Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Bjarni Jóhannsson ▼ið spilið. Björgrin Þorvaldsaon, styrimaðnr, (aðgerðinni. Á dragnótarveiðum með Baldri KE 97 Það væri þó ekki gott að segja, en oftast væru gestir fiskifælur. Hann sagðist fara í Garðsjóinn og á miðin væri um klukkutíma stím. I þessari þrálátu suðvestanátt þýddi ekkert að fara norður fyrir eins og hann kall- aði það, eða norður fyrir Hraun, þar væri ekkert næði. Okkur landkröbb- unum þótti nú ekki mikið til næðis- ins í Garðsjónum koma, talsverður skakstur var framan af og veitti ekki af því að hafa hendurnar lausar til að grípa til festu þegar mest valt. Þá börðumst við hetjulega við sjóveik- ina og eftir nokkra stund varð hún til allrar lukku að láta í minni pok- ann. Öfundin á sér marga bræður Við notuðum tækifærið á útleið- inni til að spjalla við Kristján, spyrja hann um gang veiða, dragnót- ina og ýmislegt fleira. „Þetta er búið að vera ágætt á okkar mælikvarða, ætli við séum ekki komnir með tæp 80 tonn í 8 róðrum og höfum við lagt upp hjá Sjöstjörnunni í Ytri- Njarðvík. Kolinn hefur verið nokkuð góður, en er þó heldur smærri hér suður frá en fyrir norðan Hraun. Við fórum norður eftir í fyrsta róðrinum og fengum þá um 18 tonn, en síðan hefur ekki gefið þangað. Þá hefur borið svolítið á hinum forboðna fiski, bolfiskinum, á sumum bleyð- unum og okkur þykir það einkenni- legt, að Faxaflóinn skuli vera eina svæðið þar sem ekki má veiða bolfisk í dragnót. Því ráða lfklega sport- veiðimennirnir í landi. Það er eins gott að þeir flytjist ekki austur eða vestur á firði, þá legðist útgerð þar líklega niður. Okkur finnst það hast- arlegt að fá ekki að taka 12 til 15 kílóa þorsk í dragnótina hér, en það Kristján Ingibergsson, skipstjóri. Hattinn góða átti afí hans fyrst og er hann ómissandi við veiðiskapinn. Texti HG * \\ Myndir Guðjón Birgisson • • • Þeir eru iðnir við kolann. Kallinn brá sér í aðgerðina með strákunum, svona rétt til að halda sér við, því ekki þurftu strákarnir á aðstoð að halda að hans sögn. Þeir eru Strákarnir slappa af yfír kaffísopa. Frá vinstri Ólafur, Hákon, Bjarni og Björgvin. iðnir við kolann I LOK síðasta mánaðar mættu tveir svefndrukknir fulltrúar Morgunblaðs- ins við Keflavíkurhöfn um klukkan hálfsex á miðvikudagsmorgni. Erindið var að fara í dragnótarróður með Baldri KE 97. Ólafur Björnsson, út- gerðarmaður, og Kristján Ingibergs- son, skipstjóri, höfðu góðfúslega gefíð okkur leyfí til að fylgjast með þeim á kolaveiðunum í Garðsjónum. Þeir eru báðir miklir áhugamenn um dragnóta- veiðar og fannst tími til kominn að gefa þjóðinni svolitla innsýn í gang þessara veiða, sem þeir telja skila betra hráefni og ódýrari físki á land en aðrar veiðar. Gestir oftast fiskifælur Rétt upp úr hálf sex var lagt af stað og sagði Kristján Ingibergsson, að við hefðum nægan tíma fyrir okkur, það yrði ekkert fiskirí í dag. er meðalstærð hans hér meðan tog- ararnir moka upp smáfiskinum. öf- undin á sér marga bræður. 100% hráefni úr dragnótinni Dragnótin er bezta veiðarfæri sem ég hef kynnzt og hef ég þó verið á öllum hefðbundnum veiðarfærum. Það ætti tvímælalasut að nota hana miklu meira, enda eru aðrar þjóðir farnar að nota hana í auknum mæli. Norðmenn, trar og Skotar eru með miklu stærri skip á þessu en við og fiska allt niður á 150 faðma með dragnótinni. Þar taka þeir sama aflamagn með 70% minni tilkostn- aði en í trollið og úr dragnótinni færðu ekki nema 100% hráefni vegna þess hve stutt er togað. Það líður aðeins um klukkutími frá því nótin er í botni og þar til hún er komin í botn aftur og togað í um 15 mínútur. Hér í Garðsjónum erum við mest á um 20 faðma dýpi og norðan við Hraun fer það upp í 40 faðma. Fyrir norðan er meira af þorski í aflanum og þegar svo er, er ekki um annað að ræða en að leggja niður skottið og hypja sig. Eins og reglurnar eru nú mega aðeins 15% af vikuaflanum vera bolfiskur og getur það verið ákaflega erfitt. Fari til dæmis svo, að í fyrsta túr vikunn- ar verði bolfiskafli eitthvað umfram leyfileg mörk og báturinn verði síð- an frá veiðum það sem eftir er vik- unnar einhverra ástæðna vegna, er engin leið til að bæta hlutfallið. Þá fer andvirði þess, sem umfram er beint í ríkissjóð og menn eru nú ekki sériega hrifnir af því að fiska fyrir hann. Það er því alveg ljóst að menn gera það ekki að gamni sínu að veiða of mikið af bolfiski. Það, sem líklega veldur þessum ótta og misskilningi manna um að dragnótin drepi allt kvikt, sem í hana kemur, er væntan- lega það, að menn eru enn fastir í gamla tímanum. Þá var möskvinn miklu minni og auðvitað kom þá smáfiskur með. Nú er möskvinn orð- inn það miklu stærri, að ekkert veið- arfæri skilur smáfiskinn jafn vel úr og dragnótin. Það gera ekki aðrir en járn- karlar að öllum þessu kola Ég byrjaði á þessum veiðum 1964 til 1965 og fengum við þá að veiða eins og við vildum. Þá vorum við að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.