Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
27
hann löggildingu sem skjalaþýð-
andi á það tungumál. Þetta var á
miðjum stríðsárunum, og höfðu þá
viðskipti firmans að langmestu
leyti beinst til Bandaríkjanna, en
fyrir stríð voru Ítalíuviðskipti
ríkjandi þáttur G.H.& M., og þá
hafði annar málagarpur séð um
bréfaskriftir, Þórhallur Þorgils-
son magister, og gerði það fram á
stríðsár. Þykir mér fremur
ósennilegt að önnur fyrirtaeki hafi
sent frá sér vandaðri viðskipta-
bréf í tíð þessara tveggja heið-
ursmanna. Vinnufélagi okkar, Að-
alsteinn Jóhannsson tæknifræð-
ingur, naut í mörg ár góðs af
bréfaskriftum Þorsteins, eftir að
hann stofnaði fyrirtæki sitt. A.
Jóhannsson & Smith.
Frá G.H.& M. hvarf Þorsteinn
eftir fá ár að fulltrúastörfum hjá
Ríkisútvarpinu, og svo vildi til að
þar lágu leiðir okkar saman að
nýju áður en langir tímar liðu.
Þorsteinn átti raunar þátt að því,
þar eð hann hvatti mig tii að
sækja um íhlaupavinnu við þul-
arstörf hjá útvarpinu, þegar aug-
lýst var eftir slíku fólki. Þessi
íhlaup urðu mér síðan hvati að
annarri stöðu og meiri hjá sömu
stofnun, og þar urðu starfsár mín
rúmlega 35 að tölu.
En Þorsteinn ílentist ekki nema
einn áratug eða svo hjá Ríkisút-
varpinu. Ungur hafði hann numið
tryggingarfræði í Lundúnum og
ætíð fengizt nokkuð í hjástundum
við útreikning á bótum fyrir tjón,
fyrst og fremst varðandi sjótrygg-
ingar. Arið 1957 gerðist hann full-
trúi hjá íslenzkri endurtryggingu,
og þar vann hann, unz hann komst
á eftirlaunaaldur fyrir nokkrum
árum. Eftir það vann hann að
skyldum störfum á eigin vegum og
um hríð fyrir Tryggingarstofnun
ríkisins, en hjá þeirri stofnun hóf
hann starfsferil sinn ungur mað-
ur.
Stærðfræði var Þorsteini mikið
hugðarefni, og hafði hann ætíð
yndi af að glíma við reiknings-
þrautir. Hann samdi dæmasafn
fyrir alþýðu- og gagnfræðaskóla í
félagi við Guðmund Arnlaugsson,
og ennfremur skrifaði hann um
tryggingamál. Hann hafði og
áhuga á íslenzku máli, og því hef-
ur hann fundið þörfina fyrir orða-
safn varðandi vátryggingar. Mun
hann hafa skrifað drög að því.
Þorsteinn var meðal forgöngu-
manna Tryggingarskólans og
kenndi þar líka um árabil.
Annað hugðarmál Þorsteins en
reiknislist var tónlistin. í þeirri
grein var hann að sönnu ekki
lærður, en áhugi hans var mjög
ríkur á því sviði sem og systkina
hans, en þar að auki var tónlist
honum dagleg nautn og jafnvel
iðkun, því að mjög var honum
tamt að söngla lágt fyrir munni
sér við vinnu sína, að ég ekki tali
um, þegar hann var ofurlítið hýr
af víni. Lýsingarorðið hýr er eins
og samið um Þorstein Egilsson. í
þeim tengslum má ekki gleyma að
nefna hina hýru kímni hans, sem
er sérdeilis notaleg.
Listhneigð er móðurfólki Þor-
steins mjög í blóð borin, og gnæfir
þar hæst móðurbróðir hans, Guð-
mundur Thorsteinsson listmálari.
Því dreg ég nú sérstaklega fram
nafn Guðmundar (Muggs), að ég
tel nokkuð einsætt að þeir frænd-
ur hafi verið líkir um margt, og
með vissu má sjá það af myndum,
að með þeim var mikið svipmót.
Þorsteinn Egilson var skap-
deildarmaður hinn mesti, svo að
ekki hef ég kynnzt öðrum gæddum
ljúfara jafnaðargeði. Hann barst
heldur ekki á i einu eða neinu en
var staðfastur talsmaður þeirra,
sem eiga undir högg að sækja í
lífinu. Mér er söknuður að góðum
vini, þótt samfundir okkar væru
strjálir hin siðari ár — of strjálir.
Þorsteinn var hamingjumaður í
hjónabandi, kvæntur Snæfríði
Davíðsdóttur. Henni votta ég ríka
hluttekningu, svo og börnum
þeirra hjónanna, öðrum ættmenn-
um og tengdafólki.
Baldur Pálmason
Þorsteinn Egilson, tengdafaðir
minn, var fágætur maður. Hlýtt
viðmót hans, kímni, tryggð og
rökfesta, veitti hans nánustu og
vinunum fjölmörgu þá fyllingu í
lífinu, sem seint verður þökkuð og
ekki gleymist.
Flest sín bernskuár dvaldist
hann með foreldrum sinum og
systkinum erlendis. Það hefur trú-
lega mótað tvö sterka þætti í fari
hans, víðsýni og hógværð þess er
bergt hefur drjúgum af bikar
heimsmenningarinnar, og ást á is-
lenzkri tungu og náttúru.
Ættrækni og tryggð við vini var
einnig ríkur þáttur í fari Þor-
steins. Heimili hans og Abbíar
stóð ættingjum og öðrum sam-
ferðamönnum ætíð opið og oft
ríkti þar mikil glaðværð og gleði.
Hápunkturinn var þegar Þor-
steinn lýsti því yfir, að hann og
Abbí yrðu „at home“. Enginn, sem
til þekkti, vildi missa af slikum
stundum. Þorsteinn og systkini
hans voru þá miðpunktur sam-
kvæmisins, því þeim þótti svo
gaman að hittast, að gleði þeirra
og kátína hreif alla aðra með sér.
Okkur tengdabörnunum tók
Þorsteinn opnum örmum og af
þeirri hlýju, sem einkenndi hann.
Við komumst fljótt að raun um, að
fjölskyldan var þungmiðjan i lífi
hans. Og heimilið að Gnoðarvogi
88 var sá möndull, sem fjölskyldu-
lífið snerist um. Enginn var þar
utan gátta og kynslóðabil var að-
eins lesið um í blöðum.
Þorsteinn var einstakur afi, sem
veitti barnabörnunum hand-
leiðslu, sem þau búa að alla ævi.
Hann leiðbeindi þeim allt frá
fyrstu sporum og langt fram á
veg, stuðlaði að rökréttri hugsun
þeirra og manngildi, tók þátt í
gáska þeirra og prakkarastrikum.
Það eru ekki sízt barnabörnin sem
sakna afa síns sárt.
Við hinir eldri samferðamenn
Þorsteins Egilsonar, sem í fyll-
ingu tímans munum halda yfir
móðuna miklu, leitum trausts og
halds í því að þar verði hann „at
home“.
Björn Jóhannsson
í dag verður gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför Þorsteins
Egilssonar, vátryggingamanns og
niðurjöfnunarmanns sjótjóna.
Þorsteinn var fæddur í Reykjavík
2. marz 1913 og var því rúmlega
sjötugur að aldri þegar hann lézt.
Foreldrar hans voru hjónin Gunn-
ar Þorsteinsson Egilson, verzlun-
arerindreki og Guðrún Egilson,
dóttir Pétur Thorsteinssonar á
Bíldudal. Að afloknu stúdents-
prófi frá MR 1933 hélt Þorsteinn
til London og stundaði þar nám
árin 1933—1935 í vátryggingum og
niðurjöfnun sjótjóna.
Árið 1957 hóf Þorsteinn störf
hjá íslenzkri endurtryggingu og
fékkst einkum við sjó- og skipa-
tryggingar. Árið 1969 mynduðu ís-
lenzku vátryggingafélögin sam-
steypu um vátryggingar islenzkra
fiskiskipa yfir 100 rúmlestir. ís-
lenzk endurtrygging annaðist frá
upphafi endurtryggingar fyrir fé-
lögin og rekstur samsteypunnar.
Það kom í hlut Þorsteins, sem full-
trúa Islenzkrar endurtryggingar,
að annast samskipti við aðildar-
félögin. Það var auðfundið að
Þorsteinn naut sín í þessu starfi,
enda sjótryggingar honum hug-
leikið viðfangsefni. Hann hafði
öðlast yfirgripsmikla þekkingu á
þessari grein vátrygginga og taldi
hana öðrum greinum fremri.
Hann var einn af höfundum hins
íslenzka fiskiskipaskírteinis, vá-
tryggingarskilmála íslenzku fiski-
skipanna. Við, starfsmenn aðild-
arfélaganna, sem fjölluðum um
þessi mál, leituðum oft álits hans
á túlkun á skilmálunum í vafa-
málum, sem upp komu hverju
sinni. Mér er í fersku minni hve
málin voru ígrunduð vandlega áð-
ur en álit var gefið og þess gætt að
ekki hallaði á neinn. Þorsteinn
starfaði að þessum málum til árs-
ins 1974 að hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Síðustu árin
starfaði hann sjálfstætt að vá-
tryggingamálum m.a. við niður-
jöfnun sjótjóna.
Haustið 1962 stofnuðu vátrygg-
ingafélögin Tryggingaskólann.
Tilgangurinn var að stuðla að auk-
inni þekkingu starfsmanna félag-
anna í hinum ýmsu vátrygg-
ingagreinum. Þorsteinn lét mál
skólans til sín taka og var fljót-
lega kjörinn í skólanefnd. Hann
kenndi þar skipatryggingar og
enskt vátryggingamál og samdi
m.a. kennslubók í skipatrygging-
um sem notuð hefur verið ( skól-
anum.
Hann var löggiltur skjalaþýð-
andi í ensku og samdi drög að
ensk-íslenzku orðasafni um vá-
tryggingar og skyldar greinar.
Eg þakka Þorsteini fyrir gott
samstarf og vináttu á undanförn-
um áratugum og við hjónin send-
um Snæfríði og fjölskyldu þeirra
allri innilegar samúðarkveðjur.
Finnur Stephensen
í dag er kvaddur hinstu kveðju
merkur maður úr hópi íslenskra
vátryggingamanna, Þorsteinn Eg-
ilson, niðurjöfnunarmaður sjó-
tjóna og löggiltur skjalaþýðandi.
Margir góðir eiginleikar hans
hjálpuðust að með að gera hann að
ýmsu leyti sérstæðan mann.
Hógværð og hlédrægni var þess
valdandi, að hann gerði sig aldrei
áberandi í starfi sínu, en því
traustara var það sem innra með
honum bjó og framkoman jafnan
alúðleg og ljúf.
Sú var tíðin, að tryggingar-
skilmálar sem notaðir voru í sjó-
tryggingum voru á erlendum
tungum. Viðurkenndir íslenskar
þýðingar ekki til. Flestum reynd-
ist erfitt að skilja þessa skilmála,
ekki fyrir þá sök eina, að þeir voru
á erlendum tungum, heldur einnig
og ekki síður, að í þeim voru orð og
orðasamtönd, sem fengið höfðu
ákveðna merkingu, samkvæmt
dómum, sem kveðnir höfðu verið
upp eða viðtekin venja hafði skap-
ast um túlkun þeirra. Honum
tókst oft snilldarlega við að þýða
torráðið enskt mál þar sem mein-
ingin mátti ekki glatast við yfir-
færslu. Þekking hans og meðferð á
báðum málunum var slík að þar
fór ekkert á milli mála.
Á túlkunarsviði skilmála var
Þorsteinn sjálfmenntaður sér-
fræðingur, sem með árunum hafði
viðað að sér svo miklum fróðleik
með elju og áhuga, að hann var
fyrir okkar vátryggingamenn eins
og sjálfstæð stofnun að leita til
með ráð eða skilning, þegar eigin
þekkingu þraut.
Þegar Tryggingarskólinn fór af
stað með sitt fyrsta námskeið
fyrir vátryggingamenn um skipa-
tryggingar var Þorsteinn valinn
sem kennari. Annar kom ekki til
álita. Þótt nú séu bráðum 20 ár
siðan þetta námskeið var haldið
minnast nemendur hans þeirra
stunda enn. Honum var lagið að
glæða tyrfið námsefni slíku lífi að
menn lifðu sig inn í það og sá fróð-
leikur sem hann miðlaði okkur á
tveim vetrum lifir með okkur í
starfi enn þann dag í dag.
Fyrr á þessu ári gafst okkur
gömlu nemendum hans kostur á
að heilsa upp á hann á heimili
þeirra hjóna í tilefni af 70 ára af-
mæli hans. Enginn átti von á þvi
Fædd 26. nóvember 1912.
Dáin 27. ágúst 1983.
Mig langar til að minnast mætr-
ar konu sem fallin er frá.
Guðrún Sörensen var fædd 26.
nóvember 1912 og lést þann.27. ág-
úst síðastliðinn, eftir stutta
sjúkralegu.
Guðrún var gift ólafi Þ. Páls-
syni, múrarameistara, og varð
þeim fjögurra barna auðið. Þau
eru: Georg, Hafsteinn, Ágúst og
Jónína. Dóttir Jónínu, Guðrún
ólöf, ólst einnig upp hjá þeim
hjónum og var hún augasteinn
ömmu sinnar og afa.
Það var árið 1973 um jólaleytið
að ég ætlaði norður til Akureyrar
að halda jól hjá afa mínum og
ömmu, en ekki var hægt að fljúga
þangað vegna veðurs. Eg hafði þá
búið hjá Guðrúnu og Ólafi um
að það yrði síðasta samverustund-
in í góðra vina hópi, en sú er nú
orðin raunin á.
Við kveðjum Þorstein með
þakklæti og virðingu og geymum
minningu hans hreina og tæra
ásamt því veganesti sem hann bjó
okkur út með.
Eiginkonu hans og öðrum að-
standendum eru sendar innilegar
samúðarkveðj ur.
Hannes Þ. Sigurösson
Með Þorsteini Egilson er fallinn
frá einn af þeim mönnum sem
áttu mikinn þátt í því að móta
íslenska vátryggingastarfsemi á
síðustu áratugum. Ekki verður hér
gerð tilraun til að rekja æviferil
hans, en aðeins minnst lítillega
eins helsta þáttar í lífsstarfi hans,
það er störfin við vátryggingar.
Á unga aldri, að loknu stúd-
entsprófi, vann hann um skeið á
vátryggingaskrifstofu í London.
Vann hann þar aðallega við sjó-
tryggingar og þó sérstaklega
niðurjöfnun sjótjóna. Kom það
honum að góðu haldi síðar, því að
oft var til hans leitað á því sviði.
Niðurjafnanir hans voru vandlega
unnar, og þótt hann hefði ekki
löggildingu á því sviði, stóðu
niðurjafnanir hans ekki að baki
niðurjöfnunum löggiltra tjónanið-
urjöfnunarmanna, að þeim ólöst-
uðum.
Árið 1957 gerðist Þorsteinn
starfsmaður Islenskrar endur-
tryggingar. Aðalviðfangsefni hans
þar urðu sérgrein hans, sjótrygg-
ingar, þótt hann hefði á köflum
fleiri greinar á sinni könnu. Fram-
an af þessari öld var mjög stuðst
við erlendar reglur í fslenskum
sjótryggingum. I íslenskum sjó-
tryggingaskírteinum var oft bein-
línis vísað í þær, til dæmis í Dansk
Soforsikrings Konvention. Um vá-
tryggingu togara og annarra fiski-
skipa yfir 100 br. lestir var mjög
farið eftir enskum reglum. Þegar
vátryggingar þessar voru fluttar
meira inn í landið en áður hafði
verið, árið 1968, var jafnframt
hafist handa um að semja nýtt ís-
lenskt vátryggingaskírteini fyrir
þessi skip. Aðalhöfundur þessa
skírteinis var Þorsteinn Egilson.
Svo vel var þetta skírteini gert, að
það heldur enn sínu svipmóti, þótt
nokkrar breytingar hafi verið
gerðar á því síðar útfrá fenginni
reynslu. En hlutur Þorsteins í
vátryggingum þessara fiskiskipa
er ekki þar með upptalinn. Á ár-
inu 1968 hófu íslensku vátrygg-
ingafélögin samstarf um vátrygg-
ingar fyrrgreindra skipa, og kom
það í hlut Þorsteins að annast
daglega framkvæmd þessa sam-
starfs. Þar á meðal var að skipu-
leggja og annast öflun upplýsinga
um tjón hvers skips, og er það enn
gert með sama hætti. Hann var og
ritari og ráðgjafi þeirrar nefndar,
sem fór með yfirstjórn greinds
samstarfs félaganna.
Mörg önnur mál komu til kasta
Þorsteins, þegar hann var starfs-
maður íslenskrar endurtrygg-
nokkurt skeið og varð ég þá þeirr-
ar ánægju aðnjótandi að fá að
halda jól með þeim hjónum að
heimili þeirra á Kleifarvegi ásamt
börnum þeirra og barnabörnum.
Þeim jólum gleymi ég ekki, en
geymi sem mínar dýrmætustu
minningar.
Guðrún hafði næmt auga fyrir
fallegum hlutum og sést það best á
því hvernig hún og ólafur hafa
búið heimili sitt, þar sem alltaf
var bæði fallegt og hlýlegt að
koma.
Ég ætla ekki að rekja lífsferil
Guðrúnar hér, en að leiðarlokum
þakka ég henni og eftirlifandi eig-
inmanni hennar, ólafi, hjartan-
lega fyrir mig, að ég fékk að dvelja
hjá þeim á heimili þeirra, sem
seint mun gleymast.
ólafi, börnum, barnabörnum og
ingar. Má sem dæmi nefna, að um
árabil skrifaði hann flest ensk
bréf félagsins, en þau voru mörg.
Og ærið oft var leitað til hans sem
ritara á fundum vátrygginga-
manna. Einnig átti hann mikinn
þátt í starfsemi Tryggingaskólans,
var í skólanefnd og annaðist nám-
skeið í skipatryggingum og ensku
vátryggingamáli.
Þorsteinn var lipur maður í um-
gengni og vel látinn af samstarfs-
fólki. Honum fylgdi jafnan ein-
hver léttleiki jafnt í starfi og þeg-
ar lokið var dagsins önn og tekið
upp léttara hjal um stundarsakir.
Við samstarfsfólk hans hjá Is-
lenskri endurtryggingu minnumst
hans með þakklæti fyrir gott sam-
starf og margar ánægjulegar'sam-
verustundir, og slíkt hið sama veit
ég, að margir starfsmenn annarra
vátryggingafélaga gera. Konu
hans, börnum og öðrum aðstand-
endum sendum við samúðarkveðj-
ur.
Kr. Guðmundur Gudmundsson.
Ég vildi aðeins með fáeinum
orðum minnast vinar míns, Þor-
steins Egilson.
Eftir að Þorsteinn komst á eft-
irlaun vann hann um tíma hjá
Tryggingastofnun ríkisins. Þegar
ég hóf störf þar vorið 1979 var ég
svo hólpin að fá vinnu í sömu deild
og Þorsteinn og unnum við meira
að segja í sama herbergi í næstum
ár.
Við Þorsteinn höfðum kannast
hvort við annað frá því á mennta-
skólaárunum en ég þó fremur við
hann, þar sem ég var aðeins í 2.
bekk þegar hann útskrifaðist sem
stúdent. En þegar við fórum að
vinna saman, kynntist ég fyrst
hans fágætu mannkostum og
hvern mann hann hafði að geyma.
Var þetta upphafið að vináttu sem
aldrei bar skugga á.
Þorsteinn var einstakt ljúf-
menni og við hann var hægt að
ræða allt milli himins og jarðar.
Með sinni góðlátlegu kímni kom
hann manni alltaf í gott skap.
Eftir að Þorsteinn hætti störf-
um hjá Tryggingastofnuninni
gleymdi hann okkur samt ekki.
Hann kom oft í heimsókn og
drakk með okkur kaffisopa. Var
hann alltaf mikill aufúsugestur.
Ég var farin að sakna þess að
hafa ekki séð Þorstein í nokkurn
tíma, en í síðustu viku hitti mað-
urinn minn hann af tilviljun.
Kvaðst hann þá endilega ætla að
fara að líta inn til okkar. Var ég
farin að hlakka til að fá hann i
heimsókn.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
okkar allra, sem kynntust honum
hér í Tryggingastofnuninni þegar
ég segi að Þorsteins mun verða
sárt saknað.
Við hjónin sendum eftirlifandi
eiginkonu hans, Snæfríði, börn-
um hans og systkinum og öðrum
ástvinum, innilegar samúðar-
kveðjur.
Margrét Thoroddsen.
tengdabörnum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur og bið algóðan
Guð að veita þeim styrk á þessari
erfiðu stund og óska þeim alls
góðs um alla framtíð.
Alla.
Guðrún Sörensen
— Minningarorð