Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 Fjárlagagerðin; Samdráttur í launaútgjöldum ekki lækkun launa í MORGUNBLAÐINU í gær var frá því skýrt, að við fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 1984 væri stefnt að því að draga úr launaútgjöldum ríkissjóðs, sem næmi 2,5%. Þessi frétt hefur verið misskilin á þann veg, að stefnt væri að 2,5% lækkun launa opinberra starfsmanna. Þetta er að sjálfsögðu rangur skilningur á fréttinni. Um er að ræða tillögur um 2,5% samdrátt í heildarútgjöldum ríkissjóðs vegna launagreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ætlun fjár- málaráðherra að ná þessum sparnaði að hluta til með því að ráða ekki í störf hjá ríkinu, sem losna, en með því næst fram nokkur sparnaður og að nokkru leyti með því að ráða menn ekki til starfa í stað þeirra, sem eru í auka orloíi eða löngu orlofi held- ur draga úr þjónustu að ein- hverju leyti yfir sumarleyfistím- ann, eins og víða þekkist bæði í opinberum rekstri og einka- rekstri. Morffunblaftiö/Abbi. Hraunsréttir í Aöaldal: Fyrstu reglulegu réttir haustsins Straumnesi, Aðaldal, 8. september. FYRSTU reglulegu réttirnar í haust voru hér í Aðaldal, það voru Hraunsréttir. Eru þær viku fyrr en venja er vegna ofbeitar á afréttinum. Á fimmta þúsund fjár var réttað í blíðuveðri, sól og blankalogni. Þeistareykja- land og Reykjaheiði var smalað en eftir viku verður réttað aftur í Hraunsrétt, fé úr heimalöndum og það sem eftir hefur orðið í afréttinum. Fé virðist ekki vænt. Lömb eru misjöfn, nokkuð hold- góð en smá, þannig að líklegt er að meðalþungi verði í rýrara lagi. S.Sk. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bílastæði eru alltof fá í miðbænum. Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær í Vonarstrætinu. Þar hafði 10 bifreiðum verið lagt ólöglega og á allar voru settir sektarmiðar. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Gagnlegar viðræður við fjármálaráðherra „VIÐ HÖFUM unnið að því undan- farna daga að kynna ráðherrum okkar kröfur og málefni húsakaup- enda og húsbyggjenda og við áttum fund með Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra í gær og fóru þar fram mjög gagnlegar viðræður og fengum við mjög hreinskilin svör um að það væru litlir peningar til,“ sagði Pétur J. Eiríksson, einn forsvars- manna Áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Fjármálaráðherra undirstrik- aði það mjög fastlega að það væri mikill og góður vilji innan ríkis- stjórnarinnar og í hans ráðuneyti til þess að reyna að leysa úr vand- ræðum þessa fólks, húsbyggjenda og -kaupenda. Okkur er kunnugt um það að félagsmálaráðherra og hans aðstoðarmaður hafa unnið mjög ötullega í þessu máli, en hins vegar hefur ekkert komið út úr þessu ennþá, en við reiknum með því að það verði einhvern næstu daga. Eins væntum við þess að þegar samþykkt verða ný lög um húsnæðismálastofnun, sem taka eiga gildi um næstu áramót, verði þar að finna eitthvað fyrir þá sem byggðu undanfarin 3 ár og eru að byggja núna.“ Þrjú kanadísk fiskvinnslufyrirtæki undir stjórn skiptaráðanda; Hugmyndir uppi um verð- lækkun í Bandaríkjunum ÞRJÚ STÓR fiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtæki á Atlanthafsströnd Kanada hafa nú verið sett undir stjórn skiptaráðanda í kjölfar fjár- * Yta niður 50 m snar- bratta hlíð ÝTA FRÁ Patreksfirði lenti út af þjóðveginum í Sniðnum á Kleifaheiði fyrir nokkru er hún var að mæta bfl, fór fram af veginum og niður snarbratta hlíð, yfir 50 metra háa. Ýtustjórinn Bjarni Sigur- björnsson á Patreksfirði sagði í samtali við Mbl. að hann hefði verið að leysa ýtustjór- ann af og hefði hann verið óvanur þessari gerð af ýtu. Hann hefði verið að snúa henni út í vegarkantinn og ætlað að stoppa á meðan bíll- inn færi framhjá en gert mis- tök, sett á fullt í stað þess að stoppa og síðan hefði kantur- inn gefið sig. Sagðist hann hafa snúið undan brekkunni, og farið niður, ekki hefði verið annað að gera og hefði þetta ekkert mál orðið ef ýtan hefði ekki bilað þegar hann var kominn langleiðina niður og hann orðið að stoppa þar og skilja ýtuna eftir. hagsörðugleika þeirra. Skiptaráó- andinn hefur í huga að selja fisk- birgðir fyrirtækjanna til Bandaríkj- anna á niðursettu verði í þeim til- gangi að bæta lausafjarstöðu fyrir- tækjanna. Telja ráðamenn á Ný- fundnalandi og í Nova Scotia þetta undirboð á bandaríska markaðinum geti leitt til gjaldþrots hundruða smárra fiskvinnslufyrirtækja á Atl- antshafsströnd Kanada. Þetta kemur fram í kanadíska blaðinu The Chronicle Herald, sem gefið er út í Halifax í Nova Scotia. Þessi fyrirtæki eru Fish- eries Products Ltd., Lake Group Ltd. og John Penny and Sons Ltd. á Nýfundnalandi, og á vegum þeirra starfa um 7.000 manns á 60 togurum, í 15 frystihúsum og á „ÞAÐ HEFUR verið mikið að gera hjá okkur að undanförnu, bæði í frystihúsinu og rækjuvinnslunni. Það vantar nú um 20 manns í frysti- húsið og 6 til 8 í rækjuvinnsluna. Við höfum því verið að hugleiða að flytja fólk á staðinn," sagði Sæmundur Árelíusson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma í Siglufirði í sam- tali við Morgunblaðið. „Skýring þess, að fólk vantar nú öðrum vettvangi. Um 90.000 manns vinna við fiskvinnslu og út- gerð á Atlantshafsströnd Kanada, en einkum á Nýfundnalandi og í Nova Scotia. Eru fyrirtæki í sjáv- arútvegi á þessum slóðum tæplega 400 og flest smá í sniðum. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Vilhjálm Júlíusson, sem starfað hefur við sjávarútveg í Kanada í rúmlega áratug. Sagði hann, að vissulega væri staðan erfið, einkum á Nýfundnalandi, þar sem þorskafli hefði að undan- förnu dregist saman. Því ættu ým- is fyrirtæki erfitt uppdráttar þar. Þá mætti reikna með því að hugs- anleg undirboð skiptaráðanda þessara þriggja fyrirtækja hefðu einhver framboð á Bandaríkja- markaði. í vinnu, er aðallega brotthvarf skólafólksins, en einnig hefur hrá- efni borist nokkuð jafnt og þétt að, bæði til rækjuvinnslu hjá Siglósíld og í frystihúsið. Vegna þessa ástands höfum við orðið að vinna á laugardögum í frystihús- inu, en að öðru leyti er ekki unnin mikil yfirvinna," sagði Sæmundur Árelíusson. Vantar tæplega 30 manns í vinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.