Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 Pecker og Lewis eru í sérflokki: Þau hafa gífurlegar tekjur af íprótt sinni Fremsta frjálsíþróttafólk Bandaríkjanna í dag, Mary Decker og Carl Lewis, eru í sérflokki Nú þegar tæpt ár er til sumar-ólympíuleikanna er undirbúningur frjáls- íþróttafólksins undir keppnina í Los Angeles í hámarki. Heimsmeistarakeppn- in í Helsinki, sem lauk fyrir skömmu, var hápunktur þess undirbúnings. Bandarískt frjálsíþróttafólk hefur ætíð vakið verðskuldaða athygli á ólympíu- leikum, en sumarið 1984 munu Bandaríkin ekki einungis tefla fram góðu liði heldur einnig tveimur keppendum í sérflokki og mun athygli manna tvímæla- laust beinast hvað mest að þeim í Los Angeles næsta sumar á ÓL-leikunum. Það eru hlaupararnir Mary Decker og Carl Lewis. Mary Decker er heimsmethafi í 5.000 m hlaupi og í síðustu viku nældi hún sér i heimsmeistaratitla í 1.500 og 3000 m hlaupi. Auk þess á hún Ameríku- metið í 5.000, 3.000, 10.000 og 800 m hlaupi, og fyrr á þessu ári vann hún til hinna eftirsóttu Sullivan-verðlauna. En það sem gerir hina 25 ára Mary Decker hvað eftirtektarverðasta er að hún hefur tekið þátt í hlaupum í 14 ár og hleypur hraðar og hraðar með hve* u árinu. I miincs Carl Lewis, sem hreif hug og hjörtu áhorfenda í Helsinki nú á dögunum, er án efa einn besti frjálsíþróttamaður sem Banda- ríkin hefa átt, að Jesse Owens undanskildum. Langstökkvarar hafa fjórum sinnum náö að stökkva 8,50 m, en hinn 22ja ára gamli Lewis hefur gert það 13 sinnum og var eitt sinn örfáum sentimetr- um frá heimsmetinu. Hann hefur einnig náö frá- bærum árangri í hlaupum; varð heimsmethafi í 100 m hlaupi í Helsinki og langstökki og á amerískt met í 200 m hlaupi, en sjálfur segist hann taka þátt í 200 m hlaupi til þess að nýta tímann á milli keppni í lang- stökki. Því má ætla, ef hann hefur tíma aflögu til aö keppa í 400 m hlaupi, að hann geti farið heim með hvorki meira né minna en 4 gullverölaun að af- loknum ólympíuleikunum í Los Angeles næsta sumar í ein- staklingsgreinum og verðlaun í 4x100 boðhlaupi. Fjárhagsáhyggjur ættu ekki að verða Decker og Lewis þrándur í götu við undirbúning og keppnina sjálfa í Los Angel- es. Þau lifa mjög vel og hafa miklar tekjur af frjálsum íþrótt- um. Þau fá himinháar tekjur fyrir þátttöku í mótum. Þau hafa komiö sér upp dýrindis húsakynnum með 1. flokks inn- anstokksmunum aö ógleymd- um glæsivögnum; Nýjar reglur; svar Bandaríkjamanna við „áhugamannaliði" Austan- tjaldslandanna. En hugum nánar að persón- unum sjálfum bak við þessi þekktu nöfn. Hver er Carl Lewis? Leið Carls Lewis að ólympíu- leikunum hefur verið nokkuð slétt og felld. Þegar hann var tveggja ára fluttist fjölskylda hans til smá- bæjarins Willingboro N.J., þar sem foreldrar hans báöir fengu þjálfarastarf hlaupara viö fram- haldsskóla á staðnum. Níu ára gamall hóf Lewis aö æfa langstökk í sandi sem faðir hans hafði komið fyrir bak viö hús þeirra. En hann sýndi litla yfirburði í þeirri grein og foreldrar hans komust að þeirri niðurstöðu aö líklega væri Carl, sem þá var fremur þróttlítill og mjósleginn, sá eini í barnahópnum sem aldrei myndi ná langt í frjálsum íþróttum. Bræður hans, Mackie, 29 ára, var fremsti spretthlaupari skólans, Cleve, 27 ára, er fyrrverandi atvinnu- maður í American football og systir hans, Carol, 20 ára, er meðal fremstu kven-lang- stökkvara í Bandaríkjunum. Ungur sýndi Carl aö hann hafði metnað og áhuga. „Ég er þreyttur á að tapa“, sagði hann eitt sinn eftir að hafa hafnaö í 10. sæti í spretthlaupi. „Jæja, sonur sæll, þá er ekk- ert annaö að gera en snúa sér að sigrunum," sagði faöir hans. Smátt og smátt fór árangur- inn að koma í Ijós og tími hans í 100 yarda hlaupi hrapaöi úr 10,6 í 9,3 sekúndur og æ ofan í æ stökk hann 20 fet. „Ég hafði það alltaf á tilfinn- ingunni að mér væri ætlað aö gera stóra hluti," segir hann. „Ég vissi bara ekki hvaða hlutir það voru fyrr en þarna.“ Tvennt er það sem hvaö mestan þátt hefur átt í framför- um hans í íþróttinni en það er að pilturinn varö hinn gjörvileg- asti að vexti og hitt, eins og Decker, hann gat ekki hugsaö sér að eyöa framtíðinni í íþrótta grein án þess að verða fremst- ur í henni í heiminum. Lewis og fábrotið líf hans Carl Lewis hefur tileinkað sér rólegan og yfirlætislausan lífs- stíl. Hann klæðist látlausum fötum, en ber skartgripi úr gulli, gleymir ekki að brosa fyrir framan sjónvarpsvélina og er jákvæður við blaðamenn. Samkvæmislíf lætur hann bíöa betri tíma. „Á stundum er lífiö einmanalegt," segir hann, en hann framkvæmir ekkert að óathuguöu máli. „Stundum bíö ég stúlkum út að borða og fer á meðal fólks, en ég hef verið á stööugum keppnisferöalögum og haft svo mikið að gera aö ég hef ekki gefið mér tíma til aö beina huga mínum að öörum hugðarefnum. Ég tek eitt fyrir í einu. Nú er það íþróttin og kepþnin, seinna gifti ég mig og eignast mína fjölskyldu." Carl stundaði nám í fjöl- miölafræöi við háskólann í Tex- as og naut þar leiösagnar þjálf- ara skólans Tom Tellez. Tellez hefur kennt honum að stökkva beint fram og tvíhjóla í loftinu, í stað þess, eins og svo margir gera, að mynda boga í loftinu yfir stökkbrautinni. Æðsta takmark Lewis er að fella heimsmet Bob Beamons frá 1968 sem er 8,90 m. Með þrotlausum æfingum, sem fara fram í kyrrð og ró, nálgast hann takmark sitt hægt og sígandi og vantar nú ekki nema örfáa sentimetra uppá að þaö takist. „Mér finnst sem mér gæti tekist það hvenær sem er,“ segir Lewis. „Ég er þess fullviss að Guð gaf mér hæfileika, en ég verð að sýna þolinmæði." Það reyndist Carl Lewis lán í óláni aö hann var settur út úr liöi skólans, sem keppti i hlaup- um, í hegningarskyni þar sem • Foreldrar Carl Lewis fylgjaat grannt með honum é frjálsíþróttamót- um. Hér mé sjé fööur hans meö sjónauka og móöur hans biöjast fyrir rétt éöur en 100 m hlaupiö hófst é heimsleikunum í Helsinki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.