Morgunblaðið - 07.09.1983, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
22
Aðalfundur Stéttarsambands bænda fyrir utan Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði þar sem fundurinn var haldinn.
Morgunbladid/HBj.
Kjaramálaályktun aðalfundarins:
Fyllsta réttlætis verði gætt í
niöurjöfnun byröa þjóðfélagsins
AÐALFUNDI Stéttarsambands
bænda 1983 lauk aðfaranótt sunnu-
dags í Reykjaskóla í Hrútafirði.
Mikill fjöldi ályktana var samþykkt-
ur á fundinum, meðal annars kjara-
málaályktun sem samþykkt var í
fyrsta skipti á þessum aðalfundi
Stéttarsambandsins. Þá var kosin
stjórn Stéttarsambands bænda fyrir
næstu tvö ár og var öll fráfarandi
stjórn endurkosin.
Stjórnina skipa: Gísli Andréss-
on Hálsi, Magnús Sigurðsson Gils-
bakka, Guðmundur Ingi Krist-
jánsson Kirkjubóli, Þórarinn Þor-
valdsson Þóroddsstöðum, Ingi
Tryggvason Kárhóli, Þorsteinn
Geirsson Reyðará og Böðvar Páls-
son Búrfelli. f kjaramálaályktun
aðalfundarins segir að lækkun
verðbólgu styrki hag bændastétt-
arinnar þar sem' sú óðaverðbólga
sem ríkt hafi hér á landi á undan-
förnum árum hafi leitt til marg-
víslegrar röskunar á efnahagsaf-
komu þjóðarinnar og meðal ann-
ars leitt til þess að þær meðaltekj-
ur sem bændum eru áætlaðar hafi
ekki náðst. Hins vegar er bent á að
lenging á verðtímabili sem ákveð-
in hafi verið skerði mjög hag
bænda umfram viðmiðunarstétt-
irnar þar sem hækkun rekstrar-
vara kemur seinna inn í verðlagið
en annars hefði verið.
Sagt er að bændur hafi ekki
skorast undan að taka á sig kjara-
skerðingu til jafns við aðrar stétt-
ir en lögð er áhersla á að fyllsta
jafnréttis sé sætt í niðurjöfnun
þeirra byrða sem þjóðfélagið þurfi
nú að taka á sig vegna minnkandi
þjóðartekna og um stundarsakir
vegna aðgerða til lækkunar verð-
bólgu. Fundurinn minnir á þá
kjaraskerðingu sem orðið hafi á
tekjum bænda vegna samdráttar í
framleiðslu sauðfjár- og naut-
gripaafurða.
Taldi fundurinn að áfram beri
að stjórna framleiðslu hefðbund-
inna búvara og taka upp fram-
leiðslustjórnun í ýmsum öðrum
búgreinum. Þá er lögð áhersla á
eftirfarandi atriði: útflutnings-
bótaréttur verði óbreyttur; sam-
ráð verði haft við Stéttarsam-
bandið um niðurgreiðslur; rekstr-
ar- og afurðalán til landbúnaðar-
ins verði stóraukin; nýjar búgrein-
ar verði studdar sérstaklega; láns-
tími fjárfestingarlána verði lengd-
ur verulega, lán til kaupa á jörð-
um verði hækkuð og Stofnlána-
deild gert kleift að sinna fjár-
magnsþörf nýrra búgreina,
vinnslustöðva og að lána til kaupa
á fjölbreyttari tækjabúnaði í land-
búnaði en nú er; jarðræktarfram-
lög verði greidd jafnskjótt og út-
tekt framkvæmda hefur farið
fram; þeim bændum sem búa við
lakasta fjárhagsstöðu verði gert
mögulegt að breyta skammtíma-
lán um í langtímalán með viðráð-
anlegum kjörum; staðið verði að
fullu við skuldbindingar ríkis-
valdsins um fjármagn til Stofn-
lánadeildar, Framleiðnisjóðs og til
forfallaþjónustu landbúnaðarins
og bændur aðstoðaðir við að koma
á almennri afleysingaþjónustu
vegna töku orlofs.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
stjórnar var Ingi Tryggvason
endurkjörinn formaður Stéttar-
sambands bænda og Magnús Sig-
urðsson endurkjörinn varafor-
maður.
Bændur hvattir til að draga
ekki úr mjólkurframleiðslunni
Erfið staða vinnslubúanna hindrar hækkun útborgunarverðs
Tillaga garðyrkjubænda
hlaut ekki stuðning
SKIPULAG mjólkurframleiðslunnar
var eitt aðalmálið á fundinum og það
mál sem mestar umræður voru um,
bæði í almennu umræðunum á
fimmtudag, eins og sagt var frá hér í
blaðinu á sunnudag, og við afgreiðslu
tillagna á laugardag.
Að lokum var samþykkt mála-
miðlunartillaga eftir að miklar um-
ræður höfðu orðið um fyrri tillögu
framleiðslunenfndar og á henni
gerðar breytingar. Þar eru bændur
hvattir til að draga ekki úr mjólk-
urframleiðslu eins og á stendur
vegna hættu á að mjólkurskortur
verði á komandi vetri. Þó verði
áfram beitt kvótakerfi ásamt inn-
heimtu kjarnfóðurgjalds til fram-
leiðslustjórnunar en útborgun á
mjólk verði hækkuð svo sem kostur
er og reynt verði að hækka endur-
greiðslu á kjarnfóðurgjaldi út á
innvegna lítra mjólkur eins fljótt
og hægt er.
Hluti framleiðslunefndar fundar-
ins, fulltrúar af Suður- og Vestur-
landi, lögðu fram sérstaka bókun
þar sem þeir töldu ástæðulaust og
raunar óheimilt að beita verðskerð-
ingu samkvæmt búmarki við upp-
gjör búgreina þegar framleiðsla
þeirra væri við hæfi hins innlenda
markaðar. Aðrir töldu ástæðulaust
að vera að gefa fyrirheit um að fella
niður kvótakerfið, ljóst væri að
mikið væri um ónotaða kvóta á
þessu svæði og væri nær að fullnýta
þá því fyrirheit um að verðskerð-
ingu yrði ekki beitt gæti leitt til nýs
offramleiðsluvandamáls þegar frá
liði.
Út frá óskum sem fram komu um
hækkun á útborgunarhlutfalli
mjólkur í allt að 100% spunnust
umræður um getu mjólkursamlag-
anna til að greiða hærra útborgun-
arhlutfall en nú er. Kom fram að
mjólkursamlögin utan 1. verð-
lagssvæðis svo sem er kallað, það er
utan Suður- og Vesturlands, eru
alls ekki í stakk búin til að greiða
meira fyrir mjólkina. Ástæða þess
er talin vera sú að þau mjólkurbú
eru aðallega vinnslubú, það er þau
vinna mjólkina í osta, smjör og þess
háttar sem þau fá tiltölulega minna
fyrir og seinna, en mjólkurbúin
sunnanlands og vestan sitja að að-
alneyslumjólkurmarkaðnum sem
talinn er gefa meira í aðra hönd.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson einn
skeleggasti fulltrúi norðanmanna
sagði að þetta hefði leitt til þess að
einstaka mjólkursamlög hefðu
freistast til að fara út í framleiðslu
sem gæfi meira af sér þegar til
styttri tíma væri litið en væri
óhagstætt til Iengri tíma og nefndi
Húsavíkurjógúrtina sem dæmi í
þessu sambandi. Stórverslanir á
Reykjavíkursvæðinu sáu sér síðan
leik á borði að brjóta niður verð-
lags- og sölukerfi bænda og tækju
þátt í leiknum eins og hann orðaði
það. Vildi hann að verðlagningu
yrði háttað þannig að þessi að-
stöðumunur lagaðist og þá mvndi
þetta ágreiningsmál úr sögunni. Við
þessar umræður kom einnig fram
að endar hefðu ekki náð saman hjá
mjólkursamlögunum norðanlands á
síðasta ári og það sem af er þessu
ári hefði enn sígið á ógæfuhliðina.
Jafnframt kom fram að Verðmiðl-
unarsjóður, sem notaður hefur ver-
ið til að jafna þennan aðstöðumun
mjólkurbúanna, er tómur og hefur
safnað skuldum og getur hann því
ekki staðið undir hærra útborgun-
arhlutfalli, en úr honum hafa verið
greiddar 37,5 milljónir til vinnslu-
búanna á þessu ári.
Þá nefndi Jóhannes Geir upp-
setningu þurrkara til framleiðslu á
úðadufti úr undanrennu á Selfossi
sem dæmi um vitlaust skipulag
mjóikurvinnslunnar. Þetta tæki
hefði þurft að komast upp á Akur-
eyri þar sem undanrenna félli til en
það væri ekki á dagskrá því kostn-
aður við slíka framkvæmd væri 50
til 100 milljónir og það væri það
síðasta sem Eyfirðingar færu að
gera nú að auka yfirbyggingu
mjólkuriðnaðarins auk þess sem
þurrkarinn á Selfossi annaði þurrk-
un fyrir allt landið. Ályktunin var
eins og áður segir samþykkt sam-
hljóða eftir að gerðar höfðu verið
breytingar á henni. Þrátt fyrir
þessa niðurstöðu verður skipulag
mjólkurframleiðslunnar áreiðan-
lega áfram í brennidepli en vilji
virðist vera fyrir hendi hjá bænd-
um til að leysa þau mál í bróðerni
eins og einn aðalfundarfulltrúanna
orðaði það.
Eins og sagt var frá hér í blaðinu
síðastliðinn föstudag lagði stjórn
Sambands garðyrkjubænda fyrir
fundinn samþykkt sína um breytta
uppbyggingu Stéttarsambands
bænda þannig að það myndi heildar-
samtök hinna einstöku búgreina-
sambanda. Þannig mun uppbygging-
in vera í flestum nágrannalöndun-
um. Á síðastliðnu ári var formönn-
um sérbúgreinafélaganna boðið til
stéttarsambandsfundarins sem gest-
um, það er án þátttöku í umræðum,
og tillögu- og atkvæðisréttar, svo var
einnig nú.
Samþykkt Sambands garð-
yrkjubænda var vísað til laga-
nefndar fundarins, en nefndin
taldi ekki ástæðu til að taka þetta
mál upp og leggja þessa breytingu
til við fundinn. Framsögumaður
Iaganefndar sagði þó að viðstaddir
formenn sérbúgreinafélaganna
hefðu verið boðaðir á fund nefnd-
arinnar til að ræða þetta mál. Þar
hefðu komið fram hugmyndir um
að fulltrúar þessara félaga fengju
málfrelsi á aðalfundum stéttar-
sambandsins og að við boðaða
endurskoðun Framleiðsluráðslag-
anna yrði þeim heimilt að skipa
sameiginlega einn mann í Fram-
leiðsluráð. Sagði framsögumað-
urinn að þetta mál þyrfti að eiga
sér lengri aðdraganda og það
þyrfti að kynna betur áður en það
yrði borið upp á aðalfundi.