Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
13
Dómkirkjan. Bygging hennar hófst 1287 og tók a.m.k. 148 ir. Stfllinn er
gotneskur og eru turnarnir 118 metra háir.
boðsbæklingum rignir yfir okkur í
hverri viku og við höfum auðvitað
notað okkur þessa hluti eins og
aðrir og miðað matarinnkaupin
við tilboðin. Annars söknum við
mest að fá ekki ferskan fisk. Slíkt
er fáséður hlutur hér og dýr.
D: Mér dettur nú í hug í sam-
bandi við verslunina hér hvað
þjónustan er öll aðgengilegri
vegna langs opnunartíma. Allar
matarverslanir eru opnar til 19
virka daga og sumar til kl. 21. Það
er einnig opið í sömu verslunum á
laugardögum og sunnudögum, yf-
irleitt frá kl. 10—16. Það er hægt
að fá bensín á hvaða tíma sólar-
hrings sem er, þökk sé bensín-
sjálfsölunum. Við höfum aldrei
séð fleiri en 1—2 afgreiðslumenn á
hverri bensínstöð, og eru þær nú
ekkert smáar í sniðum.
Pósturinn gegnir miklu stærra
hlutverki hér en heima. Mun fleiri
útibú eru hér og þess vegna er alls
staðar stutt á póstinn. Pósturinn
hefur eigin banka og veitir þ.a.l.
miklu meiri þjónustu en hinir
bankarnir vegna þess að hann er
opinn alla daga til kl. 18 og á laug-
ardögum til kl. 12. Það er furðu-
legt hvað pósturinn heima veitir
lélega þjónustu miðað við „kollega
sinn“ hér.
Knattspyrnan
S: Svo við snúum okkur aftur að
fótboltanum, Daníel. Hvað ertu
búinn að spila marga leiki með
Sirius?
D: Ég hef nú ekki tölu á þeim en
þetta er þriðja tímabil mitt hjá
félaginu. Ætli það séu ekki um
160—170 leikir. í ár hef ég spilað
27 leiki með liðinu og erum við án
taps ennþá.
S: Hvar eruð þið á stigatöfl-
unni?
D: Við höfum spilað 10 leiki í
deildinni, unnið 6, gert 4 jafntefli
og erum í 2. sæti eða 2 stigum á
eftir efsta liðinu, en við höfum
spilað tveimur leikjum minna. Við
erum komnir í 16 liða úrslit í bik-
arnum og eina liðið frá Uppland,
sem er eftir i bikarkeppninni.
Annars erum við staðráðnir í að
vinna deildina.
S: Hvernig stendur á því að ekk-
ert lið frá Uppsölum, sem telur um
150.000 íbúa, leikur í Allsvenskan?
D: Ætli það sé ekki aðallega
vegna þess að það er svo mikið af
stúdentum hérna, sem stoppa
stutt við rétt á meðan á námi
stendur og svo er erfitt fyrir þá að
fá vinnu hér í Uppsölum eftir
nám. Einnig er borgarstjórnin
ekki sérlega hliðholl íþróttafélög-
unum hér eins og annars staðar í
landinu. Það má segja að íþrótta-
pólitíkinni svipi svolítið til þess
sem gerist i vinabæ Uppsala,
Hafnarfirði, hvað snertir styrk-
veitingar til íþróttafélaganna þar.
: S: Attu þá við FH og Hauka?
D: Já.
S: Hvaða skoðun hefur þú, Daní-
el, á fréttaflutningi og fréttamati
fjölmiðla hér um íþróttir?
D: Svíar eru ansi uppteknir af
sjálfum sér og íþróttafréttir eru
mjög einhliða um afrek þeirra
sjálfra. Það er auðvitað eðlilegt að
greint sé ítarlega frá afrekum
sinna manna, en þegar maður
fréttir eingöngu í gegnum dag-
blöðin heiman að að stór afrek
hafa verið unnin á hinum Norður-
löndunum, þá er einhver staðar
pottur brotinn í sænskum frétta-
flutningi. Pressan hér segir yfir-
leitt illa frá einstaka íþróttavið-
burðum og kappleikjum. Oftast
virðast íþróttafréttaritarar hér
vera mest uppteknir við að koma á
framfæri viðtölum við þjálfara
eða leikmenn í stað þess að lýsa
hlutlaust sjálfum leiknum og ein-
staka atvikum sem gerast i leik.
Höldutn heim
S: Ætlið þið að setjast hér að
eftir að náminu er lokið?
H: Nei, við búumst ekki við að
setjast hér að.
D: Það getur hins vegar verið að
við verðum hér eitthvað áfram
tímabundið eftir að ég hef klárað
námið, þ.e.a.s. ef ég fæ ekki strax
starf heima. Okkur líst í.þ.m. ekk-
ert of vel á ástandið heima, yfir
140% verðbólga í maí/júní sl. og
ekkert öruggt húsnæði að hverfa i.
Svo er nú veðrið heima ekki til að
auka heimþrána. Eiginlega eru
það bara fjölskyldur okkar og vin-
ir, sem draga okkur heim.
S: Hefurðu hlerað atvinnuhorf-
ur heima fyrir lyfjafræðinga?
D: Nei, en ég hef ekki orðið var
við annað en að þeir lyfjafræð-
ingar, sem fóru heim í vor, hafi
allir verið búnir að ráða sig í stöð-
ur áður en þeir lögðu af stað. Ég
hef þess vegna ekki ástæðu til
annars en að vera bjartsýnn með
atvinnuhorfur.
Undirritaður þakkar Daniel og
Hrefnu kærlega fyrir skýr og
greinargóð svör.
Endurmenntun fyrir háskólamenn
í HAUST hefst á vegum Háskóla
íslands og fleiri aðila endurmenntun
fyrir háskólamenntað fólk, segir í
fréttatilkynningu frá Háskóla ís-
lands. Um síðustu áramót gerðu Há-
skóli íslands, Tækniskóli íslands,
Bandalag háskólamanna, Verkfræð-
ingaféjag íslands, Tæknifræðingafé-
lag íslands og Hið íslenska
Kennarafélag samning um samstarf
á sviði endurmenntunar fyrir ís-
lenska háskólamenn.
Sérstök endurmenntunarnefnd,
sem i eiga sæti fulltrúar allra
samningsaðila, hefur á hendi val á
námskeiðum m.a. eftir beiðnum
frá félögum BHM og auk þess um-
sjón með endurmenntunarstarf-
seminni. í nefndinni eiga sæti
Guðmundur Magnússon háskóla-
rektor, Guðbrandur Steinþórsson
deildarstjóri TÍ, Guðríður Þor-
steinsdóttir lögfræðingur, Loftur
Þorsteinsson verkfræðingur, Arn-
laugur Guðmundsson tæknifræð-
ingur og Þorsteinn Helgason
kennari.
í sumar var Margrét S. Björns-
dóttir þjóðfélagsfræðingur ráðin
starfsmaður nefndarinnar og hef-
ur hún aðsetur í húsnæði Háskóla
íslands í Nóatúni 17.
Fyrirhugað er að standa fyrir
fjölbreyttri viðbótar- og endur-
menntun fyrir háskólamenn og
aðra, sem áhuga hafa, í samvinnu
við deildir Háskólans, Tækniskól-
ans og fleiri aðila. Auk þess er
fyrirhugað að kynna það úr al-
mennu kennsluframboði HÍ og TÍ
sem hentað getur sem endur-
menntun, og veita upplýsingar um
endurmenntun erlendis einkum á
Norðurlöndum.
Fyrsta námskeiðið, Tölvur og
gagnavinnsla, hefst í lok septemb-
er. Það er byrjendanámskeið þar
sem kynnt verða helstu hugtök,
aðferðir og tæki, sem notuð eru
við sjálfvirka gagnavinnslu. Auk
þess verður kynntur tölvukostur
Háskóla íslands og
framhaldsmenntunarmöguleikar
þar.
í október verður m.a. námskeið
um: Tölvur og notkun þeirra í iðn-
aði, og í nóvember námskeiðið
Lj ósleiðaratækni.
Kjúklingar
.50
pr. kg.
, .Lamba
Hamborgara
hryggur
.00
AÐEINS
128
pr.kg.
VERÐAÐUR 195 oo
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Frampartar
niðursagaðir
71 85
/ Pr- kg.
VERÐ AÐUR 91.95
Læri og
Hryggir
.10
pr. kg.
VERÐAÐUR 127.30
Lambalifur Opið á morgun
/CÖ.00 laugardag fra
vO pr k«- kl. 9-12
AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2
kjöt
ÚTSALA
Heilir skrokkar 7050
niðursagaðir / >r pr kg
VERÐAÐURKR. 101.20