Morgunblaðið - 18.08.1983, Side 34

Morgunblaðið - 18.08.1983, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Myndin sýnir ímyndaðan vinnuferil pöntunargangs um skrifstofuhúsnædi. Skrifetofa framtíðarinnar — eftir Svein Hjört Hjartarson Hvað er virkni? Virkni er hugtak, sem oft kemur fyrir þegar rætt er um afköst á skrifstofu. En hvað er virkni? Þetta hugtak má skýra þannig, að með aukinni virkni sé stefnt að hámarks afköstum með lágmarks tilkostnaði. Eitt höfuðvandamál í rekstri vestrænna fyrirtækja á liðnum ár- um hefur verið stigvaxandi kostn- aður við allt skrifstofuhald. Þrátt fyrir töluverða vélvæðingu á skrifstofum á síðasta áratug, var t.d. talið að meðalafköst skrifstof- unnar hafi einungis aukist um 4%, á meðan framleiðniaukningin í framleiðsludeildum jókst um 90% á árunum 1966—1976, skv. banda- rískum heimildum. Samkvæmt þessu hefur síaukinn tilkostnaður í skrifstofuhaldi leitt til óveru- legrar afkastaaukningar í skrif- stofuhaldi á þessu tímabili. Af þessum sökum m.a. hafa augu manna opnast fyrir nauðsyn þess að auka virkni í skrifstofuhaldi. En til þess að ná aukinni virkni verð- ur fyrst og fremst að fara fram athugun og mat á þeirri þörf upp- iýsinga, sem fyrir hendi er áður en ráðist er í að fullnægja þessari þörf, með t.t. nýjum starfsháttum og tölvuvæðingu. 1. Framtídin Hvernig verður starfsemi hátt- að á skrifstofu framtíðarinnar? Þetta er spurning, sem margir hafa velt fyrir sér í ræðu og riti með hliðsjón af þeim tækninýj- ungum, sem í boði eru fyrir skrif- stofur í dag. Margt er enn óljóst um hvernig starfsemi á skrifstofum verður háttað í smáatriðum, en þó er flestum orðið ljóst, að vélvæðing skrifstofunnar mun halda áfram. Það er hægt með ýmsum leiðum að skyggnast inn í skrifstofu framtíðarinnar, eins og þeir sem standa að tækniþróuninni sjá hana. í þessari grein verður leitast við að hlaupa á nokkrum atriðum, sem varpa ljósi á þá þróun, sem nú á sér stað í skrifstofuhaldi. Eins og áður er nefnt, eru ýmsar leiðir færar til að kynna sér þá þróun, sem á sér stað í tækjum og búnaði fyrir starfsemi skrifstof- unnar, s.s. lestur bóka og tímarits- greina, námsstefnur, námskeið og vörusýningar. Líklega gefa vöru- sýningar bestu heildaryfirsýn yfir vélar og búnað. Hannover-sýningin Meðal áhugaverðra vörusýninga yfir skrifstofubúnað og tæki er vafalítið Hannover-sýningin í Þýskalandi. Þessi sýning er stærsta alþjóðlega sýningin í heimi fyrir skrifstofutæki og bún- að. Hún er haldin í apríl ár hvert og eru yfir eitt þúsund framleið- endur skrifstofutækja og búnaðar hvaðanæva úr heiminum, sem taka þátt í sýningunni, enda er hún gjarnan nefnd Mekka skrif- stofunnar. Á þeirri sýningu, sem er nýafstaðin gaf eins og endra- nær að líta ýmsar nýjungar, sér- staklega í ýmiss konar tölvubún- aði. Athyglisvert er hversu vinnslugeta míkrótölva er stöðugt að aukast. Aukin sókn míkrótölva Míkrótölvur eru í dag orðnar svo kröftugar, að þær henta mjög vel litlum og meðalstórum fyrir- tækjum. Enda framboð tegunda fjölbreytilegt. Meðal athyglis- verðra nýjunga, sem sýndar voru á Hannover-sýningunni hvað varðar míkrótölvur, voru m.a. personal computers (einkatölvur), þar á meðal IBM PC, en hún er tilraun skrifstofuvélarisans til að mæta þeirri samkeppni, sem hann hefur mætt á tölvumarkaðinum frá míkrótölvuframleiðendum. Meðal annarra nýjunga á Hann- over-sýningunni var míkrótölvan Apple Lisa, fyrir þær sakir að komið er inn á nýjar brautir í því að gera notkun vélarinnar ein- falda í notkun fyrir fólk, sem hef- ur ekki mikla tölvuþekkingu. Segja má, að með tilkomu míkrótölvanna og aukinni vinnslugetu þeirra, hafi í fyrsta skipti opnast möguleiki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að eignast eigin tölvu fyrir viðráðanlegt verð. Fjölbreytileg hjálpar- tæki fyrir skrifstofur Skrifstofunni tilheyrir ýmiss annar búnaður og tæki, þótt e.t.v. megi segja að tölvurnar séu mest í sviðsljósinu. Á Hannover-sýningunni var sýnt gott úrval af ljósritunarvél- um, ritvélum, skjalaskápum, símatækjum, loftpóstun, skrif- borðum, stólum og Ijósabúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Stöðugt er verið að betrumbæta þau tæki og búnað sem fyrir hendi er. Það sem einkennir hönnun á nútíma skrifstofum er einkum tvennt: í fyrsta lagi er reynt að búa þannig um starfsemi skrifstof- unnar að þar sé hægt að skila há- marksafköstum. í öðru lagi að hönnun tækja og búnaðar sé að- laðandi og hann þægilegur í notk- un. Þegar skipuleggja á skrif- stofuhúsnæði með tækjum og bún- aði, eru þrjú meginatriði sem hafa ber í huga: 1. Hvernig eru verkefnin leyst? 2. Hverjar eru þarfir einstakra starfsmanna? 3. Hvað á að vinna og hvernig? Skrifstofusjálfvirkni Skrifstofusjálfvirkni er hugtak, sem jafnan er nefnt þegar rætt er um skrifstofu framtíðarinnar. Með skrifstofusjálfvirkni er átt við það tæknistig, þegar hægt verður að tengja fleiri hjálpartæki á skrifstofunni við tölvuna og þar með auka við vinnslugetu hennar. Jafnframt er gert ráð fyrir að með tengingu við boðkerfi, s.s. almenn- ingskerfi Pósts og síma eða hugs- anleg einkaboðkerfi, verði hægt að flytja boð og upplýsingar milli tölvukerfa og hafa ýmis samskipti við viðskiptamenn í gegnum tölv- una. Þessi tækni er enn á byrjunar- stigi og er aðeins farið að nota hana í t.d. stórum fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Helsti kosturinn, sem þessi stórfyrirtæki sjá við skrifstofusjálfvirknina er sá, að með þessari tækni er hægt á hag- kvæman og virkan hátt að miðla, geyma og vinna úr upplýsingum hraðar en áður. Má í þessu sam- bandi t.d. nefna rafeindapóst (El- ectronic Mail), sem gerir mögulegt að senda skrifaðar upplýsingar tölvu úr tölvu, jafnvel milli landa. Sveinn Hjörtur Hjartarson rekstr- arhagfræðingur. „í þessari grein verður leitast við að hlaupa á nokkrum atriðum, sem varpa Ijósi á þá þróun, sem nú á sér stað í skrifstofuhaldi.“ Eins og flestum er kunnugt er raf- eindapóstur ekkert nýnæmi fyrir þá sem vinna á skrifstofum, því telextæki eru ekkert annað en miðlunartæki fyrir rafeindapóst. Hitt, að boð eru send milli staða í gegnum tölvur, er hins vegar til- tölulega nýtilkomið. Þörf fyrir nýjan og betri hugbúnað Hér hefur verið stiklað á ör- fáum atriðum í sambandi við vél- væðingu skrifstofunnar. í allri al- mennri umræðu um vélbúnað, sem fram fór á Hannover-sýningunni í apríl sl., var það nokkuð samdóma álit manna, að sá vélbúnaður, sem til er í dag sé það tæknilega full- kominn, að hann fullnægi þeim kröfum, sem gerðar verði til slíks búnaðar á næstu árum. En hug- búnaður í tölvur (þ.e. forskriftar- kerfi, sem segja til um hvernig þær eigi að vinna), mun væntan- lega taka framförum á næstunni og er almennt talið að í gerð betri hugbúnaðar sé að vænta mestu framfaranna í tölvutækninni á komandi árum. Hönnun skrifstofu- húsnæðis Ný viðhorf í hönnun skrifstofu- húsnæðis hafa rutt sér til rúms hérlendis á liðnum árum. Enda er mikilvægt, ef ná á góðum afköst- um á skrifstofum, að húsnæðið sé skipulagt m.t.t. þeirra verkefna sem þar eru leyst. Illa skipulagt og óaðlaðandi skrifstofuhúsnæði er þáttur sem tvímælalaust dregur úr afkasta- getu á skrifstofunni. Þegar skipu- ieggja á skrifstofuhúsnæði er mik- ilvægt að þess sé gætt, að ferill þeirra verkefna sem unnin eru á skrifstofunni sé rökrétt uppbyggð- ur, t.d. í beinni línu. Skrifstofuhúsnæði getur verið með ýmsu móti. Aðallega er þó um þrenns konar fyrirkomulag að ræða: 1. Lokuð herbergi. 2. Opnir salir. 3. „Landslagshúsnæði". Landslagshúsnæði er fyrir- komulag sem byggir á opnu hús- næði, þar sem vinnustöðvar eru afskermaðar og tekið er tillit til helstu umhverfisþátta, s.s. ljóss, hita, loftræstingar og fagurfræði- legra atriða, t.d. blóma og mynda. Upphaflega er hugmyndin um landslagshúsnæði komin frá Þýskalandi, þótt hún hafi síðan breiðst til annarra landa. Hér á landi hefur þetta fyrir- komulag verið reynt víða í mis- munandi útfærslu. Ætla má að skrifstofa framtíðarinnar verði þannig uppbyggð að auðvelt verði að breyta húsnæðinu, ef þörf kref- ur, þótt einnig sé gert ráð fyrir lokuðum herbergjum. Viss til- hneiging er til að setja yfirmenn í lokuð herbergi, en hafa aðra starfsmenn í opnum herbergjum. Ahrif tækninnar Tækninýjungarnar í skrifstofu- tækjum og -búnaði eru einungis hjálpartæki, sem ætlað er að auð- velda lausn þeirra verkefna, sem skrifstofan þarf að sinna. Enda miðar tæknin að því að aðlaga tækin að verkefnunum, en ekki öfugt. Væntanlega mun fólki fækka eitthvað að meðaltali á skrifstofu, en aftur á móti mun verkefnum fjölga, en þar sem tölvurnar munu leysa flest þeirra verkefna verður ekki þörf fyrir aukinn mannafla. Bætt upplýsingaöflun, miðlun og úrvinnsla þeirra með tilkomu tölvuvæðingar, leiðir að sjálfsögðu til markvissari og árangursríkari rekstrar. Það er að sjálfsögðu þetta, sem er eftirsóknarvert í sambandi við tölvuvæðingu skrifstofuhalds, svo og notkun an- narra nútíma tækjabúnaðar í rekstrinum. Tölvuvæðing Mörg fyrirtæki hafa brennt sig illilega á því að við tölvuvæðingu starfseminnar að gleymst hafi að taka tillit til veigamikilla þátta, sem skipta máli þegar ný tæki eru tekin í notkun. Hér verða ekki tíunduð dæmi, en það skal hér undirstrikað, að þegar taka á nýja tækni í notkun er ekki nóg að athuga getu tækja- búnaðarins, heldur verður að at- huga vel hvernig fyrirtækið eða stofnunin er í stakk búin til þess að innleiða nýja tækni. í fram- haldi af því eru svo gerðar ráð- stafanir til að undirbúa starfsem- ina fyrir breyttar aðstæður. í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.