Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 17 mikla áhugamál. Til Parísar fór hann með meðmæli frá mér til Erró upp á vasann, sá tók vel á móti honum og hafði meira að segja upp á húsnæði fyrir hann og seinna vinnustofu, sem Ingi gat þó aldrei nýtt einhverra hluta vegna. Flutti aldrei þangað inn, en kom heim og hélt ekki aftur utan til Parísar. Hann gerði kvikmynd af innra starfi Myndlista- og hand- iðaskólans, vafalítið merkilega heimildarmynd, en fékk aldrei styrk til að vinna myndina til fulls. Afleitt til frásagnar þeim, er kvikmyndastyrkjum úthluta, en vonandi grípur hér Kvikmynda- safn íslands í taumana og bjargar myndinni frá glatkistunni. Frammistaða Inga í myndmót- unardeildinni hjá Jóhanni Eyfells vakti mikla athygli — einkum í sambandi við gerð hauskúpu úr gifsi, en þar komst enginn með tærnar, þar sem Ingi var með hæl- ana. Hann sýndi þar slíka þolin- mæðis- og nákvæmivinnu, að allir undruðust, enda héldu menn, að hann ætti slíkt ekki til. Miðað við það, að hér var um að ræða frum- raun Inga á þessu sviði, mátti vera ljóst, að hann hafði óvenjumikla hæfileika til að bera á þessum vettvangi og áhuginn var einnig ótakmarkaður. Má álykta, að við misstum mikinn myndhöggvara við það, að Ingi lagði ekki út í lengra nám í listgreininni. En hann gerði hugmyndarík og eftir- tektarverð verk svo sem stóru myndina „Fallinn víxill", er var á einni útisýningunni við Ásmund- arsal um árið. Sú mynd seldist til Stokkhólms fyrir góðan skilding og hefði mátt verða orkugjafi til nýrra átaka og frekara náms. Höggmyndalistin er kröfuharður húsbóndi. Ég veit eiginlega ekki, hvað olli því, að Ingi hélt ekki áfram af fullum krafti, því að nú missti ég sjónar á honum og við hittumst þar eftir aðallega á sýn- ingum er hann hélt, auk þess endrum og eins á förnum vegi. Fyrir nokkrum árum fékk hann inni að Skólastræti 5, innréttaði vinnustofu í risinu, en hafði sýn- ingarsal á annarri hæð (Stúdió 5), sem hann fór fljótlega að nýta til reglulegra sýninga á myndverkum sínum, aðallega relief-myndum eða réttara sagt blöndu af lág- myndum og málverki. Hann not- aði við gerð mynda sinna sérstæða tækni, sem ég held, að enginn ann- ar myndlistarmaður hafi reynt hérlendis. Ingi hafði nefnilega nautn af því að reyna fyrir sér í einhverju alveg nýju á tæknisviði og hefði vafalaust náð enn lengra, ef hann hefði fengið tækifæri til að vinna í slíkum efnum á full- komnu verkstæði ytra. Víst er, að myndirnar báru vott um mikla hæfileika og munu sumar hverjar verða metnar meira, er fram líða stundir, en þær eru í dag — það er mín skoðun og vissa. — Örlaga- nornirnar rista sumum torráðnar rúnir — við því verður víst ekki gert, því að eigi má sköpum renna. Víst er, að engin höggmynd, lág- mynd né kvikmynd átti eftir að koma frá þessum manni og þar með hefur honum fundist tilgang- ur lífs síns brostinn. „Nei, þetta er ekki mitt líf...“ Ég hóf skrif mín á því að segja frá skýfalli, er gerði mig veður- tepptan á Louisiana-safninu. Þetta skýfall reyndist eitt hið magnaðasta er ég hef upplifað og varaði í tvær klukkustundir eða meira. Einmitt er ég var að ljúka við kortin til Inga Hrafns Hauks- sonar slotaði því, jafn skyndilega og það hófst og nú urðu mikil um- skipti, lýsti upp yfir Eyrarsund og allt var ljómað upphafinni birtu, Ijósflæði og tærleika eins og jafn- an við slík veðrabrigði, en I óvenju ríkum mæli. Ég sat lengi sem heillaður og horfði yfir Eyrarsund og eygði strandlengju Svíþjóðar, er nú kom smám saman í ljós ásamt nokkrum hvítum seglum á sundinu, síðan lauk ég við kortin, tók saman dót mitt og hélt á braut. Þessi dagstund er mér ein- hvernveginn I ljósu minni nú, er ég rita um látinn vin minn, þar sem hún er mér tákn einhvers yf- irnáttúrulegs og upphafins fyrir- burðar, því að andi mannsins er lampi frá Guði, er rannsakar hvern afkima hjartans. Fyrir mér er þetta ljósbrigðaspil, er örlögun- um þóknaðist að láta mig upplifa, líkast minnisvarða um Inga Hrafn Hauksson og verður jafnan tengt minningu hans, sterklega mótað I huga mér. Sigli hann hvítum segl- um á vit heiðríkju eilífðarinnar. Kvenna-Búðir KVENNARÁÐSTEFNA verdur haldin að Búðum á Snæfellsnesi, helgina 2.-4. september nk. undir nafninu Kvenna-Búðir. Ráðstefnan er opin öll- um konum, en frumkvæði að henni eiga Samtök um kvennalista. í fréttatilkynningu frá Samtökum um kvennalista segir, að markmið ráðstefnunnar sé „að konur hittist, sjáist og kynnist því þær hafi svo mikið til að miðla hver annarri". Meðal efna sem fjallað verður um á ráðstefnunni er þróun kvenna- mála/ baráttunnar i heiminum og staða þeirra/ hennar í dag. Einnig verður fjallað um hve stóran þátt uppeldið eigi í hlutverkaskiptingu kynjanna og konur munu segja frá því hvernig það var að vera allt í einu komnar á kaf í kosningabar- áttu, þátttöku sinni i friðargöngunni frá New York til Washington o.fl. kvennaviðburðum. Rændi geimsteinum með aðstoð tölvu Jóhannosarborg, 16. ágúst. AP. STOLIÐ hefur verið gimsteinum og skartgripum að verðmæti 3,4 millj- ónir dollara frá Sterns-demantafyr- irtækinu, sem á 76 verslanir víða í Suður-Afríku. Ljóst þykir að a.m.k. einn af starfsmönnum fyrirtækisins, sem aðgang hefur að tölvu þess, á hlutdeild í verknaðinum. Þjófnað- urinn var framinn á tveggja ára tímabili, og komst upp um hann þegar gerð var úttekt á bókhaldi fyrirtækisins og í ljós kom að hálfrar milljónar dollara halli reyndist á rekstrinum sfðasta reikningsár. Þjófnaðurinn hefur verið fram- in með því að breyta og færa til birgðatölur í tölvu fyrirtækisins. Á hverju augnabliki eru vörur að. verðmæti um 900 þúsund dollarar á ferðinni frá vörugeymslum i búðir Sterns. $ Það er staðreynd, að Danfoss ofnhitastillareru orkusparandi og borga sig því upp á skömmum tíma. Auk þess veita þeir mikil þægindi með jöfnum óskahita í hverju einstöku herbergi. Fyrir nokkru var skipt um á öllum ofnum í Empire State byggingunni í New York, sem er 102 hæðir, og settir upp Danfoss ofnhitastillar. Erekkifíjll ástæöa til aö þú setjir upp ofnhitastilla hjá þér þótt starfsemin sé aöeins á einni hæö ? = HÉÐINN = SEUAVEGI2, REYKJAVIK.SÍMI 24260 Vörumarkaðurinn ht.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.