Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 31 Ólafur Lárusson, netamaður, tekur á móti nótinni. V Hákon Matthíasson, matsveinn, gerir að kolanum. Baujan tekin inn og þá er bakhorðsvírinn festur inn á spilið og hífíntrin hefst. allega í þorski framan af vertíð og kola seinni hlutann. Það er agalegt að þurfa nú að fiska með hangandi hendi meðan þeir á togurunum þurfa að vera með skorur í aðgerðarborð- inu til að mæla tittina. Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur, kom með okkur í rannsóknarleiðangur í vor og þá gat hann ekki mælt þorskinn, sem við fengum vegna þess, að hann hafði ekki nógu stóran kvarða. Það er afreksmannskapur hér um borð, enda gera ekki aðrir en járn- karlar að öllum þessum kola. Þetta eru líka allt þaulvanir menn, sem kunna sitt fag út í yztu æsar. Þá spillir ekki hve vel er gert út undir mann. Það er stór hlutur af vel- gengninni," sagði Kristján. Um klukkutími fer í hvert kast Nú vorum við komnir á miðin og rétt fyrir sjö var kastað fyrst. Dragnótinni er kastað þannig, að fyrst er annar togvírinn keyrður út og endi hans festur við bauju. Þegar hann hefur verið keyrður út er nót- inni kastað og síðan er stjórnborðs- vírinn keyrður út. Oftast er nótin lögð í sporöskjulaga hring, en hún er ýmist þrengd eða vfkkuð eftir stærð bleyðunnar, sem kastað er á. Stjórn- borðsvírinn er síðan dreginn að baujunni, bakborðsvírinn settur inn á tromlu og síðan er keyrt rólega f um 15 mínútur eða þar til nótin hef- ur lokazt. Þá er byrjað að hffa og fer tími í það eftir lengd víra og dýpi. Ná er nótin að mestu hífð inn og pokinn keyrður upp að stjórnborðs- síðunni og aflinn hffður um borð. Að því loknu er kastað aftur og aðgerðin hefst. Venjulega fer um það bil klukkutími í hvert kast, svo betra er fyrir mannskapinn að vera iðinn við kolann ef hvfld á að nást milli kasta. Hvfld er annars lítil meðan á hverj- um túr stendur, farið er út árla morguns og komið inn upp úr kvöld- mat og stíft kastað. Að þessu sinni var kastað þrettán sinnum og komið að um klukkan 9 um kvöldið. Drag- nótin sjálf er 32 faðmar, vírarnir eru 480 faðmar og 60 faðmar af tógi eru sitt hvoru megin milli nótar og vfra. Aflinn í þessum túr reyndist tæp 8 tonn, 200 kíló af ýsu og lúðu og litils háttar af þorski og steinbíti. Þetta átti að vera síðasti túr vikunnar vegna aðvffandi verzlunarmanna- helgar og sagði Kristján að eins og endranær hefði bolfiskur ekki farið yfir sett mörk. Eins og áður sagði var kastað 13 sinnum, tvisvar festist nótin í botni og rifnaði lftils háttar en kolaaflinn í kasti reyndist frá 8 körfum upp í 25 en allt að 35 kíló eru í hverri körfu. Kolinn er viðkvæmur fiskur og því er aldrei notaður sting- ur í hann, heldur er gert að honum f körfur og síðan hellt úr þeim niður í lest. Kristján sagðist vera ánægður með afrakstur dagsins, sérstaklega miðað við brasið og skaksturinn. Að lokum lagði hann áherzlu á það, að blaðamennirnir fengju sér af aflanum í soðið og þurfti ekki að hvetja okkur mikið til þess. Því verð- ur ekki neitað að það fannst okkur góður endir á athyglisverðum starfsdegi og erum við þakklátir Kristjáni og áhöfn hans fyrir góðan viðurgerning um borð og þolinmæði við stöðugum spurningum. Dragnótin mjög gott veiðarfæri — segja Bjarni Jóhannsson og Hákon Matthíasson „ÞKlTA var þokkalegur túr og við kunnum mjög vel við okkur á drag- nótinni, sem er mjög gott veiðarfæri. Þó sumum vaxi í augum að gera að miklu af kola komast menn upp á lagið og þá gengur þetta allt vel,“ sögðu þeir Bjarni Jóhannsson, vél- stjóri, og Hákon Matthíasson, mat- sveinn, er við ræddum við þá á land- leiðinni. „Dragnótin gefur góðan hlut og góð frf um helgar og því er allt í lagi að leggja talsvert á sig meðan við erum úti. Þetta getur orðið langur vinnudagur, en það er gott að vinna við nótina. Hún er alveg skaðlaust veiðarfæri og út í hött að segja, að hún eyðileggi allt, sem f hana kemur. Þá finnst okkur það hart að fá ekki að veiða stóra þorskinn hér þegar togararnir moka upp smáfiskinum fyrir vest- an. Þetta er eina svæðið, þar sem ekki má drepa þorsk í dragnót. Ætli það séu ekki sportveiðimenn- irnir í landi, sem vinna fulla vinnu þar og fiska síðan um helgar, sem hafi þessi áhrif og ráði mestu. Það er spurning hvort þjóðin hefur efni á því að veiða ekki þennan stóra fisk í veiðarfæri, sem skilar fyrsta flokks hráefni," sögðu þeir Bjarni og Hákon. Vænn poki kominn inn fyrir. Kallinn leysir fri og kokkurinn fylgist mei Þegar híft er er nótin að mestu tekin inn fyrir svo aflinn renni niður f pokann. Þegar pokinn hefur verið tæmdur er öll nótin tekin inn fyrir uns kastað er aftur. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur um dragnótina: Smáfiskur veiðist í minna mæii í hana en botnvörpu af sömu möskvastærð í RITI sínu FiskveiAar og veið- arfæri fjallar GuAni Þorsteins- son, fiskifræðingur, meðal annars um dragnótina. Honum segist svo frá er hann fjallar um kosti hennar: Helstu kostir dragnótar eru þeir hversu góðum fiski hún skil- ar. Kjörhæfnin er góð, sem þýðir að smáfiskur veiðist í minna mæli en í botnvörpu af sömu möskvastærð. Einkum á þetta við um þorsk (38). Þá er unnt að nota afllítil skip við þessar veið- ar og nýta smábleyður, þar sem trolli verður tæpast komið við. Loks er svo að geta þess, að dragnótin er létt veiðarfæri, sem eyðileggur ekki botninn, eins og þung botntroll geta gert (99). Nokkuð hefur borið á and- stöðu gegn dragnótaveiðum á ís- landi, og er þá vægt til orða tek- ið. Ástæðan er sú, að á árum áð- ur voru leyfðar taumlausar dragnótaveiðar með smáum möskvum víðast hvar á grunn- slóð, þar sem fiskislóðir teljast. Veiddist þá mikið af ungviði, og voru slíkar veiðar því fávíslegar. Möskvar hafa nú verið stækkað- ir mjög verulega, upp í 155 mm og er þá ekki um veiðar á smá- fiski að ræða. Um tíma var möskvastærð í poka reyndar 170 mm. Engu að síður hafa margir horn í síðu þessa veiðarfæris og telja, að ýsa og þorskur flýi þau svæði, þar sem dragnótaveiðar eru stundaðar, vegna þess að botninn rótist svo mjög upp. Þær athuganir, sem gerðar hafa ver- ið, benda þó eindregið til hins gagnstæða — hið létta veiðar- færi róti mjög lítið upp botnin- um og er sýnt, að botnvarpan er þar mun skæðari. Ástæðan til þess að dragnótaveiðar eru leyfðár á grunnslóð, þar sem botnvörpuveiðar eru yfirleitt bannaðar, er að nýta skarkola- stofninn betur en nú er gert. Víða er stærsti hluti aflans þó þorskur, yfirleitt töluvert vænni en sá er á króka veiðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.