Morgunblaðið - 18.08.1983, Page 39

Morgunblaðið - 18.08.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Aldrei aftur Hiroshima — eftir Magnús Guðmundsson Nákvæmlega fimmtán mínútur yfir átta að morgni hins 6. ágúst 1945 sprakk kjarnorkusprengja yfir Hiroshima. Morgunninn var heiður og tær. Fuglar sungu og menn voru komnir á stjá. fbúar Hiroshima höfðu á um- liðnum mánuðum oft rifið sig upp um miðjar nætur þegar heyrðist í loftvarnarflautunum. Frú Naka- mura hafði einmitt dröslast með tíu ára son og sjö og fimm ára dætur úr loftvarnarbyrginu fyrr um nóttina því ólíklegt var talið að árás yrði gerð. Hún var því enn hálfþreytt og með stírurnar í aug- unum þegar hún horfði á nágrann- ann handan götunnar dytta að húsi sínu. Fyrir aðeins mánuði síðan hafði hún fengið símskeyti þar sem tilkynnt var að eiginmað- ur hennar hefði dáið hetjulegum dauðdaga. Á sama augnabliki var Toghiko Sasaki að setjast við skrifborð sitt hjá Austur-Asíufé- laginu. Fujii læknir Sat með krosslagðar fætur úti á svölum einkaspítala síns og las morgun- blaðið og Tanoto ýtti vagni á und- an sér yfir eina af brúm borgar- innar í átt að miðborginni. Hljóðlaust leiftur Skyndilega þaut ógurlegt hvítt leiftur yfir alla borgina. Jafnvel inni á skrifstofum og í verksmiðj- um varð allt hvítara og bjartara en nokkur hafði áður séð. Þeir sem horfðu í átt að sprengjunni urðu blindir ævilangt. Aðrir í skemmri tíma. Allir sjá þó enn fyrir sér blossann. Tanoto og vagn hans all- ur brunnu samstundis upp. Hann hafði aðeins verið í 300 metra fjar- lægð frá sprengjunni, en frá henni stafaði um 6000 gráðu hiti á Celsí- us. Á einum brúarstólpanum má þó enn sjá móta fyrir Tanoto því hitageislinn sveið ekki aðeins hann og vagninn upp til agna heldur eiitnig steypuna allt i kringum skugga hans. Morgunblað Fujii læknis varð eitt andartak gult og í næstu and- rá tókst spítali hans í heilu lagi á loft og kastaðist ofan í eina af sjö ám Hiroshima. Tómleikatilfinning greip Fujii f fallinu og í einni svip- an æddi hann út úr sjálfum sér. Frú Nakamura tók tvö skref afturábak, einskonar móðurlegt viðbragð í átt til barnanna, þegar hún sá manninn í næsta húsi hverfa inn í glampann sem var hvítur í upphafi en varð síðan að rauðglóandi, öskrandi stormi. Þrýstingurinn kastaði henni inn í húsið sem hrundi ofan á hana og sofandi börnin. Þrýstibylgja Askan af Tanoto og vagni hans voru aðeins brot úr sekúndu á brúnni því í kjölfar blossans ógurlega kom þrýstibylgja æðandi og eyðilagði öll hús í tveggja kíló- metra fjarlægð frá sprengjunni. Talið er að af níutíu þúsund bygg- ingum hafi sextíu þúsund eyði- lagst. Allar rúður í borginni þeytt- ust úr gluggunum. Toghiko Sasaki Magnús Guðmundsson blæddi út á skrifstofu Austur- Asíufélagsins eftir að glerbrot höfðu flegið á henni bakið og þrýst langt inn í líkama hennar. Fólk í Hiroshima minnist þess ekki að hafa heyrt sprengihvell, en sjómaður í 35 km fjarlægð úti á hafi sá sprengju og heyrði hvell sem var engu líkur. Ragnarökkur og eldur Mikið rykský þyrlaðist upp og var líkast því sem ragnarökkur umlyki borgina. Brátt tóku eldar að brenna í öllu sem brunnið gat í miðborg Hiroshima. Strax á eftir því fóru kröftugir vindar að blása. Sums staðar var eins og hvirfil- bylur æddi yfir borgina. Vindarnir blésu allan daginn. Mörg húsanna fuðruðu upp eins og hálmhnoðrar í rokinu. Margir íbúar Hiroshima héldu að bensíngufum hefði verið varpað á borgina og síðan kveikt í. Mitt í öllum hamförunum fór að rigna undarlega stórum regndrop- um og það var eins og stormurinn magnaðist upp. Tölfræði og tilfinningar Fujii lækni var bjargað úr húsa- rústunum í ánni áður en hann gerði sér grein fyrir að hann væri enn á lífi. Hann var einn þeirra sem lifði af. Víðsvegar á götum, í görðum og í rústum mátti heyra grát, kveinstafi og hjálparköll. Fólk með brunasár og önnur meiðsl hljóp í átt að spítölunum. Allir voru utan við sig. Þegar líða tók á daginn voru allir spítalar orðnir yfirfullir og fólk í þúsunda- tali sat úti í görðum umhverfis þá. Margir sem ekki virtust slasaðir höfðu orðið fyrir geislavirkni og voru með niðurgang og köstuðu upp blóði. Geislavirknin braut niður frumuveggi líkamans og menn fengu margskonar kvalafull sjúkdómseinkenni sem drógu þá til dauða á vikum eða mánuðum. Meira að segja í dag, 38 árum eftir kjarnorkusprengjuna, fæðast van- sköpuð börn í Hiroshima af völd- um hennar. Af 150 læknum sem voru í borg- inni létust strax 65 og þeir sem eftir lifðu voru flestir særðir. Af 1.780 hjúkrunarkonum létust 1.654 39 strax eða voru svo særðar að þær gátu ekki unnið. Opinberir taln- ingamenn birtu fljótlega skýrslu þar sem fram kom að 78.150 manns hefðu látist, 13.983 væri saknað og 37.425 hefðu slasast. Bandaríkjastjórn tók þessar tölur gildar. Þegar björgunarstarfinu var lokið og flestöll kurl komin til grafar var talið að a.m.k. eitt hundrað þúsund manns hafi látist af völdum kjarnorkusprengjunn- ar. Tölfræðingar áætluðu að 25% hefðu látist vegna beins bruna, 50% vegna sára og 20% af völdum geislavirkni. En oft ullu allir þess- ir þættir dauða og því var erfitt að greina orsakirnar nákvæmlega. Aldrei aftur Hiroshima Því miður varð þessi fyrsta kjarnorkusprengja yfir Hiroshima ekki jafnframt hin síðasta. Þrem- ur dögum síðar, að morgni hins 9. ágúst, sprengdi bandariski herinn aðra kjarnorkusprengju, en þá yf- ir Nagasaki. Þar er talið að um 80.000 manns hafi farist. Sú vitn- eskja að Hiroshima-sprengjan var úraníumsprengja og Nagasaki- sprengjan plutonium- er auka- atriði. Eins skiptir það ekki máli hvort þær 60.000 kjarnorkusprengjur sem til eru í heiminum í dag geti sprengt alla heimsbyggðina 10 sinnum, 15 sinnum eða 30 sinnum. Það sem skiptir máli er að kjarn- orkusprengjurnar eru allt of margar og þeim ber því skilyrðis- laust að fækka. (Byggt á bókinni „Hiroshima“ eftir John Hersey.) Magnás Guðmundsson er sagn- fræðingur að mennt — og starfar sem fulltrúi hjá Lánasjóði ísl. námsmanna. 7. grein Roðinn í austri Svo mælti Stalín Þjóðernismálið í þessum kafla ræðir Stalín um þjóðerni, en þjóðernistilfinning og þjóðrækni var hvorki honum né Lenin fyllilega að skapi, nema gagnvart Rússlandi. Hinn vinn- andi lýður allra þjóða skyldi alinn upp í „alþj óðahyggj u“, mótaðri í anda alræðis öreiganna undr for- ustu Æðsta ráðs Sovétríkjanna í Moskvu. „Aður fyrri náði þjóðernismálið aðeins yfir þröngan hring svo- kallaðra „menningarþjóða". Það voru þjóðir eins og Irar, Ung- verjar, Pólverjar, Finnar, Serb- ar og fáein önnur þjóðerni Evr- ópu, sem ekki höfðu full rétt- indi, og garparnir í II. Alþjóða- sambandinu létu sig nokkru skipta og báru fyrir brjósti. En allar milljónaþjóðir Asíu og Afríku, sem stundu undir hinni hræðilegu þjóðerniskúgun voru venjulega fyrir utan hinn al- menna sjóndeildarhring." — „Leninisminn afhjúpaði þetta himinhrópandi óréttlæti, reif niður múrinn milli hvítra manna og litaðra, milli Evrópu- manna og Asíumanna, milli „siðaðra" og „ósiðaðra" þræla imperialismans, og tengdi á þann hátt þjóðernismálið við nýlendumálið." Það er alltaf sama sagan. Marx- istum nægir aldrei minna en allur heimurinn. Þeir hika ekki við að taka að sér alla öreiga veraldar- innar og lofa þeim fullum mann- réttindum og frelsi, sennilega eitt- hvað svipuðu og Pólverjar njóta í dag!!! Og Stalín heldur áfram: „Þjóðernismálið er einn hluti af máli verkalýðsbyltingarinnar, af máli öreiga alræðisins." „Málið horfir þannig við: Eru byltingarmöguleikar frelsis- hreyfingarinnar meðal hinna ánauðugu þjóða þegar að fullu nýttir? Ef svo er ekki er þá von um að hagnýta sér þessa mögu- leika fyrir verkalýðsbyltinguna og gera nýlendur og ánauðugar þjóðir að varaliði og banda- mönnum verkalýðsins í stað þess að vera varalið hinnar imp- erialistísku borgarstéttar?" „Leninisminn svarar þessu ját- andi, þ.e.a.s. hann lítur svo á, að þjóðernis- og sjálfstæðishreyf- ing hinna ánauðugu landa hafi í sér fólgin byltingaröfl, er nota megi til að steypa sameiginleg- um óvini, til að afmá imperial- ismann." „Af þessu leiðir það, að verka- lýðurinn verður að styðja og styrkja þjóðernis- og frelsis- hreyfingu kúgaðra og ánauð- ugra þjóða á alla Iund.“ Hér er endurtekin sama rök- semdafærslan og um bændurna. Það á að nota öreiga nýlenduþjóð- anna í þágu verkalýðsbyltingar- innar á sama hátt og bændurna, síðan á að kúga þá, en útrýma þeim, sem einhvers eru megnugir. Öllum þessum öreigum, hvort sem þeir eru í Afríku, Asíu eða annars staðar, skal smalað saman og þeir notaðir f þágu heimsbylt- ingarinnar. Fyrst eru þeir gerðir óánægðir með sitt hlutskipti í mannfélaginu, ef þeir hafa ekki verið það áður, svo er þeim inn- rætt hatur á þjóðum, sem lengst eru komnar á þróunarbrautinni, réttarfari þeirra og siðmenningu, og síðan eru þeim fengin vopn, til þess að berjast fyrir Leninisman- um og útbreiðslu III. Alþjóðasam- bandsins. Og síðast en ekki sízt er þeim algerlega bannað að hafa nokkuð samneyti við „tækifæris- sinnana” og þá „endurbótatrúuðu bræðingsstefnumenn", sem fylgja II. Alþjóðabandalaginu. Hér er á ferðinni lymskulegur áróður og grímuklætt ofbeldi gagnvart þjóðum þriðja heimsins. Þessum þjóðum er vafalaust holl- ara að hafa samvinnu við lýðræð- isþjóðirnar í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, hvort sem sósf- aldemókratar kunna að vera þar við völd eða ekki, heldur en að ganga í gildru III. Internationale eða Moskvukommúnismans, sem er það sama. Leninisminn er, eins og flestir vita, algerlega á móti öllu þvf, sem kemur frá sósíaldemókrötum, ekki sízt þvf, er varðar sjálfsákvörðun- arrétt einstaklinga, félaga og allra þjóða annarra en Rússa. Þjóðern- is- og sjálfstæðismál verða aðeins leyst í sambandi við verkalýðs- byltinguna og alræði öreiganna, segja þeir Lenin og Stalín, og þá vitanlega undir forustu Sovétríkj- anna. Stjórnlist og stjórnmála- flokkur verkalýðsins í næstu tveimur köflunum er runninn af Stalín mesti vígamóð- urinn og tekur hann nú að flytja hið hreina „evangelíum" verka- lýðsins. Ræðir hann um stjórnlist og bardagaaðferð verkalýðsins og flokksstarfið. Kennir þar margra grasa, hentugra til eldis á nytsöm- um sakleysingjum, en lítils virði fyrir sjálfstætt fóík. Stalín segir meðal annars: „Leiðin til þess að efla og styrkja verkalýðsflokkana, er að losa þá við tækifærissinnana, endurbótasinnana, imperíalist- ana, þjóðrembingssinnana, ættjarðarvinina og „friðarsinn- ana“, sem skreyta sig nafni sósí- alismans." Svo vitnar hann í Lenin. „Ef maður hefur endurbóta- menn og mensévika innan vé- banda sinna, er ekki hægt að sigra í verkalýðsbyltingunni og ekki hægt að verja hana falli. Þetta eru grundvallarsannindi.“ (Lenin). Wilson Bandaríkjaforseti. Starfsstíll Leninismans Þetta er lokakaflinn í lestri Stalíns og eins konar lokaniður- staða um eðli Leninismans. Koma hér allt í einu fram ný viðhorf, sem nútímalesendum þætti óvænt ræðulok, ef Brezhnev hefði mælt svona. En hér var það Stalín, sem talaði, og síðan eru liðin 60 ár, og á þeim árum hefur margt breyzt. Stalín er þarna að lýsa hinum leniniska starfsstíl og segir aðal- einkenni hans vera tvö: „Annars vegar rússneskur bylt- ingareldmóður og hins vegar amerísk verkhyggni." „Hinn rússneski byltingareld- móður er móteitrið gegn sauðar- hætti, vélgengni og íhaldssemi, gegn leti í hugsun og þýlyndri tryggð við erfðir forfeðranna." — „En hann felur í sér þá hættu að verða í reyndinni að innan- tómu byltingarglamri ef hann er ekki tengdur amerískri verk- hyggju. Það er fjöldi dæma til um slíka úrkynjun. Það kannast allir við þennan sjúkdóm, sem lýsir sér í „byltingarsinnuðum" ráðagerðum og áætlunum. Þessi sjúkdómur er sprottinn af tröllatrúnni á mætti fyrirskip- ana og fyrirmæla, sem eiga að geta haft endaskipti á öllu og komið öllu í röð og reglu." Lenin hæddist miskunnarlaust að þessari „sjúku trú“, segir Stal- ín, kallaði hana kommúnistískan hroká, byltingarsinnað málæði eða innantómt orðagjálfur. Og Stalín heldur áfram: „Amerísk verkhyggni er aftur á móti móteitur gegn „byltingar- sinnuðu“ blaðri og draumóra- kenndum ráðagerðum. Amerísk verkhyggni er orka, sem ekki verður tamin, sem þekkir ekki né viðurkennir nokkur takmörk og ryður öllum tálmunum úr vegi með þrótti sínum, uppgefst aldrei við það, sem hún hefur byrjað á, jafnvel þótt um smá- muni sé að ræða, sem öll upp- byggingarstarfsemi getur ekki komist fram hjá.“ Og allra síðast endurtekur Stal- ín svo þessa ályktun: „Eðli Leninismans er fólgið í sameiningu hins rússneska bylt- ingareldmóðs og amerískrar verkhyggni í flokks- og ríkis- starfi." Þegar Stalín flutti fyrirlestra sína árið 1924, höfðu Rússar endurheimt mikið af þeim land- svæðum, er þeir misstu við friðar- samninginn í Brest-Litowsk 1918. Var það vafalaust mest að þakka þátttöku Bandaríkjanna í heims- styrjöldinni fyrri, að Þýzkaland beið þá ósigur, og afstöðu Wilsons Bandaríkjaforseta við gerð frið- arsamninganna í Versailles 1919, að Rússar fengu sitt. Ummæli Stalins voru því skiljanleg. Hvað varðar frásögnina af úr- kynjun og sjúkdómi á kommún- ismanum í Rússlandi, þá kemur þar fram sú staðreynd, að hvorki Engels né Lenin voru fyllilega ánægðir með rás viðburðanna í hinni marglofuðu byltingu öreig- anna. Og Lenin sjálfur vildi að síð- ustu draga úr þessum ósköpum, og hefði hann vafalaust aðhyllst stefnu Alþjóðasambands sósíal- ista (II. Internationale) ef hann hefði lifað lengur. En hér fór miklu verr en Lenin hafði nokkru sinni búist við, eins og síðar verð- ur frá sagt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.