Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 47

Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 47 TVÖ HELDUR ódýr mörk á fyrstu 19 mínútum í landsleik íslendinga og Svía í gær- kvöldi settu stórt strik í leik íslenska liðsins. íslenska landsliöið varð aö sætta sig við stórt tap, 4—0, í leiknum eftir aö staðan í hálfleik haföi verið 3—0 fyrir Svía. Þaö var strax eftir þrjár og hálfa mín- útu sem fyrsta mark leiksins kom. Þá skoruðu Svíar eftir hrapallegan misskilning í ís- lensku vörninni og á 19. mín- útu varö aftur slysamark eftir aö Þorsteinn hafði misst bolt- ann fyrir fætur eins sænska sóknarmannsins sem var ekki í neinum vandræöum með að renna honum í mann- laust markið. Þessi tvö mörk sem eru án efa með þeim ódýrustu sem íslenskt lands- liö hefur fengiö á sig um langt árabil, urðu til þess aö mesti móðurinn rann af íslensku leikmönnunum og þeim gekk illa að finna taktinn í leik sinn og skapa sér færi svo heitið gæti. Island-A.* Svíþjóð á fullri ferð og sendi boltann í netið meö miklum þrumuskalla. Mörk eins og þau gerast hvaö fallegust. Staðan 3—0 og aðeins 28 mínútur liðnar af leiknum. Svíar voru svo mjög nálægt þvi aö bæta sínu Einstefna sænsku leikmannanna Eins og áöur sagði var leikur lið- anna rétt hafinn er íslenska liðiö var búið aö fá á sig mark. Góö fyrirgjöf kom fyrir markiö, Þor- steinn hikaöi viö aö fara út og grípa boltann og eftir mistök varnarmanna barst boltinn fyrir fætur Mats Jingblad, sem gat rennt boltanum í netiö meö innan- fótarspyrnu af stuttu færi, 1—0. Þrátt fyrir þetta mark var smá neisti í íslensku leikmönnunum og þeir reyndu aö byggja upp sóknir fyrsta kortérið í leiknum. En á 19. mínútu kom svo annaö slys fyrir. Stungubolti kom innfyrir vörn ís- lenska liösins og Þorsteinn hljóp út í teiginn og náöi til boltans en missti hann slysalega frá sér fyrir fætur Sten Ove Ramberg sem skoraöi örugglega. Staðan oröin 2—0 og tvö klaufaleg mörk staö- reynd. Þaö sem eftir liföi hálfleiks- ins var um einstefnu Svia að ræöa. Þeir réöu lögum og lofum úti á vellinum og geröu haröa hríö aö íslenska markinu hvaö eftir annaö. Vörn íslenska liösins virkaöi mjög óörugg og hvaö eftir annaö voru sóknarmenn Svía óvaldaöir. Tommy Holmgren fór mjög illa meö Ólaf Björnsson á 28. mínútu er hann brunaöi upp allan kantinn og náöi svo aö gefa listilega vel fyrir markiö. Þar kom Glenn Husen • Ragnar Margeirsson besti maður íslenaka liðsins á hór í höggi viö sænskan varnarmann og hefur betur. • Þriðja mark Svía í uppsiglingu. Þorsteinn markvörður missir boltann frá sér og framherjinn sænski nær til hans og afgreiðir boltann í netið. Mbl./Fridþjófur Helgaton. fjóröa marki í hálfleiknum viö á 41. mínútu er Ramberg komst í gegn og átti gullfallegt skot, sem fór beint í vinkil marksins og hrökk síðan út á völlinn. Þar var heppnin með liði okkar. Þau voru ekki mörg færin sem íslenska liðiö átti í leiknum. Þó kom mjög góö sókn á 11. mínútu. Óli Þór átti heiöurinn af mjög góöri sendingu inn á miðju vallarins til Ragnars Margeirssonar þar sem hann var viö vítateiginn. Ragnar komst inn í teiginn og skaut góöu skoti, en svo til beint á sænska markvöröinn; var vel aö þessari sókn staöiö. Á 33. mínútu átti Sveinbjörn gott skot en þaö var varið. Svíar léku af öryggi í síöari hálfleiknum i síðari hálfleiknum lék sænska liðiö af öryggi og geröi sér greini- lega far um aö halda fengnum hlut. íslensku leikmennirnir léku heldur betur en í fyrri hálfleiknum en þaö dugöi skammt. Annaö slagiö brá jú fyrir sæmilegum sóknarlotum, en marktækifærin létu standa á sér. Svíar voru mjög nálægt því aö skora sitt fjóröa mark á 56. mínútu en Bjarni bjargaöi meö úthlaupi. Fjóröa og síöasta mark Svía kom úr vítaspyrnu á 83. minútu. Framherjinn Mats Jungblad komst aleinn í gegn og átti ekkert eftir nema markvöröinn þegar honum var brugöiö og dæmd vítaspyrna. Stig Fredriksson skoraði örugg- lega úr vítinu og innsiglaöi stóran sæsnkan sigur. Helgi Bentsson átti eina umtalsveröa færi íslenska liðsins í síöari hálfleiknum en hann missti boltann of langt frá sér inn í vítateignum og færiö rann út í sandinn. Liöin: Aö fá á sig tvö ódýr mörk strax í upphafi landsleiks setur leikmenn út af laginu og dregur úr baráttu- viljanum. Sér í lagi þegar leikið er gegn jafn sterku liöi og því sænska. Og sú varð raunin á í gær. Þaö er erfitt aö hrósa einstöku leikmönnum í islenska liöinu. Ragnar Margeirsson átti einna bestan leik svo og Óli Þór Magn- ússon. Sveinbjörn Hákonarson og Siguröur Grétarsson áttu spretti en hurfu þess á milli. Bjarni Sig- urösson sem kom í markiö og lék síðari hálfleikinn komst líka ágæt- lega frá leiknum. Þaö sem var einna helst aö hjá íslenska liöinu í gær var varnarleik- ur liðsins. Hann virkaði óöruggur og þrátt fyrir að einstaka leikmenn reyndu aö berjast þá vantaði meiri og betri heildarsamvinnu. Full mikil viröing var borin fyrir sænsku leik- mönnunum. Þá var miösvæði vall- arins gefiö alltof mikiö eftir. Þrátt fyrir aö leikiö sé gegn sterku landsliöi þá má ekki draga leik- mennina of mikiö aftur. Þorsteinn Bjarnason, sem leikiö hefur margan góöan landsleikinn, var mjög mistækur í markinu í fyrri hálfleiknum og var honum skipt út- af í hálfleik og Bjarni Sigurösson kom í hans staö. Sænska liöið sýndi góöa takta í leiknum í gær. Leikmenn héldu boltanum vel og skiluðu boltanum mjög vel frá sér. Samleikur þeirra var stuttur en haröur og hvaö eftir annaö voru íslensku varnarmenn- irnir slegnir út af laginu. Tommy Holmgren, Glenn Hysen, og Sten Ove Ramberg léku allir mjög vel, en þaö var fyrst og fremst sterk liðsheild sem vann öruggan og stóran sigur. I stuttu máli: Landsleikur: ísland — Svíþjóö 0—4 (0—3) Mörk Svía: Jinghlad, Ramberg, Hysen, Fredriksson. Gul spjöld: Engin. Dómari: David Richardsson og dæmdi hann leikinn mjög vel ásamt linuvörðum sínum, þeim Óla P. Ólsen og Sævari Sigurðssyni. islenska landsliöiö var þannig skipaö: Þorsteinn Bjarnason, Viöar Halldórsson fyrirliöi, Ólafur Björnsson, Siguröur Lárusson, ómar Rafnsson, Ragnar Margeirs- son, Árni Sveinsson, Siguröur Grétarsson, Óli Þór Magnússon, Sveinbjörn Hákonarson. í hálfleik komu inná Bjarni Sig- urðsson, kom í mark og lék allan síöari hálfleikinn. Þá kom Gunnar Gíslason inná i staö Árna Sveins- sonar og Helgi Bentsson kom inná í staö Sigurðar Jónssonar. — ÞR. KSÍ tilkynnir þátttöku í HM Á FUNDI Knattspyrnusambands islands í gær var ákveðið að tilkynna þátttöku í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu en úrslitaleikir hennar fara fram í Mexíkó árið 1986. Að þessu sinni verður dregið í byrjun desember og geta liðin fengiö aö semja sín á milli um leiktíma og við gætum hugsanlega leikiö okkar leiki næsta sumar ef við lendum á liði sem er dottiö út úr Evrópukeppninni; þaö er aö segja ef samningar nást um það. T vö ódýr mör k S vía komu íslenska liðinu úr jafnvægi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.