Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 241. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brazilía: Stjórnin hótar neyðarástandi Rraxilíu, Krazilíu, 20. október. AP. BRAZILÍUSTJÓRN, scm nýtur stuönings hersins, tók sér í gær þau völd, sem kveðid er á um í lögum um neyöarástand, og tilkynnti nokkru Dagur Martin Luther Kings Símamynd AP. Oldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, að þriðji mánudagur í janúar, frá 1986 að telja, skuli vera þjóðhátíðardagur, almennur frídagur, í minningu mannvinarins Martin Luther Kings. Fulltrúadeildin hafði áður samþykkt tillöguna, en þessi heiður hefur aðeins fallið einum öðrum Bandaríkjamanni { skaut, George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Þessi mynd var tekin nokkru áður en greidd voru atkvæði í öldungadeildinni af þeim Corettu King, ekkju Martins Luthers, syni hennar, Martin Luther King III, og Howard Baker, leitoga repúblikana f öldungadeildinni. Líbanon: Genf sennilegust sem fiindarstaður Beirúl, 20. október. AP. RÍKISSTJÓRN Amin Gemayels hefur lagt til, að væntanleg ráðstefna um þjóðarsátt í landinu verði haldin í Genf. Upphaflega var áætlað að halda ráðstefnuna á flugvellinum í Beirút en á það vildu andstæðingar stjórnarinn- ar, sem Sýrlendingar styðja, ekki fallast. Líbanskir embættismenn sögðu í dag, að líklega myndu allir deilu- aðilar fallast á að halda ráðstefn- una um þjóðarsátt í aðalstöðvum SÞ I Genf en á ráðstefnunni á að ræða friðsamlega sambúð mú- hameðstrúarmanna og kristinna í Líbanon. Þrír helstu leiðtogar mú- hameðstrúarmanna höfðu áður hafnað flugvellinum í Beirút sem fundarstað enda hafa leyniskyttur beint spjótum sínum að vellinum og mannvirkjum þar. Gemayel forseti hafði sjálfur mestan áhuga á Jidda í Saudi-Arabíu sem fund- arstað en Sýrlendingar aftóku það vegna þess nána sambands, sem er á milli Saudi-Araba og Banda- ríkjamanna. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sem nú er staddur í Búdapest í Ungverjalandi, fór í dag hörðum orðum um ótilgreind Arabaríki, sem hann sakaði um klofninginn í röðum PLO. Ekki fór á milli mála að hann átti fyrst og fremst við Sýrlandsstjórn. Arafat gaf í skyn, að í deilunum nyti hann stuðnings Sovétmanna, sem hann sagði hafa „sýnt okkur mikinn skilning". Wales: Stöðin með stóra nafnið til sölu Llanfairpwlljíwyngyll. Wales, 20. október AP. AFLÓGA járnbrautarstöð í Wales ásamt nærri 11 metra löngu nafnskilti stöðvarinnar er nú til sölu fyrir sanngjarnt verð. Eigend- urnir hafa hins vegar af því nokkr- ar áhyggjur, að nafnið kunni að standa dálítið í væntanlegum kaupendum því að það er hvorki meira né minna en 58 stafir. Llanfairpwllgwyngyllgoger- ychwyrndrodwllllantysiliogog- ogoch-stöðin, sem var gerð að ferðamannamiðstöð árið 1973 eftir að bresku járnbrautirnar hættu að stoppa þar vegna far- þegaskorts, var auglýst til sölu í dag og 170.000 pund, um sjö milljónir ísl., sett upp fyrir hana. Innifaiið í verðinu er veit- ingastaður, bílastæði og minja- gripaverslun, sem selur ógilda farseðla með nafni stöðvarinnar. Stöðin er á Angelesey (eða Öng- ulsey eins og hún heitir í íslensk- um sögum). Á velsku þýðir nafnið „Kirkja heilagrar Maríu við lindina und- ir heslitrjánum, skammt frá hylnum við hinn rauða helli hjá kirkju heilags Tysilios". Sam- kvæmt metabók Guinness er þetta ekki lengsta örnefni, sem vitað er um, því að á tungu ma- óría á Nýja Sjálandi er annað, sem hefur samtals 85 stafi. Grenada: Fólk „skotið á staðnum“ ef útgöngubann er rofið Bridgetown, Grenada, 20. október. AP. AÐEINS HERMENN með alvæpni sáust í dag á götum bæja á Grenada en í gær tók herinn í landinu völdin í sínar hendur eftir að hafa tekið af lífi Maurice Bishop, forsætisráðherra, og a.m.k. fimm stuðningsmenn hans. Hudson Austin, yfirmaður hersins, er nú valdamestur maður á Grenada. Ríkisútvarpið á Grenada hvatti í dag fólk til að „vera á varðbergi gegn tilraunum heimsvaldasinna til gagnbylt- ingar" en varaði það jafnframt við og sagði, að þeir, sem brytu gegn útgöngubanninu, yrðu „skotnir á staðnum". Erlendir sendiráðsstarfsmenn á Grenada segjast hafa það eftir vitnum, að Bishop og Unison Whiteman, utanríkisráðherra, hafi verið handteknir í gær, miðvikudag, og skotnir. Austin, yfirmaður hersins, sagði í yfirlýsingu, sem lesin var í útvarpinu, að Bishop og það fólk, sem leysti hann úr haldi, hefði hafið skothríð á her- menn en vitnum segist öðruvísi frá. Segja þau, að Bishop hafi gefist upp fyrir hermönnunum og verið fluttur til aðalstöðva hersins. Austin sagði, að „byltingar- herráð" færi nú með völdin í landinu og að skólum hefði verið lokað og vinna bönnuð í öllum fyrirtækjum þar til „eðlilegt ástand" ríkti á ný. Útgöngubann allan sólarhringinn gildir fram á nk. mánudag og hafa hermenn fyrirskipun um að „skjóta á færi“ þá, sem brjóta gegn því. I yfirlýsingu Austins sagði, að auk Bishops hefðu Unison White- man, utanríkisráðherra, Norris Bain, húsnæðisráðherra, Jacqu- eline Creft, menntamálaráð- herra, verkalýðsleiðtoginn Vinc- ent Noel og Fitzroy Bain „ásamt öðrum" verið teknir af lífi. Forsætisráðherrar Barbados, Dominica, Jamaica og Antigua og Barbuda, sem allt eru ríki í Karabíska hafinu, fordæmdu í dag morðið á Maurice Bishop og kváðust þeir aldrei mundu viður- kenna þá sUórn, sem nú ræður á Grenada. „Eg mun aldrei setjast til borðs með þessum viðbjóðs- legu morðingjum," sagði Tom Adams, forsætisráðherra Barba- dos. Sjá ennfremur Erlendan vett- vang á bls. 23 og „Svipmiklum leiðtoga ... “ á bls. 14. seinna, að nýtt lagafrumvarp um strangar efnahagsráöstafanir heföi verið lagt fram á þingi. Koma þessar ráöstafanir i kjölfar ósigurs stjórnar- innar á þingi í gær, en þá felldi full- trúadeildin nýtt lagafrumvarp um vísitölubætur. Lagafrumvarpið, sem fellt var, kvað á um, að takmarkaðar skyldu launahækkanir í landinu við 80% framfærsluvísitölunnar en 30% vantar hins vegar upp á, að fram- færsluvísitalan sé jöfn verðbólg- unni, sem er 175%. Allir þing- menn stjórnarandstöðunnar voru andvígir frumvarpinu og að auki 29 þingmenn stjórnarinnar. Nýja frumvarpið er líkt hinu fyrra en þó meira tillit tekið til þeirra lægstlaunuðu. Samkvæmt neyðarástandslög- um er heimilt að handtaka fólk og leita í húsum, leysa upp þing og segja stjórnum verkalýðsfélaga og annarra samtaka fyrir verkum. Enn er aðeins um heimild að ræða fyrir stjórnina en hún kveðst ekki hika við að beita lögunum ef til ókyrrðar kemur í landinu. Brasilíumenn skulda mest allra þróunarþjóða og erlendur gjald- eyrir er uppurinn. Segja stjórn- völd, að til að þjóðin geti staðið í skilum og fengið ný lán verði ekki komist hjá því að lækka launin. Friðartil- lögur frá Nicaragua Washington, 20. október. AP. Utanríkisráðherra Nicaragua, Miguel D'Escoto, átti f dag fund meö bandarískum embættismönn- um og lagöi þar fram „mjög ítarleg- ar“ tillögur um friö í Miö-Ameríku. Bandaríska fulltrúadeildin sam- þykkti í dag, aö hætt skyldi stuön- ingi viö andstæðinga stjórnarinnar í Nicaragua. D’ Escoto átti fund með aðstoð- arinnanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Langhorne Motley, og lagði fyrir hann friðartillögur, sem hann sagði „mjög ítarlegar" og uppfylla þau skilyrði, sem sett hefðu verið fram af Contadora- ríkjunum svokölluðu, Mexíkó, Venezúela, Panama og Kolombíu. Eftir fundinn kvaðst D’Escoto vera mjög ánægður með áhuga Motleys á að „semja sátt í Mið- Ameríku með öðrum aðferðum en hernaði". Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti i dag að hætta stuðn- ingi við uppreisnarmenn í Nicar- agua og er það í annað sinn á þremur árum, sem hún gerir það. Ólíklegt þykir, að öldungadeildin komist að sömu niðurstöðu enda eru repúblikanar þar í meirihluta. í gær sagði Reagan, að leyniað- gerðir væru „hluti af skyldum stjórnarinnar" og átti þá m.a. við stuðninginn við andstæðinga Nic- aragua-stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.