Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hárskurðarnemi á síöasta ári óskar eftir vinnu. Uppl. í síma 51843. Framtíðarstarf Óskum eftir að ráða karlmann, 20—40 ára, til ábyrgðarstarfa við efnagerð okkar nú þeg- ar. Góð laun fyrir góðan mann. Vinsamlegast hafið samband viö Jóhann Guðmundsson framleiðslustjóra á staðnum. Sanitas hf., Köllunarklettsvegi 4. Meinatæknar Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að ráða meinatækni nú þegar, eða eftir nán- ara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða. Útvegum húsnæði sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri í síma 95-5270. Hjúkrunarforstjóri. Óskum að ráða starfsfólk í snyrtingu og pökkun. Unniö eftir bónuskerfi. Fæði og húsnæði á staðnum. Uppl. í síma 97-8200. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði. Ritari Fyrirtæki á fjölmiölasviði vill ráða ritara til starfa nú þegar. Reynsla í skrifstofustörfum er æskileg, sem og stúdentsmenntun eða önnur hliðstæð menntun. Áhersla er lögö á góöa kunnáttu í íslensku. Umsóknum skal skilaö á auglýsingadeild Morgunblaösins fyrir 24/8 merkt: „K-8620“. Heilbrigðisfulltrúi Tvær stöður heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigöiseftirlit Reykjavíkursvæðis eru lausar til umsóknar. Laun samkv. kjarasamn- ingi starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer skv. reglugerð nr. 150/1983. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið há- skólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða hafi sam- bærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf sendist undirrituöum, sem ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins veit- ir nánari upplýsingar fyrir 1. sept. 1983. Borgarlæknirinn í Reykjavík. Húsgagnasmiðir Óskum eftir að ráöa húsgagnasmiö eða menn vana innréttingasmíöi. Upplýsingar á Smíðastofunni, Sólvallagötu 48, sími 16673. Fjósameistari óskast Fjósameistari óskast viö skólabú Bænda- skólans á Hólum frá 15. sept. 1983. Búfræöi- menntun áskilin. Laun samkv. launakerfi op- inberra starfsmanna. Upplýsingar um starfið gefnar á Bændaskól- anum á Hólum í síma 95-5962. Skriflegar umsóknir sendist skólanum fyrir 5. sept. 1983. Skólastjóri. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Dagvistun barna, Fornhaga 8. Sími 27277. Dagvist barna á einkaheimili Þar sem nú er mikil eftirspurn eftir dagvistun fyrir börn, eru þeir sem hug hafa á að sinna því starfi beönir að hafa samband við umsjónarfóstrur, Njálsgötu 9, sem gefa nán- ari uppl. Viötalstími frá kl. 9—10 og 13—14 í síma 22360. Kennarar Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til um- sóknar viö grunnskólana á Akranesi: Við Brekkubæjarskóla: Kennsla yngri barna, heil staða. Stuðningskennsla og almenn kennsla, heil staða. Upplýsingar í síma 93- 1938. Við Grundaskóla: Kennsla yngri barna, heil staða. Upplýsingar í síma 93-2811. Umsóknarfrestur til 23. þ.m. Skólastjórar. Skrifstofustarf Starfsmann vantar í heildverslun til að annast símavörslu, tölvuvinnslu og vélritun, auk ann- arra almennra skrifstofustarfa. Um er að ræða heilsdagsstarf næstu mánuð- ina, en síðan hlutastarf frá 13—17 síðdegis. Viðkomandi aðili þarf að vera vel fær í vélrit- un, og helst að hafa nokkra æfingu í almenn- um skrifstofustörfum. Verzlunarskóla- eða önnur sambærileg menntun æskileg. Væntanlegir umsækjendur eru beðnir að senda svar til afgreiðslu blaðsins fyrir mánu- dagskvöld 22. ágúst 1983 merkt: „Vandaður — 8747“. Atvinna Óskum eftir að ráða einn til tvo menn vana logsuðu og G02-suðu. uppl. hjá verkstjóra. Hf. Ofnasmiðjan, Háteigsvegi 7. Sími 21220. Afgreiöslufólk Afgreiðslufólk vantar í kvenfataverslun allan daginn. Framtíðarvinna. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf og annað sem máli skiptir sendist til augld. Mbl. merkt: „Sölufólk — 8746“ fyrir 23. ágúst. Hárgreiðslusveinn óskast nú þegar. Um er að ræöa hlutastarf eftir nán- ara samkomulagi. Hárgreiðslustofan Píróla, Njálsgötu 49, sími 14787. Bókasafn — , starfsmaður Laus er til umsóknar hálf staða starfsmanns á Bókasafninu Lækjarskóla, Hafnarfiröi. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst nk. Laun samkv. 10 launaflokki BSRB, 9 starfsmánuðir á ári. Upplýsingar veittar á fræðsluskrifstofu Hafn- arfjarðar í síma 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf: Konu í sal Vaktavinna. Konu í buff Vaktavinna. Konu í eldhús Vaktavinna. Konu í eldhús Dagvinna. Upplýsingar á staðnum frá kl. 4—7 í dag. Veitingahöllin, Húsi verslunarinnar. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Verslunarhúsnæði Til leigu 223 fm skemmtileg verslunarhæö viö fjölfarna umferðargötu. Laus strax. Tilboð óskast send augld. Mbl. fyrir 23. ágúst merkt: „Verslunarhúsnæði — 8748“. Sérverslun Sérverslun sem hefur gott verslunarpláss vill leigja hluta í lengri eða skemmri tíma. Kven- fatnaöur e.t.v. líklegastur. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga leggi nafn og símanúmer inn á augl.deild Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Góður möguleiki — 8947“. Við Túngötu Til leigu er skrifstofuhúsnæði við Túngötu. Hentar vel fyrir lögmanns- eöa endurskoðun- arskrifstofu. Nánari upplýsingar veitir: Þórður S. Gunnarsson hrl., Óðninsgötu 4. Sími 19080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.