Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 I minningu myndlistarmanns Myndlist Bragi Ásgeirsson Á síðastliðnu vori, nánar tiltek- ið í upphafi maímánaðar, var und- irritaður staddur á listsýningu á Louisiana-safninu í Humlebæk. Ég hafði verið að skoða sýningu á ítalska nýbylgjumálverkinu ásamt öðru því, sem jafnan er uppi á safninu. Eftir vandlega skoðun og margar yfirferðir var hugsað til heimferðar enda ein sýning fram- undan, sem ég vildi gjarnan skoða einnig þennan dag. Þá gerði skyndilega úrheilisrigningu, raun- ar skýfall í orðsins bókstaflegri merkingu og ég strandaglópur á staðnum, því að hlífðarkápan hafði verið skilin eftir heima. Ég settist því niður í vistlegri veit- ingabúðinni, og tók að horfa út um hina stóru glugga með meðlæti og léttan mjöð fyrir framan mig. Birtist mér þá fegurð rigningar- dags á vori, svo sem hún getur mest verið. Loft einstaklega tært, grasflöturinn fyrir utan ljós- grænn og einna líkastur glitofinni ábreiðu. Af og til glitti i spegil- slétt Eyrarsundið og eitt og eitt segl sást í fjarska. Risastórar mobile-myndir Alexanders Calder úti á grasfletinum fengu á sig nýj- an, ferskan blæ og í raun var allt svo fallegt, að ég ákvað að doka við og njóta veitinga jafnframt því að skrifa nokkur kort til vina minna og fjölskyldu. Á slíkum stundum verður hugsunin skýr og hugurinn reikar víða um svið for- tíðar og nútíðar. Það teygðist úr skýfallinu og kortin urðu fleiri og fleiri, — ég gerði þá stutt hlé og varð þá skyndilega hugsað til vin- ar míns eins, er hafði orðið grimmum örlögum að bráð í kjöl- far bílslyss, mænan í sundur og hann Iamaður frá hálsi og niður úr. Mig langaði þá að reyna að gefa honum hlutdeild í allri þess- ari himnesku fegurð og valdi fal- legt kort og hóf að skrifa honum, en mér dugði þá ekki eitt kort, svo þau urðu fleiri, líkast framhalds- sögu. Minntist ég þess, að ég hét honum að heimsækja hann er heim kæmi og bæta fyrir van- rækslu, því að það hafði lengi ver- ið ásetningur minn að gera það. En svo skeði það að margt óvænt bar uppá, er heim kom, svo að það dróst, að ég efndi gefið heit, enda átti ég lítið heimangengt. En svo var það, að síminn hringdi á sunnudegi verzlunarmannahelg- arinnar og þessi vinur minn er i símanum og vill tala við mig sam- dægurs. Ég sem var mjög upptek- inn vildi gjarnan fresta því til næsta dags til að geta verið miklu lengur hjá honum. En maðurinn vildi endilega fá mig strax, svo ég sló fljótlega til og hélt til hans heima út á Flyðrugranda, þar sem hann bjó á jarðhæð í sérhannaðri íbúð. Þessi dagstund varð mér mjög lærdómsrík því að þarna kynntist ég nýrri hlið á tilverunni, heimi hins hreyfihamlaða manns, sem í flestu var öðrum háður. Fyrir utan hjúkrunarkonu sem kom reglulega, heimsóttu hann aðallega móðir hans og svo tæp- lega tólf ára sonur, er kom á hverjum degi með ást, birtu og yl til pabba síns. Fáir vinir hans komu í heimsókn, en maður tapar víst ekki vinum er svo stendur á heldur veit loksins hverjir þeir eru. Við áttum þarna fróðlegt spjall um liðna tíð og sitthvað úr nútíð- inni, — maðurinn hispurlaus, ómyrkur í máli, en nokkuð bitur út í tilveruna, þau örlög að verða ævilangt hlekkjaður við rúmið. „Nei, þetta er ekki mitt líf...“ Hann tjáði mér, að hann sæi ekki fram á ávinning af því að vera í þessu ástandi lengi, vildi frekar hverfa á brott með reisn, en að vera öðrum háður og til byrði, jafnvel í áratugi. Ég reyndi að leggja sitthvað til málanna hér, en fann að ég stóð á veikum grunni, var ekki nægilega innstilltur og þyrfti að ræða miklu nánar við hann í rólegheitum. Hann var þó eiginlega furðanlega hress og opinskár allan tímann, sem ég var þarna, en er ég fór fannst mér skyndilega sem ég sæi einhverja svipbreytingu á honum, en hugs- aði ekki mikið út í það þá. Var ákveðinn að heimsækja hann reglulega upp frá þvi — láta varla viku líða til næsta fundar — bauð honum að hringja hvenær sem hann vildi ræða við mig. Enn réðu ástæður því, að það dróst að ég færi og hann hringdi ekki mér vit- anlega, — og skyndilega frétti ég, að maðurinn væri allur. Að sjálf- sögðu hrökk ég við, hafði ekki bú- ist við þeim umskiptum svo fljótt og átti ég að auki óloknum nokkr- um erindum fyrir hann. Hér verður ekki farið nákvæmt í lífssögu Inga Hrafns Haukssonar, sem er nafn þess er hér um ræðir, né allt það tíundað er gerði líf þessa manns að harmsögu. Hér þekki ég ekki nægilega til mála til að vera fær um slíkt, en það er efni í langa og margræða sögu að segja frá því, hvernig örlögin fóru með þennan velgerða og efnilega listamann. En ég veit að „annar maður", sem mörgum vefur ill ör- lög, var honum mikill þröskuldur á framabraut. Meinið læknast stundum með upphafningu sjálfs- ins, sem er gott og blessað, en það vill um leið gleymast, að öll miðl- un, tillitssemi, og að gera öðrum gott, er hæsta stig.sjálfsskoðunar. Það eru nefnilega vísast einmitt þeir eiginleikar, sem eru upp- spretta mikillar listar, þótt ger- andinn kunni sjálfur að vera ósamkvæmur list sinni í daglegri hegðan og breytni. Eg minnist þess, er Ingi Hrafn Hauksson kom í Myndlista- og handíðaskóla íslands fyrir tveim áratugum og hóf nám í forskólan- um og gerðist þar nemandi minn. Það gustaði af þessum granna, lið- uga og sérkennilega unga manni, sem var þegar forframaður eftir próf í grein listrænnar hönnunar í útlandinu. Hann settist þó í for- skólann og leið þar vel, því að hon- um þótti námið dýpra og altækara en ytra. Ingi Hrafn var hug- myndaríkur, iðinn og kappsamur og frá honum stafaði sérstök út- geislan, sem smitaði umhverfið. Hann var ekki aðeins nemandi heldur gerðist hann aukinheldur fljótlega vinur aðalkennara sinna, fyrst minn og svo Jóhanns Eyfells í myndmótunardeild (skúlptúr). Ingi Hrafn var svo sérstæður í út- liti, að það var líkast því að hvar sem hann kom væri hann sjálf- sagður í umhverfinu. Þannig gat hann t.d. gengið um borð í skip, heilsað upp á mannskapinn og far- ið frá borði með bjórkassa undir hendinni eins og að drekka vatn. Allir heilsuðu honum og tollverð- irnir tóku jafnvel ofan þegar hann gekk niður landganginn. Ég stríddi honum stundum með því, að hann væri Anker Kirkeby ís- lands, en sá frægi Dani komst allra sinna ferða út á sitt sérkennilega nef, — sótti jafnvel stórveislur hjá konginum og féll inn í hópinn eins og hnífur í smjör. Ætluðu verðirnir fyrir utan að gera athugasemd, þá hvessti Kirkeby á þá augun, dust- aði ímyndað kusk af einkennis- búningi þeirra og sagði höstugum rómi „stramm" og gekk svo hnar- reistur inn ... Ingi Hrafn hafði áhuga á mörgu, sennilega of mörgu — vissi eiginlega ekki fullkomlega, hvað hann ætti að leggja fyrir sig. Kvikmyndun var einnig hans Landflótta skáldkona frá Austur-Þvskalandi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Austur-Þjóðverjar eru nú á góðri leið með að missa alla helstu rithöfunda sína úr landi. Kunn eru dæmi þeirra Reiners Kunze og Wolfs Biermann. Meðal þeirra skálda sem kosið hafa að setjast að í Vestur-Þýskalandi er Sarah Kirchs. Hún segir í viðtali: „í Austur-Þýskalandi skrifum við af vissum ástæðum öðruvísi en í Vestur-Þýskalandi. Maður verður oft að láta sér nægja að gefa hlut- ina í skyn frekar en segja þá ber- um orðum. Þetta er bókmenntun- um hættulegt. Að lokum verður skáldskapurinn svo torræður að málið verður líkt og undirokað og bókmenntirnar gjalda þess. Dæmi um þetta er rithöfundur sem ég met mikils, Alfred Endler. Þegar ég les hann nú eftir að hafa verið búsett í Vestur-Þýskalandi þyrfti ég í byrjun tuttugu neðanmáls- greinar til að skilja hann.“ Viðmælandinn nefnir nöfn höf- unda sem margir hafa kosið að halda vestur á bóginn eða hafa hljótt um sig í Austur-Þýskalandi: Alfred Endler, Elke Erbe, Karl Michel, Gúnther Kunert, Volker Braun, Thomas Brasch, Klaus Schlesinger, Jurek Beker og Ul- rich Plenzdorf. Sarah Kirsch lýsir átökum þeirra við austur-þýsk stjórnvöld: „Þeir sem þú nefndir eru af minni kynslóð. Við störfuð- um saman, fyrst í vinsamlegu pólitísku andrúmslofti, síðan í óvinsamlegu. Við höfðum það sem kalla mætti höfundasmiðju þar sem við lásum fyrir hvert annað, þýddum erlenda höfunda, unnum að öllu leyti saman. Svo kom Bier- mann-málið til sögu 1976. Við skrifuðum Honecker mótmæla- bréf í Neues Deutschland og birt- um þau líka í vestrænum blöðum, því að við vissum af slæmri reynslu að mótmæli í vestri vega þyngst. I þetta skipti var árangur- inn enginn því að Biermann fékk ekki að snúa heim. í staðinn sundruðumst við, rithöfundarnir. Sjálf gat ég ekki haldið áfram rit- störfum, var ofsótt með ýmsu móti. Verst bitnaði það á syni mínum sem mætti andúð og var einangraður í skólanum. Innan skamms óskaði ég eftir að fá að fara úr landi til Vestur-Berlínar. Og nú bý ég hér.“ Sarah Kirsch telur fólk í Vest- ur-Þýskalandi vita lítið um ástandið í Austur-Þýskalandi og f kommúnistalöndunum yfirleitt. Hún segir að sama hafi gilt um sig hvað varðar þekkingu í löndunum vestan járntjalds meðan hún var staðsett austanmegin. Sarah Kirsch fæddist árið 1936 í Limlingrode í syðra Harz sem nú tilheyrir Austur-Þýskalandi. Eftir háskólanám í líffræði og bók- menntum hefur hún eingöngu helgað sig bókmenntum. Hún bjó f Austur-Berlín til 1977, en eftir það Sarah Kirsch í Vestur-Berlín. Þess má geta að ljóðabækur hennar koma út í fjörtíu þúsund eintökum, en al- gengt upplag ljóðabóka í Vestur- Þýskalandi er fjögur þúsund ein- tök. Helstu ljóðabækur Sarah Kirsch eru Zaubersprúche (1974), Rúckenwind (1977). Drachensteig- en (1979) og La Pagerie (1980). f Ijóðum sínum er hún fáorð, segir að Ijóð sín verði sffellt styttri, hún óttist jafnvel að þau verði ekki annað að lokum en autt blað. Þetta getur verið arfur frá þeim þvingunum sem hún varð fyrir í Austur-Þýskalandi, en miklu fremur er skýringin vilji skáld- konunnar til að takmarka sig, nota hið rétta orð, aðeins þá mynd sem við á hverju sinni. Mælska er henni eitur í beinum. Ljóðin fjalla um ganga daganna, manneskjuna í náttúrunni og náttúruna sjálfa. Þau eru miðleitin, en oft óvænt f niðurstöðum sínum. Eitt þessara ljóða er um rán- fuglinn: Kinfugl sætt er loftid Svona hnitaði ég mig aldrei yfir fólki og trjám Svona steypúit ég ekki einu sinni gegnum sólargeislana Og hef meó mér ránafenginn inn í birtuna Og flýg þangaó gegnum sumarió! Nýjustu ljóð Sarah Kirsch eru aftur á móti einfaldari, meira í anda hversdagslífs og með færri táknum en áður. En hún yrkir að- eins fyrir hina vandlátustu les- endur og gerir miklar kröfur til lesenda. Maður skilur vel að jafn merkur höfundur skuli ekki hafa unað við hina opinberu stefnu austur-þýskra stjórnvalda í menn- ingarmálum. En um leið er hún ekki gagnrýnislaus í garð hins vestræna frelsis. Það sem hana hryllir við er hve margir sem hún hittir í Vestur-Þýskalandi hafa glatað hæfileikanum til að sýna mannlega hlýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.