Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Áuglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10'iOO. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Keppni um fisksölu
í Bandaríkjunum
Hvaða álit sem menn hafa
á þeirri ákvörðun Guð-
jóns B. Ólafssonar, forstjóra
fisksölufyrirtækis SÍS í
Bandaríkjunum, að lækka
verðið á fimm punda pakkn-
ingum þorskflaka um 10 sent,
úr 1,80 dollar í 1,70, er ljóst að
hún stafar af því að staða ís-
lensku fisksölufyrirtækjanna
þar hefur veikst. Bandaríski
markaðurinn fyrir frystan
fisk er mikilvægasti útflutn-
ingsmarkaður okkar. Þunginn
í sölu þangað hefur verið mis-
mikill eftir verði og aðstæðum
á öðrum mörkuðum, en sú
staðreynd hefur jafnan verið
óhagganleg að við kæmumst
ekki af án bandaríska mark-
aðsins. Fimm punda pakkn-
ingarnar á frystum þorsk-
flökum hafa verið dýrmætasta
útflutningsafurð okkar, og
frystar sjávarafurðir hafa
skilað þjóðarbúinu mestum
útflutingstekjum um langt
árabil. A árinu 1981 varð um-
talsverð aukning í sölu á salt-
fiski og skreið en hún minnk-
aði aftur á árinu 1982, en á
milli þessara tveggja ára varð
194,7 milljón króna samdrátt-
ur í útflutningstekjum af sjáv-
arafurðum. Nú í ár hefur
áhuginn á því að framleiða
frystan fisk aukist vegna
minni tekna af söltun og
þrenginga á skreiðarmarkað-
inum í Nígeríu.
Guðjón B. Ólafsson rökstyð-
ur ákvörðunina um verðlækk-
un með því að vísa til þess
annars vegar að hlutdeild ís-
lendinga í sölu á þorskflökum í
Bandaríkjunum hafi minnkað
úr um 50% í 26% á undan-
förnum árum og hins vegar að
birgðasöfnun í Bandaríkjun-
um hafi tafið fyrir greiðslum
til frystihúsa hér á landi.
Hvorttveggja er alvarlegt, að
Kanadamenn hafi náð jafn
stórum hluta af þorskflakasöl-
unni og raun ber vitni, og svo
miklu hafi verið safnað af
birgðum af íslenskum fiski í
Bandaríkjunum að greiðslum
seinki til framleiðenda hér á
landi. Keppnin við Kanada-
menn mun halda áfram og þar
takast menn á með verði og
gæðum, þótt aðstaðan sé ólík
heima fyrir. Ríkisstyrktu út-
gerðarfyrirtækin á austur-
strönd Kanada eru illa stödd
og óvíst um framtíðarskipan
fiskveiða þar, en bandaríski
markaðurinn er og verður líf-
akkeri þessara fyrirtækja
þannig að hart verður áfram
barist um sérhvern viðskipta-
vin. Birgðasöfnun í Bandaríkj-
unum er hættuleg vegna hárra
vaxta þar í landi og tafir á
greiðslum til frystihúsanna
munu fljótt leiða til skorts á
gjaldeyri hér á landi og hafa
hinar alvarlegustu afleiðingar
í bankakerfinu sem stendur
illa ekki síst vegna ódýrra af-
urðalána sem almennir spari-
fjáreigendur og lántakendur
borga niður.
Þorsteinn Gíslason, for-
stjóri fiskölufyrirtækis Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna
í Bandaríkjunum, telur
ákvörðun Guðjóns B. Ólafs-
sonar um verðlækkun „afar
dýra fórn sem ekki skilar
neinum árangri". Fyrirtæki
SÍS, Iceland Seafood Corpor-
ation, lækkaði verðið á
þorskflökum til Long John
Silvers sem um árabil hefur
verið helsti viðskiptavinur
Coldwater Seafood Corporat-
ion, fyrirtækis Sölu-
miðstöðvarinnar. Við blasir
því að hin öflugu íslensku fisk-
sölufyrirtæki eru komin í
verðstríð á bandaríska mark-
aðnum auk hefðbundinnar
samkeppni. Þorsteinn Gísla-
son gefur til kynna að svar
Coldwater við breyttum að-
stæðum verði að ná í nýja
kaupendur.
Það er rétt hjá Guðjóni B.
Ólafssyni að ákvörðun hans
um að lækka fiskverðið í
Bandaríkjunum er ekki for-
dæmislaus og í markaðsþjóð-
félagi eru það eðlileg viðbrögð
við minni eftircpurn og meira
framboði að reyna að auka
sölu með því að lækka verðið.
Oft er meiri áhætta tekin með
því að sitja með hendur í
skauti en ráðast á vandann og
grípa til þeirra úrræða sem
skynsamlegust eru talin. Guð-
jón B. Ólafsson taldi rétt að
lækka verðið. Þorsteinn Gísla-
son telur það rangt og segir
fyrirtæki Sölumiðstöðvarinn-
ar verða að „þróa upp nýja
sölumöguleika í Bandaríkjun-
um sem duga til þess að vega
upp á móti“ aukinni sam-
keppni.
Hin öflugu íslensku fisk-
sölufyrirtæki á Bandaríkja-
markaði eru útverðir þjóðar-
búsins á dýrmætasta mark-
aðssvæði okkar þar sem sá lif-
ir af sem er hæfastur í sam-
keppninni. Starfsemi fyrir-
tækjanna til þessa sýnir að
þeim hefur verið vel stjórnað.
Ágreiningur stjórnenda þeirra
nú dregur enn athyglina að
samkeppninni á milli þeirra.
Vonandi hafa þeir báðir rétt
fyrir sér Þorsteinn Gíslason
og Guðjón B. Ólafsson, því að
fyrir báðum vakir að afla sem
mestra tekna.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983
29
Kanadískra sjóliða minnst
í Fossvogskirkjugarði
Skip þeirra fórst
við Viðey 1944
EFNT var til minningarathafnar í
Fossvogskirkjugarði að morgni síð-
astliðins sunnudags. Við athöfnina
lagði Commander Boucher, skip-
herra á kanadíska tundurspillinum
Skeena, blómsveig á leiði látinna
kanadískra sjóliða af tundurspilli
með sama nafni, sem fórst á sundinu
milli Viðeyjar og Engeyjar 25. októ-
ber 1944. Þá lagði Woodard, skip-
herra á breska tundurspillinum
Glasgow, blómsveig á minnisvarða
um látna hermenn frá brcsku sam-
veldislöndunum. Fór athöfnin fram í
tengslum við komu fastaflota Atl-
antshafsbandalagsins hingað til
lands, en báðir tundurspillarnir eru í
honum.
Brian D. Holt, fyrrum ræðis-
maður Breta á Islandi, sagði
blaðamanni Morgunblaðsins að
hann myndi það vel, þegar tund-
urspillirinn Skeena fórst í aftaka-
verði 25. október 1944. Skipið hefði
legið við akkeri en rekið undan
veðri og strandað. Sagðist hann
sjálfur hafa verið við störf á veg-
um breska hersins á Reykjavíkur-
flugvelli þegar neyðarkall barst
frá skipinu og hafi hann farið á
strandstað en ekki unnið að björg-
unarstörfum í hafrótinu, þar sem
fjölmargir íslendingar hefðu lagt
sig í lífsháska. Sagði Brian D. Holt
að í hópi björgunarmannanna
hefði til dæmis verið Bjarni Pálm-
arsson, bifreiðarstjóri, en hann ók
Woodard, skipherra á Glasgow, til
athafnarinnar á sunnudag. 14
Kanadamenn fórust þegar Skeena
strandaði og eru þeir allir jarð-
settir í Fossvogskirkjugarði.
Ársæll Jónasson, kafari, keypti
flakið af Skeena og var það dregið
inn á Elliðavog og síðan selt í
brotajárn. Margir Reykvíkingar
muna enn eftir því þegar Skeena
strandaði, sem gerðist við bæjar-
dyr þeirra. Á þessum tíma komu
dagblöðin ekki út vegna verkfalls
og því engar samtímafrásagnir að
finna í þeim, auk þess sem frá-
sögnum af skipsköðum af þessu
tagi var stillt í hóf vegna stríðs-
leyndar.
Við athöfnina á sunnudaginn
flutti séra Macintyre af Skeena
bæn. Commander Boucher á
Skeena las ritningarorð og Wood-
ard, skipherra á Glasgow, las
bresku flotabænina og auk þess
var flotasálmurinn lesinn. Við at-
höfnina var 24 manna heiðurs-
vörður af Skeena og skutu her-
mennirnir þrisvar sinnum úr riffl-
um sínum. Auk yfirmanna af
tundurspillunum tveimur tóku
Richard Thomas, sendiherra
Breta, sendiherrafrú Thomas, Jón
H. Bergs, aðalræðismaður Kan-
ada, og Brian D. Holt, fyrrum ræð-
ismaður Breta og fulltrúi þeirrar
nefndar á vegum samveldisland-
anna sem annast umsjón með her-
mannagrafreitum, þátt í minning-
arstundinni.
Minningarathöfn í FossvogskirkjugarAi á sunnndag. Boucher, skipherra á kanadíska tundurspillinum Skeena,
les ritningarorð, fyrir aftan hann eru Woodard, skipherra á Glasgow, Richard Thomas, sendiherra Breta, og
séra Macintyre, þar fyrir aftan standa skipverjar af Skeena og Glasgow með blómsveiga, Jón H. Bergs,
aðalræðismaður Kanada, og næstæðsti yfirmaður á Glasgow. Fyrir miðri mynd eru Patrik Holt, Brian D. Holt,
fyrrum ræðismaður Breta, og sendiherrafrú Thomas.
24 sjóliðar af Skeena stóðu heiðursvörð við atböfnina { Fossvogskirkjugarði við leiði fallinna hermanna úr
bresku samveldislöndunum og hleyptu þrisvar af rifflum sinum. (Ljósm. Rai)
■
Pétur Blöndal, framkv.stj. Lífeyrissjóðs verslunarmanna:
Hver bað um skerðingu
lánskjaravísitölunnar?
„Lífeyrissjóður verslunarmanna er sér
á báti með það, að hann notar ekki láns-
kjaravísitölu, heldur byggingarvísitölu,
við verðtryggingu lána sinna," sagði Pét-
ur Blöndal, framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, aðspurður um hina
nýju lánskjaravísitölu og umræðurnar um
hana.
„Lánin hjá okkur hækka því jafnóð-
um, og ný byggingarvísitala kemur, við
erum ekki 50 dögum á eftir, eins og þeir
sem nota lánskjaravísitöluna. Auk þess
vega laun mjög þungt í byggingarvísi-
tölunni og er hún því miklu nær laun-
um, en til dæmis framfærsluvísitalan,
og þar með lánskjaravísitalan, eins og
ég hef bent á oft áður. Sem dæmi má
nefna, að frá júlí til júlí hækkaði bygg-
ingarvísitalan um 82.1%, en lánskjara-
vísitalan um 85%. Frá ágúst til ágúst
hækkaði framfærsluvísitalan um 102%
og þá hafði lánskjaravísitalan hækkað
um 87.9%,“ sagði Pétur.
Það kom fram hjá Pétri að Lífeyr-
issjóður verslunarmanna hefði fyrstur
lífeyrissjóða lánað verðtryggt í febrúar
1979, en þá hafði umsókn um það legið
í 9 mánuði hjá Seðlabankanum. Þó
Seðlabankinn hafi síðan veitt aðrar
heimildir til verðtryggingar þá hefðu
þeir ekki breytt fyrirkomulaginu hjá
sér. Þá væru þeir einnig með 2% vexti
af lánum, meðan flestir aðrir lífeyris-
sjóðir væru með 3% vexti. Pétur sagði
að þar sem byggingarvísitalan væri svo
nálægt launum, þá væri ljóst að þeir
högnuðust þegar lífskjör færu batn-
andi, en töpuðu fremur annars. Það
væri og eðlilegra þar sem skuldbind-
ingar vegna lífeyris væru beint háðar
launum.
„Ég vil gjarnan koma því að, að það
er stundum eins og allt íslenska þjóð-
félagið samanstandi eingöngu af skuld-
urum í allri opinberri umræðu um þessi
mál. Það hefur enginn minnst á hina
hliðina, þar sem eru sparifjáreigendur.
sem alla vega varðandi bankalánin
standa undir lánveitingum til einstakl-
inga og hafa lifað milli vonar og ótta
undanfarna daga um hvað yrði um
sparifjármuni þeirra. Ef lánskjaravísi-
talan hefði verið skert eins og sumir
héldu á lofti, þá hefði það þýtt að spari-
skírteini ríkissjóðs, sem bundin eru
lánskjaravísitölu, væru algerlega verð-
laus. Menn skulu ekki búast við að það
sé mikið traust á verðtryggðum reikn-
ingum eða spariskírteinum eftir þetta,
því ólíklegt er annað en fólk eigi von á
þessu aftur.
Nú svo er það spurningin mikla, hver
hafi beðið um þessa skerðingu á láns-
kjaravísitölunni. Það kom fram ákveð-
ið hjá öllum frummælendum á fundi
áhugamanna um endurbætur í húsnæð-
ismálum í Sigtúni, að þeir vildu ekki að
lánskjaravísitalan yrði skert. Þeir
óskuðu þvert á móti eftir því að spari-
fjáreigendur yrðu látnir í friði," sagði
Pétur að lokum.
Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur hjá Kaupþingi hf.:
Breytingar ekki gerðar öðru-
yfsi en fullar bætur komi fyrir
„Hvað varðar húsnæðismálastjórnarlán
og mámslán, þá er ríkið eigandi allra
skuldabréfanna í þeim tilvikum og því
frjálst að gefa eftir verðbætur af þeim
bréfum ef því þóknast. í þeim tilvikum er
ríkið bara að slaka til við sína skuldara,"
sagði dr. Sigurður B. Stefánsson, hag-
fræðingur hjá Kaupþingi hf., aðspurður
um nýju lánskjaravísitöluna.
Sigurður sagði að það væri hins veg-
ar annað mál hvaða fyrirætlanir væru
um breytingar á útreikningi á láns-
kjaravísitölunni. Hér áður fyrr hefðu
liðið 50 dagar að meðaltali frá því að
verð voru mæld og þau komu fram í
gömlu lánskjaravísitöluna. Nú væru
uppi fyrirætlanir um að stytta þetta
niður í 30 daga. Það sem gerðist væri
að verðbætur í 20 daga kæmu ekki
fram. Þessi munur hefði verið mjög
mikill í tölunum núna 1. september og
því hefðu þeir ekki treyst sér til að fara
út í þessa breytingu nú. Það væri hins
vegar algert prinsípmál, hvort sem
þessi munur væri mikill eða lítill, að
þessar breytingar yrðu ekki gerðar
öðru vísi en að fullar bætur kæmu
fyrir.
Aðalsteinn Vestmann við eitt verka sinna.
„Manni getur alls-
staðar tekist vel
— en einnig illa“
segir Aðalsteinn Vestmann, sem opnað hef-
ur málverkasýningu í Gallery Lækjartorgi
ADAl.STEINN Vestmann myndlist-
armaður frá Akureyri hefur opnað
myndlistarsýningu í Gallerý Lækj-
artorgi í Reykjavík. Aðalsteinn sagði
í samtali við Mbl. að á sýningunni
væru 38 verk, aðallega vatnslita-
myndir; landslagsmyndir frá Akur-
eyri og úr Eyjafirði. Einnig væru þar
nokkur akriíverk en öll verkin væru
máluð á síðustu þremur árum.
Þessi sýning Aðalsteins er önn-
ur einkasýning hans, en hann hef-
ur tekið þátt í fjölda samsýninga
víðsvegar um landið. Hann stund-
aði nám í kennaradeild Myndlista-
og handíðaskóla Islands og út-
skrifaðist þaðan 1951 og hefur
starfað sem teiknikennari við
Barnaskóla Akureyrar sl. 20 ár.
Aðspurður um starfsskilyrði
myndlistarmanna á Akureyri
sagði Aðalsteinn að þau væru
ágæt og færu batnandi. „Manni
getur allsstaðar tekist vel en einn-
ig illa,“ sagði Aðalsteinn. „Aðstað-
an hefur breytst mikið á undan-
förnum árum, svo nálgast bylt-
ingu.“ Taldi Aðalsteinn að tilkoma
teikniskólans á Akureyri fyrir
fjórum árum hefði vegið þyngst í
þeirri þróun. En einnig hefðu
komið fram ungir mjög áhuga-
samir menn sem hefðu meðal ann-
ars opnað sýningarsali og hefði
það einnig haft mikið að segja.
Sýning Aðalsteins í Gallerí
Lækjartorgi er sölusýning og
stendur hún til 4. september
næstkomandi.
Norrænn byggíngardagur hófst í gær:
1.000 þátttakendur frá
öllum Norðurlöndunum
Samnorræna ráðstefnan um hús-
næðis- og byggingamál, Norrænn
byggingardagur, var sett í Háskóla-
bíói í gærmorgun. Þetta er í 15.
skipti sem Norrænn byggingardagur
er haldinn, og að þessu sinni sækja
um 1.000 manns ráðstefnuna frá öll-
um Norðurlöndunum. Ráðstefnan
var sett í Háskólabíói, en henni
haldið áfram að Kjarvalsstöðum.
Ráðstefnan stendur til miðvikudags,
og verða 14 erindi flutt um málefni
er varða byggingariðnaðinn og hús-
næðismarkaðinn. Tveir fyrirlesar-
anna eru frá íslandi, þeir Davíð
Oddsson, borgarstjóri, og Jónas
Haralz, bankastjóri, og fluttu þeir
erindi sín á Kjarvalsstöðum í gær.
Um 1.000 manns sækja húsnæð-
is- og byggingamálaráðstefnuna,
Norrænn byggingardagur, sem nú
stendur yfir. Þátttakendurnir
koma frá öllum Norðurlöndunum,
og er tala þátttakenda nokkuð
jöfn frá hverju landi, nema hvað
sænsku þáttakendurnir eru tölu-
vert fleiri en frá hinum Norður-
löndunum.
Við setningu ráðstefnunnar
flutti formaður Norræns bygg-
ingardags, Guðmundur Þór Páls-
son, arkitekt, ávarp, auk þess sem
fulltrúar hinna Norðurlandanna
Frá setningu ráðstefnunnar í Há-
skólabíói. Alexander Stefánsson,
félagsmálaráðherra, flytur opnun-
arræðu.
fluttu ávörp frá sínum heimalönd-
um. Opnunarræðu ráðstefnunnar
flutti Alexander Stefánsson, fé-
lagsmálaráðherra.
Af 14 fyrirlestrum sem erú á
dagskrá á ráðstefnunni, voru 8
fluttir í gær, þar af báðir íslensku
fyrirlestrarnir. Davíð Oddsson,
borgarstjóri, flutti erindi um kosti
og galla félagslegra bygginga og
þess að byggja á eigin vegum. Jón-
as Haralz, bankastjóri, flutti
fyrirlestur um samband verðbólgu
og byggingariðnaðarins með hlið-
sjón af íslenskum aðstæðum.
Eftir fyrirlestrana í gær var
þátttakendum boðið til kvöldverð-
ar í heimahúsum, en ráðstefnunni
verður haldið áfram í dag. Þá
verða 4 fyrirlestrar fluttir að
Kjarvalsstöðum fyrir hádegi og þá
snæddur hádegisverður á Hótel
Sögu. Eftir hádegi verða tveir
fyrirlestrar fluttir í Háskólabíói
og umræður fara fram, en um
kvöldið verður haldið hóf fyrir
þátttakendur.
Síðasta dag ráðstefnunnar verð-
ur farið í skoðunarferðir um
Reykjavík og nágrenni, en um
kvöldið sækja erlendu þátttakend-
urnir íslenska starfsbræður og
-systur heim.
Nýtt frystihús verð-
ur byggt upp á Rifi
— fáist til þess lánafyrirgreiðsla
STJÓRN Hraðfrystihúss Hell-
issands hf. hefur ákveðið að
byggja nýtt frystihús á hafnar-
bakkanum á Rifi í stað frysti-
húss félagsins á Hellissandi sem
brann fyrir skömmu. Hellis-
sandur og Rif eru í sama sveitar-
félaginu eins og kunnugt er,
Neshreppi utan Ennis. Afla til
gamla frystihússins var öllum
landað í Landshöfninni á Rifi og
ekið til Hellissands og mun sá
akstur sparast þegar nýja húsið
verður komið í gagnið. Skreiðar-
og saltfiskverkun fyrirtækisins
verður áfram á sama stað en þau
hús brunnu ekki. Að sögn for-
ráðamanna fyrirtækisins verður
nú hafist handa við að setja nýtt
þak á fiskmóttökuna þar, þannig
að hægt verði að hefja vinnu í
saltfiskverkuninni aftur.
Rögnvaldur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Hellissands hf., og ólafur Rögn-
valdsson, skrifstofustjóri félags-
ins, sögðu í samtali við Mbl. að
þessi ákvörðun stjórnarinnar
byggðist á því að fyrirgreiðsla fá-
ist úr þeim opinberu lánastofnun-
um sem slíkt eiga að fjármagna.
Sögðu þeir að vinna við að teikna
frystihúsið væri komin í fullan
gang svo og annar undirbúningur
en byggingin yrði síðan boðin út í
framhaldi af því. Kostnaðar- eða
framkvæmdaáætlanir lægju ekki
fyrir en reynt yrði að hraða
verkinu eins og kostur væri eftir
því sem fjármagn hrykki til, enda
LAUN, búvöruverð og fiskverð
hækkar ekki núna um mánaða-
mótin eins og venja hefur verði,
heldur þann 1. október næstkom-
andi og verða þá liðnir 4 mánuðir
frá síðustu hækkun. Þessi frestur
er samkvæmt ákvæðum í bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar
sem gefin voru út 27. maí sl., strax
cftir myndun núverandi ríkis-
stjórnar til að „draga úr verð-
bólgu, tryggja atvinnuöryggi og
treysta hag þjóðarbúsins út á við,
og vernda hag þeirra sem við lök-
ust kjör búa“ eins og markmið
gæti komið upp stórfellt atvinnu-
leysi í byggðarlaginu ef því yrði
ekki komið fljótt upp. Til umræðu
hefur komið að taka á leigu tvö
lítil frystihús sem fyrir eru í sveit-
arfélaginu en eru ónotuð og hefja
þar frystingu til bráðabirgða en
ekkert hefur verið ákveðið í því
efni, að sögn þeirra Rögnvaldar og
Ólafs.
laganna eru orðuð.
Samkvæmt lögunum hækka
launin um 4% 1. október svo og
fiskverðið en búvöruverðshækkun-
in hefur ekki verið reiknuð út en
með búvöruverðshækkuninni eiga
laun bænda að hækka um 4%. Þó
er heimilt að ákveða sumarverð á
kindakjöti og garðávöxtum og frá
15. september má gefa út bráða-
birgðaverð á kjöti og öðrum afurð-
um af nýslátruðu sauðfé. Laun,
fiskverð og búvöruverð sem þann-
ig verður ákvarðað 1. október,
gildir í 4 mánuði eða til 31. janúar
1984.
Laun, búvöru- og físk-
verð hækkar 1. október
Ferðamenn sem koma til landsins:
Upphæð tollfrjáls varnings hækkuð
UPPHÆÐ sú sem ferðamenn
mega hafa varning fyrir með sér til
landsins án greiðslu aðflutnings-
gjalda hefur verið hækkuð úr 2.400
krónum í 3.200 krónur. Af þessari
upphæð má þó ekki andvirði raat-
væla þar með talið sælgæti ekki
nema hærri fjárhæð en 800 krón-
um í stað 600 króna áður.
Farmenn og flugliðar mega
hafa fyrrgreindan varning fyrir
allt að 900 krónur í stað 600 áður
hafi þeir verið 20 daga eða
styttra erlendis. Ef ferðin er
lengri en 20 daga þá mega þeir
hafa varning fyrir 2.400 krónur í
stað 1.800 áður og ef ferðin er
lengri en 40 dagar þá fyrir 3.200
krónur í stað 2.400 áður.
Engar breytingar urðu á regl-
um sem gilda um magn þess
áfengis og tóbaks sem heimilt er
að hafa með sér til landsins.