Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 8 Erling Aspelund framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða: Eggin fá með- ferð löglegra yfirvalda hér tök bænda eru að vega að matarinn- kaupum Flugleiða því félagið kaup- ir íslenskar landbúnaðarvörur fyrir margar milljónir króna á ári og hef- ur lagt sérstaka áherslu á að nota innlent hráefni sem allra mest. Varðandi fullyrðingar um að smyglað kjöt sé á boðstólum á hót- elum hér á landi vil ég að það komi skýrt fram, að þeir sem eru að sækjast eftir smygluðu kjöti verða að fara eitthvert annað en á Hótel Loftleiðir og Hótel Esju, því þar kemur innflutt kjöt ekki inn fyrir dyr.“ Aðspurður um hvort félagið teldi ekki ástæðu til að beina eggjakaup- um sinum til íslenskra aðila nú þeg- ar alltaf er nóg til af eggjum og jafnvel offramleiðsla, sagði Erling að það gæti vel komið til athugunar ef því verði og gæðum sem aðrir bjóða uppá yrði mætt. Og viðkom- andi aðilar geti jafnframt tryggt að hægt verði að fá egg allan ársins hring. Einar Eiríksson formaður Sambands eggjaframleiðenda: Teljum eggjainnflutning Flugleiða vera óheimilan Eingöngu not- uð í flugeldhús- inu í Keflavík „ÞÆR FULLYRÐINGAR sem setUr voru fram í aðalfundi StétUrsam- bandsins þess efnis að Flugleiðir séu að flytja ólöglega, eins og það er orðað, inn í landið 2 tonn af eggjum á viku, eru ekki rétUr," sagði Erling Aspelund, framkvæmdastjóri stjórn- unarsviðs Flugleiða, í samUli við Mbl. er álits hans var leitað á samþykkt aðalfundar StétUrsambands bænda og umræðum á fundinum um innflutn- ing eggja, eins og sagt var frá í Mbl. f gær. Erling sagði einnig: „Sannleikur- inn í þessu máli er sá að félagið flytur inn egg frá Luxemburg til notkunar í flugeldhúsinu í Keflavík, en innflutningur kemur allur fram á farmbréfum og hann er allur fluttur eins og annar varningur, sem við notum í flugvélunum, og fær meðferð tolls og löglegra yfir- valda hér á iandi. Þessi egg eru aldrei notuð utan Keflavíkurvallar, þau eru eins og margar aðrar fæðu- tegundir eingöngu notaðar um borð í millilandavélunum og koma í raun og veru aldrei inn í landið. Við not- um um 500 kíló af eggjum á viku yfir hásumarið og við förum niður í um 140 kíló yfir veturinn. Ástæða fyrir því að þetta byrjaði á sfnum tíma var sú, að á vissum tímabilum ársins var ekki hægt að fá íslensk egg og staðreyndin er sú að þessi egg eru 30 til 40% ódýrari en egg sem eru á boðstólum hér. Auk þess eru þessi egg öll eins að stærð og miklu betri að gæðum en þau egg sem hér bjóðast. Ég verð einnig að segja að það kemur úr hörðustu átt þegar sam- „VIÐ HÖFUM talið okkur hafa vissu fyrir því að Flugleiðir hafi flutt inn um alllangt skeið nokkurt magn af eggjum, allt að 2 tonn á mánuði. Það teljum við óheimilt því fyrir hendi er bann við innflutningi á landbúnaðarvörum. Ég held að þeir hafi hinsvegar fengið tímabundið leyfi til þess, leyfi sem muni vera útrunnið fyrir löngu eftir því sem ég kemst næst,“ sagði Einar Eiríksson bóndi í MiklaholLshelli í Hraun- gerðishreppi í samtali við Mbl. er leitað var álits hans á umræðunum sem urðu á aðalfundi Stéttarsam- bandsins um ólöglegan innflutning eggja, en Einar er formaður Sam- bands eggjaframleiðenda. Einar sagði að Samband eggja- framleiðenda hefði margoft mót- mælt þessum innflutningi við stjórnvöld en því hefði ekki verið sinnt. Einar sagði að þó væri ef til vill annað mál miklu stærra og alvarlegra fyrir eggjaframleið- endur, það væri innflutningur á vinnsluvörum úr eggjum, bæði á eggjadufti og eggjamassa og jafn- veí á öðrum vinnsluvörum. Sagði hann að þetta væri mest notað af brauðgerðum, en væri túlkað á þann hátt að þetta væri iðnaðar varningur sem ekki heyri undir viðkomandi bann við innflutningi á landbúnaðarvörum. Einar sagð- ist líta svo á að þarna væri um eggjainnflutning að ræða og hefðu fleiri litið svo á, meðal ann- ars yfirdýralæknir, og væri þessi innflutningur því ekki heimill. Ólafur í. Hannesson settur lögreglustjóri á Keflavfkurflugvelli: Fimmtíu mönnum heimilt að flytja varning ót af svæðinu „VIÐ HÖFUM ekki orðið varir við neitt slíkt, ekki í fjöldamörg ár,“ sagði Ólaf- ur í. Hannesson, settur lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Mbl. er hann var spurður að því hvort hann teldi að kjöti væri smyglað út af Kefla- víkurflugvelli, en á aðalfundi Stéttar- sambands bænda fyrir skömmu fullyrti einn fundarmanna að starfsmenn vall- arins, sem utan hans búa, smygluðu kjöti út af vellinum. Ólafur sagði aftur á móti að 50 bandariskir starfsmenn Varnarlið- sins, sem búa utan vallarins, hefðu leyfi til að flytja tollfrjálsan varning út af vellinum fyrir sig og fjölskyldur sínar fyrir ákveðna upphæð. Upp- hæðin væri andvirði 125 dollara fyrir hvern fullorðinn fjölskyldumeðlim og 90 dollarar fyrir hvert barn á mán- uði. Eftirliti væri þannig háttað að þegar varningurinn væri fluttur út af vellinum væri hann skráður hjá lögreglumönnum i hliðinu. Sagði hann að kjöt væri heimilt að flytja á þennan hátt út af vellinum jafnt sem aðra neysluvörur. Aðspurður um verð og gæði innfluttu eggjanna, miðað við þau sem hér eru framleidd, sagði Ein- ar líklegt að Flugleiðir fengju eggin að utan á lægra verði. En örugglega væri hægt að útvega þeim egg í jafn háum gæðaflokki hér innanlands. Annað tölu- blað tíma- ritsins Storðar er komið út ANNAÐ tölublað af tímaritinu Storð er nú komið út, og er þetta eintak ekki síður fjölbreytilegt í efnisvali og glæsilegt í útliti en hið fyrsta, sera fékk mjög góðar mót- tökur þegar það kom út í sumar, segir í fréttatilkynningu frá útgef- anda. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein eftir Indriða G. Þorsteins- son um Hornafjörð og Hornfirð- inga, nýja smásögu eftir Þórarin Eldjárn, óvenjulega myndaseríu frá orkuverinu í Svartsengi eftir Guðmund Ingólfsson, grein um hljómleikaferð Þursaflokksins eftir Steinunni Sigurðardóttur, nýstárlegt viðtal Illuga Jökuls- sonar við Guðberg Bergsson, þátt um íslenska hönnun á tískufatn- aði úr leðri og rúskinni og síðast en ekki síst er fjallað um þrjár hliðar á meistaranum Erró, frum- birtur er hluti af nýrri mynda- seríu eftir listamanninn af konum gleðinnar í Marokkó, birtar myndir af bústað Errós á eyjunni Formentera í Miðjarðarhafi og loks fjallað um hina risavöxnu veggmynd málarans í frönsku borginni Angouléme. Það er Aðal- steinn Ingólfsson sem gerir Erró skil með þessum hætti. Auk ofangreinds efnis, sem allt er prýtt miklum fjölda litmynda, skrifar Matthías Viðar Sæmunds- son um tímamót í íslenskri skáldsagnagerð, Jónas Haralz skrifar um erlendar lántökur og Ágúst Guðmundsson fjallar um stöðuna í íslenskri kvikmynda- gerð. Storð er 100 síður að stærð og er allt blaðið litprentað. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Bubbi Morthens í tónleikaferð um Norðurland BIIBBI Morthens fer í tónleika- ferð um norðurland vikuna 12.—16. september, þar sem hann mun leika lög af sólóplötu sinni Fingrafór ásamt lögum af eldri plötum. Tónleikarnir verða sem hér seg- ir: Mánudag 12. sept. Félagsheim- ilinu Bifröst Sauðárkróki. Þriðju- dag 13. sept. Hótel Höfn, Siglu- firði. Miðvikudag 14. sept. Dyn- heimum Akureyri. Fimmtudag 15. sept. Sjallinn, Akureyri. Föstu- daginn 16. sept. Félagsheimilinu Húsavík. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21.00. (FréUatilkynning) Askrifianiiminn er H3033 T.F. einingahús t ; ' í ( j Traust og hlýleg einingahús frá Trésmiðjunni hafa vakið veröskuldaöa athygli fyrir gæöi. Enda sitja efnisgæði, vöruvöndun og framleiöslutækni í fyrirrúmi hjé Trésmiðjunni. Fleir og fleiri gera sér grein fyrir kostum timburhúsa, og þé ekki síst eininga- húsa. Enda er einingahúsaframleiðsla byggingarméti framtíöarinnar sem stuöl- ar aö lækkun byggingarkostnaöar og styttri byggingartíma. Afgreiöslufrestur er 3—6 ménuöir en einstaka tilfellum styttri. Vert er aö vekja athygli é því að viö reisum húsin é öllum érstímum. Reisingin sjélf tekur 4—5 daga eftir aöstæöum, en þó nokkuö lengri tíma ef haft er hétt ris. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hús- in okkar þá hefur þú samband viö okkur og viö sendum þér myndalista. Hlööum, Fellahreppi. 701 Egilsstaöir. Trésmíðja Fljótsdalshéraðs hf. ^ 97-1329 ^ 97-1450

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.