Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
27
Elín Björnsdóttir
— Minningarorð
Fædd 10. aprfl 1894
Dáin 30. ágúst 1983
Elín frænka er dáin, svo svip-
lega og óvænt. Árafjöldi eða eili-
kröm áttu þar engan hlut að held-
ur umferð á grárri götu höfuð-
borgarinnar. Hún hrifsar sínar
fórnir hvort sem höggið hittir
ungan eða aldinn.
Elín fæddist á Narfastöðum í
Skagafirði 10. apríl 1894. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Björn
Gunnlaugsson bóndi og smiður
Gunnlaugssonar Björnssonar
prests að Hvammi í Laxárdal, og
Halldóra Magnúsdóttir, Gunn-
laugssonar bónda á Enni í Viðvík-
ursveit.
Elín ólst upp ásamt systkinum
sínum á heimili foreldra sinna. Á
uppvaxtarárum hennar varð ungt
fólk að vinna fyrir framfærslu
sinni strax og það hafði mátt til og
stundum fyrr. Þetta varð einnig
hlutskipti Elínar. Hún var í
kaupavinnu á ýmsum bæjum og
einnig starfsstúlka á Hólaskóla.
Hún var greind stúlka og hafði
hug á að kontast til náms í hjúkr-
unarfræðum en átti í því efni ekki
annarra kosta völ en að ráðast
starfstúlka við sjúkrahúsið á
Sauðárkróki hjá Jónasi Krist-
jánssyni lækni. Þar voru störf
hennar svo vel virt að hún var að
þeirri vist lokinni ráðin bæjar-
hjúkrunarkona á Akureyri. Þá
kynntist hún Páli Þóroddssyni
stýrimanni frá Sjávarbakka í
Eyjafirði. Þau felldu hugi saman
og gengu í hjónaband. Ekki löngu
seinna bauðst henni að sigla til
Kaupmannahafnar og læra hjúkr-
un en nú fannst henni skyldurnar
binda sig og fór hvergi. Líklega
hefur hún þó alla ævi síðan litið til
þess með nokkurri eftirsjá.
Árið 1927 fæðist þeim hjónum
dóttirin Hallgerður, sem ber nafn
föðurmóður sinnar. Nú virtist
bjart framundan, en fyrr en varði
dró ský á heiðan himin. Páll veikt-
ist og náði sér aldrei fyllilega eftir
þann sjúkleika — lá margar þung-
ar legur á næstu árum.
Árið 1930 fluttust þau til
Reykjavíkur en þá fóru í hönd erf-
iðir tímar — kreppuár — atvinnu-
leysi og fátækt settu mark á mörg
alþýðuheimili. Elín fékk þó fljót-
lega vinnu við verslun og starfaði
síðan á þeim vettvangi fram til
sjötíu ára aldurs. Hún var vörpu-
leg kona og vel gerð bæði í sjón og
raun, dugmikil og trú við hvert
verk sem henni var ætlað að inna
af höndum. Páll, maður hennar,
varð starfsmaður hjá Skipaútgerð
ríkisins og vann þar við afgreiðslu
meðan þrek hans entist. Hann
stóð framarlega í verkalýðsmálum
og var lengi stjórnarmaður í
Verkamannafélaginu Dagsbrún.
Þau hjón börðust bæði fyrir bætt-
um hag verkafólks — þeirra sem
oft bera hita og þunga af fram-
færslu þjóðarbúsins en hljóta
minna af arði uppskerunnar. Þessi
barátta var þeirra hjartans mál
og af heilindum unnin. Öll störf
Elínar einkenndust af hlýhug og
alúð sem henni voru eðlislægar
eigindir. Þótt vinnudagurinn væri
langur og oft drjúgt til dagsauka
sótt, þegar syrti í álinn sökum
sjúkleika Páls, virtist hún alltaf
hafa tóm til að fórna áhugamálum
sínum nokkrum tíma og eins taka
vel á móti fjölmörgum gestum
sem áttu erindi á heimili þeirra
hjóna. Hjá þeim var aldrei auður í
garði en húsmóðirin var hagsýn og
kunni vel með að fara og miðla þó
ekki væri af miklu að taka. Við
frændfólkið, sem allir aðrir, nut-
um þess að blanda geði við Elínu
og Pál. Þar biðu okkar ávallt „vin-
ir í varpa".
Páll andaðist 20. maí 1978 og
hafði þá verið mjög sjúkur síðustu
fimm árin. í þeirri raun naut hann
líknarhanda Elínar sem verið
hafði hans trúfastur förunautur
og létt honum hálfrar aldar ævi-
göngu.
Þótt árin færðust yfir Elínu og
hún væri ekki lengur í hópi þeirra
sem þjóðfélagið metur starfsgilda
var henni i engu brugðið sem móð-
ur og ömmu. Hún vakti yfir vel-
ferð barna sinna allt til hinstu
stundar. Hvert verk sem hún vann
var vel og fallega gert. Oft var
henni trúað fyrir gildum sjóðum
veraldlegra verðmæta, til þess
trúnaðar hafði hún dyggilega unn-
ið og brást í engu. Höfundur til-
verunnar hafði líka gefið henni
gildan sjóð góðvildar og hjarta-
hlýju. Þann sjóð ávaxtaði hún
samferðamönnum sínum til góðs.
Skömmu eftir að Elín missti
mann sinn kom yngri Páll, dótt-
ursonur hennar, heim frá námi.
Hann settist að með ungu konuna
sína, Sólveigu, og barn þeirra
heima hjá ömmu sinni. Það sam-
býli veitti skjól æsku þeirra og elli
hennar.
Elín hélt fullum andlegum styrk
til hinsta dags. Hún hafði trútt
minni og var fróðlegt að heyra
Kristján Guðmunds-
son — Minningarorð
Fæddur 14. nóvember 1954.
Dáinn 27. ágúst 1983.
Þegar góður vinur hverfur á
braut, koma upp í huga mér þær
stundir sem við áttum saman í
glaðværum vinahópi, þegar þær
stundir gáfu mér mikla gleði.
1 þessum hópi var Krissi ávallt
vinsæll vegna glaðværðar sinnar
og sterkrar kímnigáfu, sem alltaf
kom okkur í gott skap. Svo ég tali
ekki um hagmælsku hans sem
hann notaði óspart til að tjá til-
finningar sínar til okkar. Því að
tilfinninganæmur og rómantískur
var hann mjög. Kristján var
traustur vinur og traustari vin var
ekki hægt að finna.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég nú Kristján Guðmunds-
son, vin minn. Ég vil biðja góðan
Guð að styrkja eiginkonu Krist-
jáns, foreldra hans, systkini og
aðra ættingja.
Kallið er komið, komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er aö sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem).
Blessuð sé minning góðs drengs.
Kristín
hana rifja upp og segja frá bar-
áttu fyrri tíma þegar hún sjálf
stóð í eldlínunni. Augun leiftruðu
og raddhitinn óx.
Hún var nýkomin að norðan
þegar lífsþráðurinn brast. Þar
hafði hún verið á æskuslóðum hjá
ættingjum og vinum. Ennþá kunni
hún að njóta glaðra stunda.
Dóttirin Hallgerður stundaði
nám í Verslunarskóla Íslands og
giftist Halldóri Stefánssyni loft-
skeytamanni. Þau eiga fjögur
börn. Þau eru: Páll, jarðeðlisfræð-
ingur, Ásta, fatahönnuður, Elín,
hjúkrunarfræðingur, og ólöf,
nemi.
Ljóst er að Elín hefur séð æsku-
drauminn rætast á menntabraut
afkomenda sinna.
Nú eru leiðarlok — Elín frænka
er horfin af sviðinu. Hún skilur
eftir margar ljúfar og kærar
minningar. Við systurnar frá Mið-
sitju í Skagafirði fórum ungar að
heiman til náms og starfa. Þá lá
leiðin suður til Reykjavíkur. Dval-
arstaðurinn var heimili Páls og
Elínar. Ég, sem sendi þessa fá-
tæklegu kveðju, var þar síðust á
ferð. Mér var skipað á bekk með
fjölskyldunni og fannst kannske
stundum að ég væri önnur dóttir
hennar og Elín önnur amma
barna minna.
Þessi vinnusama góða kona hef-
ur skipt um starfsvettvang. Hvar
sem anda hennar er búinn staður
mun bjart yfir.
Þar sem góðir menn ganga eru
guðs vegir.
Hafi Elín frænka hjartans
þökk.
Elsku Gerða, Halldór og börn,
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Helga Þorkelsdóttir
I sxcn ofcV 3' aoövfi' lare* 67 er'tð o n
AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF
Réttir í haust
NÚ LÍÐUR að réttum og hér á eftir er sveitum Íandsins: birtur listi yfir helstu fjárréttir í
Auðkúluréttir í Svínadal, A-Hún. föstud. 16. og laugard. 17. sept.
Arnarhólsréttir í Helgafellssv., Snæf. þriðjudagur 20. sept.
Brekkuréttir í Norðurárdal, Mýr. mánudagur 12. <«
Fellsendaréttir í Miðdölum, Dal. mánudagur 19. M
Fljótstunguréttir í Hvítársíðu, Mýr. mánudagur 12. <<
Fossréttir í Hörgslandshr., V-Skaft. Fossvallaréttir v/Lækjarbotna, sunnudagur 11. M
(Rvík/Kóp.) sunnudagur 18. M
Gjábakkaréttir í Þingvallasv., Arn. mánudagur 20. M
Grímsstaðaréttir, Álftaneshr., Mýr. fimmtudagur 15. M
Hafravatnsréttir í Mosfellssveit, Kjós mánudagur 19. “
Hítardalsréttir í Hraunhr., Mýr. miðvikudagur 14. <<
Hraunsréttir í Aðaldal, S-Þing. miðvikudagur 7. M
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, Árn. fimmtudagur 15. *< w
Hrútatunguréttir í Hrútafirði, V-Hún. laugardagur 10. M
Húsmúlaréttir v/Kolviðarhól, Árn. mánudagur 19. <<
Kaldárréttir við Hafnarfjörð Kaldárbakkaréttir í sunnudagur 18.
Kolbeinsst.,hr., Hnapp. mánudagur 19. <<
Kirkjufellsréttir í Haukadal, Dal. sunnudagur 18. <<
Kjósarréttir í Kjósarsýslu þriðjudagur 20. M
Klausturhólaréttir í Grímsnesi, Árn. miðvikudagur 21. M
Kollafjarðarréttir í Kjalarneshr., Kjós. þriðjudagur 20. <<
Langholtsréttir í Miklaholtshr., Snæf. miðvikudagur 21. M
Laufskálaréttir í Hjaltadal, Skag. sunnudagur 11. M
Laugarvatnsréttir í Laugardal, Árn. þriðjudagur
Midfjarðarréttir í Miðfirði, V-Hún. sunnudagur
Mýrdalsréttir í Kolbeinsst.hr., Hnapp. þriðjudagur
Mælifellsréttir í Lýtingsstaðahr., Skag. sunnudagur
Nesjavallaréttir í Grafningi, Árn. mánudagur
Oddsstaðaréttir í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudagur
Rauðsgilsréttir í Hálsasveit, Borg, fostudagur
Reyðarvatnsréttir, Rangárvallahr., Rang. laugardagur
Reynistaðaréttir í Staðarhr.; Skag. mánudagur
Selflatarréttir í Grafningi, Arn. miðvikudagur
Selvogsréttir i Selvogi, Arn. miðvikudagur
Silfrastaðaréttir í Akrahr., Skag. mánudagur
Skaftártunguréttir í
Skaftártungu, V-Skaft. miðvikudagur
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahr., Árn. fimmtudagur
Skarðaréttir f Skarðshr., Skag. sunnudagur
Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn. fóstudagur
Skrapatunguréttir í Vindhælishr., A-Hún. sunnudagur
Stafnsréttir í Svartárdal, A-Hún. fimmtudagur
Svarthamarsréttir á Hvalfjarðarstr., Borg.miðvikudagur
Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr.
Tungurétt í Svarfaöardal, Eyjaf.
Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn.
Undirfellsréttir í Vatnsdal, A-Hún.
V at nslcysust randarrétt ir,
VatnsLstr., Gull.
Víðidalstunguréttir í Víðidal, V-Hún.
Þingvallaréttir í Þingvallasveit, Árn.
Þórkötlustaðaréttir v//Grindavík
Þverárréttir í Eyjahr., Hnappad.
Þverárréttir í Þverárhlíð, Mýr.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn.
Ölkelduréttir í Staðarsveit, Snæf.
Stóðréttir
Auðkúluréttir í Svínadal, A-Hún.
Undirfellsréttir í Vatnsdal, A-Hún.
Víðidalstunguréttir í Víðidal, V-Hún.
Skarðaréttir í Skaröshr., Skag.
Reynistaðaréttir í Staðarhr., Skag.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.
Miðfjarðarréttir, Miðfirði, V-Hún.
Silfrastaðaréttir, Akrahr., Skag.
miðvikudagur 14. “
sunnudagur 11. “
miðvikudagur 14. “
föstud. 16. og laugard. 17. sept,
miðvikudagur21. sept.
fiistud. 16. og laugard. 17. sept.
mánudagur 19. sept.
mánudagur 19. “
mánudagur 19. “
þriðjud. 13. og miðv.d. 14. sept.
fimmtudagur 22. sept.
fimmtudagur 22. “
sunnudagur 25.
sunnudagur 25.
sunnudagur 25.
sunnudagur 18.
sunnudagur 18.
laugardagur 24.
mánudagur 12.
sunnudagur 18.
Vörubretti - Utboð
Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir tilboöum í smíöi eöa kaup á
10.000 tilbúnum vörubrettum af stæröinni 100x120 cm til notkunar
í hilluvæddum vörugeymslum félagsins.
Útboösgögn eru afhent í tæknideild félagsins, Pósthússtræti 2, sími
27100.
Tilboðum ber aö skila á sama staö fyrir föstudaginn 16. sept. 1983.
Eimskip