Morgunblaðið - 18.08.1983, Side 19

Morgunblaðið - 18.08.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 19 1 1 y Hvað ættum við að lesa í sumarleyfinu? texti JÓHANNA KRISTJONSDOTTIR A Woman of her Times eftir GJ. Scrimgeour Útg. Pan Books 1983. Það er mjög vinsælt að skrifa eins konar fjölskyldu- eða ætt- arsögur; þar hafa höfundar sjálfsagt í huga að gera útekt á þeim breytingum sem hver kyn- slóð gengur í gegnum. Mér hefur sýnzt að tíminn frá svona 1910 til 1950 og í hæsta lagi 1960 væri afar girnilegur í augum margra sem eru að skrifa bækur i út- löndum. A Woman of her Times er eft- ir G.J. Scrimgeour nokkurn, sem ég hef aldrei heyrt nefndan áður og veit ekki til að hann hafi skrifað aðrar skáldsögur. Hann er nýsjálenzkur, fæddur árið 1934. Hann hefur verið prófessor í Bandarikjunum síðustu tutt- ugu og fimm árin og þykir hinn merkasti vísinda- og fræðimað- ur, m.a. á sviði bókmenntarann- sókna. Það dugar honum greini- lega ljómandi vel í þessari bók, sem ber af öðrum þeim sem ég hef lesið af þessu tagi. Aðalper- sóna bókarinnar, ElizaSeth Wingate, sem á lífsleiðinni upp- lifir tvær heimsstyrjaidir, kynn- ist þjáningu og gleði svona eins og gengur og gerist — er kona síns tíma, en aðlagar sig þó að- stæðum hverju sinni. Bókin hefst þegar Ceylon er nýlenda Breta og umboðsmenn Breta- kóngs voru meiriháttar rikis og dáindismenn þar. En það er ekki allt gull sem glóir. Elizabeth kynnist því og þó að aðstæðurn- ar á ytra borði séu fyrirferðar miklar í bókinni er fýsilegast að lesa um hugrenningar og við- brögð Elizabethar sjálfrar og lifa með henni breytingar og byltingar á högum hennar og hvernig hún bregst við þeim. A Mother and Two Daughters eftir Gail Godwin Útg. Pan Books 1983. Gail Godwin hefur áður sent frá sér nokkrar bækur og margir kannast væntanlega við Violet Clay sem var tilnefnd til banda- rísku bókmenntaverðlaunanna 1976 og The Odd Woman frá ár- inu 1974 sem var tilnefnd til bókaverðlauna ársins í Banda- ríkjunum. I hvorugt skiptið hreppti Godwin þó hnossið. Hún hefur engu að síður fengið að- skiljanlegar viðurkenningar fyrir bækur sínar og A Mother and Two Daughters hefur fengið ákaflega góðar viðtökur í Banda- ríkjunum. Hér er á ferðinni rétt ein fjölskyldusagan enn, eins og titillinn gefur til kynna, er fjall- að um samskipti móðurinnar við tvær dætur sínar. Það er reynd- ar öldungis furðulegt, hvernig við fórum að því að umgangast mæður okkar hér áður meðan við höfðum engar bækur til að * Pan NOW ÍN PAPERBACK - THE BESTSELLING SAGA OF A WOMAN AND HER WORLD --GJSCRiMGEOUR- OF HER Pan Mothí _ Ler ^&Two JJaugnters GAIL GODWIN ‘Funny, sad, provocative, ironic, compassionate, knowing, true.. it is everything that a novel should be’ washington i\)st segja okkur til. Því að í þessum bókum eru áherzlupunktarnir að mínum dómi býsna oft á sér- kennilegum stöðum. En það sem gefur Gail Gódwin vinninginn umfram marga aðra höfunda er fyrst og fremst rithæfni hennar og næm og bráðskemmtileg kaldhæðni, sem einhverjir mundu sjálfsagt kalla kímni, en er ívið of hrjúf til að ég nefni hana svo. Retten til sin far eftir Ole Salting Útg. Heklaforlag 1983. Einstæðir feður hafa á síðari árum komið fram úr fylgsnum sínum og margir hverjir gerzt aðsópsmiklir: þeir vilja nú rétt sinn varðandi börn sem þeir eiga og telja sig ekki hafa haft eðli- legan samgang við, í flestum til- fellum vegna beizkju móðurinn- ar og hefndarhugs. Um þetta mál skrifar Ole Salting og það á erindi til okkar, þó svo að margt sé staðbundið fyrir hans heima- land, hvað varðar löggjöf og fleira. Hann segir í formála að margir hafi varað hann við að skrifa bók af þessu tagi, hann myndi rægður og úthrópaður hvarvetna. Það er í því undarleg- ur tvískinningur: kariar hafa kúgað konur og eru víst enn að því, en samt hafa konur haft tögl og hagldir í sambandi við börn og forræði þeirra. En það bland- ast engum hugur um, að hvað svo sem veldur þessari tvöfeldni hafa feður sýnt aukna ábyrgð- artilfinningu gagnvart afkvæm- um sínum og var tími til kominn. Það leysir vitaskuld ekkert mál að skella alltaf skuldinni á hefndar- og heiftaraðgerir móð- ur, karlmenn sjálfir hafa ekki sótzt eftir forræði barna sinna — vel að merkja með heiðarleg- um undantekningum — og þeir hafa svo sem ekki alltaf allir rækt umgengni við börn sín af neinum sérstökum sóma — einn- ig með mörgum heiðarlegum undantekningum. En í öllum umræðum um þessi viðkvæmu mál er grunnt á beizkjunni, það er freistandi að varpa skuldinni af sér. Galli bókar Salting er hversu einlit hún er. Hann segir það með vilja gert, þar sem málstað móðurinnar hafi alltaf verið hampað. Það getur verið gott og blessað og nokkuð til í því. Ole Salting leggur líka áherzlu á að hann sé að tala um rétt barnsins til að umgangast báða foreldra. Um það eru allir sammála. En einmitt þetta: rétt- ur barnsins er stundum innan- tómt hugtak. Það kemur svo oft í ljós — hvort sem er í bók Ole Salting, skrifum mæðra um þessi mál og hvaðeina að báðum foreldrum hættir ansi oft til að hugsa fyrst um sinn rétt, áður en að barninu er komið. Til þess er sorglegt að vita. Pabbi, mamma og Siggi komust ekki öll í Tívolíferðirnar tvær Þess vegna bætum við tveim ferðum við! Inniíalið í allar ferðirnar: Flug, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður. Flugvallaskaltur og íerðir til og fró llugvöllum ekki innifaldar. * Allar nánari upplysingar hjá söluskrifstoíu Flugleiða, ferðaskrifstoíum og umboðsmönnum um allt land. Gengi 12/8 '83 FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Það eru greinilega margir sem eru áhugasamir um ódýru Tívolíferðirnar í sólina og hitann i Kaupmannahöfn. Vegna mikillar þátttöku í ferðirnar 20. og 26. ágúst höfum við ákveðið að bœta við tveimur ferðum, 27. ágúst og 8. september. Ef þú vilt taka börnin með þér og leyía þeim að njóta œvintyra í hinu eina og sanna Tívolí, þá er tilvalið að bjóða þeim með í Kaupmannahafnarferð með Flugleiðum. 19.872 krónur fyrir pabba, mömmu og Sigga. Fargjaldið fyrir íjölskyldu með bam í 3ja daga ferð er eins og hér segir: Fyrsta íargjald 10.310 krónur, annað íargjald 6.426 krónur og þriðja íargjald (barn 2ja-l 1 ára) 3.138 krónur - samtals 19.872 krónur. Brottfarir: 3ja daga íerð 20. - 23. ágúst 4ra daga íerð 26. - 30. ágúst 4ra daga ferð 27.-31. ágúst 3ja daga ferð 8. - 11. september Innifalið:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.