Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Halldór Oskarsson Keflavík — Minning Það er líklega merki þess að ég er orðinn miðaldra að á því ári sem nú er rúmlega hálfnað hafa k att þetta tilverustig nokkrir menn sem eru mér kærir og minn- isstæðir. Skyndilega og óvænt hafa þeir verið brottkallaðir og skyldfólk og vinir munu minnast þeirra um ókomin ár með þakk- læti fyrir að hafa fengið að vera á meðal þeirra. Halldór Óskarsson ereinn þeirra. Hann var fæddur í Kirkjuvogi í Höfnum 25. júní árið 1929 og lést langt fyrir aldur fram í lok júlímánaðar síðastliðins, fimmtíu og fjögurra ára að aldri. Fyrstu minningar mínar tengdar Halldóri óskarssyni eru frá bernskuheimili mínu að Hafnar- götu 54 í Keflavík fyrir um það bii þrjátíu árum. Dag einn í upphafi sjötta áratugarins kom suður til Keflavíkur frá Reykjavík rúmlega tvítugur piltur sem réði sig til vinnu á Keflavíkurflugvelli eins og þúsundir íslendinga gerðu á þess- um árum. Hann hafði þannig framkomu að hann vakti strax traust hjá þeim sem hann um- gekkst. „Halli“, eins og hann var oftast nefndur af skyldfólki og vinum, dvaldi oft á æskuheimili mínu í frístundum frá vinnu, sér- staklega fyrstu árin sem hann vann á Keflavíkurflugvelli. Hann var hávaxinn og fríður sýnum og mikið snyrtimenni í allri um- gengni. Snemma eftir að hann réði sig í vinnu á Keflavíkurflugvelli var honum falin verkstjórn. Hann var einstaklega vandvirkur, sam- viskusamur og dugnaðarmaður til allrar vinnu svo orð fór af. Halli var enn töluvert innan við tvítugt þegar hann fór til sjós sem háseti á Gullfossi, skipi Eimskipa- félags íslands og minni mitt nær það langt að barn að aldri man ég t Maöurinn minn, ANORÉS ANDRÉSSON, framkvæmdastjóri, Glaðheimum 16, lést í Landspítalanum 16. ágúst. Pálína Björnsdóttir. t Útför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur, ELLERTS EIRÍKSSONAR, fyrrum matsveins, er lést í Landspítalanum 13. ágúst, fer fram frá nýju Fossvogskap ellunni, föstudaginn 19. ágúst kl. 15. Fanney Guóbrandsdóttir, börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, faöir og afi, KRISTJÁN J. SIGURJÓNSSON, Hringbraut 48, Reykjavík, veröur jarösettur frá Dómkirkjunni, föstudaginn 19. ágúst 1983 kl. 13.30. Bella (Babs) Sigurjónsson, Ronald Michael Kristjánsson, Sigurjón Helgl Kristjánsson, Ellen Mjöll Ronaldsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför konu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HALLDÓRU ELÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Barðavogi 9. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki Hátúni 10b, fyrir góða umönnun og hjúkrun. Jón Guðmann Jónsson og fjölskylda. Birting afmælis- og m inn ingargreina ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minn- inKarfíreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannijr verður fjrein, sem birtast á í mið- vikudatfsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. að hann sagði okkur heimkominn frá erlendu fólki og löndum þar sem hann hafði komið. Hann sagði þannig frá að það er ógleyman- legt. Skömmu eftir að Halli byrj- aði að vinna suður á Keflavíkur- flugvelli stofnaði hann til heimil- is, fyrst að Austurgötu 17 í Kefla- vík og síðar að Heiðarvegi 19a, með þeirri konu sem varð hans lífsförunautur í blíðu og stríðu, Þórdísi Halldórsdóttur úr Reykja- vík. Þau giftu sig ung, 31. desem- ber 1954 og byrjuðu búskap með svo til tvær hendur tómar. Er þau leigðu að Heiðarvegi 19a, var þar ekki neinn íburður nema að í stof- unni var sæmilegt sjónvarpstæki og þar horfði ég innan við ferm- ingu í fyrsta sinn á sjónvarp og ég man að það var útsending frá sjónvarpi varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli og rokkkóngurinn Presley söng nokkur af sínum kunnustu lögum. Nokkrum árum síðar fluttu þau Halli og Dísa í eigin íbúð að Hátúni 23 í Keflavík og leiðir skildu að verulegu leyti eftir að ég flutti til Reykjavíkur fyrir rúmum tuttugu árum. Þó minnist ég þess að hafa nokkrum sinnum komið þar í heimsókn og get nú sagt að til þeirra hjóna var ávallt gott að koma og gestrisni í fyrirrúmi. Fyrir örfáum árum fluttu þau Halli og Dísa í mynd- arlegt einbýlishús að Nónvörðu 3 í Keflavík. Húsið er að verulegu leyti reist af Halla í frístundum frá vinnu og hin besta bygging og ber þess vott að þar fór um hönd- um vandvirkur smiður. Eitt er það í minningunni um Halldór óskarsson sem ég vil að komi fram í stuttri minningargrein en það er hjálpsemi hans og greið- vikni við þá sem hann batt vináttu við. Sérstaklega verður mér hugs- að til þess hvernig hann reyndist frá fyrstu tíð fósturmóður minni, Guðrúnu Ólafsdóttur og manni hennar, Björgvini Þorsteinssyni, sem er móðurbróðir Halldórs. Hann var þeim sannur félagi og vinur. Halli var óvenju heilsteypt- ur maður og farsæll. Hann gat hvort þolað fals eða ómerkileg- heit, slíkt var andstætt hans eðli. Hann átti þvi láni að fagna að eiga góða konu og börn en börn þeirra Halla og Dísu eru: Hrefna Gíslína, fædd 1951, búsett í Hafnarfirði, Halldór Þór, fæddur 1954, býr í Grimsby í Englandi, Guðrún Björg, fædd 1955, búsett í Ytri- Njarðvík og Björgvin, fæddur 1972 og í foreldrahúsum. Á milli æsku- heimilis míns og heimilis þeirra Halla og Dísu voru ávallt mikil tengsl. Við Halldór Þór vorum þrátt fyrir nokkurn aldursmun, uppeldisbræður. Hann varð strax sem barn mjög hændur að fóst- urmóður minni, Guðrúnu Ólafs- dóttur og ég þykist eiga nokkurn þátt í því að hann tók uppá að kalla hana ávallt „Nönnu“ eins og ég hafði gert á undan. Halldór Óskarsson lét sér annt um hagi barna sinna og hann var einmitt í heimsókn í Grirnsby hjá Halldóri syni sínum, tengdadóttur og börn- um þeirra, þegar kallið kom svo óvænt. Það er margs að minnast varð- andi Halla og hans fjölskyldu á þessum tímamótum. Ótal skemmtilegar stundír rifjast upp, ýmist suður í Keflavík eða t.d. í sumarbústaðnum við Lögberg fyrir ofan Reykjavík þar sem eldri börn þeirra Halla og Dísu dvöldu oft um sumur seint á sjöunda ára- tugnum. Það er bjart yfir þeim minningum og þær fylgja mér alla tíð. Halli hafði ávallt mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar og lét sig varða hag lands og þjóðar. Hann hafði snemma ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og ég man að þau mál voru oft rædd þegar Halli kom í heimsókn að Hafnar- götu 54 eða Austurgötu 17. Hann var eindregið fylgjandi samstarfi íslands við vestrænar lýðræðis- þjóðir og ákveðinn andstæðingur hvers kyns ríkisrekstrar og af- skipta hins opinbera af atvinnu- rekstri. Hann hafði vanist því frá fyrstu tíð að þurfa að treysta á sjálfan sig. Það er mikil eftirsjá að manni eins og Halldóri óskars- syni sem skilur við á besta aldri og mestur er missir þeirra sem stóðu honum næst, Dísu og barnanna. Það er þó huggun harmi gegn að hann lifði þannig að öllum sem höfðu einhver kynni af honum verður hann ógleymanlegur vinur. Útför hans fór fram frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 6. ágúst síðastliðinn að viðstöddu miklu fjölmenni. Að leiðarlokum er Halldór Óskarsson innilega kvaddur með söknuði og trega af öllum hans ástvinum og fóstur- móðir mín og móðurbróðir hans, Björgvin Þorsteinsson, eiga hon- um mikið að þakka fyrir órjúfan- lega vináttu í fjölmörg ár. Þórdísi og börnum þeirra Halla sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Halldórs Óskars- sonar. Ólafur Ormsson Minning: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir leikkona Sárt er að sjá að baki góðum vinum og nú kom snögglega að burtkalli Þórunnar. Þegar við töluðum saman í sím- ann síðastliðinn sunnudag, þann 7. ágúst, grunaði hvoruga okkar að þetta væri síðasta samtal okkar í þessu lífi, ella hefði tal okkar ekki verið svo létt og áhyggjulaust. Hún sagðist vera svo ánægð yfir blússu sem hún væri í, og hún hefði saumað upp úr gömlum kjól og sagði: „Mér finnst ég vera svo fín í dag.“ Ég efaðist ekki um það, því ég þekkti myndarskap hennar bæði í fatasaum og í öðru sem hún lagði hönd á. Þegar Hólmfriður dóttir hennar hringdi til mín þremur dögum seinna, þyrmdi svo yfir mig að ég mátti ekki mæla um stund. Margar minningar sækja á hug- ann frá því við kynntumst fyrir 28 árum í Keflavík. Þá var strax sem við hefðum þekkst áður. Kannski var það af því að mörgum árum áður, árið 1938 þegar ég var í Kaupmannahöfn, kynntist ég einni systur hennar, Fanny, og urðum við góðar vinkonur. Fanny lést því miður langt um aldur fram úr hjartabilun. Því er okkur dauðlegum mann- eskjum meira og minna meinað að segja hvort við annaö það fallega sem við hugsum til vina okkar? Er það kannski vegna þess að við hræðumst að slíkt verði misskiliö sem „smjaður“? Er það ef til vill þess vegna sem minningargreinar um þi dánu birta svo margt fag- urt, sem fáir vissu meðan hið látna fólk var í lifenda tölu? Fáa hef ég á lífsleiðinni þekkt sem í jafn ríkum mæli höfðu bjartsýni og kjark til að bera á hverju sem valt sem Þórunni. Ávallt var hún opin fyrir nýjum áhugamálum, enda í mörgu mjög listræn. Leiklistin og allt henni viðkomandi var hennar mesta líf og yndi. Söng og aðra hljómlist elskaði hún og reyndi hún eftir megni að afla sér menntunar á því sviði, einkum síðari árin. Síðasta áhugamálið var, eins og hún kall- aði það, „í leirnum" sem hún mót- aði og hannaði ásamt hinu eldra fólkinu á tómstundaheimili fyrir aldraða. Margar voru gleðistundir okkar þegar við vorum saman 10 konur úr Laugarnessókn, allar söngglað- ar og kölluðum okkur „Söngerl- urnar“. Þar söng hún jafnan milli- rödd. Ég er viss um að hinar „Erl- urnar“ sakna hennar líka og að frá þeim fylgi innilegar blessunar- og vinarkveðjur. Aldrei heyrði ég Þórunni nefna nokkra manneskju nema til góðs eins. Sama mátti segja um góð- mennið hann Jakob Einarsson, manninn hennar sáluga, enda voru þau farsællega samhent og trygg ævilangt. Jakob var sjálfur listrænn og hafði á yngri árum fagra söngrödd þó hann eins og fleiri slíkir hefði engin tækifæri til lærdóms í slíku. Oft síðustu árin talaði Þórunn við mig með mikilli gleði og stolti um dótturson sinn, Jón Þorsteins- son, tenórsöngvara. Sagði hún mér jafnan nýjustu fréttir af dugnaði og framförum í starfi hans, og samgladdist ég henni alltaf inni- lega. Ég þakka Þórunni allar sam- verustundir og vináttu og bið henni Guðs eilífrar blessunar. Einnig sendi ég blessunar og sam- úðarkveðjur til fjölskyldu og niðja hennar. Hver veit nema við hitt- umst fyrir hinum megin. Þá gæt- um við í gleði okkar sungið saman gömlu lögin og ef til vill nokkur ný. Það þyrfti ekki endilega að m / verða svo langt í það, því ég er alltaf á leiðinni og trúlega komin langleiðina. í Guðs friði. María Markan Það er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun, að hún Þórunn okkar verði ekki í sætinu sínu í leirstof- unni framar. Alltaf kom hún hress og kát, hvernig sem viðraði und- angengna þrjá vetur til okkar að Norðurbrún 1. Þar vinnum við saman verk úr leir og verkin henn- ar Þórunnar eru svo full af lífi og kímni að ógleymdri hlýju. Hug- myndirnar voru óþrjótandi og ekki nægðu henni dagarnir þrír vikulega með okkur, heldur vann hún líka heilmikið heima. Fyrir liðlega mánuði áttum við saman 12 dásamlega daga í orlofs- dvöl eldri borgara að Löngumýri í Skagafirði. Þar hoppaði hún um, dansaði og söng, síung að vanda. Þannig mun ég minnast minnar kæru vinkonu, Þórunnar. Fyrir hönd leirkvennanna vil ég þakka alltof stutta samfylgd. Sigrídur Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.