Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
17
Uppsetning nýju stólalyftunnar í Bláfjöllum skotgengur:
Hann má fara
að snjóa í end-
aðan október
— þá anna skíðalyfturnar liðlega 6000 manns á klukkustund
„Hann má fara að snjóa í endaðan október —
þá munu allar lyfturnar hér á Bláfjallasvæðinu
anna um 6.000 manns á klukkustund. Þar af
munu lyftur Bláfjallanefndar geta flutt
3.700—3.800 manns á klukkustund og þá munar
vitaskuld um þessa nýju Dobbelmeier-lyftu,
sem á að flytja um 1.200 manns á tímann,"
sagði Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í
Bláfjöllum, þegar Morgunblaðsmenn hittu
hann að máli efst í Suðurgili síðdegis í gær.
Þorsteinn var þar við fjórða mann að ljúka
við að steypa undirstöður mastranna níu, sem
eru uppistaða nýju stólalyftunnar. Hún er af
sömu gerð og fyrri stólalyfta Bláfjallanefndar
um 700 metra löng, en afkastameiri. í lok mán-
aðarins áætla starfsmenn nefndarinnar að vera
búnir að Ijúka uppsetningu hennar. Síðan tekur
við rafmagns- og stillivinna.
„Við byrjuðum hér 18. júlí í sumar og mæld-
um þá fyrir lyftunni. Þá var hér rjómaveður,
sól og blíða. Síðan komu tæpir tveir mánuðir
með stöðugum rigningum og þokuslæðingi,
þannig að ef við hefðum ekki getað mælt þenn-
an dag hefði verkið tafist mjög mikið," sagði
Þorsteinn. „Veðrið hefur eitthvað tafið okkur I
sumar en samt hefur gengið vel.“
Hann sagði að með tilkomu nýju lyftunnar
ætti að slá á „mestu toppana" í biðröðunum er
oft hefðu ergt skíðamenn í Bláfjöllum. „Brekk-
urnar hér í Suðurgili eru mildari en í Kóngsgili,
þar sem hin lyftan er,“ sagði Þorsteinn. „Þetta
verður meira fyrir allan almenning — en þó eru
hér líka snarbrattar brekkur."
Ekki er gert ráð fyrir að ekið verði alveg að
nýju lyftunni heldur munu skíðamenn geta
ferðast frá einni lyftunni til annarrar — og frá
stjórnstöðinni hallar undan fæti að bílastæð-
inu.
Þorsteinn gat þess að gönguleiðir á svæðinu
yrðu merktar betur og varanlegar í vetur en
verið hefði og ekki væri mjög langt í að lýsing á
gönguleiðum yrði aukin.
Reykjavík — Brúsastaða Airport
ísastaða Airport á Skeiðarársandi á mánudag, en það var Twin Otter-vél frá Arnarflugi.
slóð leitarmanna, en þeir voru dagstund að hefla brautina og troða. í fyrstu lendingunni
i blaðamanna, en ferðin var sett upp sem áætlunarflug Arnarflugs á Brúsastaði frá
i á völlinn þegar Otterinn lenti þar, en flugstjóri í þessari fyrstu áætlun á Brúsastaði var
gs og aðstoðarflugmaður var Karl Bragi Jóhannsson. Skurðurinn meðfram flugbrautinni
nni. Ljósm. Mbl. RAX.
'ágangi í
inn og annað sem þeir staðsetja á
sandinum látið bíða næsta vetrar
er þráðurinn verður tekinn upp að
nýju.
Gullskipsmönnum hefur bor-
ist mikill fjöldi skeyta þar sem
fólk víða um land gleðst yfir
vikunni
harðfylgi þeirra og þolgæði
þrátt fyrir óvænta niðurstöðu
af starfi þeirra í sumar. Eru
þeir hvattir til dáða í heilla-
skeytum þessum og margir hafa
boðað fram aðstoð sína ef á þarf
að halda.
Athugasemd Magna Kristjánssonar:
Sumt ýkt og missagt og annað fellt úr
„FRÉTTIN er sett saman úr löngu
rabbi um þessi mál. Sumt er slitið úr
samhcngi, sumt ýkt og missagt og
annað fellt úr. Hið dólgslega orðafar
fréttarinnar, sem mér er lagt í raunn
í beinni, samfelldri ræðu, og önnur
framsetning er alls ekki frá mér
komin,“ sagði Magni Kristjánsson,
skipstjóri á Hólmadrangi, í samtali
við Morgunblaðið, er hann vildi
koma á framfæri leiðréttingum við
frétt Morgunblaðsins síðastliðinn
miðvikudag þar sem rætt var við
hann um sjósetningu gúmmíbjörg-
unarbáta.
„Mergurinn málsins er þessi:
Fréttin um galla búnaðarins er
rétt í blaðinu. Sömuleiðis átaldi ég
Siglingamálastofnun harðlega
fyrir að samþykkja búnað að svo
lítt athuguðu máli, sem raun ber
vitni. Varðandi smíði Stálvíkur á
búnaðinum nefndi ég ekki föndur,
heldur sagðist ekki hafa átt von á
því að hann fengi viðurkenningu
Siglingamálastofnunar svo skjótt
sem raun bar vitni.
Aðspurður tjáði ég blaðamann-
inum, að ég væri mótfallinn því,
að einhver ákveðin tegund sjálf-
virks sleppibúnaðar, í þessu tilfelli
Sigmundsbúnaðurinn, yrði lög-
leiddur í íslenzkum skipum. Held-
ur bæri í þessum efnum sem og
öðrum er varða öryggismál sjó-
manna að freista þess að finna
ávallt það bezta. Það er ákaflega
alvarlegt mál, þegar öryggisbún-
aður sem þessi er gallaður og er
hlutur Stálvíkur og Siglingamála-
stofnunar nógu alvarlegur, þó ekki
sé verið að afskræma hann á þann
hátt, sem gert er í fréttinni,” sagði
Magni Kristjánsson.
Aths. ritstj .! Magni Kristjáns-
son ber ekki brigður á efnisatriði
fréttar Morgunblaðsins. í samtali
við Morgunblaðið var hann mjög
harðorður. Hins vegar er fréttin
byggð á lengra samtali við Magna
og hefði því farið betur á að til-
vitnuð ummæli hans væru ekki
höfð innan gæsalappa.
Elliðaárdalur friðlýstur
Elliðaárdalur er nú um það bil að
veröa friðlýstur fólkvangur skv. 26. gr.
náttúruvcrndarlaga frá 1971, að því er
fram kom í erindi, sem Elín Pálmadóttir
flutti til kynningar á þessu útivistar-
svæði í Árbæjarsafni á Keykjavíkurviku.
Er búið að setja niður mörk hins frið-
lýsta svæðis, svo sem lög gera ráð
fyrir, og tilgreint í hverju friðunin
felst. Hefur þetta verið unnið í um-
hverf ismálaráði Reykj avfkurborgar
með samvinnu við náttúruverndar-
nefnd Kópavogs, en það eru landeig-
endur í fólkvanginum, og hafa stjórnir
bæjarfélaganna samþykkt friðunina.
Af þessu tilefni hafa umhverfis-
málaráð Reykjavíkur og Árbæjarsafn
gefið út bækling um Elliðaárdal, lýs-
ingu á sögu hans, jarðsögu, veðurfari,
gróðri, dýralífi, mannvirkjum, lax-
veiði, hestamennsku ofl., og birt þar
meðfylgjandi kort, sem sýnir friðaða
svæðið, sem fylgir að mestu þeirri
byggð sem komin er. Nær fólkvangur-
inn frá Elliðavogi við Gelgjutanga að
austan og Sævarhöfða vestan megin
vogarins og upp að Elliðavatnsstíflu,
með ræmu út að Suðurlandsvegi, sem
nær um 50 m vestur fyrir undirgöng
Rauðavatns.
Fólkvangur í Elliðaárdal nær frá
Elliðavogi að Elliðavatnsstíflu
með ræmu út að Suðurlandsvegi,
þar sem undirgöng eru undir
veginn. Slitna línan sýnir mörk-
in, sem að mestu fylgja byggð.