Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 32

Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 32
^^^skriftar- síminn er 830 33 ^/^skriftar- síminn er 830 33 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 MorgunblaðiS/SImamynd Joop Fenstra, The Telegraaf. Táp og fjör og frískir menn • Þeir eru brosmildir íslensku atvinnumennirnir í knattspyrnu hér á myndinni sem tekin var á æfingu í Groningen í Hollandi í gær. Jóhannes Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson voru ekki komnir í hópinn, en frá vinstri eru: Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Pétur Ormslev. Þeir félagar halda svo á Pétri Péturssyni á milli sín. Bráðabirgðalög um fbúðarlán: Stimpilgjöld felld niður Vestmannaeyjar: Áfengisvarnarnefnd sagði af sér störfum Vestmannaeyjum, 6. september. UM SÍÐUSTU helgi sögðu allir nefndarmenn í áfengisvarnarnefnd Vest- mannaeyja af sér störfum. Nefndin er skipuð átta mönnum, sjö kjörnum af bæjarstjórn og formanni, tilnefndum af ráðherra. Ástæða afsagnar nefnd- armanna er sögð sú, að bæjarstjórn tók ekki til greina það álit nefndarinnar að ekki ætti að lengja opnunartíma veitingahússins Skansins, en bæjarstjórn hafði á sérstökum aukafundi fyrir nokkru samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 að breyta vínveitingaleyfi Skansins, þannig að húsið mætti hafa vínveitingar öll kvöld. Áður mátti húsið aðeins hafa vínveitingar á föstudags- og laugar- dagskvöidum. Afengisvarnarnefnd skoraði á nefndarmenn að endurskoða þessa bæjarstjórn að endurskoða fyrri ákvörðun sína, en ekki er vitað samþykkt og takmarka vínveit- hver viðbrögð verða við þeirri ingaleyfi eins og áður, en þegar beiðni. Ákveði nefndarmenn að bæjarstjórn féllst ekki á þessa standa við ákvörðun sína og hætta áskorun nefndarinnar, ákváðu all- störfum, verður að kjósa nýja ir nefndarmenn að segja af sér áfengisvarnarnefnd á næsta bæj- störfum. Bæjarráð skoraði á arstjórnarfundi. hkj. FJÁRMÁLARÁÐHERRA gaf í gær út bráðabirgðalög um niðurfellingu eða endurgreiðslur stimpilgjalda af skuldbreytingalánum húsbyggjenda og íbúðarkaupenda, sem lánastofn- anir kunna að veita í samræmi við samkomulag þeirra við ríkisstjórn- ina. Húsnæðismál voru til umfjöll- unar á ríkisstjórnarfundi i gærmorg- Allir í heyskapinn MorRunblaöiö/Friðþjófur. Krakandi þurrkur var á Suðurlandi í gær og allir sem vettlingi gátu valdið voru komnir til starfa við heyskapinn. Þar á meðal voru þessar ungu stúlkur að bænum Útey við Laugarvatn í Árnessýslu sem Friðþjófur Helgason, Ijósmyndari Mbl., myndaði við heyskapinn. Á nokkrum bæjum voru sjáflboðaliðar á vegum Rauða kross íslands að aðstoða bændur við heyskapinn og á öðrum bæjum fréttum við um að fyrrverandi vinnumenn hefðu brugðið sér í sveitina og endurnýjað gömul kynni við baggana og dráttarvélarnar. Sjá „Sjálfboðaliðar í heyskap" bls. 17. Ekið á 11 ára stúlku: • • Okumaður kannaði skemmdir á bílnum — en ók svo á brott EKIÐ var á 11 ára gamla stúlku í Ásbúð í Garðabæ um klukkan 21.40 á mánudagskvöldið. Stúlk- an meiddist ekki alvarlega; kvartaði um eyrasl í mjöðm og klæðnaður hennar skemmdist. Ökumaður kærði sig að því er virðist kollóttan um það; hann gekk fram fyrir bifreið sína ásamt farþega til þess að kanna skemmdir og ók við svo búið af slysstað. Bifreiðin er af Volkswagen- gerð, svokölluð bjalla, rauð að lit. Þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um atburð- inn, eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við lögregluna í Hafnarfirði, að ekki sé talað um ökumann Volkswagen-bif- reiðarinnar. Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Komið verði í veg fyrir búvörusmygl Fullyrt að Flugleiðir flytji inn tvö tonn af eggjum á viku un og var þar m.a. samþykkt heimild til fjármálaráðherra að gefa út bráðabirgðalögin. „Ég er ekki búinn að ganga frá hvernig framkvæmd laganna verður háttað, en mun gera það strax í fyrramálið í samráði við bankamálaráðherra," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær hvernig staðið yrði að framkvæmd bráða- birgðalaganna. Bráðabirgðalögin eru svohljóð- andi: „Forseti íslands gerir kunn- ugt: Fjármálaráðherra hefur tjáð mér að í samræmi við samkomu- lag ríkisstjórnar og lánastofnana sé nú unnið að því að breyta skammtímalánum húsbyggjenda og íbúðakaupenda í lán til lengri tíma. Til að greiða fyrir þessari aðstoð ber brýna nauðsyn til að falla frá innheimtu stimpilgjalda af þeim nýju lánskjörum sem gefa þarf út f þessu sambandi og tryggja þar með enn virkari ár- angur þessara aðgerða húsbyggj- endum til hagsbóta. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög sam- kvæmt 28. grein stjórnarskrárinn- ar á þessa leið: 1. gr.: Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 36/1978 um stimpilgjald sbr. lög nr. 82/1980, er fjármálaráð- herra heimilt að fella niður eða endurgreiða stimpilgjald af skuldbreytingalánum húsbyggj- enda og íbúðakaupenda sem lána- stofnanir kunna að veita í sam- ræmi við samkomulag þeirra við ríkisstjórnina og stjómarsáttmála hennar frá 27. maí 1983. Fjár- málaráðherra kveður nánar á um framkvæmd niðurfellingar eða endurgreiðslu þessarar. 2. gr.: Lög þessi öðlast þegar gildi. Á AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda 1983 var rætt um ólöglegan innflutning landbúnaðarvara og var samþykkt ályktun um að réttmæti fullyrðinga þess efnis verði kannað og var innfiutningur eggja og vinnsluvara úr þeim sérstaklega nefndur í því sambandi. Því var beint til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins að ef þesSar fullyrðingar væru á rökum reistar myndi það beita sér fyrir ráðstöf- unum til að koma í veg fyrir slík lögbrot með hertu eftirliti og beit- ingu viðurlaga. Guðmundur Stef- ánsson, sem var framsögumaður tillögunnar fyrir hönd fram- leiðslunefndar aðalfundarins, skýrði frá því að það sem nefndin væri með í huga væri meðal ann- ars sú fullyrðing sem komið hefði verið á framfæri við nefndina, að Flugleiðir flyttu ólöglega til landsins tvö tonn af eggjum í viku hverri. Gunnar Guðbjartsson sagði að fullyrðingar sem þessar kæmu alltaf fram öðru hverju en erfitt reyndist að sanna þær. Sagðist hann hafa rætt þessi mál við toll- gæslustjóra og hefði hann sagt að meðal annars væri kjöt í verslun- um og veitingastöðum kannað öðru hverju en oftast væri ómögu- legt að rekja hvaðan kjötið kæmi vegna þess að búið væri að fjar- lægja af því stimpla og merkingar. Ingimar Sveinsson sagðist vita til þess að talsvert væri notað af smygluðu nautakjöti á hótelum og einnig væri miklu af kjöti smyglað út af Keflavíkurflugvelli af starfs- mönnum vallarins sem búa utan hans. Sjá bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.