Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
29
ar að vitna í orð spámannsins
Kahlil Gibran sem sagði: Þegar þú
ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinng og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“
Helga Mattina
1 dag kveðja ættingjar og vinir
Arndísi Björgu Bjarnadóttur. Á
svipstundu er ung stúlka í blóma
lífsins hrifin í burtu á sviplegan
hátt og eftir standa samferða-
menn harmi slegnir.
Minningar streyma fram í hug-
ann og við sjáum Arndísi fyrir
okkur á hinum ýmsu aldursskeið-
um. Hún var hrífandi og skemmti-
legur persónuleiki og hafði til að
bera alla þá beztu eiginleika, sem
prýða góða stúlku. Dísa, eins og
hún var kölluð af vinum, hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
lét snemma ættingjana sitja fyrir
svörum við hinum ýmsu vanga-
veltum sínum um lífið og tilver-
una.
Arndís var elzta barn foreldra
sinna, en þau eru Sigrún Odds-
dóttir og Bjarni Ingvar Árnason.
Yngri systkinum sínum, Þóru, El-
ínu og Árna Ingvari, var hún góð
og eftirlát stóra systir.
Þótt árin hafi aðeins orðið 20,
þá hafði Arndís öðlast margvís-
lega reynslu í lífinu. Hún vandist
fljótt að standa á eigin fótum og
taka sjáifstæðar ákvarðanir. Til
sumarnáms á Suður-Englandi fór
Arndís 16 ára gömul, starfaði í
Austurríki eitt sumar og tvö sum-
ur við hótelstörf í Noregi. Hún
stundaði nám við Menntaskólann í
Reykjavík og framundan var loka-
áfanginn, 6. bekkur. Framtíðin
var vissulega björt og fögur.
Á liðnu vori, eftir að prófum
lauk, ákvað Arndís ásamt tveimur
skólasystrum að ieigja saman íbúð
yfir sumarið. Þar áttu þær
skemmtilega og glaða unga daga,
en nú var haustið komið og flutn-
ingur í foreldrahús stóð fyrir dyr-
um þegar kallið kom.
Á skilnaðarstundu verður okkur
hugsað um tilgang lífsins — við
finnum hversu vanmáttug við er-
um gagnvart skaparanum, en
trúum því að líf á þessu tilveru-
stigi sé aðeins áfangi á langri
braut.
Við vorum 29 bekkjarsystkinin,
sem útskrifuðumst frá MA árið
1938. Af þeim hópi eru nú átta
fallin frá. Þorvarður er sá áttundi.
Flest hafa þau látizt í blóma lífs
eða á miðjum manndómsárum. Sá,
sem „slær allt, hvað fyrir er“ hef-
ur verið atorkusamur á spildunni
okkar með ljáinn sinn.
Við vorum samrýndur hópur.
Nú, er ég minnist Þorvarðar,
minnist ég þeirra allra með miklu
þakklæti og trega og bið eftirlif-
andi ástvinum þeirra blessunar.
Við vorum það fá, að við þekkt-
um hvert annað náið, kosti og
galla, jafnvel einkamál hvers ann-
ars. Þetta skóp með okkur einlæg-
an trúnað, varanlega vináttu og
tryggð. Löngu eftir að leiðir skildu
gátum við komið hvert til annars
eins og við værum fjölskylda, sem
lifir í eindrægni og erjur ná ekki
að sundra. Samt vorum við afar
ólík, og áhugamálin einnig. Hvert
stefndi í sína átt að sínu marki.
Ólíkar lífsskoðanir og viðhorf
megnuðu aldrei að slíta vináttu-
böndin. Sum okkar hittust aldrei
nema í stórafmælum og þó aldrei
öll í einu. Þá voru fagnaðarfundir.
Sá síðasti var í vor, þegar 45 ára
stúdentsafmælis var minnst.
Þá var Þorvarður glaður og reif-
ur svo sem að vanda, og grunaði
víst ekkert okkar þá, að svo
skammt yrði til hinstu skilnað-
arstundar. En eigi má sköpum
renna.
Þorvarður var Austfirðingur að
ætt og uppruna. Foreldrar hans
voru Þorsteinn Jónsson, kaupfé-
lagsstjóri á Reyðarfirði, Bergsson-
ar, bónda á Egilsstöðum og kona
hans, Sigríður Þorvarðardóttir,
Kjerúlfs, læknis og alþingismanns
á Ormarsstöðum. Má heita, að þau
hjón séu ekki aðeins Austfirðing-
um kunn, heldur og landsmönnum
flestum af þeirra kynslóð a.m.k.
sakir dáðríks ævistarfs og mynd-
arskapar.
Við biðjum Guð að varðveita
elskulega frænku og vinkonu.
Megi foreldrum, systkinum og
öðrum ástvinum öðlast styrkur til
að bera hinn þunga harm.
Minningin verður varðveitt
dýpst í hjartanu, þar sem lögmál
tímans gildir ekki.
„Háa skilur hnetti
himingeimur.
Blað skilur bakka og egg.
En anda, sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið." (J.H.)
Iðunn og Sigurður.
Frá sviplegum sunnudags-
morgni hefir tilveran tekið á sig
harmþrungna mynd. Arndís Björg
Bjarnadóttir, dóttir hjónanna Sig-
rúnar Oddsdóttur og Bjarna Ingv-
ars Árnasonar, var héðan kvödd
meðan engan uggði.
Tátan sú var svo tilbúin að
mæta lífinu, baráttu þess, skyld-
um og hamingju, sem nokkurt
ungmenni getur verið. Vel búin
góðum siðum móðurinnar, trygg-
lyndi og gæsku, frumkvæði föður
síns, sköpunarþörf og drengskap,
hafði Arndís allt það fararnesti er
einn ferðbúinn einstaklingur get-
ur best vonast eftir.
Arndís fékk að vöggugjöf þörf-
ina fyrir að gera sjálf, vera sjálf.
Þökk sé almættinu fyrir hina
margbreytilegu persónuleika sem
einmitt skrýða tilveruna þeim
andiegu skartklæðum er laða ein-
staklingana hvern að öðrum.
Arndís var ekki í nokkrum vand-
ræðum með að halda sér upptek-
inni.
Sem vaxandi veitingamaður og
menntaskólanemi á síðasta ári,
gaf hún frítíma sinn leiklistinni.
Mitt í samhentum hópi leiksystk-
ina fékk sköpunargleðin útrás.
Einn dag skín sólin hæst, en
ósköp var þó Dísu dagur stuttur.
Auk Arndísar eiga þau Sigrún
og Bjarni þrjú afar mannvænleg
börn, þau Þóru, Elínu og Árna.
Við sem þekkjum megum vona að
yngri börnin auk ljúfra minninga
um Arndísi, geti slegið bjarma á
nóttina uns eitthvað dagar á ný.
Ég votta ykkur hjónum, börnum
og fjölskyldum innilega samúð.
Jón Hjaltason.
Að Þorvarði stóð merkis- og
manndómsfólk í báðar ættir. Föð-
urfólk hans, sem ég kynntist bet-
ur, er þekkt að atgjörvi og atorku.
Flest þetta fólk átti ég að kunn-
ingjum á Austurlandsárum mín-
um. Einn þeirra Egilsstaðabræðra
er vinur minn og læknir, Egill
Jónsson, héraðslæknir Seyðfirð-
inga tugi ára, afburðaskurðlækn-
ir, valmenni og höfðingi. Langlífi
er mikið í föðurætt Þorvarðar.
Föðursystkini hans hafa náð há-
um aldri. Önnur langamma hans í
föðurætt varð 104 ára og hélt and-
legri reisn til æviloka. Þorvarður
minn hefur ekki hlotið nægan
fjörgjafa i arf frá henni, þvi mið-
ur.
Þorvarður varð lögfræðingur
1944 og hæstaréttarlögmaður
1950. Hann varð fulltrúi í atvinnu-
og samgöngumálaráðuneytinu
þegar að lögfræðiprófi loknu og
gegndi störfum uns hann var
skipaður sýslumaður og bæjarfóg-
eti ísfirðinga árið 1973 og gegndi
því starfi þar til á þessu ári, að
hann lét af embætti. Mun hann þá
hafa fundið, að hann gekk eigi
lengur alheill til skógar, en ekki
grunaði vini hans, að endalokin
væru svo skammt undan. Þorvarð-
ur varð bráðkvaddur á stuttri
skemmtiför með konu sinni. Hann
skrapp út úr bíl þeirra að huga að
hestum örskammt frá. Eiginkonan
kom að honum örendum úti í hag-
anum.
Þorvarður var stærðfræðistúd-
ent. Samt hygg ég að húmanísk
fræði hafi verið honum hugstæð-
ari. Snemma bar á áhuga hans á
sögulegum fróðleik, sem hann
lagði og stund á í frístundum sín-
um alla tíð. Ég dáðist oft að kunn-
áttu hans í íslenskri sögu, einkum
var hann sérstaklega fróður um
persónusögu fjölda þekktra ís-
lendinga.
Sortnar þú, ský,
suðrinu í
og síga brúnir lætur,
eitthvað að þér
eins og að mér
amar, ég sé þú grætur.
(J.Th.)
Ung og yndisleg frænka er látin,
aðeins ný búin að halda upp á 20.
afmælisdag sinn, lífsglöð og
bjartsýn, full af fyrirheitum fyrir
næsta vetur, þar sem stefnt var að
stúdentsprófi á komandi vori í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Arndís Björg var dóttir hjón-
anna Sigrúnar Oddsdóttur og
Bjarna Ingvars Árnasonar. Hún
ólst upp á yndislegu og vernduðu
heimili ásamt þremur systkinum
sínum. í hvert sinn sem ég sá
þennan hóp saman datt mér í hug
að þetta væri hamingjusöm fjöl-
skylda, þar sem ást og samheldni
var augljós.
Minningar sækja að. Arndís
Björg var fyrsta barnabarna-
barnabarn foreldra minna og
móðir mín elskaði þessa litlu og
fallegu stúlku heitt og voru miklir
kærleikar á milli þeirra til ævi-
loka. Alla sína lífstíð kom Arndís
Björg að morgni sumardagsins
fyrsta á heimili okkar til að fagna
þar sumri með öldnum sem ungum
og taka á móti leikfangi sumar-
sins, boltanum. Og síðastliðið vor
kom hún að venju með systkinum
sínum þennan morgun, geislandi
glöð, ímynd sumarsins. Engum
hefði þá getað dottið í hug að
hennar síðasta sumar væri að
byrja.
Hún hafði svo marga góða þætti
til að bera; var vel af Guði gerð,
með trausta skapgerð sem lofaði
góðu og miklar vonir voru bundn-
ar við.
Svo ung sem hún var hafði hún
ferðast mikið til annarra landa,
var tvö sumur í Noregi, eitt í
Austurríki hjá vinkonu móður
sinnar og síðastliðið sumar ferð-
aðist hún til Grikklands og var
mjög heilluð af þeirri ferð. Innan-
lands ferðaðist hún mikið með for-
eldrum sínum.
Miklir kærleikar voru á milli
móðurforeldra hennar og föður-
afa, sem öll eiga um sárt að binda,
því þeim sýndi hún mikla ræktar-
semi í daglegri umgengni. Orð
Þorvarður var fremur dulur
maður og hlédrægur að eðlisfari
og lét ekki mikið á sér bera að
jafnaði, en í góðra vina hópi var
hann hrókur alls fagnaðar, hafði
mikla kímnigáfu, gat stundum
verið kaldhæðinn. Sumum fannst
hann hafa um sig skel, sem ekki
væri auðvelt að opna, en undir sló
hlýtt og viðkvæmt hjarta. Hann
var maður skapríkur og tilfinn-
ingaríkur og trölltryggur vinum
sínum, er á reyndi og á móti blés.
Hann var mér lögfræðilegur ráðu-
nautur, ef ég lenti í vanda, sem
mér virtist ekki auðleystur á eigin
spýtur. Hann var mér holiráður og
heilráður — allt að því skilnings-
ríkur sálusorgari.
Þorvarður var tvíkvæntur. Var
fyrri kona hans Anna Einarsdótt-
ir Jónssonar, verkstjóra. Þau eign-
uðust 5 börn, tvo syni og þrjár
dætur. Þau hjón báru ekki gæfu til
samfylgdar og slitu samvistir.
Seinni kona Þorvarðar er Magda-
lena Thoroddsen. Henni hef ég
kynnst. Hún er mikil ágætiskona
og reyndist Þorvarði ómetanleg
stoð og stytta. Henni á ég, ekki
síður en Þorvarði, mikla þakk-
arskuld að gjalda. Hjá þeim hjón-
um hef ég notið gestrisni og gisti-
vináttu. Til þeirra gat ég leitað á
erfiðri stund og notið gæsku
þeirra og greiðasemi. Þau eiga
tvær dætur. Naut Þorvarður
þeirrar gleðistundar að gifta þær
báðar áður en hann lét af sýslu-
mannsembætti. Öll eru börn Þor-
varðar mikið efnisfólk.
Ég votta frú Magdalenu einlæga
samúð mína svo og börnum Þor-
varðar og öðrum vandamönnum.
Megi Guð blessa þeim minning
drengskaparmanns og hugga i
harmi. Drottinn minn gefi dánum
ró, hinum líkn, sem lifa.
Erlendur Sigmundsson.
mega sín svo lítils á svona stundu.
En eitt er víst, að sorg ríkir í
hjörtum alls frændfólks Dísu, en
mest er sorgin hjá foreldrum
hennar og systrum og litla bróður,
sem skilur ekki að systir hans sé
farin og spyr einfaldra spurninga
barnsins, sem rista djúpt í við-
kvæmum hjörtum.
Elsku Sigrún og Bjarni. Guð
gefi ykkur styrk til þess að mæta
þessari raun og haldi verndar-
hendi yfir heimili ykkar og börn-
um.
Guðs blessun fylgi frænku
minni. Ef min trú er rétt þá veit
ég að vinir hafa beðið í varpa er
von var á gesti.
Katrín Helgadóttir.
Hún Dísa er dáin. Okkur sam-
starfsfólk hennar setti hljóð er
okkur barst fréttin um hið hörmu-
lega slys. Af hverju Dísa, hún sem
var svo ung og átti framtíðina
fyrir sér? Dísa, eins og hún var
kölluð, hét fullu nafni Arndís
Björg Bjarnadóttir. Hún var dótt-
ir hjónanna Sigrúnar Oddsdóttur
og Bjarna Ingvars Árnasonar.
Dísa var fædd 15. ágúst 1963 og
því nýorðin tvítug þegar hún var
kölluð burt.
Dísa var í Menntaskóla Reykja-
víkur og í haust átti hún að hefja
nám í sjötta bekk. í skólafríum
vann hún oft við fyrirtæki föður
síns og nú í sumar starfaði hún á
veitingahúsinu Mamma Rósa.
Dísa var skemmtileg stúlka og
góður vinnufélagi. Dísa skilur eft-
ir sig skarð í okkar hópi sem erfitt
verður að fylla. Söknuður okkar er
mikill, við höfum misst góðan vin
og skemmtilegan vinnufélaga. En
missir Sigrúnar og Bjarna er þó
mestur. Dísa var elsta barn þeirra
hjóna. Þóra, Elín og Árni litli,
missir ykkar er mikill að sjá á eft-
ir stóru systur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við góðan vin. Elsku Sig-
rún, Bjarni og börn, samúðar-
kveðjur til ykkar allra. Megi góður
Guð veita ykkur styrk.
Blessuð er minnig Arndísar
Bjargar.
Samstarfsfólk Brauðbæ.
Okkur langaði bara að skrifa
nokkur kveðjuorð til Dísu. Og við
skulum muna að lífið er ekki bara
liðnar stundir, heldur þær stundir
sem við minnumst og veittu okkur
hamingju. Þó að vegir okkar hafi
skilist að sinni vitum við að þeir
eiga eftir að liggja saman að nýju.
„Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið saraa,
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.“
(Úr Hávamálum.)
Ella Dís og Linda Hrönn
Hver var að tala
hfmHjá okkutífth
er úrvalið ofsalegt
ogverðið súper
Ég óska eftir aö fá sendan kays pöntunarlistann
í póstkröfu á kr. 98.- <að vlöbættu póstburðargjaldl).
Nafn
Heimili
Staður Póstnr.