Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 Nýskráningar í Háskólann: Flestir f verkfræði- og raunvísindadeild í ÁR skráðu 1483 nýstúdentar sig til náms í Háskóla íslands og er skiptingin eftirfarandi: Tíu skráðu sig í guðfræði, 302 í læknadeild og er skiptingin innan læknadeildar þannig: 137 í læknisfræði, 54 í lyfjafræði, 93 í hjúkrunarfræði og 18 í sjúkraþjálfun. í lagadeild eru 130 skráðir til náms á 1. ári. í viðskiptadeild eru 237 skráðir til náms og 248 í heim- spekideild og er skiptingin innan deildarinnar: 27 í almenna bóka- safnsfræði, 4 í almenn málvísindi, 14 í dönsku, 39 í ensku, 3 í finnsku, 22 í frönsku, 11 í heimspeki, 42 í íslenzku, 1 til cand. mag. í íslenzkri málfræði, 1 til cand. mag. í íslenzk- um bókmenntum, 15 í íslenzkunám fyrir erlenda stödenta, 1 í latínu, 4 í norsku, 28 í sagnfræði, 3 til cand. mag. í sagnfræði, 7 í spænsku og 23 í þýzku. 328 nýskráningar eru í verk- fræði- og raunvísindadeild og er skiptingin þannig: 13 í stærðfræði, 29 í tölvunarfræði, 9 í eðlisfræði, 4 í eðlisverkfræði, 2 í jarðeðlisfræði, 9 í efnafræði, 5 í efnaverkfræði, 17 í matvælafræði, 1 í framhaldsnám í efnafræði, 31 í líffræði, 1 í fram- haldsnám í líffræði, 20 í jarðfræði, 16 í landafræði, 1 í framhaldsnám í jarðfræði, 35 í byggingarverkfræði, 21 í vélaverkfræði og 44 í raf- magnsverkfræði. í tannlæknadeild eru 33 skráðir og 195 í félagsvísindadeild. Skipt- ingin þar er þannig: 27 í bóka- safnsfræði, 35 í sálarfræði, 69 í uppeldisfræði og 64 í þjóðfélags- fræði. Sem fyrr sagði eru 1483 skráðir til náms á 1. ári; þar af eru 781 karl og 702 konur. Jón Páll Halldórsson hjá Norðurtanga hf.: Á þriðja þúsund manns hylltu bikarmeistarana Greiðslum til fram- leiðenda seinkar ef birgðasöfnun eykst 1 Akranes: Ákranesi, 29. áfpíst. MIKIL gleði ríkti á Akranesi í gær eftir að knattspyrnumenn bæiarins höfðu unnið Bikarkeppni KSI ann- að árið í röð. Akurnesingar fjöl- menntu á leikinn og Akraborgin fór full af fólki í hádegisferðinni suður og síðan til baka að leik loknum. Þegar heim var komið var haldin móttökuathöfn á Akratorgi að tilhlutan bæjarráðs. Knatt- spyrnumennirnir voru hylltir þar vel og lengi. Talið er að þar hafi verið samankomnir á þriðja þús- und manns. Valdimar Indriðason forseti bæjarstjórnar ávarpaði leik- menn og óskaði þeim til ham- ingju með titilinn og gat þess að ekki væri ætlun bæjarstjórnar að halda neina sigurhátíð að þessu sinni, heldur vonuðust allir bæjarbúar eftir því að íslands- bikarinn yrði í höfn innan fárrra daga. Ef svo færi yrði haldin há- tíð svo um munaði. Haraldur Sturlaugsson formaður Knatt- spyrnuráðs Akraness þakkaði bæjarbúum dyggan stuðning og kvað hann slíkan stuðning vera sterkasta vopn sem eitt lið getur haft. Sigurður Lárusson fyrirliði ávarpaði einnig viðstadda og hampaði síðan bikarnum eftir- sótta og ætlaði þá fagnaðarlátum seint að linna. Allir viðstaddir sungu síðan Kátir voru karlar og sigursöng Akranesliðsins. Rétt áður en athöfnin hófst sigldi Akraborgin í höfn fánum prýdd og blés eimpípur sínar óspart. Dansleikur var síðan haldinn í Hótel Akranes og var þar fullt út úr dyrum. ___________ jq „ÞESS er lítið farið að gæta enn, að greiðslum til okkar framleiðenda seinki vegna vaxandi birgðasöfnunar, en svo gæti farið fljótlega ef sölur dragast verulega saman. Um leið og greiðslum seinkar dregst það, að við framleiðendur getum borgað afurða- lánin og þá kemur aukin vaxtabyrði til sögunnar,“ sagði Jón Páll Hall- dórsson, framkvæmdastjóri hraö- frystihússins Norðurtanga á ísafiröi, í samtali við Morgunblaðið. Jón sagði ennfremur, að venju- lega hefði sala gengið treglega yfir sumarmánuðina, en nú væru litlar líkur á því að afskipunum fjölgaði með haustinu eins og venjan hefði verið. Birgðasöfnun væri því fyrir- sjáanleg og hvort sem hún ætti sér stað heima eða erlendis, þýddi það Jafntefli gegn Kína ÍSLENZKA skáksveitin gerði jafntefli við Kína í 6. umferð á heimsmeistara- móti skákmanna 26 ára og yngri í Chicago í Bandarfkjunum, 2—2. Margeir Pétursson gerði jafntefli við Li, Jóhann Hjartarson vann Li Jang, Karl Þorsteins gerði jafntefli á þriðja borði en Elvar Guðmunds- son tapaði. Eftir 6. umferð var ís- lenzka sveitin í 2,—-3. sæti, ásamt þeirri bandarísku, með 16 vinninga en Sovétríkin höfðu forystu með 18 vinninga. Sovétmenn unnu Eng- lendinga 3—1. seinkun greiðslu og aukinn vaxta- kostnað. Hingað til hefðu greiðslur frá Coldwater skilað sér eðlilega, en hvort svo yrði áfram gæti hann ekkert sagt um. Það væri háð því hvort þau söluáform, sem fyrirtæk- ið væri með á prjónunum, næðu fram að ganga eða ekki. íslandsrallið ekki stöðvað „MIÐAÐ við þær upplýsingar, sem ráðuneytið hefur aflað sér, er ekki talin ástæða til þess að stöðva keppn- ina,“ sagði Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytis- ins, í samtali við Mbl. í gærkvöldi en í gær óskaði Náttúruverndarráð þess, að íslandsrall yrði stöðvað þar sem ráðið taldi að ökuþórarnir hefðu brot- ið ákvæði um umgengni við náttúru landsins. Síðasti áfangi íslandsralls- ins fer fram í dag. Náttúruverndarráð sendi frétta- tilkynningu frá sér í gær. Þar eru forsvarsmenn íslandsrallsins sak- aðir um að hafa ekki tekið skilyrði sem veitt voru fyrir keppninni of hátíðlega. Ráðið sagði, að óformleg keppni hefði farið fram í Jökuldal og Brúaröræfum, en þessi leið var felld út vegna mótmæla sýslu- mannsembættisins í N-Múlasýslu. Ráðið óskaði eftir því við sýslu- mannsembættið í N-Múlasýslu að málið verði rannsakað og að ráðu- neytið stöðvaði keppnina á meðan. Viljayfirlýsing um samræmdan opnunartíma verslana í Reykjavík og á Seltjarnarnesi: Höfum engar tilhneigingar til að hefta okkar verslun — segir Sigurgeir Sigurösson, bæjarstjóri „ÞAÐ ER ekkert um það í maka- skiptasamningnum sjálfum, en aftur á móti er ákveðin viljayfir- lýsing um það í bréft sem fylgdi síðar, að samræmdur opnunartími milli Reykjavíkur og Seltjarnar- ness yrði tekinn til mikillar athug- Albert Guðmundsson um vaxtalækkunina: Reikna með 5% lækk- un í byrjun september Niður fyrir 30% samhliða verðbólgunni í árslok „ÉG REIKNA með að vextir verði lækkaðir um að minnsta kosti 5% einhvern fyrstu tíu daga septem- bermánaðar. Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir, en ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ekki yrði af þessu,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann hvort og þá hvenær kæmi að lækkun vaxta. Þá sagði fjármálaráðherra að stefnt væri að því að lækka vexti mánaðarlega jafnhliða niður- færslu verðbólgunnar og sagðist hann binda vonir við að þeir yrðu með þeim hætti komnir niður í a.m.k. 30% um áramótin. Vaxta- lækkunin verður hverju sinni byggð á útreikningum verðbólgu- hraðans að sögn Alberts, en hann sagði verðbólguna verða komna niður fyrir 30% í árslok. unar,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er hann var spurður hvort rétt væri að ákvæði í makaskiptasamningi Reykjavíkurborgar og Seltjarn- arnessbæjar, á lóð þeirri þar sem stórmarkaður Vörumarkaðarins stendur, kveði á um að afgreiðslu- tími þar verði sá sami og í Reykja- vík. „Þetta var mjög heitt mál á sín- um tíma og menn gerðu þetta kannski til að gera alla aðila ánægða, en ég held að þeir, sem að þessum samning stóðu 1976, hafi reiknað með því að þeir byggju við frjálsa verslun á því herrans ári sem miðbærinn okkar yrði opnað- ur. Ég held að engum okkar hafi dottið í hug, að við myndum búa við hefta verslun hér að einhverju leyti. Við höfum engar tilhneig- ingar í þá átt að hefta okkar versl- un. Við teljum að verslun, eins og hún hefur verið frá alda öðli, sé tvíhliða samkomulag milli kaup- enda og seljenda og þar eigi ekki aðrir aðilar að blanda sér inní,“ sagði Sigurgeir. Aðspurður hvort minnst væri á þessa viljayfirlýsingu í bréfi Kaupmannasamtakanna til bæj- arstjórnar Seltjarnarness, sagði Sigurgeir á hana minnst þar Bréfið yrði tekið fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar, sem væri 14. sept. og hann reiknaði fastlega með að því yrði svarað þá. Um hvort viljayfirlýsingin væri bind- andi fyrir bæjarstjórn Seltjarn- arness, sagði Sigurgeir, að það væri nokkuð sem yrði að koma fram í svari bæjarstjórnar, hann gæti og vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu. Akureyri: Sýning Braga er vel sótt Akureyri, 29. á([ú.s(. AKIJREYRINGAR hafa sótt vel sýn- ingu Braga Ásgeirssonar, listmálara, sem nú stendur yfir í húsakynnum Myndlistarskólans á Akureyri. Um helgina komu 340 manns á sýninguna og þegar hafa selst 28 verk af þeim 75 sem Bragi sýnir að þessu sinni. Sýningin stendur til næstkomandi sunnudags og er opin virka daga frá kl. 18 til 22 og um helgina frá kl. 15 til 22. G.Berg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.