Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Ljómaralliö hefst í dag Davíð Oddson ræs- ir keppendur af stað DAVÍÐ Oddsson mun gefa keppnis- bílum í I.jómarallinu rásleyfi er keppni hefst kl. 09.00 í dag. Leggja bflarnir upp frá Vogaskólanum, þar sem upplýsingamiðstöð rallsins verð- ur dagana þrjá, sem keppni stendur. Fyrstir af stað verða Hafsteinn Hauksson og Birgir V. Halldórsson á Escort RS, sem þykja mjög sig- urstranglegir í rallinu. Ómar og Jón Ragnarssynir koma næstir á Renault 5, en þeir hafa forystu í íslandsmeistarakeppninni. Skot- arnir Tom Davies og Philip Walker leggja upp í kjölfar bræðranna á Toyota Ceilca, gætu þeir komið öðrum keppendum í opna skjöldu þar sem enginn veit getu þeirra. Halldór Úlfarsson og Tryggvi Að- alsteinsson aka Toyota Corolla í rallinu en þeir berjast um ís- landsmeistaratitilinn. „Það má bú- ast við því að við högum akstrinum eftir því hvar Omar og Jón standa," sagði Halldór i samtali við Morgunblaðið. „Ef annar hægir á sér þá gerir hinn það líklega einnig, en það verður samt líklega ekkert slegið af. Það er spurning hvað á að bjóða bílnum á grófari leiðunum, þetta verður 25% heppni held ég,“ sagði Halldór. Alls leggja 18 keppendur af stað og margir þeirra eiga góða möguleika á að ná verðlaunasæti. Ásgeir Sigurðsson og Júlíus Ólafsson á Escort 2000 eru réttu mennirnir í svona lang- rall, Ásgeir er einstaklega laginn ökumaður. Jón S. Halldórsson á BMW 2002 þykir skæður, en spurn- ingin er hvort hann heldur út rall- ið. Eiríkur Friðriksson og Matthí- as Sverrisson á Escort 2000 eiga vel saman, Eiríkur getur ekið vel en hefur vantað aðstoðarökumann með reynslu, sem Matti á nóg af. Minnsti og kraftlausasti blll Ljómarallsins verður Suzuki Úlf- ars Hinrikssonar og Sigurðar Sig- urðssonar og verður gaman að sjá hvort þeim tekst að ljúka rúmlega 1.790 km löngu rallinu. Rásröð keppenda í Ljómarallinu 1. MafsU mn liauksHon / Birgir V. Malldorsson Eseort RS 2. Ómar Ragnarsson / Jón R. Ragnarsson RenauR 5 Alpine 3. Thomas Mavies / Rbilip Walker Toyota (’elica 2000 4. Halldór l lfarsson /Tryflfvi AóalsU*mss»»n Toyota (’or. 1600 5. Kvar Sigdórsson / /f,’gir Armannsson Suharu 1600 6. í'lfar Hinriksson / Siguróur Sigurósson Suzuki Alto 7. Jón Sigjxir.sson / Halldór (iisla.son Lancer 1400 8. Jón S. Halldórsson J Bragi (iuðmundssonBMW 2002 9. Ævar Hjartarson / Arni O. Kriðriksson Lada 1600 10. Áaj;eir SigurðsMon / Július Óiaf.sson Eacort 2000 11. Steingrímur Ingason / Auðunn l'orsteins. Datsun 1800 12. Eiríkur Friðriksson / Matthias SverrisHonKscort 2000 13. ---- 14. Ólafur Ólafsson / Auðunn Ólafsson Datsun 140 J 15. Ríkharður Kri.sttnsson / Atli Vilhjálmss. Lada 1600 16. Helga Jóhannsdottir Jómna Ómarsdóttir Subaru 1800 4WrD 17. Kristinn Bernburg / Ágúst Guðmundsson Escort 1600 18. Ari Arnórsson / (iunnar Óskarsson Lada 1500 19. óunnar Vagnsson / Karl ísleifsson (ortina 1600 Leiðarlýsing á rallinu Fimmtudagur 18. ágúst. Ræsing Vogaskóla 09.00, Hvassahraun I 9.51, Hvassahraun II 10.01, Motocrossbraut 10.27, Stapi 10.34, Reykjanes 11.07, ísólfsskálavegur 11.55, gömlu Kambar 13.28, Kolviðarhóll 13.49, Esjuleið 14.42 (ath ), endamark fyrsta dags Vogaskóla 15.28. Köstudagur 19. ágúst. Ræsing Vogaskóla 06.00, Esjuieið 6.36, Lyngdalsheiði 7.24, Kaldidalur 9.15, Bær, Borgarfirði 11.40, Hestháls 12.10, Miklholt 113.58, Miklholt II 14.12, Grímsstaðir 14.30, Svartagil 15.52, Borgarvirki 19.15, Þverárfjall 20.34, endamark annars dags, Sauðárkrókur, við Hressingarhúsid 21.07. taugardagur 20. ágúst. Ræsing Hressingarhúsið 06.00, t>ver- árfjall 6.20, Norður-Kjölur 7.45, Suður-Kjölur 8.46, Stöng 11.54, Sigalda 12.58, Fjallabak 13.39, Meðalland 17.17, Hrífunes 17.47 Keldur 19.52, Hólsá 20.53, Háfur Þykkvabæ 21.15, gömlu Kambar 22.41, Kolviðarhóll 23.00, EsjuJeið 23.48. Næturstopp Hafrafelli um 00.10. Ljómaralli lýkur við Vogaskóla kl. 14.00 er keppendur koma i lokamark, sunnudaginn 21. ágúst. „Kemst ekki á frúnni, fer bara með henni“ Rætt við Ómar og Jón Ragnarssyni „VIÐ ÖKUM aðeins eftir einu tempói, því sem bflinn þolir," sagði Ómar Ragnarsson er Morgunblaðið ræddi við hann og Jón bróðir hans um Ljómarallið. Þeir bræður hafa nú nauma forystu í íslandsmeistara- keppninni í rallakstri eftir að hafa ekið Kenault 5 í þrem röllum á árinu. Þeir sigruðu Eika Grill rallið, urðu þriðju í Borgarfirði og sigruðu síðan Húsavíkurrallið. Halldór Úlfarsson og Tryggvi AAalsteinsson á Toyota Corolla koma þeim næstir að stigum í íslandsmeistarakeppninni. „Við getum ekkert bætt við hraðann hjá okkur, við eigum eng- in 100 hestöfl til vara,“ sagði Ómar. „Hraðinn í keppninni mun ráðast á fyrsta degi, þegar maður sér hvað aðrir eru að gera,“ sagði Jón. „Ég vona að ég komist f svipað Staðan í íslands- meistara- keppninni stig Omar Ragnarsson 52 Halldór Ulfarsson 50 Jón Sigþórsson 20 Logi Einarsson 15 Þorsteinn Ingason 12 Steingrímur Ingason 12 Ævar Hjartarson 10 Jón S. Halldórsson 10 Ríkhardur Kristinsson 8 Ævar Sigdórsson 8 Ómar og Jón Ragnarssynir fagna sigri í Ljómarallinu 1981, árið eftir urðu þeir í öðru sætf. MorgunblaAM/Gunnlaugur R. form og í Húsavíkurkeppninni, löngu leiðirnar verða eknar jafnt, en í svona löngu ralli getur tíma- munurinn verið svo mikill að það sé ekki nokkurt vit i því að reyna að vinna það upp,“ sagði ómar. „Við verðum liklega að keppa við 3—4 bíta, aðallega þó Halldór Úlf- arsson, Hafsteinn og Birgir ættu að vera langt á undan okkur, þeir hafa yfirburðabíl. Við höfum oft keppt við Hafstein, í fyrsta Ljóm- anum duttum við báðir út, það var sameiginlegt skipbrot. ’81 unnum við Hafstein, en síðan sigraði hann í fyrra,“ sagði Ómar. „Við tökum þessu af meiri létt- leika en áður og rúllum með ánægjunnar vegna. I Húsavíkur- rallinu komst ég í gott stuð og hafði mjög gaman af því að aka og vona að það sama gerist núna,“ sagði Ómar. „Það má segja að lok- um að fyrst ég komst ekki á frúnni, þá fer ég bara með henni í rallið." Átti ómar þar við að kona hans, Helga Jóhannsdóttir, keppir í rall- inu ásamt dóttur þeirra, Jónínu. „Keyrum af skynsemi, jafnt og þétt,“ segja þeir Ævar Hjartarsson og Bergsveinn Ólafsson um þitttöku sína í Ljómarallinu. Hér sjást þeir á öllu útopnu í krappri beygju. Morgunblaói»/Gunnlauinir. „Ég ætla að mala þessa keppni" Ummæli keppenda MORGUNBLAÐIÐ fékk ummæli allra keppenda um hverju þeir hyggjast stefna að í rallinu og koma þau hér á eftir i sömu röð og keppendur eru ræstir. „ómar og Jón vinna vegna varahlutaskorts hjá okkur" — Hafsteinn. „Gerum allt fyrir akstursgleðina" — ómar. „Ök- um af gætni í byrjun, en aukum hraðann undir lokin" — Philip Walker. „Fyrstu þrjú sætin er takmarkið" — Halldór. „Keyra af öryggi, sjá stöðuna fyrir síð- asta dag“ — Úlfar. „Stefni bara að því að rúlla í gegn“ — Jón Sigþórsson. „Ég ætla að mala þessa keppni. Skotinn skal fara öfugur heim“ — Jón S. Hall- dórsson. „Keyrum af skynsemi, þétt og jafnt“ — Ævar Hjartar- son. „Því lengra sem ég kemst því meira gaman hef ég af þessu“ — Ásgeir. „Keyri eins hratt og bíllinn býður uppá, veit hvernig á að forðast veltur" — Eiríkur. „Vonast til að ná sjötta sæti“ — Ríkharður. „Stefni að því að komast í mark“ — Helga. „Ökum samkvæmt japanska kerfinu og ætlum ekki að svitna á sérleiðum" — Kristinn. „Til að vinna þarftu að klára, segir kínverskt máltæki, reyna að halda 99% af eigin hraða og láta ekki aðra pressa mig upp“ — Ari. „Allt fyrir neðan fyrst sætið er tap“ — Gunnar og bróðir hans Birgir. Omar frystur fyrir rallið „BLESSAÐUR vertu, maður verður bara einhentur. Við tökum með okkur kælipoka og frystum höndina á lengri leiðum rallsins," sagði Ómar Ragnarsson aðspurður um hvort hann væri tognaður á upphandlegg hægri handar eins og Morgunblaðið komst á snoðir um. „Ég tognaði fyrir mánuði síðan á Sumargleðiferðalagi við burð á dóti, rakst síðan utan í eitthvað og hef síðan skemmt á fullu með alls- kyns sviptingum og versnaði, þvi það má ekkert slá af, maður getur ekki sparað sig,“ sagði Ómar. „Ég var að vona að þetta myndi skána af sjálfu sér, en þetta hefur versn- að undanfarið, þannig að ég er hættur að geta svarað í sima og rakað mig með hægri hendinni. Þetta er þó skárra en að missa vinstri hendina, sem maður notar meira á stýrið," sagði ómar. „Jón verður bara að skipta í fyrsta og annan gír, þeir eru svo þungir. En það verður erfitt að snúa stýrinu hratt.“ „Ég verð bara að keyra kailinn áfram, þó hann sé að drep- ast,“ sagði Jón Ragnarsson, sem ekur að venju með ómari. „Við för- um einhvern veginn áfram og kom- umst í sameiningu í gegn.“ „Einhenti maðurinn," sagði Ómar hlæjandi. „Maður sveiflar bílnum ekkert núna á beygjum, en það verður gaman af þessu. Við látum ekkert deigan síga, bara annan handlegginn." GR. „Væri stórkostlegt að sigra“ — segir skotinn Philip Walker • ik „Mesti munurinn á sérleiðum hérna og í Skotlandi er sá að leiðirn- ar eru erfiðari og ekki jafn hrað- keyrðar, einnig er jarðvegurinn fjöl- breyttari hérna,“ sagði Skotinn Phil- ip Walker, sem ekur ásamt Tom Davies i Ljómarallinu á Toyota Cel- ica 2000, í samtali við Morgunblaðið. „Ég er búinn að skoða um 1500 km af leiðinni og sé að við höfum búið bílinn vel fyrir íslenskar að- stæður, hann er vel vatnsvarinn og rétt upphækkaður. Ég skrifaði hjá mér hluta af leiðinni og munum við því vita af hættulegustu stöð- unum; það er mikið af skyndilegum hætturn," sagði Philip. „Þetta er ekki fullkomin leiðarlýsing sem ég hef, en ætti að vega eitthvað upp á móti þekkingu innfæddra öku- manna. Við ökum af gætni á gróf- ari leiðunum og reynum að fylgja toppbílunum eftir á öðrum leiðum. Hugsanlega munum við setja á fulla ferð undir lokin, en ef við för- um varlega í byrjun ætti bíllinn að vera í góðu ásigkomulagi fyrir hraðari akstur," sagði Philip. „Þetta er langt rall og sálfræðin er mikilvæg í keppni af þessu tagi. Ég er reiðubúinn að tapa 10—20 sekúndum til forystubílanna á hverri leið fyrsta daginn, sem er aðeins smáhluti af allri keppninni. Ég mun leyfa Tom að finna sig við stýrið, en hann mun ekki hafa ekið neitt á íslenskum vegum er rallið hefst. Ég mun hinsvegar halda okkur öruggum því ég hef skoðað leiðina, en Tom er einnig varkár ökumaður að eðlisfari," sagði Phil- ip, sem er aðstoðarökumaður áhafnarinnar, og má sjá að hann hefur undirbúið sig af kostgæfni fyrir rallið. „Ég hef mestar áhyggjur af veðrinu, ef það er slæmt þá gætum við átt í erfiðleik- um með að rata yfir árnar á fjall- vegunum." Philip kvað þá félaga hafa mikla reynslu í rallakstri og byrjaði hann sjálfur árið 1967 að keppa í rallakstri, en Tom hefur ekið rallbíl undanfarin þrjú ár. „Það munu væntanlega fáir ljúka keppninni, alveg eins og undanfar- in ár. Við komum hingað til að ljúka keppni, en það væri stór- kostlegt að sigra," sagði Philip Walker að lokum. G.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.