Morgunblaðið - 07.09.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.09.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 25 Aðalfundur sýslunefndar Barðastrandarsýslu: Óánægja með til- raunir til að liða sýslufélagið í sundur Mióhúsum A-Bardastrandarsýslu, 5. september. AÐALFUNDUR sýslunefndar A-Barðastrandarsýslu var hald- inn á hótel Bjarkarlundi, dagana 30. og 31. ágúst síðastliðinn. Stærsti útgjaldaliðurinn á þessu ári er krónur 50 þúsund til dvalarheimilisins á Reykhólum. Fyrir utan hin hefðbundnu aðalfundarstörf var aðallega rætt um byggðarþróun í sýslunni og sérstaklega höfðu menn áhyggjur út af Gufudalssveit, en þar fækkar íbúum ár frá ári og jarðir fara í eyði. stærsta glæpinn, sem þeir hafa drýgt, en öllum hinum sleppt. Svipuðu máli gegnir með vísitölu- skerðingarnar, þar er það síðasti glæpurinn, sem jafnan er sá stærsti á tímum örrar verðbólgu, sem áhrif hefir á kaupmáttinn í dag, en fyrri skerðingar hafa ekki lengur nein áhrif. Við komum hér aftur að því, er ég nefndi í síðustu grein, að í mikilli verðbólgu verða aimennar kauphækkanir, hvort sem um er að ræða vísitölubætur eða grunnkaupshækkun í raun að- eins bráðabirgðalán frá vinnuveit- endum sem innheimt eru svo með stöðugt styttri gjaldfresti með hærra vöruverði sem launþegar greiða sem neytendur. En öll myndum við rísa upp á afturfæt- urna, ef skattayfirvöld færu að telja okkur til tekna skammtíma- lán, sem við kunnum að hafa tek- ið. (Sú athugasemd kann að koma fram við meðferð talna hér að ofan, að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra grunnkaupshækkana, sem átt hafi sér stað síðan 1978. En bæði hafa þær verið mjög hóf- legar og það sem meira máli skipt- ir, þá eru ekki líkur á því, að þær hafi haft nein áhrif á kaupmátt launa í svo mikilli verðbólgu, held- ur aðeins verðbólgustigið.) Annað atriði, sem er mikilvægt, en mikill vandi að meta, þegar gera á grein fyrir breytingum á kaupmætti launa, er tafatapið. Með þessu er átt við þá skerðingu kaupmáttar sem leiðir af því, að kauphækkanir koma á eftir verð- hækkunum. Hér á landi hefir tímabilið milli greiðslu vísitölu- bóta um langt skeið verið 3 mán- uðir. Þetta tafatap fer ávallt mjög vaxandi með aukinni verðbólgu. Sem dæmi mætti hér taka þróun verðlags og kaupgjalds á siðasta vísitölutímabili fyrir setningu bráðabirgðalaganna í maílok. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um nálægt 23% frá 1. febrúar til 1. maí, en gera má ráð fyrir því, að einhverjar verðhækk- anir hafi orðið í maí, segjum 4—5%. Hinar óbættu verðhækk- anir eru þá í allt orðnar 27—28%, sem nálgast hæstu tölur, sem nefndar hafa verið sem kaupmátt- arskerðing af völdum bráða- birgðalaganna. Að vísu hækkaði kaup um nálægt 15% 1. marz, en það voru bætur fyrir verðlags- hækkanir fyrir 1. febrúar. Von er nú, að ýmsir launþegar spyrji sem svo: Gerum nú ráð fyrir því, að 15% kauphækkunum sé tafarlítið velt yfir í verðlagið og aðrir liðir framleiðslukostnaðar en kaup- gjaldið látnir hækka í sama hlut- falli og það. En hvers vegna hefir ekki nægt að taka alla kaup- hækkunina af launþegum heldur svo og svo mikið umfram hana? Ég hygg, að svarið við þessari spurningu sé einkum tvíþætt. í fyrsta lagi getur sú aðferð sem höfð er við vísitöluútreikninginn að breyta einstökum liðum henn- ar, svo sem húsaleigu aðeins einu sinni á ári. Getur það leitt til ofmats eða vanmats heildar- hækkunar verðlags milli ársfjórð- unga. En önnur og miklu alvar- legri ástæða til verðhækkana um- fram kostnaðarhækkanir kemur hér einnig til þegar verðbólgu- hraðinn er orðinn mikill. Hætta er nefnilega á því, að þegar allar spár, sem frá stjórnvöldum koma, hníga að stórhækkun peninga- tekna og verðlags í nánustu fram- tíð, þá freistist seljendur vöru og þjónustu til þess að taka „forskot á sæluna" með því að sæta færi til þess að hækka verð sitt meira en hækkun kostnaðar nemur. Ýmsir munu nú segja, að það sé hlutverk verðlagseftirlits að koma í veg fyrir slíkt. En hvað sem almennt má segja um gagnsemi verðlags- ákvæða, þá hygg ég að þeir, sem til framkvæmdar þeirra mála þekkja, séu sammála um það, að þegar allt verðlag er farið að breytast frá degi til dags og fara þarf að hafa stöðugt eftirlit með hverju einasta fyrirtæki og jafn- vel hverjum einstaklingi, þá verð- ur verðlagseftirlit lítils megnugt. Svo að lokum sé aftur vikið að spurningu þeirri, sem hér hefur verið notuð sem undirfyrirsögn, þá hefi ég ekki tiltæka neina tölu er sé hið rétta svar við spurning- unni um það, hver sé skerðing kaupmáttar launa frá áramótum, 1. júní eða hverjum öðrum tíma sem valinn er. Ég vil aðeins benda á það, að samanburður milli dag- setningar, sem valdar eru af handahófi, hljóta oftast að vera marklitlar. Betra er þá auðvitað að miða við ársgrundvöll. Ef ekki verða miklar sveiflur í lengd vinnutíma, eru ráðstöfunartekjur betri mælikvarði á afkomu fólks en kaupmáttur launa, því að þær fyrrgreindu taka tillit til beinna skatta, sem eru verulegur liður i útgjöldum flestra launþega a.m.k. Órækasti mælikvarðinn á breyt- ingar á lífskjörum ætti þó að vera einkaneyzlan á mann yfir árið. Um breytingar á henni, t.d. frá síðastliðnu ári, munu þó aðeins nú liggja fyrir lauslegar spár. Hvernig má tryggja skynsamlega kjarasamninga? Eitt umdeildasta atriðið á bráðabirgðalögunum hefir eðli- lega verið framlenging kjara- samninga til 1. febrúar. Vissulega er hér um aðgerð að ræða, sem vekja má furðu að því leyti, að yfirlýst stefna þeirra flokka, er að ríkisstjórninni standa, er sú, að um kaup og kjör beri að semja á frjálsum vinnumarkaði, eins og það gjarnan er orðað. (Að vísu er það nú öfugmæli frá hagfræðilegu sjónarmiði að tala um vinnumark- aðinn sem „frjálsan markað", en sleppum því að ræða það nánar.) Um þetta hefir í rauninni ekki verið stjórnmálalegur ágreiningur hér á landi, að því ég bezt veit. En hvers vegna hefir þótt nauðsyn- legt að grípa til slíks óyndisúrræð- is? Það er vegna þess, að aðilum vinnumarkaðarins hefir ekki verið treyst til þess að gera ábyrga kjarasamninga og stjórnarflokk- arnir (fremur en stjórnarandstað- an) hafa ekki haft tiltæk úrræði til þess að skapa væntanlegum samningum þá umgerð, að þeir stefndu ekki bæði hagsmunum samningsaðila og þjóðarheildar í óefni. Því miður er óttinn við slíkt ekki tilefnislaus, sbr. síðustu grein mína, þar sem nánar var um samningsgerð aðila vinnumarkað- arins fjallað. Hitt skal ekki reynt að afsaka, að þótt íslenzku stjórnmálaflokk- arnir séu sammála um það, að kaup og kjör eigi að ákvarðast með samningum milli aðila vinnu- markaðarins, þá hafa þeir ekki til- tæk úrræði til þess að tryggja starfhæfan vinnumarkað. Því fyrr, því betra að þessi vandi sé leystur, þannig að ekkert sé lengur því til fyrirstöðu að kjaraaukning geti hafist. Aðeins aðilar vinnu- markaðarins hafa þá þekkingu til að bera, sem nauðsynleg er til þess t.d. að ákveða skynsamleg launa- hlutföll, þó að ekki sé þar með sagt að fyllsta réttlæti ríki í þessu efni nú. En hvers konar vandi er hér á höndum og hvernig er hægt að leysa hann? Menn geta deilt um það, hvort efnahagskerfið eigi að byggja á kapítalisma, sósialisma eða ein- hverju þar á milli. Hitt geta menn tæpast deilt um, að skilyrði þess, að efnahagskerfið sé starfhæft, hlýtur að vera það, að völd og ábyrgð fylgist að, þannig að þeir, sem falið er að taka mikilvægar ákvarðanir, beri á þeim ábyrgð, en ekki einhverjir aðrir. Það er í þessu efni sem íslenzkum vinnu- markaði hefir verið áfátt, þannig að gerðir hafa þar verið samning- ar sem stefna í óðaverðbólgu, ef eitthvað bjátar á, t.d. í utanríkis- verzluninni. Gerðir eru samningar um kaupgjald, sjálfvirkar launa- bætur o.s.fv., en ábyrgðin á því, að slíkir samningar tryggi t.d. næga og stöðuga atvinnu og leiði ekki til verðbólgu, er svo talin hvíla á rík- inu, en ekki þeim sem samningana gera. Hér er vald og ábyrgð skilið að. Ekki verður reynt að gera því skil hér, hvaða leiðir koma til greina til úrbóta. Þær eru margar og það er stjórnmálmannanna að velja milli þeirra. Hér skal aðeins minnast á tvær leiðir. Önnur er sú, að reyna að endur- reisa hið stöðuga verðlag með við- eigandi stefnumörkun í peninga- málum. Samningar snerust þá um það hvernig skipta bæri auknum framleiðsluafköstum milli vinnu- veitanda og launþega. Af stöðugu verðlagi leiddi, að kauphækkanir og aukinn kaupmáttur launa færi saman, en færu kauphækkanir fram úr því, sem sæmilega rekin fyrirtæki gætu borið án þess að draga saman seglin, yrði atvinnu- leysi sem launþegar myndu ekki telja sér í hag. Að lokum skal minnzt á tillögu um lausn þessa vandamáls, sem ég flutti fyrir u.þ.b. 15 árum, er ég átti sæti á Alþingi. Hún var þess efnis, að láta það fyrirkomulag, sem ýmsir launþeg- ar nú þegar búa við, nefnilega að setja sjálfir sína launataxta og láta svo markaðinn ráða því, hve mikil vinna er í boði, ná til vinnu- markaðarins í heild. Sem dæmi má hér nefna leigubílstjóra. Sam- tök þeirra ákveða taxtana, en þótt hér muni yfirleitt ekki vera um hátekjumenn að ræða, veit ég ekki til þess, að þeir hafi farið fram á það, að rfkið eða einhver annar aðili tryggði þeim næga vinnu. Ég gerði að vísu ráð fyrir því, að samningar færu fram eins og áð- ur. En ef þeir tækjust ekki þá auglýstu verkalýðsfélögin sína taxta. Hins vegar réðu vinnuveit- endur því eins og áður, hve marga þeir réðu fyrir hið auglýsta kaup. Ríkið bæri ekki lengur ábyrgð á atvinnustiginu fremur en var í gamla daga. Ekki skal dregin fjöður yfir það, að tillaga mín fékk engar undir- tektir í mínum þingflokki, þó að mér væri ekki bannað að flytja hana. Minnir mig, að aðalrökin gegn henni væru þau, að með allri virðingu fyrir verkalýðshreyfing- unni þá hefði hún þegar svo mikið vald að ekki væri rétt að auka það. Þetta má til sanns vegar færa, en samfara hinu aukna valdi er nú lögð á hana stóraukin ábyrgð, þar sem það nú er hún, en ekki ríkið, sem ber ábyrgð á því hve mikla atvinnu er um að ræða. Opinberir starfsmenn höfðu á þessum tíma ekki verkfallsrétt, svo að ég hug- leiddi ekki sérstaklega þeirra launamál. Ég tel það samt engan óleysanlegan vanda að finna lausn, er geri þá hvorki betur eða verr setta en aðra launþega. Ef ekki finnst tiltæk lausn, er hægt að halda aðstöðu þeirri óbreyttri frá því sem er. Ég er enn þeirrar skoðunar, að þetta gæti komið til greina, ef um allt annað þrotnar. Mér er kunnugt um það að svipað- ar tillögur hafa t.d. verið ræddar í Danmörku. Samþykkt var að sýslunefnd gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að jarðir sem byggilegar eru, komist aftur í byggð og íbúarnir fái öruggari símaþjónustu, en sveitarsím- inn þar er mjög lélegur og bil- anir tíðar og oft símasam- bandslaust þegar verst gegnir. Einnig var rætt um betri vetr- arsamgöngur. Áhugi sýslu- nefndar var fyrir því að halda þeirri skipan í sveitarstjórn- armálum sem nú er og auka sem kostur er samstarf á milli sveitarstjórna og hafa góða samvinnu við næstu lögsagn- arumdæmi. Rök sem færð voru fyrir þessari skoðun eru að með því móti komi fleira fólk nálægt sveitarstjórnar- málum og væri það betur und- irbúið að takast á við vanda dreifbýlisins, en reynslan frá þeirri kjördæmaskipan, sem nú er, hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir fámenn byggðar- lög en eins og kunnugt er fer það eftir stærð byggðarlaga hvaðan þingmenn koma. Um sérhvern hrepp sýslunn- ar var rætt og lýst áhyggjum yfir ásælni þeirra, sem sterkari þykjast vera og vilja liða sýslufélagið í sundur og kom Flateyjarhreppur í A- Barðastrandarsýslu inn í þá mynd. Sá sefjunaráróður hef- ur verið rekinn að vegna sér- stöðu sinnar eigi hann ekki heima innan sýslufélags okkar. Trúlega breytist sér- staða hans ekki, þó hann yrði sameinaður öðru sveitarfélagi í öðru lögsagnarumdæmi. Mjög margir hér eiga ættir sínar að rekja til Flateyjar- hrepps og á síðari árum er aukin samvinna milli hans og hinna hreppanna og má þar til nefna að Þörungavinnslan á Reykhólum kaupir þangað af Eyjabændum. Á meðan íbúar Flateyjarhrepps óska ekki eft- ir að slíta tengsl við hina hreppa sýslunnar virðist það illkynjaður áróður að segja okkur að þeir eigi enga sam- stöðu með okkur. 1 sambandi við allar umræður sem farið hafa fram um að liða sýsluna í sundur í stað þess að treysta og auka þar byggð upplýstist að oddvita sýslunefndar, Stef- áni Skarphéðinssyni, hefur ekki verið boðin þátttaka í þeim umræðum og lýstu sýslunefndarmenn óánægju sinni með þessa óskynsamlegu tilhögun. Sýslunefnd lýsti stuðningi sínum við að endur- reisa Reykhólalæknishérað og möguleikar yrðu athugaðir á því að fjölga atvinnutæki- færum og bent var á að kanna alla möguleika á vinnslu öðu- skeljar. Um Geirdalshrepp kom það fram að allt þyrfti að gera til þess að sláturhúsinu þar yrði ekki lokað og starfsemin flutt í annað hérað. Þetta er fyrsti fundur er Stefán Skarphéð- insson sýslumaður stjórnar og væntum við mikils af okkar nýja sýslumanni og bjóðum hann velkominn til starfa. Um leið skal Jóhannesi Árnasyni sýslumanni í Stykkishólmi þökkuð störf hans hér. Undanfarna daga hefur staóið yfir námskeið á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavfkur fyrir væntanlega kennara sex ára barna í Reykjavík. Nú hefur skólatími þeirra verið lengdur um eina klukkustund á viku á nemanda, sem þýðir að skólatími sex ára barna verður á bilinu 17—20 kennslustundir á viku og er það breytilegt eftir nemendafjölda á hverjum stað. Á námskeiðinu fyrir kennara 6 ára deildanna er fjallað um markmið og leiðir í forskólakennslu, námsum- hverfi og starfshætti, mynd- og handmenntir, tónmennt, málörvun, þroskaleiki, varnaðarstarf, lestrarkennslu í sveigjanlegu tómstundastarfi, stærðfræði yngri barna og samþættingu námsgreina. t lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að kennarar skipuleggi starfið til áramóta, en fyrirhugað er að halda framhaldsnámskeið eftir áramótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.