Morgunblaðið - 30.08.1983, Side 17

Morgunblaðið - 30.08.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 17 Menntaskólinn á Egilsstöðum: Fimmta starfs- ár að hefjast MÁNUDAGINN 5. sept. hefst skólastarf í ME á haustönn 1983. Búist er við 220—230 nem. í dag- skólann og að raeðaltalinni öld- ungadeild má ætla að heildarfjöldi nálgist 250. Ný heimavistarálma er nú tekin í notkun og þar með lokið samstarfi við Valaskjálf um afnot af húsnæði þar til heimavistar- þarfa. Nám og kennsla fer eftir svip- uðum brautum og undanfarin ár og áfram haldið með frjálsa, ein- staklingsbundna kennslu, þó með breyttum hætti. Nú eru engir „opnir dagar“ en skyldumæting alla daga til hádegis. Fjóra eftir- miðdaga verða svo „opnir tímar" en hlutfall opinnar og bundnar kennslu fært niður úr 2/5 í 1/4. Mikill og almennur áhugi er fyrir því að þróa áfram vinnuform í þeim dúr, sem hafið var sl. vetur, byggj a á reynslunni, sem þá fékkst og bæta framkvæmd. Áformað er að halda áfram kennslu í öldungadeild. Á það skal sérstaklega bent, að nú er tækifæri til að hefja nám í deild- inni fyrir nýja nemendur, þar sem kennslan byggist ekki á námsefni fyrra vetrar, heldur er um byrjunaráfanga að ræða í: bók- færslu, dönsku, tölvunotkun, vélrit- un og þjóðhagfræði. Ekki er kraf- ist neinnar forkunnáttu á fram- haldsskólastigi. Kennsla í tölvunotkun hefur vaxið hratt í ME. Skólinn varð sér úti um 12 smátölvur, sem tengjast sjónvörpum hver og ein og er þannig um að ræða viðun- andi kennsluaðstöðu fyrir byrj- endur. Á sl. skólaári nutu um 60 nemendur kennslu í tölvunotkun og áhugi fyrir faginu mikill og að því er virðist vaxandi. Á það skal bent, að heimilt er að stunda nám í einni grein í öld- ungadeiidinni án þess að sækja tíma í öðrum og tímasókn frjáls. Þeir sem vilja skrá sig hafi sam- band við skrifstofu fyrir hádegi mánud.—föstud. Skólinn verður settur mánud. 5. sept. kl. 10 f.h. í sal ME og reiknað með að öldungadeild hefjist viku síðar. Maralunga sófasettið víðfræga eftir Vico Magistretti og sófasett í úrvali. Kynnið ykkur greiðsluskilmála okkar. Borgartúni 29 Simi 20640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.