Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
Samtal við Daníel Gunnarsson
og Hrefnu Valsdóttur, sem búa í Uppsölum
Margir íslendingar stunda keppn-
isíþróttir erlendis jafnframt því að
vera í ströngu námi. Daníel Gunn-
arsson er einn af þeim knattspyrnu-
mönnum, sem dvelst í Svíþjóð ásamt
fjölskyldu sinni.
Daníel lék áður með Skaga-
mönnum í yngri flokkum og seinna
með Haukum úr Hafnarfirði, m.a.
þegar þeir komust í 1. deild fyrir
nokkrum árum. í dag leikur hann
með þekktasta liði Uppsalaborgar,
Sirius. Liðið var frægt hér á árum
áður fyrir að hafa eina 6 landsliðs-
menn í sínum röðum. Það var á þeim
tíma, er efnaður iðnjöfur sat í for-
mannssæti og hafði digra sjóði að
ausa úr.
Daníel stundar nám í lyfjafræði
við Uppsalaháskóla. Eiginkona hans,
Hrefna Valsdóttir, er heimavinnandi
með börnin Önnu (3ja ára) og Helga
Val (2ja ára).
Námstilhögun góð
Spyrjandi: Svo við snúum okkur
nú að verunni hér í Uppsölum.
Hvað hafið þið dvalist hér lengi?
Daníel: Við höfum búið hér síð-
an í janúar ’81 eða í 2'A ár.
S: Hversu langan tíma tekur
námið?
D: Ég kom inná annað ár hér úti,
þar sem ég var með exam. pharm.
-próf frá Háskólanum heima, en það
er 3ja ára nám. Annars tekur námið
er góð aðstaða fyrir alla þá sem
vilja skokka og hreyfa sig.
S: Hvað með skemmtana- og fé-
lagslíf, hvernig er því hagað hjá
borgarbúum?
D: Það er allt öðru vísi en
heima. Hér fara stúdentar ein-
göngu á svokallaðar „nationir",
sem eru sérstök samkomuhús og
kennd við hvert lén (sýslu) hér í
Svíþjóð. Enginn fær inngöngu á
„nation" nema að sá hinn sami sé í
háskólanámi. Á þessum sam-
komuhúsum er selt áfengi og
ýmiskonar músíkuppákomur eru
tíðar. Annars er félagslíf dauft
hér á sumrin, þar sem stór hluti
íbúanna, stúdentarnir, hverfa úr
borginni. Skemmtistaðir fyrir
„venjulegt fólk“, þ.e. aðra en stúd-
enta, eru bæði fáir og lítt spenn-
andi. Miðbærinn er yfirleitt
steindauður eftir lokunartíma
verslana, því að kaffihús og veit-
ingastaðir loka á sama tíma.
S: Getið þið lýst borginni eitt-
hvað frekar?
H: Mér finnst borgin vinaleg og
miðbærinn mjög skemmtilegur,
enda prýða hann ævagamlar
byggingar frá miðöldum. Það er
ákveðinn sjarmur yfir staðnum.
Dómkirkjan og höllin eru fræg-
ustu túristastaðirnir. Svíakonung-
ar voru krýndir hér fyrr á öldum í
dómkirkjunni, en hún hefur
Helgi Valur, Hrefna, Daníel og Anna.
„Erfitt að átta sig á
þessum kerfískrókum“
— eftir Magníis
Brynjólfsson
hér 4 ár fyrir þá sem koma inná
fyrsta ár.
S: Geturðu sagt frekar frá nám-
inu?
D: Við lesum eitt fag í einu og er
gefinn einn punktur fyrir hverja
námsviku sem líður. í lokin tökum
við próf í greininni og til að stand-
ast próf verður að skila 60% kunn-
áttu og stundum hærra. Það eru
líka oft minni háttar próf með
stuttu millibili til að halda
mönnum við lesturinn. Eg kann
persónulega mun betur við þetta
fyrirkomulag en það sem er notast
við heima, þar sem vinnuálagið
jafnast niður á allan veturinn.
S: Nú gefst fólki í fyrsta sinn
kostur á því heima að fullnema sig
þar. Væri eitthvað hægt að taka
sér til fyrirmyndar hér, sem
mætti notast við heima?
D: Já, ég tel að hingað mætti
sækja margar nýjar hugmyndir,
t.d. er skipulagning námsins mjög
góð og námsgreinarnar tengjst
hver annarri, þannig að þær
mynda eina órofa heild. Annars er
öll aðstaða og tækjakostur mjög
góður og fullkominn, — nokkuð
sem skorti tilfinnanlega heima,
þegar ég var í deildinni fyrir tæp-
um þremur árum.
Vinaleg borg
S: Hvernig kunnið þið við ykkur
í Uppsölum?
Hrefna: Við kunnum bæði mjög
vel við okkur, enda borgin falleg
og laus við stórborgarskarkala.
Hér búa tæplega 150.000 íbúar.
Uppsalir eru dæmigerð háskóla-
borg enda byggð á gömlum merg.
Hér eru við nám u.þ.b. 20.000 stúd-
entar á hverjum vetri og því mikið
af ungu fólki. Það er allavega
sjaldgæft að sjá menn í skítugum
vinnugalla. Við búum í mjög frið-
sælu úthverfi, þar sem skógurinn
umkringir okkur. Umhverfið er
mjög vel fallið fyrir börn og einnig
brunnið a.m.k. tvisvar á liðnum
öldum.
í bol og stuttbuxum
S: Hvað finnst ykkur um veðrið
hér og heima?
D: Það er eins og svart og hvítt.
Hér ríkir staðviðri og oft eru lang-
varandi frosthörkur á veturna
með töluverðum snjó, en hins veg-
ar eru sumur hlý með um og yfir
20—30°C hita. Veðrið i sumar
virðist ekki ætla að verða síðra en
í fyrrasumar.
H: Mér finnst t.d. mikill munur
að vera með börnin úti á sumrin
og þurfa ekki að klæða þau í neitt
nema bol og stuttbuxur.
Leiguhúsnæði
algengt
S: Nú er húsakostur öðru vísi
hér en heima, hvað er það, sem
skilur að?
H: Það er töluvert sem ber á
milli. Það er miklu algengara hér
að fólk búi í leiguhúsnæði, sem er
eign fasteignafirma eða sveitarfé-
lags. Leigutaki kaupir þá leigu-
réttinn fyrir tiltekna upphæð, t.d.
50.000. Skr. og greiðir síðan mán-
aðarleigu, sem getur verið t.d. um
2.000 Skr. pr. mán. fyrir 3ja herb.
blokkaríbúð. Leigutími er ótak-
markaður og leigutaki hefur þ.a.l.
frjálsar hendur með að innrétta
íbúðina eftir sínu höfði. íbúðirnar
eru yfirleitt einfaldar og staðlað-
ar. T.d. eru allar gluggastærðir
staðlaðar og því ekkert vandamál
að kaupa gardinustengur fyrir
glugga. Húsnæðið er gegnum
sneitt mun óvandaðra en heima og
miklu minni fjármunum varið I
gerð þess. Mér detta nú bara í hug
hurðaumbúnaður og hurðir. Hér
sjást ekki palisandersútihurðir
eins og í öðru hverju húsi heima.
S: Hvernig verja fjölskyldur al-
mennt sumarfríum sínum hér?
H: Það er sagt að ýmist verði
hver fjölskylda að eiga sumar-
bústað, seglbát eða hjólhýsi. Hvað
um það, þá er mikið um það að
fólk eigi eitt af þessu þrennu og
verji frítíma sínum á sumrin til að
sinna þessum áhugamálum. Sól-
arlandaferðir hafa verið mikið
stundaðar af Svíum, en í ár er
greinilegur afturkippur í þeim
vegna almenns samdráttar hjá
fólki.
íslendingar vel liðnir
S: Hvernig kunnið þið við fólk-
ið?
D: Alveg ágætlega, ég hef eign-
ast góða kunningja bæði i skólan-
um og í fótboltanum. Svíar eru
seinir í viðkynningu og hafa alltaf
þótt. Flestir skipuleggja tíma sinn
vel og dagbækur seljast alltaf vel
um áramót.
S: Nú hefur verið mikiil straum-
ur innflytjenda inn í landið, hafið
þið orðið vör við útlendingahatur?
D: Nei, ekki getum við sagt það
sjálf persónulega. Hins vegar
verðum við vör við „rasisma" hér
eins og annars staðar. Það er aðal-
lega suðrænt fólk, sem verður
fyrir aðkasti eða svokallaðir
„svartskallar" eins og margir Sví-
ar kalla þetta fólk. íslendingar eru
yfirleitt vel liðnir, það sem ég
þekki til. Fjölmiðlar gera vafa-
laust meira úr þessum vanda en
ástæða er til, þannig að það
verkar eins og bensín á eld. Lituð-
um innflytjendum virðist fjölga
hlutfallslega mun meir en Svium
og það sem hjálpast að við þessa
þróun, er að margir karlmenn frá
Suður-Evrópu og Austurlöndum
nær sækja sér maka til þessara
landa af ýmsum ástæðum. M.a.
þetta hefur leitt til mjög hraðrar
fjölgunar minnihlutahópa, sem
blanda litlu geði við Svía.
Styrkjafrumskógur
S: Ýmsir styrkir þekkjast fyrir
almenning, hvað kunnið þið að
segja frá þeim?
H: Já, hér eru nokkrir styrkir,
sem allir njóta, a.m.k. fjölskyldu-
fólk. Stuttu eftir komuna hingað
sóttum við um svokallað „bosáttn-
ingslán" eða „húsgagnalán“. Þetta
lán var veitt útlendingum jafnt
sem Svíum, sem voru að hefja
búskap. Lánið var að upphæð 7.000
Skr. árið ’81, en nú hafa þau verið
I felld niður.
Þá má nefna húsaleigustyrk
í baráttu um boltann. Danfel til vinstri.
(bostadsbidrag), sem er mismun-
andi hár. Hann er greiddur mán-
aðarlega og fer upphæðin eftir
áætlaðri tekjuinnkomu á árinu,
fjölskyldustærð og leiguupphæð.
Ríkissjóður og sveitarfélög veita
þennan styrk.
Svo er það barnalífeyrir
(barnbidrag), sem er greiddur með
öllum börnum upp að 17 ára aldri.
Það er föst upphæð án tillits til
fjölskylduaðstæðna. I dag er upp-
hæðin 825 Skr. á barn og greidd á
3ja mánaða fresti.
I sambandi við fæðingu barns
fær móðir fæðingarorlof, sem er 6
mánaða frí og fær hún þá 90% af
föstum launum. Ég fékk í mínu
tilviki 90% af þeim launum, sem
ég hafði haft á ísiandi árið áður.
Feður geta einnig notað sér þenn-
an rétt og eiga þá rétt á 10 daga
fríi á fullum launum (90%) frá
vinnu til að taka þátt í umönnun
barnsins fyrstu dagana. I fram-
haldi af þessu 6 mánaða fæðingar-
fríi fékk ég sérstaka foreldrapen-
inga (serskilda foráldrapenning),
sem eru greiddir næstu 6 mánuði í
viðbót. Þessi upphæð er líka miðuð
við sama grundvöll og fæðingar-
orlofið. Þessir þrír síðastnefndu
styrkir eru allir greiddir af
sjúkrasamlaginu.
Ofan á þennan síðasta styrk
fékk ég svo annan vegna eldra
barnsins vegna þess að Anna var
yngri er 18 mánaða þegar Helgi
Valur fæddist. Þetta voru einnig
sérstakir foreldrapeningar og er
styrkurinn bundinn við hvert
barn.
S: Er ekki erfitt að fóta sig í
þessum styrkjafrumskógi?
H: Svo sannarlega, en ég var nú
svo heppin að ég fékk góða leið-
sögn frá íslenskri kunningjakonu
minni. Annars hef ég heyrt að það
sé erfitt að átta sig á þessum kerf-
iskrókum, enda gengur treglega að
fá upplýsingar frá sjúkrasamlag-
inu.
Framfærslukostnaður hár
S: Hvernig gengur að láta enda
ná saman?
D: Það gengur nú svona og
svona. Aðallega höfum við haft
framfæri okkar af námslánum,
sem hafa nú alltaf verið í lægri
mörkunum, sérstaklega síðasta
úthlutun til okkar. Þar virðist
starfsmaður Lánasjóðsins hafa
gleymt því að við værum 4ra
manna fjölskylda. Ég hef alltaf
unnið hluta af sumarmánuðunum
í þau tæpu þrjú ár, sem við höfum
verið hér. Launin fyrir sumar-
vinnuna hafa komið sér vel, því að
námslánin hrökkva hvergi nærri
til fram á haustin.
S: Hvað með styrkina, segja þeir
ekki eitthvað?
D: Þessir styrkir, sem Hrefna
taldi upp áðan, létta jú undir hjá
okkur, en þeir eru ekki nema brot
upp í þann háa framfærslukostn-
að, sem er hjá okkur og flestum
öðrum námsmönnum hér.
S: Er eitthvað sem stingur í stúf
við það sem þið eigið að venjast
heima?
H: Það er eflaust svo margt.
Mér dettur nú fyrst í hug sjón-
varpið hér með sínar tvær rásir.
Ég tel mig nú samt vera óháða því
þvó ég nefni það í fyrstu hendingu.
Efnisval í sjónvarpinu er yfirleitt
gott. Svo erum við blessunarlega
laus við sjónvarpsauglýsingar, en í
staðinn flýtur ómælt auglýsinga-
pappírsflóð inn um bréfalúguna
hjá okkur og það getur nú einnig
verið hvimleitt til lengdar. Flestir
láta auglýsingapóstinn beint í
körfuna og enn aðrir hafa valið
þann kost að líma upp miða á út-
ihurðina, þar sem þeir afþakka öll
gylliboð.
D: Hér er líka vonlaust að
greiða með afborgunarkjörum
eins og heima, því að konto-kort
eru alls ráðandi hjá öllum versl-
unum. Konto-kerfið hentar okkur
námsmönnum illa. Til að fá eitt
slíkt, þarf að sýna stöðugar tekjur
og hafa tvo sjálfskuldarábyrgð-
armenn. Vafalaust stuðlar þetta
kerfi að viðskiptaöryggi og skil-
vísi.
S: Hvað með matarvenjur?
H: Þær mótast nú töluvert af
því, sem er á boðstólum hér. Til-