Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 24

Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 Ólafur Bjömsson prófessor: Kaupgjald, kaupmátt- ur launa og lífekjör í framhaldi af fyrri greinum og á grundvelli þeirra skoðana, sem þar voru settar fram um orsaka- samhengi þeirra þátta efnahags- málanna, sem hér er fjallað um, skal nú að lokum vikið að þeim vandamálum, sem við er að etja í okkar þjóðfélagi í dag. Aðalatriðið verður, eins og áður, að gera grein fyrir því, hvernig hægt sé að átta sig á þeim, en minna verður farið út í það að ræða hugsanlega lausn vandamálanna. Meginógnvaldur- inn í okkar efnahagsmálum er auðvitað verðbólgan, einkum þó sú stökkbreyting, er við blasti í vor að hún myndi taka upp á við, ef ekkert yrði að gert. Þjóðhags- stofnun áætlaði í maí að verðbólg- an stefndi í 145% á ársgrundvelli, ef ekkert væri að gert. Mér er að vísu ókunnugt um forsendur þess- ara útreikninga, en þessi tala hef- ir ekki verið gagnrýnd svo ég viti til. Öllum hlýtur að vera ljóst, að slík stökkbreyting verðbólgunnar upp á við hefði valdið stórvandr- æðum. Ríkið hefði að vísu getað leyst sín greiðsluvandræði með því að yfirdraga reikning sinn í Seðla- bankanum og þótt slíkt sé vissu- lega subbuskapur í fjármálum, þá er þó hægt að halda öllu gangandi þannig a.m.k. um skeið. Bæjar- og sveitarfélögin eiga hins vegar enga slíka úrkosti, ef verðbólgan kollvarpar fjárhagsáætlunum þeirra. Þar sem gera má ráð fyrir því, að þau reyni í lengstu lög að greiða starfsmönnum sínum um- samið kaup, er ekki um annað að ræða fyrir þau en stöðva að mestu eða öllu leyti framkvæmdir sínar. Þarf ekki nánari skýringa við, hver áhrif slíkt hefði á atvinnu- ástandið. Gera má og ráð fyrir því, að fjöldi einkafyrirtækja mundi lenda í slíkum örðugleikum með útvegun nægilegs lánsfjár, að hjá þeim yrði einnig mikill samdrátt- ur. Það ætti einnig að vera aug- ljóst, að slík aukning á hraða verð- bólgunnar myndi leiða til þess, að jafnvel þótt samningar um vísi- tölubætur væru í fullu gildi, væru bæturnar orðnar að minna en engu Iöngu áður en verðbótabilið væri liðið, þannig að af „tafatap- inu“ leiddi, að kaupmáttur launa færi ört rýrnandi, þrátt fyrir „fullar bætur" á pappírnum. að þessu atriði verður nánar vikið hér á eftir. Veigamikil rök, sem varla verða hrakin, má þannig færa fyrir því, að ráðstafanir þær, sem gerðar voru með bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar muni valda öllum þorra fólks minni kjaraskerðingu og vandræðum, heldur en orðið hefði, ef ekkert hefði verið aðhafst. Ekki er það samt mín skoðun, að af þessu beri að draga þá ályktun að allir skynsamir menn hljóti að lofa rík- isstjórnina fyrir aðgerðir sínar í stað þess að fordæma þær. Málið er vitanlega ekki svo einfalt, að þjóðin hafi aðeins átt tvo valkosti, annars vegar að fleygja sér í gin óstöðvandi verðbólgu og hins veg- •ar að gera nákvæmlega það, sem í bráðabirgðalögunum fólst. Hins vegar veikir það óhjákvæmilega málflutning þeirra er bráða- birgðalögunum eru andvígir, að hljóta annars vegar að viðurkenna nauðsyn ráðstafana til þess að forða yfirvofandi háska, en ýja hins vegar ekki að því, hvaða ráðstafanir aðrar hefðu verið til- tækar, sem leitt hefðu til viðun- andi árangurs en kostað minni fórnir. Kostar stöðvun verðbólgunnar fórnir og hversvegna? Eins og öllum mun ljóst, og vik- ið hefir verið að áður, eru megin- vandamálin í íslenzkum efna- hagsmálum tvö, verðbólgan og hallinn á utanríkisviðskiptum. Vissulega er þetta tvennt ekki óháð hvað öðru. Ef verðið á er- lendum gjaldeyri fylgir ekki inn- lendum verðhækkunum, leitast al- menningur við að bæta hag sinn með því að kaupa heldur erlent en innlent, þar sem slíks er kostur. Samt tel ég það geta verið til glöggvunar, vilji menn átta sig á eðli þessara mála, að hugsa sér þetta aðgreint, þannig að geng- isskráning hefði jafnan fylgt inn- lendri verðlagsþróun, svo að verð- bólgan hefði ekki leitt tii halla á viðskiptajöfnuði. Vissulega má gera ráð fyrir því, að slíkt hefði magnað verðbólguna, en þá hefði verið við hana eina að glíma. Nú virðist í fljótu bragði, að þar sem hér er fyrst og fremst um breyt- ingu að ræða á mælikvarða þeim, sem lagður er á raunverðmætin, ætti slíkt ekki að þurfa að hafa í för með sér neina rýrnun lífs- kjara, er á heildina er litið. Hafi slíkt af tæknilegum ástæðum óhagstæð áhrif um stundarsakir á kjör sumra aðila, ætti að mega bæta þeim það með tekjutilfærslu frá öðrum sem högnuðust á ráð- stöfunum, þar sem raunverulegar þjóðartekjur breyttust ekki. Þegar verðbólga er komin á hátt stig, þannig að verðlag hækkar nokkurn veginn jafnóðum og kaupgjald hækkar og allir helztu þættir verðlagsins, svo sem gengi, vextir og álagning laga sig mjög fljótt að öðrum verðhækkunum, verður hægt að leysa vandann að talsverðu leyti með útstyttingu eins og Ragnar Arnalds, fyrrv. fjármálaráðherra, komst einkar vel að orði í kosningabaráttunni í vor. Því miður hefir mér ekki tek- izt að ná tali af Ragnari sjálfum áður en grein þessi fór í prentun, þannig að ég get ekki ábyrgzt, að minn skilningur á merkingu orðs- ins útstytting sé nákvæmlega sú sama og hans, en það breytir engu um það að hér er vel að orði kom- izt, þannig að við sem lengi höfum glímt við það að skýra verðbólgu- vandann fyrir nemendum á skóla- bekk, megum öfunda hann af. Með útstyttingu á ég hér við það, að kauphækkanir og verðhækkanir af völdum þeirra sem eiga sér stað samtímis, séu „styttar út“. Ef slík- ar vörur eru rétt metnar í vísi- tölugrundvellinum, ætti slíkt að vera „skipti á jöfnu" fyrir laun- þegana í heild, þó að það geti haft áhrif til hins betra eða verra á hag einstaklinga, eftir því hvað þeir nota af vöru þeirri, sem um er að ræða. Útstytting getur þó aldrei leyst hér allan vanda, og er megin- ástæðan sú, að gera má'ráð fyrir því, að alltaf sé svo og svo mikið „í pípunum" eins og það er kallað á stofnanamáli. Hér er átt við það að svo og svo mikið af fyrirtækj- um, bæði opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum, hefir ekki fengið að hækka verð vöru sinnar og þjónustu til samræmis við fyrri kauphækkanir eða aðrar kostnað- arhækkanir. Ef stöðva á áfram- haldandi víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, verður einhvern veg- inn að eyða því sem er í pípunum, annað hvort þannig að fyrirtækin séu látin bera þær kostnaðar- hækkanir, sem um er að ræða, eða þá ef hækkanirnar eru leyfðar, að láta slíkt koma fram í skerðingu Ólafur Björnsson prófessor Lokagrein kaupmáttar. Auðvitað má líka fara hér millileið. Ef ströng verð- lagsákvæði hafa lengi verið í gildi, eins og hér á landi, og opinber fyrirtæki búið við skarðan hlut til þess að halda almennu verðlagi þannig í skefjum, má búast við því, að obbinn af kostnaðinum við eyðingu þess sem er „í pípunum" lendi á launþegum, ef ekki á að verða óæskilegur samdráttur eða skerðing opinberrar þjónustu- starfsemi. í raun skiptir hin svokallaða skipting byrðanna milli hinna ein- stöku þjóðfélagshópa ekki því höf- uðmáli sem oft er haldið fram á vettvangi stjórnmála. Starfsstétt- ir þjóðfélagsins eru ekki þannig aðgreindar fjárhagslega, að hægt sé að leggja byrðar á eina þeirra án þess að snerti hinar að nokkru. Rýrnun kaupmáttar launa leiðir auðvitað til minni sölu hjá fyrir- tækjunum og hækkaðra tekna og hagnaðar hjá þeim. Á sama hátt leiðir þrengri hagur fyrirtækja til þess að eftirspurn eftir vinnuafli minnkar. Ég hygg, að ef verðbólg- an væri eini vandinn, sem við væri að etja í okkar efnahagsmálum, þá hafi hún á sl. vori verið komin á það stig, að öllum, og ekki sízt launþegum, hafi verið það ljóst að jafnvel frá þröngu hagsmunasjón- armiði þeirra hlaut það að borga sig að taka á sig þær skammvinnu fórnir sem það hefði kostað að eyða því sem var „í pípunum". Ef tími og svigrúm hefði verið til við- ræðna, hefði því mátt ná a.m.k. þegjandi samkomulagi um það, að ráðstöfunum er leiddi til viðun- andi árangurs yrði unað. En hér hefir ekki öll sagan verið sögð. Eyöing viðskiptahall- ans út á við megin- orsök kjaraskerðingar Eins og allir vita, var eyðing viðskiptahallans við útlönd annað þeirra meginmarkmiða sem að var stefnt með ráðstöfunum þeim í efnahagsmálum, sem gerðar voru í lok maí sl. Hin síðari ár hefir verið venja að meta stöðuna gagnvart útlönd- um þannig, að erlendar skuldir eru settar í hlutfall við verðmæti þjóðarframleiðslu. Samkvæmt spám er gert ráð fyrir því, að í lok þessa árs nemi erlendar skuldir 60% af þjóðarframleiðslu. Erfitt er þó að mínum dómi að finna við- miðun er skorið geti úr um það, hve hátt þetta hlutfall megi vera til þess að slíkt samrýmist heil- brigðum þjóðarbúskap. Ef miðað er við fyrri tíma, þá höfum við vissulega „séð hann svartan" fyrr. Elztu tölur, sem ég hef séð um þetta efni, eru úr áliti skipulags- nefndar atvinnumála (Rauðku) frá 1934. Þá voru erlendar skuldir taldar nema 94 millj. kr., en þjóð- artekjur 98 millj. kr. Gera má ráð fyrir því, að skuldirnar hafi að því leyti verið vanmetnar, að hin ströngu innflutningshöft, sem þá var beitt, bentu eindregið til ofmats íslenzku krónunnar. Lík- lega hafa þjóðartekjur, sem þá voru metnar með mjög ófullkomn- um aðferðum, einnig verið van- metnar, en eftir því sem næst verður komizt, námu erlendar skuldir þá álíka fjárhæð og þjóð- arframleiðslan. Ef skuldasöfnun sú, sem átt hef- ir sér stað síðustu tvö árin, stafaði eingöngu af lántökum vegna fjár- festinga er liklegar eru til að auka tekjur af útflutningi eða spara gjaldeyri, væri ekkert við hana að athuga. En stafi hún hins vegar af auknum innflutningi neyzluvöru vegna rangrar gengisskráningar, þá ætti að vera auðsætt, að á þann hátt verður kaupmætti launa og annarra tekna ekki haldið uppi nema mjög skamma hríð. Þá verð- ur óhjákvæmilegt að rýra kaup- mátt peningatekna gagnvart er- lendum gjaldeyri nægilega mikið til þess að ná hallalausum við- skiptajöfnuði. Arið 1982 var talið að halli á viðskiptajöfnuði næmi 10% af þjóðarframleiðslu. Ef talið væri, að í grófum dráttum þurfi raun- gildi ráðstöfunartekna að minnka um 10% til þess að ná því marki, þarf, miðað við þær aðstæður sem hér eru nú, að skerða kaupmátt launa enn meira, því að beinir skattar sem nema munu um 30% af tekjum einstaklinga án tillits til skatta, hafa engan veginn fylgt verðbólgunni, bæði vegna ívilnana samkvæmt bráðabirgðalögunum og þess, að skattar eru innheimtir eftir á. Með tilliti til þess mikla geng- issigs og gengislækkana sem átt höfðu sér stað frá áramótum fram til setningar bráðabirgðalaganna, virðist ríkisstjórnin mjög hafa haft vaðið fyrir neðan sig með þeirri miklu gengislækkun sem ákveðin var jafnhliða lögunum. Það verður auðvitað mati háð, hve stórt átak sé fært að gera á skömmum tíma til leiðréttingar viðskiptajöfnuðinum og minn dómur um það er ekki merkari en hvers annars. Aðalatriðið er hér, að það er gengisfellingin jafnhliða skerðingu vísitölubótanna, sem er meginorsök þeirrar skerðingar kaupmáttar launa, sem átt hefir sér stað. Um mat á því, hve mikil kjaraskerðing sé, verður rætt hér á eftir, þó að veruleg tilhneiging hafi verið hjá mörgum þeim, sem tjáð sig hafa um þetta efni í fjöl- miðlum, að ofmeta skerðinguma, þá fer ekki milli mála, að hún er veruleg. Ef hægt væri hins vegar, eins og boðað var nýlega af hálfu ríkis- stjórnarinnar, að halda því gengi sem nú er út næsta ár, þá væri slíkur árangur kaupandi allháu verði af hálfu launþega, því að það myndi draga mjög úr tafatapinu, sem haft hefir í för með sér ómælda rýrnun kaupmáttar launa miðað við það verðbólgustig sem hér hefir ríkt sl. tvö ár og raunar lengra aftur í tímann. Við skulum vera svo bjartsýn að vona að það takist. Hvað er kjaraskerð- ingin mikil? Þótt svo virðist, sem margir telji sig hafa svar á reiðum hönd- um við þessari spurningu, ef marka má það sem ritað hefur verið og sagt um þessi efni, þá er spurningunni ekki auðsvarað. Því veldur hið síbreytilega verðlag, sem gerir það að verkum að hægt er að rökstyðja nærri því hvaða staðhæfingar sem er, aðeins með því að velja mismunandi tímabil til samanburðar. Þetta finnst mér sambærilegt við þann vanda, sem veðurfræðingar myndu lenda í við að útskýra veðurkort fyrir al- menningi og jafnvel sjálfum sér, ef mælieiningarnar, sem þeir einkum nota, svo sem Celsíusstig og millibör, breyttust frá degi til dags. Þótt því sé, eins og ég hefi áður sagt, mjög áfátt að grein sé gerð fyrir því hvernig tölur þær séu fundnar, sem birtar hafa verið um þetta efni, þá virðist það vera mjög algeng skekkja, að lagðar eru saman þær skerðingar kaup- máttar launa sem átt hafa sér stað yfir lengra tímabil og útkom- an úr því dæmi svo talin gefa til kynna þá heildarskerðingu sem orðin er. Tökum dæmi: Fyrir ári setti rík- isstjórn sú sem þá var við völd bráðabirgðalög um það að skerða m.a. vísitölubætur þær, er greið- ast skyldu á laun 1. des. sl. um helming eða nær 8%. Þann 1. júní sl. voru vísitölubætur skertar um 12—14%. Ef við nú gerðum ráð fyrir 10% skerðingu 1. sept. og öðru eins 1. des., þá væri þetta samanlagt 40%. Hefir sú tala ver- ið nefnd af sumum forsvarsmönn- um launþegasamtaka, en ekki skal ég um það segja hvort hún er fundin á þennan hátt. Ef við nú bætum við þetta 13 vísitöluskerð- ingum sem andstæðingar fyrrver- andi ríkisstjórnar stundum héldu fram að orðið hefðu í hennar tíð (ekki ábyrgist ég þó áreiðanleik þeirrar tölu) að ógleymdri skerð- ingunni vorið 1978 sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar ákvað, þá ættu raunlaun fyrir áramót að vera orðin aðeins 30—40% af því sem var 1978 og í dag 40—50%. Annar hver maður ætti þá að vera orðinn atvinnulaus í dag, og þjóð- arframleiðslan aðeins helmingur af því sem hún er og annað eftir því. Svo slæmt er ástandið þó þrátt fyrir allt ekki, svo að maðk- ur hlýtur að vera í mysunni hvað útreikninga af þessu tagi snertir. En hver er hann? Víkjum aftur að vísitöluskerð- ingunni 1. des. sl. Ef laun hefðu nú hækkað um 8% umfram það sem var, þá hefði kaupmáttur launa vissulega orðið meiri í jólamánuð- inum en var, þótt hluti af þessum 8% hefði farið forgörðum strax vegna hækkunar búvöruverðs o.fl. Sala í jólabókum hefði þá t.d. tvímælalaust orðið meiri. En brátt hefði komið til sögunnar meiri hækkun fiskverðs, meiri gengis- lækkun og aðrar verðhækkanir, þannig að í dag væru þessi 8% fyrir löngu runnin út í sandinn, þannig að kjörin nú eru nákvæm- lega þau sömu með eða án þessar- ar skerðingar. Frá sjónarhóli dagsins í dag má því gefa ríkis- stjórn þeirri er að skerðingunni stóð syndakvittun og það sama á í enn ríkara mæli við um eldri skerðingar. Jafnvel vísitöluskerð- ingin 1. júní sl. mun lítil eða engin áhrif hafa á kaupmátt launa nú í byrjun sept. Ef greiddar hefðu verið 22% vísitölubætur 1. júní, þá hefðu vafalaust fleiri farið í sól- arlandaferðir, meira selst af bíl- um og myndböndum o.s.frv. En þá hefði orðið enn meiri gengisfelling en varð, búvara og annað hækkað meira o.s.frv., þannig að kaup- máttur launa nú væri sennilega ekki meiri fyrir utan það að at- vinnuástand væri verra, m.a. vegna óhjákvæmilegs samdráttar á framkvæmdum bæjar- og sveit- arfélaga þegar metnar eru syndir hinna ýmsu ríkisstjórna í vísitölu- málum, sem vissulega eru orðnar margar og stórar í tímanna rás, er því hægt að beita sömu reglu og mér skilst að gildi í refsilöggjöf okkar gagnvart síbrotamönnum, að þeim er aðeins refsað fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.