Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 15 Nóbelsverðlaunin: Walesa sótti um vegabréfeáritun Osló, 20. okióber. Frá P. Borgiund, fréttaritara Mbl. NORSKA DAGBLAÐIÐ Verdens Gang greindi frá því í gær, að Lech Wal- esa, leiötogi Samstööu, heföi sótt um vegabréfsáritun til aö geta fariö til Noregs aö veita Nóbelsverölaununum viötöku. Annaö norskt blaö, Stavanger Aftenbladed, haföi hins vegar eftir Walesa, að hann myndi ekki fara sjálfur til Noregs. Verdens Gang getur þess að Walesa hafi ekki fengið tæmandi svör frá yfirvöldum í landinu og myndi ekki gera upp við sig hvort hann færi sjálfur eða ekki fyrr en þau lægju fyrir. Yfirvöld hafa brugðist ókvæða við veitingunni og Walesa óttast að hann fái ekki að snúa heim á ný, fari hann úr landi. í samtali við Stavanger Aft- enbladed sagði Walesa: „Ég fer ör- ugglega ekki sjálfur til Noregs, ég fer ekki úr landi meðan vinir mín- ir og samstarfsmenn sitja í fang- elsum í Póllandi. Það væri ekki rétt af mér og fer ég hvergi meðan mín er þörf heima fyrir. Auðvitað hefði ég viljað fara til Osló, en aðstæðurnar heima bjóða ekki upp á það.“ Walesa gat þess jafnframt, að hann væri mjög óánægður með viðbrögð stjórnvalda. „Þau koma mér svo sem ekki á óvart, en mér hafa borist árnaðaróskir frá öllum flokkum þjóðfélagsins, utan frá stjórnvöldum, þau hafa heldur versnað í minn garð heldur en hitt,“ sagði verkalýðsleiðtoginn. Jakob Sverdrup hjá Nóbelsverð- launanefndinni sagði í samtali við Verdens Gang, að það myndi setja mikinn svip á afhendinguna ef Walesa kæmi, en það væri rétt að gera ekki ráð fyrir því og Walesa ætti fullan skilning nefndarinnar ef hann kysi að mæta ekki sjálfur til Osló. Ovíst er enn hver muni veita verðlaununum viðtöku fyrir hönd Walesa og hvernig pen- ingarnir muni komast í vörslu pólsku kirkjunnar. Bandaríkin: Mikill hagvöxtur Washington, 20. október. AP. BANDARÍSK stjórnvöld tilkynntu í dag, aö þjóöarframleiðsla þar í landi hefði vaxið um 7,9% miöað við árs- grundvöll á tímabilinu júlí-septem- ber og væri þetta meiri hagvöxtur en búizt heföi verið viö í vor. Miðað við ársgrundvöll óx þjóð- arframleiðslan í Bandaríkjunum 2,6% fyrstu þrjá mánuði ársins en 9,7% næstu þrjá mánuði. Enda þótt hinum mikla hagvexti í vor hefði verið fagnað eftir efna- hagskreppu áranna 1981—1982, þá eru margir hagfræðingar þeirrar skoðunar, að svo mikill hagvöxtur geti vart orðið varanlegur og ekki heldur æskilegur sökum þeirra verðbólguáhrifa, sem hann gæti haft í för með sér. Eins og er þá er verðbólgan í Bandaríkjunum 4,1% á ári. Nicaragua: Mannskæd árás skæruliðanna Managua, 20. október. AP. SKÆRULIÐAR í Nicaragua réöust í gær á borgina Pantasma, 160 kfló- metra noröur af höfuöborginni Man- agua. Drápu þcir 32 hermenn sand- inista og óbreytta borgara og unnu mikil spjöll á eignum. Ónafngreindur talsmaður sand- inistastjórnarinnar sagði í gær, að aðgerðir skæruliðanna væru í takt við aðrar aðgerðir þeirra að und- anförnu. „Þeir ætla að brjóta okkur á bak aftur með því að eyði- leggja efnahag landsins," sagði talsmaðurinn, en skæruliðarnir eyðilögðu m. a. fjölda landbúnað- arvéla. Skæruliðarnir voru um 300 talsins og fóru hamförum um bæ- inn. Rændu þeir banka og höfðu þaðan á brott með sér 800.000 doll- ara. Tjónið sem þeir ollu var laus- lega metið á 5 milljónir dollara. „Hermenn okkar hafa veitt eft- irför, en ekki haft árangur sem erfiði enn sem komið er,“ var haft eftir fyrrgreindum talsmanni. Edgar Chamoro Coronell, einn af leiðtogum skæruliðanna spáði því í júní síðastliðnum, að efnahagur landsins og tök sandinista á stjórn landsins myndu vera í molum undir lok ársins og þá myndu sandinistarnir vera viljugir tii viðræðna. Yfirmaður sænska hersins efstur á dauðalistanum Sovézk hermdarverka- og njósnasveit starfandi í Svíþjóð LENNART Ljung, yfirmaöur sænska hersins, er efstur á dauðalista sovézku hermdarverka- og njósnasveitarinnar „Spetsnaz“. Hafa sænsk yflrvöld lengi haft vitneskju um tilvist þessarar sveitar, sem hefur það að verkefni aö skapa eins mikinn glundroða á eins skömmum tíma og unnt er í Svíþjóö, þegar Sovétmönnum þykir henta. Það var hins vegar fyrst nýlega, sem þessi vitneskja síaðist út opinberlega. Þykir hún sýna enn betur en áöur áhuga Sovétríkjanna á Norðurlöndum og þá sér í lagi á Svíþjóö. Það er sovézkur flóttamaður, Viktor Suvorov (nafnið er dul- nefni), sem afhjúpaði leyndar- dóminn um, að Sovétríkin hefðu sveit hermdarverkamanna og njósnara í Sviþjóð. Enda þótt raunverulegt nafn hans sé ekki þekkt, þá á Suvorov að hafa að baki sér 15 ára veru í Rauða hernum og hann hefur gefið Vesturlöndum nákvæmar lýs- ingar á því, hvernig æðstu menn þar hugsa og skipuleggja. Haft er eftir Bert-Olov Lax, sem er major í sænska hernum: „Við þekkjum til starfsemi Rússa. Við vitum hvers konar sveitum þeir ráða yfir, hver helstu verkefni þeirra eru og hvernig þær vinna. Við vöruðum við því í vor, að nota mætti þess- ar sveitir til skemmdarverka á hvers konar mannvirkjum og til árása á mikilvæga menn.“ Lennart Ljung — Hann er yfir- maöur sænska hersins og efstur á dauðalista sovézku hermdar- verkasveitarinnar. Yfirmaður sænska flughers- ins, Sven-Olof Olson, hefur stað- fest það í viðtali við sænska blaðið „Aftonbladet", að njósnað hafi verið um háttsetta menn í Svíþjóð. Árið 1979 tókst sænsku öryggislögreglunni að koma upp um pólskan njósnaflokk. Þá voru átta ungir Pólverjar handteknir eftir 8 mánaða dvöl i Svíþjóð, þar sem þeir höfðu einkum tekið sér bólfestu i grennd við hernað- arlega mikilvæga staði. Höfðu þeir komizt yfir mikinn fjölda af uppdráttum og kortum, sem náðu yfir hernaðarsvæði með mannvirkjum og birgðageymsl- um. Að áliti sérfræðinga var það engin tilviljun, að það voru Pól- verjar, sem þarna voru að verki, því að það eru einmitt oft Pól- verjar, sem aðildarríki Varsjár- bandalagsins nota til þess að njósna í Svíþjóð. pew! LMtMmKi AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Bakkafoss 4. nóv. City of Hartlepool 15. nóv. - Bakkafoss 25. nóv. City of Hartlepool 6. des. NEW YORK Bakkafoss 3. nóv. City of Hartlepool 14. nóv. Bakkafoss 23. nóv. City of Hartlepool 5. des. HALIFAX City of Hartlepool 18. nóv. City of Hartlepool 9. des. BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 30. okt. Eyrarfoss 6. nóv. Alafoss 13. nóv. Eyrarfoss 20. nóv. FELIXSTOWE Alafoss 31. okt. Eyrarfoss 7. nóv. Alafoss 14. nóv. Eyrarfoss 21. nóv. ANTWERPEN Álafoss 1. nóv. Eyrarfoss 8. nóv. Álafoss 15. nóv. Eyrarfoss 22. nóv. ROTTERDAM Alafoss 2. nóv. Eyrarfoss 9. nóv. Álafoss 16. nóv. Eyrarfoss 23. nóv. HAMBORG Álafoss 3. nóv. Eyrarfoss 10. nóv. Álafoss 17. nóv. Eyrarfoss 24. nóv. WESTON POINT Helgey 1. nóv. Helgey 16. nóv. LISSABON Skeiösfoss 21. nóv. LEIXOES Skeiösfoss 22. nóv. BILBAO Mulafoss 21. okt. Skeiösfoss 18. nóv. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 21. okt. Dettifoss 28. okt. Mánafoss 4. nóv. Dettifoss 11. nóv. KRISTIANSAND Mánafoss 24. okt. Dettifoss 31. okt. Mánafoss 7. nóv. Dettlfoss 14. nóv. MOSS Mánafoss 25. okt. Dettifoss 28. okt. Mánafoss 8. nóv. Dettifoss 11. nóv. HORSENS Dettifoss 2. nóv. Dettifoss 15. nóv. GAUTABORG Mánafoss 26. okt. Dettifoss 2. nóv. Mánafoss 9. nóv. Dettifoss 16. nóv. KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 27. okt. Dettifoss 3. nóv. Mánafoss 10. nóv. Dettifoss 17. nóv. HELSINGJABORG Mánafoss 28. okt. Dettifoss 4. nóv. Mánafoss 11. nóv. Dettifoss 18. nóv. HELSINKI Irafoss 26. okt. irafoss 21. nóv. GDYNIA Irafoss 29. okt. irafoss 24. nóv. ÞÓRSHÖFN Dettifoss 29. okt. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alia þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.