Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 48
BÍLLINN BllASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KOPAVCT' '■7ARMAPLAST- FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Sundlaugar fá 20% hækkun BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í fyrradag að heimila 20% hækkun á gjaldskrá sundlauga Reykjavíkur. M.ö.o. hækkar að- gangseyrir fyrir fullorðna úr 20 kr. í 24 kr. og fyrir börn úr 10 kr. í 12 kr. Heyöflun Fáksmanna: Enn ekki útlit fyrir vandræði um 60% vinnandi fólks í byggðarlaginu starfaði þar IIKAÐKKYSTIHÚS Hellisands hf. gjöreyðilagðist í eldsvoða í gær. Þar brann öll frystilína fyrirtækisins, tækjasalir, frystiklefar, vinnslusalur og dskmóttökur. Þá skemmdist mikið af fiski í frystiklefum hússins. Aðeins saltfiskverkunarhús fyrirtækisins, og áfast verkstæði, slapp óskemmt. Vegna bruna fiskmóttakanna er fyrir- sjáanlegt að ekki verður einu sinni hægt að taka á móti fiski til söltunar á næstunni. Ljóst er því að tugmilljóna tjón hefur orðið í þessum bruna. Um 60% vinnandi fólks í byggðarlaginu hafði atvinnu við hraðfrystihúsið, eða um 70 manns að meðaltali auk þess, sem það tók á móti fiski af nokkrum bátum og á hlut í togara. Engin slys urðu á fólki. Ólafur Rö( 'ivatdsson, fram- kvæmdastjóri i aðfrystihússins, segir í viðtali við Morgunb’aðið, að óljóst sé hvað gert verði í framtíð- inni. Vátryggingafé sé aðeins smá- munir samanborið við kostnað við uppbyggingu hússins. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun og er talið að hann hafi komið upp i námunda við tækjasal eða á umbúðalofti. Eldurinn magnaðist mjög fljótt og komst starfsfólk á kaffistofu með naumindum út. Slökkvilið Nes- hrepps utan Ennis kom mjög fljótt á staðinn og síðar komu slökkvilið Ólafsvíkur og Grundarfjarðar til aðstoðar auk þess sem fjöldi starfs- fólks hraðfrystihússins aðstoðaði við slökkvistörf. Sáralitlu reyndist unnt að bjarga úr húsinu og það var ekki fyrr en áliðið var dags að tókst að komast fyrir mesta eldinn, en í gærkvöldi voru enn glæður í rúst- unum og vakt við þær. Eldsupptök eru ókunn. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis hefur lýst áhyggjum sínum vegna þessa og telur mjög brýnt að uppbyggingu verði hraðað byggðarlagsins skorður á ný. Hraðfrystihússins til að atvinnulíf komist í réttar Sjá nánar myndir og viðtöl á miðopnu blaðsins í dag. kostnaðurinn talinn vera 3,30 á hvert kg en í fyrra var hann tal- inn vera 2,50. Þá keypti Fákur hvert kíló af heyi á 1,70 eða 1,80. Taldi Örn að hey að norðan myndi kosta 4,50 til 5 krónur hingað komið. Álviðræður í London á morgun: BÍLAFLOTINN, sem tekur þátt í ís- landsralli Jean Claude Bertrand kom til landsins með Eddunni í gærkvöldi. Fyrsta spurning Bertrand var hvort hann gæti hitt dómsmála- ráðherra vegna breytinga þeirra er gerðar hafa verið á rallinu án hans vitundar, að því er hann sagði. Morgunblaóið/Cunnlaitgur Hækkun raforku- verðs lykilatriðið SAMKOMULAG um upphafshækkun á raforkuverði til álversins í Straumsvík er forsenda fyrir því að árangur náist í viðræðum fulltrúa ríkisstjórnar íslands og Alusuisse sem fram fara í London á morgun, föstudag, og laugardag. Er þetta þriðji fundur viðræðunefnda aðila frá því að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar var mynduð 26. maí síðastliðinn. í lok hinna fyrri 25. júní og 21. og 22. júlí hafa aðilar gefið til kynna að mál þokuðust í rétta átt. Viðræðurnar í júlí snerust eink- um um raforkuverðið en auk þess var rætt um einfaldari leið til að leysa eldri ágreiningsmál en að vísa þeim í gerðardóm, stækkun álvers- ins í Straumsvík, nýjan eignaraðila að álverinu við hlið Alusuisse og heimild fyrir Alusuisse til að selja öðrum allt að 50% af eignarhlutan- um í álverinu í stað 49% nú. Viðkvæmasti þáttur málsins er nú sem fyrr orkuverðið og hækkun á því. Það er nú 6.45 mills. Sam- komulag um hækkun á þessu verði er forsendan fyrir því að hafist verði handa um að ræða önnur mál, en um það hefur verið rætt að strax hækki raforkuverðið um nokkur mills með það fyrir augum að með samningum um stækkun álversins og aðrar breytingar á aðalsamningi komi til frekari hækkanir síðar. Hinn 6. maí 1982 gerði Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðar- ráðherra, dr. Paul Múller, aðal- samnamann Alsuisse, það tilboð að upphafshækkun á raforku yrði 9.5 mills og yrði raforkan seld á því verði í tiltekinn tíma miðað við markaðsaðstæður. Þegar Hjörleifur Guttormsson fékk ekki afdráttar- laust svar við þessu tilboði strax sleit hann viðræðum á því stigi og dró síðan tilboðið til baka. I íslensku nefndinni verða dr. Jó- hannes Nordal, Guðmundur G. Þór- arinsson, verkfræðingur, dr. Gunn- ar G. Schram, alþingismaður, Garð- ar Ingvarsson, ritari nefndarinnar, og Hjörtur Torfason, lögfræðilegur ráðunautur. Dr. Paul Múller er í forystu fyrir nefnd Alusuisse og auk hans verða í London frá fyrir- tækinu dr. Dietrich Ernst, Kurt Wolfensberger og Ragnar S. Hall- dórsson, forstjóri ÍSAL. „EF EITTHVAÐ heyjast hér á Suðurlandi á annað borð þá erum við nokkuð öruggir með heyöflun í ár, við höfum nóg af seijendum, en ef ekkert heyjast þá gætu orðið erfiðleikar," sagði Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Hestamannafé- lagsins Fáks í Reykjavík, í samtali við Mbl. Örn sagði, að þeir hefðu átt kost á heyjum að norðan en dok- að við vegna verðs og flutnings. Einnig ættu þeir kost á fyrning- um frá fyrra ári, en þeir hefðu ekki talið ráðlegt að kaupa þær. Þeir hefðu birgt sig upp af graskögglum auk þess sem þeir hefðu þegar fengið eitthvert hey þannig að ekki væri enn útlit fyrir vandræðaástand. Enn er ekki ljóst á hvaða verði heyið verður en heyrst hefur að það fari nú hækkandi vegna óþurrkanna á Suður- og Vesturlandi. Örn sagði að Fákur keypti upp undir 500 tonn af heyi og hefði hingað til ekki greitt það verð sem Búnaðarfé- lag íslands gæfi út sem fram- leiðsluverð. I ár er framleiðslu- Mikinn reykjarmökk lagði upp af logandi húsinu er Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, tók þessa loftmynd um klukkan 12 á hádegi í gær. Eldurinn kom upp í austurhluta hússins og þar má sjá slökkviliðsmenn berjast hatrammri baráttu við eldinn á þaki hússins. Þorpið er í baksýn. Frystihús Hellissands gjörónýtt eftir eldsvoða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.