Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 7 Hugheilar þakkir til allra er veittu okkur hjónunum gleöi með heimsóknum, gjöfum, skeytum og símtölum í tilefni 70 ára afmælis míns 15. október sL Sérstaklega vil ég þakka Axel í Glóðinni og hans starfs- fólki fyrir þeirra framlag til þess að gera þennan dag ógleymanlegan. Björn Magnússon, Keflavík. TUTTUO.U OGTVO 22 af helstu veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu, bæði í háum og lágum verðflokkum. TIL DAGLEGRA NOTA Sviðaveisla — Vetrarfagnaður veröur haldinn laugardaginn 22. október nk. í félags- heimilinu viö Bústaöaveg og hefst á listauka kl. 20.30. Miöasala á skrifstofunni í dag frá kl. 14—17. Fáksfélagar fjölmennum. Skemmtinefndin Nýr NATIONAL olíuofn FULLKOMINN, FALLEGUR Alger nýjung. Innb.'kolsýrueyöir. Ofninn fyrir: • sumarbústaðinn • gróðurhúsið • varavarmi heimafyrir • áfylling m/lausum tank • eyöir 2 Itr á 15 tímum • viögeröar- og varahlutaþjónusta RAFB0R6 SF. Rauðarárstíg 1, sími 11141. Kaldhæðni örlaganna (íuAmundur J. Guð- mundsson, formaöur VMSÍ, sagði f útvarpsum- ræðum sl. þriðjudag: „l»að er kaldhæðni ör- laganna að Framsóknar- flokkurinn, sem kallar sig flokk samvinnumanna, frjálslyndan milliflokk, gerði þá kröfu við myndun rikisstjórnarinnar, að bann yrði sett við samningafrelsi og samningsrétti verka- lýðsfélaga í eitt og helzt tvö ár. Og kaldhæðnin var svo mikil að það var sjálft íhaldið sem neitaði því og gat þvingað Framsóknar- flokkinn niður í 8 mánuði. Kn vísitalan var bönnuð í tvö ár ... Og ég endurtek: Kaldhæðnin er svo mikil að það verður að vera sjálft íhaldiö sem aðeins reynir að hamla þarna á móti.“ Bændur ekki of sælir hjá SÍS-milliliðum Guðmundur J. Guð- mundsson, alþingismaður, sagði ennfremur: „Kn sannleikurinn er sá að Framsóknarflokkurinn, sem rekið hefur landbún- aðarpólitík á íslandi; bændur eru ekki of sælir í þessu landi. Kn SÍS hefur náð undirtökunum á vinnshistöðvunum. Slát- urhús eru byggð villt og brjálað, og það er lítil hag- sýni í þeim vinnubrögðum. Mjólkurstöðvar og dreifing eru í höndum SÍS og sala á landbúnaðarafurðum til út- landa. I'etta er kerfi sem er sjálfvirkt, bundið inn f verðlag landbúnaðarafurða og bundiö hjá SÍS. Og það, að þeir vilja hafa sjávarút- vegsmálin, þýðir að þeir vilja koma þessu fasta kerfí í sjávarútveginn Ifka. SÍS-kerfið inn í sjávarút- veginn líka ...“ „SÍS-kerfiö í sjávarútvegi líka“? Guömundur J. Guömundsson, formaöur VMSÍ og þingmaöur Alþýöubandalags veittist harkalega aö Framsóknarflokkn- um í útvarpsumræöum sl. þriöjudag en var mun mildari í garö Sjálfstæðisflokks- ins. Hann sagöi milliliöakerfið í landbún- aöi, sem væri á snærum SÍS, vera orsök nokkurs vanda. — Framsóknarflokkurinn stefndi aö því að koma þessu SÍS-kerfi í sjávarútveginn líka. Staksteinar kynna í dag kenningar GJG í útvarpsumræöun- um — og fleiri sjónarmið, sem þar komu fram. Síamstvíburar á tófugreni Jón Baldvin Hannibals- son, þingmaður Alþýðu- flokks, sagði í þesNum um- ræðum: „f 5 ár (1978—1983) hef- ur Alþýðubandalagið ... veriö Framsóknarflokkn- um eins og Síamstvíburi í stjórn landsins. Hver er dómur reynsl- unnar? Hinir þjóðlegu atvinnu- vegir okkar vóru sokknir í skuldir. Kfnahagslegt sjálfstæði okkar var veð- sett erlendum lánardrottn- um; lífskjarafórn alþýðu var orðinn hlutur. Og þótt félagi Svavar bíti nú í skjaldarrendur, verður hann að bíta í það súra epli í leiðinni, að lífskjarafórnin nú er að % hlutum gjald- fallnar vanskilaskuldir úr sameiginlegu þrotabúi hans og forsætisráðherr- ans. Báðir eru þessir flokkar því siðferðilega dæmdir af verkum sínum. I»eir fóst- bræður (Steingrimur og Svavar) geta nú tekið undir með Vatnsenda-Kósu, þeg- ar hún kvað: „Man ég okkar fyrri fund forn þótt ástin réni; en nú er likt og hundur hund hitti á tófugreni". I’arna var orðaskiptum Steingríms og Svavars á þriðjudagskvöídið rétt lýst. Spyrji hver sjálfan sig þeirrar sam- vizkuspurn- ingar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði: „Sérhvert þjóðfélag hvíl- ir á ákveðnum meginstoö- um. Stólpar okkar þjóðfé- lags eru að að sjálfsögðu auðlindirnar, hafið, landið, orkan, atgervi og þekking þjóðarinnar sjálfrar. Á þessum meginstoðum hvíla atvinnuvegir þjóðarinnar og frá atvinnuhTinu kemur uppspretta lífskjara okkar. Til að þjóðfélagið geti dafnaö og framfarir oröið þarf undirstaðan að vera sterk." Halldór spyr siðan: „Hver var staðan þegar ríkisstjórnin tók við völd- um?“ Hann svarar hiklaust: „Vegna langrar sjálfheldu í stjórnmálum og óraunsæis Alþýöubandalagsins í fyrri ríkisstjórn, blasti við stöðv- un atvinnuveganna. Afli hafði dregizt saman, verð- bólgan geisaði með meiri eyöileggingarmætti en nokkru sinni fyrr. f þessari stöðu var ekk- ert annað að gera en horfa framan í kaldar staðreynd- ir og grípa til þeirra að- gerða sem illnauðsynlegar vóru. I»etta hefur ríkisstjórnin gert og þar með forðað því að við lentum út í botn- laust skuldafen og hringiðu verðbólgu, sem aöeins er kunn I stríðshrjáðum ríkj- um eins og ísrael eða van- þróuðum ríkjum herfor- ingjastjórna." Knn sagði Halldór: „Ég bið þig, hlustandi góður, að íhuga í fullri al- vöru: Hvar stóðum við í vor? Hvar stöndum við í dag? Ihugir þú svörin við þeim spuringum gaumgaTi- lega þá veit ég aö þú kemst að þeirri niðurstöðu að rík- isstjórnin stefnir í rétta átt...“ Ályktun Trésmíðafélags Akureyrar: Er íslensk verkalýðshreyfing frjáls? MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Trésmíðafé- lagi Akureyrar: „Fundur í Trésmíðafélagi Akur- eyrar haldinn á Dalvík 5. október 1983, fagnar þeirri ákvörðun norsku nóbelsnefndarinnar að veita Lech Walesa friðarverðlaun Nóbels vegna starfa hans fyrir pólska verkalýðshreyfingu. Á þessa ákvörðun ber að líta sem hvatningu til órofa samstöðu allra frjálsra verkalýðshreyfinga til stuðnings þeim félögum okkar sem meinað er að starfa í verka- lýðsfélögum í skjóli valdboða. Því verður ekki trúað að Alþingi íslendinga geti samþykkt það ákvæði bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar frá 27. maí sl., sem skerðir eða afnemur samnings- rétt. Því er skorað á Alþingi og ríkisstjórn að afnema án tafar öll ákvæði bráðabirgðalaganna er skerða eða afnema samningsrétt samtaka launafólks, þannig að ís- lensk verkalýðshreyfing verði tal- in með þegar rætt er um frjálsa verkalýðshreyfingu." Á RÉTTRI ,upplausntil abyrgðar LEIÐ Sauöárkrókur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Sæborg föstudaginn 21. október kl. 20.30. Sverrir Hermannsson, iönaöarráðherra ræöir störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæöisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.