Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar II. NÍTJÁN 19 kjörbúöir og stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA Sovéskir dagar Nokkur dagskráratriði kynningar á þjóð- menningu og þjóðlífi Sovétlýðveldisins Litháen. Laugardagur 22. okt. kl. 15: Opnuð sýning í Asmundarsal viö Freyjugötu á grafik og ýmis konar listmunum (skartgripum, tréskuröi, vefnaöi, leirmunum o.fl.) frá Litháen. Sýningin veröur opin um helgar kl. 15—22 og á virkum dögum kl. 17—22. Sunnudagur 23. okt. kl. 20.30: Gestir frá Litháen koma í heimsókn í Ásmundarsal. Myndlistarmaöurinn Elvira-Terese Baublene spjallar um litháiska myndlist og handmennt. Mánudagur 24. okt. kl. 20.30: Tónleikar og danssýning í Hlégaröi, Mosfellssveit, aö lokinni setningu Sovéskra daga. Einsöngvarar, einleikarar og félagar úr söng- og dansflokknum „Vetrunge“ frá Klaipeda koma fram. Aögangur að samkomunní í Hlégaröi og sýningunni í Ásmundarsal er ókeypis og öllum heimill. Stjórn MÍR Eiríkur Ásgeirsson forstjóri - Minning marga, að hann var ekki af „sterkara kyninu" eins og öfug- mæli herma um okkur karlmenn- ina. Því var missir hans mikill þegar kona hans féll frá. Sorg Ei- ríks olli fjölskyldu hans og vinum áhyggjum, svo þungt lagðist miss- irinn á hann; En upp birtir él um síður, því að með vináttu Guð- finnu Ingvadóttur varð lífið hon- um aftur bærilegt, til óblandinnar ánægju fyrir börn hans og vini. Það má vera huggun syrgjenda að Eiríkur var fullviss um fram- haldslíf og komst enginn efi þar að í huga. — Fjölskyldan á Sel- vogsgrunn 14 sendir Finnu, börn- um og barnabörnum Eiríks inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Eiríks Ásgeirssonar. Karl Eiríksson Það er víst ekki á það bætandi að ég skrifi eina greinina enn um forstjórann minn fyrrverandi. Það er varla vert að ég fari að þreyta Eirík út fyrir þennan heim okkar ófullkomnu mannanna með þess- um línum. En á stund sem þessari, þegar leiðir skilur, langar mig að tvennt komi fram. Ég er viss um að ég tala fyrir munn allra starfsmanna Strætisvagnanna þegar ég vil nú og hér þakka Eiríki fyrir samstarfið við okkur starfs- fólkið, eftir 32 ára starfsferil hans þar. Einkum er mér minnisstætt hversu mikla virðingu ég hefi bor- ið fyrir Eiríki í öllum þeim málum er varða erfiðleika sem upp hafa komið í lífi og starfi sumra starfsmanna Strætisvagnanna. Bæði persónuleg vandamál og veikindi, og hversu menn verða oft breyskir í meira lagi þegar á bját- ar. Aldrei heyrði ég nein dæmi þess önnur en að Eirfkur væri mönnum hjálplegur í mesta lagi þegar mest á reið. Skilningur, þol- inmæði og hjálpsemi, og aftur þol- inmæði. Það er óumdeilt að Eirík- ur var maður lítilmagnans þegar mest á bjátaði. Það eru atriði sem fleiri menn sem með mannahald hafa að gera í dag mættu tileinka sér betur. Og fyrir hönd Starfsmannafé- lags Strætisvagnanna þökkum við honum hjálpsemina og greiðvikn- ina í hvívetna. Aldrei fór maður af fundi hans fyrir hönd Starfs- mannafélagsins öðru vísi en með einhverja úrlausn mála þess. Kannski ekki alltaf í fyrstu um- ferð, en síðar þá örugglega. Við Eiríkur vorum ýmist sam- herjar eða andstæðingar þessi 7 ár mín hjá vögnunum, og verð ég að viðurkenna það að þolinmæði hans í minn garð var meiri en menn eiga að venjast nú á dögum. Hann var harður andstæðingur, en yfirleitt sanngjarn þegar á hólminn var komið. Þess skemmti- legra var að vera samherji hans þegar svo bar við. Ég átti þess kost að sitja sl. tvö ár í Umferðar- nefnd Reykjavíkur með Éiríki sem fulltrúi vagnstjóranna þar. Ég verð að játa það að gagnrýni mín á Eirík mildaðist mjög við þann lærdóm, og aðra slíka, að sjá hvernig málum okkar og ágrein- ingsmálum þar lyktaði. Ég í minni barnslegri einfeldni var oftast ósammála honum í einkasamræð- um um hina lélegu aðstöðu stræt- isvagnanna í höfuðborginni, og álasaði honum þá stundum fyrir að vera ekki nógu duglegur við að koma málum vagnanna fram. En sjaldan hefi ég séð nokkurn flytja mál vagnanna af meiri einurð en hann gerði þar á tíðum. Að sjá stundum hvernig Eiríkur hélt hverja kjarnorkuræðuna af ann- arri yfir stjórnmálamönnum borgarinnar en ekkert gekk. Að minnsta kosti fannst mér það. Þá sá ég að aðstaða hans var erfiðari en mig hafði órað fyrir. Mér fannst það svo sjálfsagt að hags- munir heildarinnar væru settir ofar hagsmunum minnihlutans. En það var nú ekki svona einfalt. Það var þetta sem einhver kallaði Hina Miklu Hyldýpisgjá á milli Stjórnmálamannanna og Sér- fræðinganna. Og einu sinni þegar eitt af úrslitastrætómálum var á dagskrá í Umferðarnefndinni fund eftir fund, þá hélt Eiríkur mjög svo hraustlega lesningu yfir stjórnmálamönnum borgarinnar tvo fundi í röð, um nauðsyn al- menningssamgangna í borginni. En allt kom fyrir ekki. Málinu var frestað enn einu sinni. Og á fund- inum þar sem það var afgreitt gat Eiríkur ekki mætt, svo ég var einn talsmaður vagnanna þegar kom út í harða atkvæðagreiðslu. Og málið tapaðist. Þegar ég hringdi síðan í Eirík eftir fundinn og sagði hon- um hinar sorglegu fréttir, og að ég hefði saknað hans þar vegna mik- ilvægi málsins, þá svaraði Eiríkur að bragði: „Ég gat ekki farið að halda þriðju framboðsræðuna þarna um málið, maður." Þá skildi ég að ég hafði á röngu að standa. Ég er nú ekki búinn að sjá hvern sem er skila þessu starfi hans eins og hann gerði. Eftirmaður hans er ekki öfundsverður sé ég í dag. Að lokum er ég þakka Éiríki samstarfið og umburðarlyndið, óska ég honum góðs gengis í nýj- um heimkynnum, og fjölskyldu hans allra heilla. Magnús H. Skarphéðinsson „Fótmál dauðans fljótt er stig- ið,“ sagði sr. Björn Halldórsson í Laufási í einum sálma sinna og víst er það, að fréttin um skyndi- legt lát Eiríks Ásgeirssonar kom okkur starfsfólki SVR á óvart. Hann hafði þá veitt fyrirtækinu forstöðu í rúma þrjá áratugi. Oft hefur það verið erfitt og vanþakk- látt starf og hefði engan undrað þótt hann hefði viljað fara að draga sig í hlé. En þótt vitað væri, að hann gengi ekki heill til skógar, grunaði engan að kveðjustundin væri svo skammt undan. Við, sem unnum hjá SVR er Ei- ríkur tók við stjórn fyrirtækisins, munum hve fljótt eftir komu hans vinnuaðstaða öll tók að breytast til hins betra og undir hans stjórn hefur fyrirtækið tekið miklum og góðum breytingum. Um nokkurra ára skeið þurfti ég oft að hafa samband við Eirík, starfsins vegna, og var ætíð gott til hans að leita. Hann vildi starfs- fólki sínu vel og hag þess sem beztan. Hjá honum átti það skiln- ingi og velvild að mæta, ef erfið- leikar steðjuðu að, og þá ekki sízt þeir sem á einhvern hátt stóðu höllum fæti í lífinu. Eiríkur var mjög samvizkusam- ur embættismaður, sem vildi að fyrirtæki sitt og starfsmenn veittu eins góða þjónustu og unnt væri. Ekki hafa þó allir verið ánægðir með þá þjónustu er SVR veitir og mörg lesendabréf hafa verið skrifuð þar sem hún hefur verið gagnrýnd. Það er ekki óeðli- legt, því seint mun trúlega takast að skipuleggja svo strætisvagna- ferðir að allir verði ánægðir. Ei- ríkur virtist svara öllum kvörtun- arbréfum, þótt ýmsum þætti þau ósanngjörn og ekki svara verð. Mættu þar ýmsir forráðamenn opinberra stofnana og fyrirtækja taka hann til fyrirmyndar. Við þetta skyndilega og óvænta dauðsfall leita á hugann margar góðar minningar og víst er það, að ég er þakklátur fyrir að hafa kynnzt Eiríki Ásgeirssyni. Börn- um hans og systkinum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Óskar Hannibalsson Samskipti okkar Eiríks Ás- geirssonar á síðustu árum voru með nokkuð sérstökum hætti. Við sátum sitt hvoru megin við borðið og leituðumst við að gæta hags- muna, sem oftiega virtust stang- ast á. Hann var fastur fyrir, þegar um strætisvagna í borginni og allt þeirra hafurtask var rætt. Hvert einasta smáatriði var tekið með í reikninginn. Ég valdist til að huga að hag kaupmanna, sem þurfa a.m.k. á sérstökum stöðum mjög á þjónustu strætisvagna að halda. Þegar punktur hefur nú svo skyndilega verið settur við að við Eiríkur horfumst í augu yfir borð- ið, er mér enn ljósara en fyrr hver hann var. Af reisn og myndug- leika mótaðist framkoma hans öll. Við áttum nokkra fundi á skrif- stofu hans ásamt fleirum. Þar ríkti gestrisni og höfðingsbragur. Enda þótt menn færu með varúð var oft brosað. Og Eiríkur átti óvenju fallegt bros. Þegar hann er allur langt um aldur fram, þykir mér sem ég eigi á bak vini að sjá. Eiríkur var fagurkeri, unni tónlist og litum, lífinu eins og það gerist best. Hópurinn, sem áfram þraukar, er fátækari og sviplaus- ari að honum látnum. Sigurður E. Haraldsson Hinn 13. október sl. lést á heim- ili sínu í Reykjavík Eiríkur Ás- geirsson forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Kynni okkar Eiríks hófust árið 1950 er við störfuðum saman við embætti borgarlæknis á skrifstof- unni Austurstræti 10, en þar starfaði Eirikur sem skrifstofu- stjóri frá stofnun embættisins 1948. Tókust brátt með okkur góð kynni, sem héldust upp frá því. Eiríkur útskrifaðist frá Verslun- arskóla íslands, hafði þvi hald- góða menntun og einnig nokkra starfsreynslu eftir að hafa starfað við fyrirtæki hér í bæ. Hann reyndist því hinn besti liðsmaður við hið nýstofnaða emb- ætti. í borgarlæknisembættinu var við mörg erfið vandamál að stríða í fyrstu eins og jafnan vill verða við uppbyggingu nýrrar þjónustu. Mér var kunnugt um að borgar- læknirinn, hinn mæti maður Jón Sigurðsson, taldi að Eiríkur hefði verið meðal sinna bestu starfs- manna og mat hann alla tíð mik- ils. Árið 1951 réðst Eiríkur til Strætisvagna Reykjavíkur og var forstjóri þess fyrirtækis til dauða- dags. Mér fróðari menn munu ef- laust fjalla um þann þátt í lífi hans, en ég hygg að hið frábæra starf hans við uppbyggingu og rekstur þess fyrirtækis muni halda minningu hans lengi á lofti. Vegna þekkingar og reynslu og hins alkunna dugnaðar Eiríks voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf í nefndum og ráðum hjá því opinbera. Eftir að Eiríkur lauk námi í Verslunarskóla ís- lands fékkst hann um árabil við kennslustörf við ýmsa fram- haldsskóla í Reykjavík. Þótt Eiríkur Ásgeirsson félli frá langt um aldur fram hafði hann þó lokið miklu ævistarfi. Eru þá ótalin ýmis félagsstörf og störf að áhugamálum, svo sem skógrækt, svo að nokkuð sé nefnt. Árið 1945 kvæntist Eiríkur Katrínu Oddsdóttur ættaðri úr Reykjavík, mikilhæfri konu sem bjó manni sínum fagurt heimili. Þau eignuðust 4 börn, sem nú eru öll uppkomin. Þau fengu í vöggu- gjöf bestu eiginleika foreldranna, góða greind og dugnað í námi og starfi. Það var ávallt ánægjulegt að heimsækja Katrínu og Eirík á hinu fagra heimili þeirra hér 1 borg eða í sumarbústaðinn við Hafravatn, þar sem nú eftir ára- tuga ræktunarstörf er fagur skóg- arlundur og fjölskrúðugur jurta- gróður. Eindrægni og samheldni fjöl- skyldunnar einkenndi heimilis- braginn. Á góðum stundum, þegar vini og kunningja bar að garði, átti húsbóndinn það til að grípa til harmónikunnar, sem var gamall kjörgripur, og spila fyrir við- stadda af mikilli list, en músíkgáf- an var honum í blóð borin. Katrín lést eftir erfið veikindi á síðastliðnu ári. Var það þungbær reynsla fyrir fjölskylduna og gekk mjög nærri Eiríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.