað skipaskoðunarmenn á því hvernig þeir vildu hafa hlut- ina þótt nú sé ljóst að þeir vissu ekki, eða þóttust ekki vita gjörla, um hvað málið snerist. Siglinga- málastjóri hefur látið hafa það eftir sér að heil ónefnd byggðarlög vilji ekki Sigmundsbúnaðinn. Hvers vegna skyldi siglingamála- stjóri halda því fram? Páll hefur staðfest í samtali við mig fyrir skömmu að hann hafi eiginlega ekki vitað hvað hann hafi átt að segja skipsskoðunar- mönnum um að hvernig ganga skyldi frá björgunarbát í búnað- inn. Þarna bar Siglingamálastofnun aðeins skylda til að framfylgja þeirri reglugerð sem sett var að óskum allra þeirra samtaka sjó- manna og þeirra sem láta sig varða öryggi sjómanna, en ekki hvernig Siglingamálastofnun eða Páll Guðmundsson vildu hafa hlutina. Ráðherra bægi hættunni frá Siglingamálastjóri hefur haft um aldarfjórðung til þess að leysa málið, en svo þegar málið er leyst af áhugamönnum kemur hann siglandi í kjölfarið og segir: „Nú get ég,“ og reynir upp á sitt ein- dæmi að stuðla að framleiðslu búnaðar sem ekki er fær um að leysa það sem er til staðar og stjórnvöld landsins hafa sam- þykkt. Ég dreg í efa að siglinga- málastjóri hafi það vald að hann geti samþykkt búnað sem ekki stendur jafnfætis því sem áður hefur verið samþykkt. Ef svo er þá er hann að draga allan þann fjölda, sem að þessu máli hefur staðið, á asnaeyrunum. Hafi sigl- ingamálastjóri það vald að geta einhliða gengið þvert á vilja allra annarra, sem leitað hefur verið til og gert hafa samþykktir í málinu að meðtöldum ráðherra, hlýtur að vera komið að því að núverandi samgönguráðherra. Matthías Bjarnason, sem er þekktur fyrir að vera ekkert að mylja moðið, taki þetta vald úr höndum sigling- amálastjóra og bægi þannig hætt- unni frá. Samgönguráðherra veit vel hvaða mark mannskaðar á sjó setja á sjávarpláss okkar lands. I framhaldi af þessu vil ég beina því til allra þeirra, Sjóslysanefnd- ar, SVFÍ, sjómannasamtaka og annarra, sem hagsmuna hafa að gæta varðandi öryggi sjómanna, að þeir láti í sér heyra og mótmæli þessari aðför að nýjung í öryggi sjómanna. Eftir alla þá vinnu áhugamanna og vegna þeirra slysa sem orðið hafa, en mögulegt er að koma í veg fyrir, verður ekki stöðvað við þessa hindrun. Snjall stjórnmála- maður kom með mjög gott ráð þegar ráðríkur „kóngur" í kerfinu hafði strítt á móti almennings- hagsmunum, og lét senda viðkom- andi í launalaust leyfi í sól og sumaryl til útlanda á meðan siglt skyldi gegn um brimgarðinn á lygnari sjó. Ástæðan fyrir því að ég drep niður penna í þessu máli, er ekki sárindi vegna annarra tækja, heldur vegna þess að hér er um mannslíf að ræða og mér ber sið- ferðileg skylda til þess þar sem ég er málinu kunnugur, að vara menn við. Þeir sem búa þar sem allt snýst um sjósókn vita eins og þeir sem heima bíða, að sorgin vegna ástvinamissis er þyngri en þung orð, sem ekki var hægt að komast hjá að segja í þessu máli. Akureyri: Blómaskáli byggður við Bautann VEITINGAHÚSIÐ Bautinn á Akur eyri var stækkað sl. vor með gler- húsi, sem byggt var út í Hafnarstræt- ið. Er það blómum skreytt og tekur 26 manns í sæti. Að sögn Stefáns Gunnlaugsson- ar veitingamanns í Bautanum hef- ur þessi nýjung reynst afar vinsæl í góða veðrinu fyrir norðan I sumar og er fullt út úr dyrum frá morgni til kvölds. Bautinn tekur nú alls 80 manns í sæti og Smiðjan, sem er sam- byggt veitingahús og rekið af sömu mönnum, þ.e. Stefáni og llallgrími Arasyni matreiðslu- Bautinn í Hafnarstræti með nýja glerhúsinu. _ _iUglýsinga- siminn er 2 24 80 meistara tekur 50 manns í sæti. Aðsókn hefur verið mjög góð að báðum stöðunum í sumar að sögn Stefáns. í haust verður glerhúsið tekið niður og það geymt til næsta vors og síðan sett upp með hækkandi sól og hlýnandi veðri. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Námskeið fyrir tilsjónarmenn NÁMSKEIÐ fyrir tilsjónarmenn var haldið á vegum fjöiskyldudeildar Ké- lagsmálastofnunar Keykjavíkurborgar á tímabilinu apríl—júní sl. Er þetta ann- að námskeiðið sinnar tegundar sem stofnunin heldur. Tilsjónarmenn hafa starfað hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar um margra ára skeið, en sam- kvæmt lögum er heimilt að ráða til- sjónarmenn til tímabundinna starfa með „barni eða ungmenni sem á við að stríða sálarlega og/eða félagslega erfiðleika og fær ekki þann stuðning frá umhverfinu sem þarf til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili, meðal vina í skóla eða vinnu“, eins og segir í fréttatilkynningu frá Félagsmála- stofnun. Að jafnaði eru um 8—12 starfandi tilsjónarmenn hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar, og er starfs- tími þeirra mismunandi, eftir eðli málsins, en miðað er við 20—40 tima á mánuði. Verkefni eru mismunandi, en mikið af starfi tilsjónarmanna er fólgið í samveru við viðkomandi barn eða ungling, innan heimilis og utan. Til starfans er ekki krafist ákveðinnar menntunar, en áhersla er lögð á áhuga fólks á starfi með börnum og vilja þess og getu til að taka að sér slík verkefni. í fréttatilkynningunni segir að áhugi fólks á tilsjónarstörfum sé mikill og sé það fólk úr ýmsum þjóð- félagsstéttum. Þegar auglýst var eft- ir fólki til tilsjónarstarfa sl. vetur hringdu um 80 manns til að fá nán- ari upplýsingar, en 20 umsækjendum var boðið upp á fyrrgreint námskeið og luku því 16 manns. Þátttakendur voru á aldrinum 20—61 árs af báðum kynjum og var á námskeiðinu m.a. fjallað um stöðu barna og unglinga í íslensku þjóðfélagi og þá sérstaklega innan fjölskyldunnar, lagalega rétt- arstöðu barna og ungmenna svo og hlutverk, markmið og leiðir í starfi tilsjónarmanns. Námskeiðið var ætlað byrjendum, en Félagsmálastofnun hyggst gera námskeið og fræðslustarf að föstum lið í starfi tilsjónarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.