Morgunblaðið - 07.09.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
15
„Rætinn glæpur sem
ekki má gleymast“
Wa.shinglon, 6. september. AP.
SÚ ÁKVÖRÐUN Ronald Reagans Bandaríkjaforseta að grípa ekki til við-
skiptalegra refsiaðgerða gegn Rússum fyrir að skjóta niður kóreönsku far-
þegaþotuna í síðustu viku, endurspeglar þá skoðun forsetans að efnahags-
þvinganir gegn Rússum valdi Bandaríkjamönnum jafnan meiri erfiðleikum
en Rússum.
1 ræðu, sem sjónvarpað var úr
forsetaskrifstofunni í Hvíta hús-
inu, greindi Reagan frá viðbrögð-
um stjórnar sinnar vegna árásar-
innar á kóreönsku þotuna, sem
hann kallaði „rætinn glæp er aldr-
ei mætti gleymast". Viðbrögðin
eru einkum fólgin í lendingar-
banni á sovézkar flugvélar á
bandarískum flugvöllum, og sagt
verður upp gagnkvæmum samn-
ingum þjóðanna um samstarf í
samgöngumálum.
Einnig var ákveðið að hætta
samningaviðræðum um opnun
sovézkrar ræðismannsskrifstofu í
New York, og um samstarf á sviði
menningarmála. Einnig var
ákveðið að hætta viðræðum við
Rússa um opnun bandarískrar
ræðismannsskrifstofu í Kænu-
garði.
Þá eru ýmsar aðrar aðgerðir í
athugun, að sögn forsetans, og
meðal þeirra er sá möguleiki að
auka útgjöld til hermála, efla
hernaðarsamvinnu við vinveitt
ríki, en heimildir herma, að ráða-
menn í Washington telji efna-
hagsþvinganir eða viðskiptalegar
refsiaðgerðir ekki duga til að
breyta hegðan Rússa. Reagan
sagði í ræðu sinni að þingmenn
ættu að hafa „þennan miskunnar-
lausa glæp“ hugfastan, þegar af-
staða yrði tekin til nýrra vopna,
sem forsetinn vill hefja fram-
leiðslu á.
Reagan spilaði segulbandsupp-
töku af samtölum rússnesku
orrustuflugmannanna er þeir
sögðust hafa grandað þotunni, og
lýsti glæp Rússa sem einstakri
villimennsku. Krafðist Reagan af-
sökunarbeiðni af hálfu Rússa á
„fjöldamorðinu á farþegum kóre-
önsku farþegaþotunnar" og að
þeir greiddu aðstandendum far-
þeganna sanngjarnar bætur.
„Það er ekkert sem réttlætir
þessa gjörð Sovétmanna. Hún
beinist ekki aðeins gegn okkur eða
Kóreumönnum, heldur gegn
heimsbyggðinni allri og því sið-
ferði sem einkenndi mannleg sam-
skipti annarra þjóða. Þetta var
villimannlegur verknaður af hálfu
þjóðfélags, þar sem manngildið og
réttur einstaklingsins er lítilsvirt-
ur og virðing fyrir mannslífum
engin," sagði Reagan m.a. í ræðu
sinni.
Viðbrögð við ræðu Reagans og
aðgerðum voru yfirleitt jákvæð,
en íhaldssamari þingmenn sögðu
forsetann þó hafa slegið of laust á
hendur Rússa. Robert Byrd leið-
togi minnihlutans í öldungadeild-
inni sagði forsetann hvassan í orði
en ekki í athöfnum. Kvaðst Byrd
hafa viljað sjá a.m.k. tímabundna
stöðvun kornsölu til Sovétríkj-
AP/Sfmamynd.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína í skrifstofu sinni í Hvíta
húsinu í fyrrakvöld. Reagan krafði Rússa til frásagna og að þeir bæðust
afsökunar á því, sem hann kvað aðeins hægt að kalla fjöldamorð.
anna. Aðrir tóku í sama streng, en
hins vegar ríkir almenn ánægja
með að viðræðum um fækkun
kjarnorkuvopna verði haldið
áfram eins og ekkert hafi í skorizt.
Sú skoðun er ríkjandi að Banda-
ríkjamenn geti einir sér áorkað
litlu í þá veru að takmarka ferðir
sovézkra flugvéla, en samstillt
átak margra ríkja gæti hins vegar
haft veruleg áhrif til hins verra
fyrir Rússa. Fagnaði Reagan í
ræðu sinni ákvörðun Kanada-
manna að banna lendingar sov-
ézkra flugvéla í Gander og
Montreal.
Óvíst hvort Shamir
tekst stjórnarmyndun
Tel Aviv, 6. september. AP.
YITZHAK Shamir, utanríkisráð-
herra fsraels, átti í vaxandi erfiðleik-
um með að koma saman nýrri stjórn
enda hefur einn þeirra flokka, sem
stóðu að stjórn Begins, nú tekið upp
viðræður við Verkamannaflokkinn.
Agudat-flokkurinn, sem hefur
fjóra þingmenn, hefur átt viðræð-
ur við fulltrúa Verkamanna-
flokksins um hugsanlega sam-
vinnu þeirra og einnig hafa tveir
aðrir smáflokkar, sem hafa níu
þingmenn saman, fallist á sams
konar viðræður, að því er talsmað-
ur Verkamannaflokksins sagði.
Ekki eru þó taldar miklar líkur á
samkomulagi Agudat og Verka-
mannaflokksins þar sem sá fyrr-
nefndi er öfgasinnaður hægri-
flokkur og á fátt sameiginlegt með
stefnu Verkamannaflokksins.
Sex ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar, þar af fjórir úr Likud-banda-
laginu, hafa líka átt viðræður við
Verkamannaflokkinn um stjórn á
breiðum grunni og kveðst Moshe
Arens, varnarmálaráðherra, vera
tilbúinn til að láta embætti sitt
eftir Verkamannaflokknum ef það
gæti orðið til að liðka fyrir stjórn-
armyndun.
Shamir
Þing bresku verkalýðsfélaganna:
Sovétríkin:
Hófsemi og samnings-
vilji einkenna þingið
Blackpool, 6. scptember. AP.
BRESKA verkalýðshreyfingin,
sem nú á undir högg að sækja sök-
um atvinnuleysis og ákveðinnar
stefnu stjórnvalda, samþykkti í
dag að taka upp viðræður við ríkis-
stjórn Margaret Thatchers en í
hálft annað ár hefur verkalýðs-
hreyfingin ekki viljað Ijá máls á
neinskonar samningum.
Það sem úrslitum réði um
samþykktina, er vaxandi
raunsæi innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og það, að verka-
lýðsforingjarnir verða að horf-
ast í augu við það hvort sem
þeim líkar betur eða verr, að
Ihaldsflokkurinn mun verða við
stjórnvölinn næstu fimm árin.
Samþykktin, sem gerð var með
miklum atkvæðamun, þykir líka
mikill sigur fyrir Thatcher og að
sama skapi ósigur fyrir þá
verkalýðsforingja, sem standa
lengst til vinstri.
Arthur Scargill, leiðtogi
námamanna og ákafur vinstri-
maður, fór hamförum í andstöðu
sinni við að upp væru teknar við-
ræður við stjórnvöld og hafði um
það mörg og stór orð. Terry
Duffy, leiðtogi rafvirkja-
sambandsins, sem hefur eina
milljón manna innan sinna vé-
banda, hafði hins vegar orð fyrir
þeim hófsamari.
„Sumir félaga okkar vilja lifa í
draumaheimi og trúa því að
nokkur skyndiverkföll geti lagt
stjórn íhaldsflokksins að velli,"
sagði Duffy. „Við verðum hins
vegar að lifa í raunveruleikanum
og taka upp viðræður við þá, sem
við er að semja."
Andstaða verkalýðsfélaganna
hingað til hefur stafað af lögum,
sem sett voru 1980 og ’82 og
takmarka völd þeirra og skylda
verkalýðsfélög, sem efna til sam-
úðarverkfalla, til að bæta það
tjón, sem af þeim hlýst. Einnig
hefur verið boðuð lagasetning,
sem segir, að ekki megi boða til
verkfalls nema almennir félags-
menn hafi samþykkt það. Síðast
en ekki síst stendur til að banna
verkalýðsfélögunum að styrkja
Verkamannaflokkinn eða aðra
flokka með félagsgjöldum að fé-
lagsmönnum forspurðum. Ef það
verður að lögum er Verka-
mannaflokkurinn gjaldþrota.
Bannað að
hafa síma
á ísskáp
— „af öryggisástæðum“
Moskvu, 6. september. AP.
í SOVÉTRÍKJUNUM er bannað að
setja símtæki ofan á ísskáp. Það eru
lagasmiðir kommúnistaflokksins, sem
hafa lögleidd þessi nýmæli, og hafa
þau valdið ekki lítilli furðu hjá mörg-
um manninum austur þar.
Til að forvitnast nánar um þetta
skrifaði maður nokkur í Moskvu
bréf til Kvöldfréttablaðsins þar í
borg og spurði hverju þetta sætti.
Blaðið svaraði engu til um ástæð-
urnar, sagði bara, að „af öryggis-
ástæðum" og samkvæmt „handbók
símnotenda" er bannað að setja
símtæki ofan á ísskáp". Moskvubú-
inn var sem sagt engu nær en sumir
hafa látið sér detta í hug, að erfitt
geti verið að hlera símtæki, sem
standa ofan á rússneskum ísskáp.
Stuttfréttir ...
Þúsundir
fugla deyja
Prag, 6. september. AP.
ÞÚSUNDIR farfugla á suður-
leið hafa drepist í Tékkósló-
vakíu að undanförnu vegna
mengaðs korns, að því er sagði
í dag í dagblaðinu Mlada
Fronta.
Að sögn blaðsins er kornið
eða fræin menguð af eitrinu
botalin, sem örverur fram-
leiða, en þeim hefur fjölgað
mjög í Suður-Móravíu þar
sem vatnsborð er óvenjulega ,
lágt vegna hitanna og þurrk-
anna í sumar. Sagði blaðið, að
sum vatnanna væru þakin
dauðum fugli.
Veröbólga vex
í Brasilíu
Rio de Janeiro, 6. september. AP.
VERÐBÓLGAN í Brasilíu var
10,1% í ágústmánuði og gerir
það 152,7% verðbólgu ef mið-
að er við eitt ár. Fyrstu átta
mánuðina á þessu ári var
verðbólgan 108,7%.
Brasilíumenn leituðu á náð-
ir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
desember sl. og báðu um 5,9
milljarða dollara lán til að
geta staðið í skilum með af-
borganir af þjóðarskuldinni,
sem nemur 90 milljörðum
dollara. Verðbólguvöxturinn
nú er talinn munu geta gert
þessa fyrirgreiðslu erfiðari.
Er Diana ólétt?
London, 6. september. AP.
BRESKU síðdegisblöðin velta
nú mjög vöngum yfir því
hvort verið geti að Diana
prinsessa sé ófrísk orðin í
annað sinn.
Ástæðan fyrir orðróminum
er sú, að Diana sneri skyndi-
lega heim úr sumarfríi í
Skotlandi og svo vildi til, að
hinn konunglegi kvensjúk-
dómalæknir, George Pinker,
kom úr sínu fríi á sama tíma.
Talsmaður Buckingham-
hallar vill að sjálfsögðu ekk-
ert segja en blaðamenn hafa
það fyrir satt, að Diana hafi
hringt í Pinker á einkastofu
hans skömmu áður en hún fór
í fríið. Telja þeir að þá hafi
hana verið farið að gruna, að
hún væri ekki kona einsömul.
Viðræður í
Genf á ný
Genf, 6. sej>tember. AP.
FULLTRUAR Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna hófu að nýju við-
ræður í dag um uppsetningu
stýri- og Pershing-eldflauga í
Evrópu eftir tveggja mánaða
hlé, þótt horfur á samkomulagi
virðist hafa dvínað eftir árásina
á Kóreuþotuna.
Utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna, Andrei Gromyko,
kom í dag til Madrid, þar sem
talið er að hann ræði við
George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, á
fimmtudaginn. Það verður
fyrsti fundur landanna síðan
Rússar grönduðu kóresku far-
þegaþotunni. Gromyko mun
sitja fund utanríkisráðherra
Evrópu er mun samþykkja
lokayfirlýsingu öryggismála-
ráðstefnu Evrópu og ávarpar
setningarfundinn á morgun.
Aðalsamningamennirnir í
Genf, Paul H. Nitze og Yuli
Kvitsinsky, heilsuðust með
virktum, en vildu ekkert láta
hafa eftir sér. Viðræður
þeirra eru hinar síðustu áður
en eldflaugunum verður kom-
ið fyrir í desember. Báðir aðil-
ar segjast vongóðir þrátt fyrir
árásina á Kóreuþotuna og
hörð viðbrögð Rússa við til-
kynningu Ronald Reagans
forseta um takmarkaðar
refsiaðgerðir.