Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 196. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Menachem Begin heldur ísraelsmönnum í óvissu Begin heilsað Lögreglumaður heilsar Begin forsætisráðherra þegar hann fer frá heimili sínu til að sitja ríkisstjórnarfund þar sem ræða átti endanlega ákvörð- un hans um afsögn. Jerusalem, 29. ágúst. AP. MENACHEM BEGIN forsætisráðherra hélt ísraelsmönnum í óvissu í dag með því að fresta fyrirhugaðri afsögn sinni í annað skipti, en hann lofaði að skýra frá lokaákvörðun sinni á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dagsmorgun. Þingmaðurinn Ehud Olmert sagði eftir fund með Begin að hann væri mjög rólegur og hefði ekkert sagt sem breytti þeirri skoðun sinni að hann væri stað- ráðinn í að segja af sér. En Ronnie Milo, tengdasonur Begins, taldi jafnmiklar líkur á því að Begin héldi áfram og að hann hætti. Um 50 stuðningsmenn söfnuð- ust saman við heimili Begins og hrópuðu: „Begin, konungur ís- Shultz ræðir við Gromyko Washington, 29. áffúst. AP. GEORGE P. Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræðir við Andrei Gromyko, utanríkis- ráðherra Rússa, í Madrid í næstu viku og þetta ætti að verða „all- mikilvægur fundur" að því er tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins tilkynnti í dag. raels, lifir." Þeir veifuðu spjöldum með áskorunum um að hann segði ekki af sér. Á einu spjaldinu stóð: „Begin, yfirgefðu okkur ekki á erf- iðum tímum." Leiðtogar stjórnarflokkanna reyndu að fá Begin til að skipta um skoðun á þriggja tíma fundi. Yitzhak Shamir utanríkisráð- herra er talinn líklegasti eftir- maður Begins, en David Levy varaforsætisráðherra nýtur einn- ig mikils stuðnings. Hugsanlegt er talið að fljótlega verði efnt til nýrra kosninga, e.t.v. í nóvember. Allt er á huldu um ástæðurnar fyrir áformum Begins, en þó sagði hann samráðherrum sínum að þær væru persónulegar. Begin ber til baka að hann hafi fengið sig fullsaddan á stjórninni, sem gengur erfiðlega í baráttunni við verðbólguna og er sjálfri sér sundurþykk. Begin neitar því líka að hann sé of heilsuveill til að stjórna landinu á tímum póli- tískra og efnahagslegra erfiðleika. Flugvélarræningjarnir aem hótuðu að sprengja upp þotu Air France með 17 gíslum innanborðs í Teheran virtust vera orðnir slæmir á taugum á þriðja degi flugránsins í gær. Viðræðum við þá er haldið áfram. A myndinni sést einn flugvélarræninginn fara úr flugvélinni til við- ræðna. Frakkar reyna ný „leynivopn“ í Chad N’djamena, 29. ágúst. AP. FRANSKA herliðið í Chad er búið ýmsum áður óþekktum og fullkomn- um vopnum, sem eru svo kröftug að Líbýumenn verða varnarlausir gegn þeim ef til átaka kemur að sögn vestrænna sérfræðinga. Þessi „leynivopn" voru send til Chad til að veita frönskum her'- mönnum reynslu í notkun þeirra og til að halda Líbýumönnum í skefjum. Jafnframt er líbýski flugherinn sagður hafa beitt áður óþekktum vopnum, sem Rússar hafa smíðað, í tilraunaskyni í árásinni á Faya-Largeau 10. ágúst. Eitt þessara vopna var fall- hlífasprengja sem skýtur kröftug- Uppsveiflu spáð víða um heim á næsta ári New York, 29. ágúst. AP. EFNAHAGSBATINN í Bandaríkj unum mun halda áfram af fullum krafti á næsta ári og uppsveifla verð- ur í efnahagsmálum í stórum hluta heims segir í skýrslu rannsóknar- nefndar bandarískra fyrirtækja. Stöðugir vextir í Bandaríkjun- um eru nauðsynleg forsenda var- anlegs efnahagsbata segir í skýrslunni. „Ef vextir hækka ekki að ráði mun árið 1984 marka upp- haf hægrar þróunar í þá átt að velsæid taki við á ný um allan heim,“ segir einn af höfundum skýrslunnar, Michael E. Levy. Þótt batinn sé örastur í Banda- ríkjunum verður mestur uppgang- ur í Asiu á næsta ári, einkum í Singapore, þar sem hagvöxturinn verður 8%, og í Kóreu, þar sem hann verður 7%. Spáð er 4% hag- vexti í Bandaríkjunum 1984, en i ár mun hann verða 3%. í fyrra var 1,8% samdráttur. í Japan verður hagvöxturinn 4,2%, í Vestur-Þýzkalandi, Italíu og Kanada 2,5% og í Frakklandi 1,2%. Bata er einnig spáð 1984 í Róm- önsku Ameríku, sem er illa á vegi stödd. í Brazilíu er gert ráð fyrir 3,5% hagvexti, i Argentínu og Chile 3%, Venezúela 1% og Mex- íkó 2%. í stað 5% samdráttar í Saudi- Arabíu verður 3% hagvöxtur og í stað 1% samdráttar í Nígeríu verður 2% hagvöxtur. Af öðrum spám má nefna: • Olíuverð verður stöðugt, eða um 29 dalir, á næsta ári. • Verðbólgan í heiminum eykst litillega 1984 þar sem verð á hrá- efnum mun hækka. • Gengi doilarans mun lækka lít- illega, sumpart vegna þess að viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna mun halda áfram að versna, en annarra þjóða batna. • Vextir verða stöðugir 1984 i Bandaríkjunum en lækka nokkuð i flestum öðrum löndum. byssu, sem er sögð kröftugasta vopnið sem franski landherinn noti. um flugskeytum lárétt þegar hún er í nokkurra feta hæð. Þannig virðast báðir aðilar nota Chad fyrir svæði til tilrauna með nýjustu vopn sín. Frönsku vopn- unum hefur þó ekki enn verið beitt. Franska herliðið er búið nýju ratsjártæki sem útilokar með öllu að nokkur geti laumazt í gegnum 600 km langa víglínu þess. Öll tólf virki Frakka á víglínunni eru tengd saman með þessum full- komna búnaði. Svipuðum búnaði hefur verið komið fyrir meðfram „Sandmúrnum" í Marokkó til að bægja burtu skæruliðum Polisar- io. Eitt kröftugasta nýja vopnið er gagnskriðdrekaflaugin Apilas, sem er búin „laser-auga“, sögð 100% nákvæm og dregur 1200 metra. Einn hermaður getur hald- ið á Apilas-flauginni, sem getur rofið hvaða brynvörn sem er. Hún er fjórum sinnum kröftugri en all- ar aðrar tegundir af gagnskrið- drekaflaugum í heiminum. Stórskotaliðsdeild kom til Chad í síðustu viku með nákvæma 20 mm fallbyssu sem hægt er að flytja með flugvélum og nota til loftvarna eða í aðgerðum gegn skriðdrekum. Herdeildin er einnig búin sprengjuvörpu sem dregur 14 km og kúlu sem springur í níu metra hæð. í ráði er að frönsku hermennirnir fái 155 mm fall- Bandarísk hefndarárás í Líbanon Beirút, 29. ágúst. AP. BANDARÍSKIR landgönguliðar héldu uppi stórskotaliðsárásum á vígi vopnaóra sveita Múhameðstrú- armanna í suóurúthverfum Beirút í dag og vopnaðir Shítar lögðu undir sig stöð ríkissjónvarpsins í hverfi Múhameðstrúarmanna í höfuð- borginni. Árás landgönguliðanna á vígin í suðurúthverfunum var gerð til að hefna þess að tveir landgöngu- liðar voru felldir í víðtækum bardögum sem geisað hafa og hafa fært Líbanon frám á barm nýrrar borgarastyrjaldar. Átta landgönguliðar særðust. Herflokkur, sem gætti sjón- varpsbyggingarinnar, var sendur þaðan skömmu áður en árásin á hana var gerð til að taka þátt í bardögum gegn Shítum annars staðar í suðurúthverfunum. Shít- arnir hóta að kveikja í bygging- unni ef kristnir menn hætta ekki bardögum. Árásarmennirnir sökuðu líb- anska herinn um brot á vopna- hléssamningi sem var gerður í morgun og sögðu að 10.000 her- mönnum hefði verið skipað að setjast um vígi Shíta í suður- hverfunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.