Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 21 AÐGÆSLA — VÖRN GEGN VÁ UMSJÓN: LANOSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Öryggi barna innandyra Ánægjulegt er að horfa á börn leika sér og sjá þau gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn við að skapa eitthvað. Gefum þeim tækifæri til að athafna sig í ör- uggu umhverfi! Sum herbergi íbúðarinnar henta tæplega sem leiksvæði fyrir börn. Þvottaherbergi og böð með útbúnaði sínum og vél- um geta hreinlega verið slysa- gildrur. Sömuleiðis er eldhúsið síst hættuminna leiksvæði fyrir börn. Þeir fullorðnu, sem þar eru, eiga oftast nóg með sin störf og hafa ekki alltaf vakandi auga með börnunum. óhappið gerist á augnabliki. Settu því smábörn í leikgrind eða barnastól þegar þú ert upp- tekin(n) við eigin störf. Hafðu dyr að baði og þvottaherbergi lokaðar og settu grind fyrir stigaop. Láttu ekki hnífa og önn- ur bitvopn liggja þar sem börn ná til. Stærri börnum getum við leið- beint — smábörnin verðum við að vernda. Gangi ykkur vel. Næat: öryggi barna utandyra. Sumar- veður á Síðu Á þessari mynd er fallegt sumarveður. Myndin er tekin austur á Siðu í fyrri viku, en þar var þá sól, blankalogn og hið bezta veður. Á meðan sátu íbuar suðvesturhornsins í rign- ingu og kulda. Heyskapur á þessum slóðum hefur gengið dável, en þó segja bændur að spretta hafi ekki verið upp á það bezta, þar sem nætur hafi verið fremur kaldar í júlímán- uði. Myndin er tekin upp hamragilið við Mögá á Síðu, sem er rétt við túnfótinn hjá Siggeir Björnssyni bónda og varaþingmanni Suðurlands- kjördæmis. ngar þig í ítölsk Þú færð þau hjá okkur. Gullverðlaun fyrir hönnun og stíl HUSGÖGN Langholtsvegi 111 R. simar 37010 — 37144

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.