Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 23 Soroptimistar gefa Landakotsspítala hljóðbylgjutæki Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur hefur afhent St. Jósefsspítala, Landakoti, að gjöf hljóðbylgjutæki af gerðinni Sonicator 706 til notkun- ar á endurhæfingardeild spítalans. Tækið er gefið til minningar um stofnanda Soroptimistahreyf- ingarinnar á íslandi, fyrsta for- mann Soroptimistaklúbbs Reykja- víkur og heiðursfélaga klúbbsins, Ragnheiði Hansen Þorsteinsson. Ragnheiður andaðist á Landa- kotsspítala 24. ágúst sl. Það var ósk Ragnheiðar, að tæki þetta yrði keypt og gefið spítalan- um. Sonicatui 7ub tækið er mjög fullkomið og öflugra en eldri tæki. Það er þó mun minna fyrirferðar og léttara í meðförum. Nú er unn- ið að stækkun endurhæfingar- deildar Landakotsspítala og er tækið kærkomið framlag til þeirr- ar viðleitni að efla deildina. Meðfylgjandi mynd af stjórn Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur, Freymóði Þorsteinssyni, eftirlif- andi eiginmanni frú Ragnheiðar, yfirsjúkraþjálfara og yfirlækni Landakotsspítala, var tekin við at- höfn hinn 19. september sl. er tækið var afhent. (Frétutilkynning) Áskorun 400 Reykvíkinga: Þegar sett lög um hús- næðissamvinnufélög STOFNFUNDUR Húsnæðissamvinnufélagsins á Hótel Borg 15. október sl. lagði til við Alþingi og ríkisstjórn, að „þegar verði hafist handa um setningu laga um húsnæðissamvinnufélög og þeim skapaður fjárhagslegur rammi innan húsnæðislánakerfisins," eins og segir í ályktun fundarins. „Með stofnun húsnæðissam- vinnufélags viljum við vinna að raunhæfri leið til félagslegra íbúðabygginga og ráða þannig bót á því erfiða ástandi, sem ríkir á húsnæðismarkaðnum, bæði hvað varðar leigu og eignaríbúðir. Hús- næðissamvinnufélög eru valkost- ur, þar sem bygging og rekstur íbúða er háð framtaki og starfi samtaka einstaklinga, sem bera fulla ábyrgð." Félagar Leigjendasamtakanna og fleiri áttu frumkvæði að stofn- un samvinnufélagsins. Fundinn sóttu á fjórða hundrað manns og gerðust rúmlega 200 fundarmenn stofnfélagar. Nýir félagar geta snúið sér til skrifstofu Leigjenda- samtakanna að Bókhlöðustíg 7 í Reykjavík. Jóhann Einvarðsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, tók til máls á fundinum og lýsti því m.a. yfir, að nefnd sú, sem nú vinnur að endurskoðun húsnæðislöggjafar- innar hefði fengið það verkefni að stuðla að því að löggjafinn opnaði möguleika til lánveitinga til bygg- ingar íbúðarhúsnæðis á vegum fé- lagasamtaka á borð við hið ný- stofnaða félag. ólafur Jónsson, formaður Húsnæðismálastjórnar, tók einnig til máls og tjáði sig ein- dregið fylgjandi því framtaki, sem stofnun félagsins sýndi. Hann varpaði einnig fram hugmynd um að það rekstrarform, sem félagið hyggðist beita sér fyrir, væri heppilegt fyrir t.a.m. leiguhúsn- æði það, sem Reykjavíkurborg ræki. Forsendur samninga gjörsamlega brostnar — segja trésmiðir Trúnaðarráð Trésmiðafélags Reykjavíkur telur að forsendur fyrir núgildandi kjarasamningum séu gjörsamlega brostnar, „vegna þeirr- ar gífurlegu kjaraskerðinga, sem leitt hafa af bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar," eins og segir í frétta- tilkynningu frá Trésmiðafélaginu, sem blaðinu hefur borist. „Einu mögulegu viðbrögð verka- lýðsins eru að brjóta á bak aftur aðgerðir ríkisstjórnarinnar," segir þar ennfremur. „Fundurinn álykt- ar að hefja beri undirbúning að- gerða til að brjóta á bak aftur kjaraskerðingarsókn ríkisstjórn- arinnar. Félagið skal stuðla að sem breiðastri samstöðu meðal verkalýðsins, til að hnekkja bráðabirgðalögunum." AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Bishop forsætisráðherra. • • Ongþveiti á fór til Kúbu að tryggja nýja viðskiptasamninga og aukna að- stoð, en án árangurs, og lét þá í ljós áhuga á viðræðum við Henry Kissinger, hinn -nýja ráðgjafa Reagans í málefnum Rómönsku Ameríku, eða Reagan sjálfan. Hann sagði í viðtali við Observer að hann vildi færa samskiptin við Bandaríkin og Bretland í eðlilegt horf. „Sú hugmynd að millilandaflugvöll- ur okkar, sem við höfum beðið eftir í 25 ár, gæti ógnað Banda- ríkjunum, er brandari aldarinn- ar,“ sagði hann. Grenadabúar vona að flugvöll- urinn auki ferðamannastraum- inn, en eins og Observer hafði eftir áhrifamanni á Grenada „koma ferðamenn ekki frá Grenada HORÐ valdabarátta hefur farið fram fyrir opnum tjöldum i kotríkinu Grenada á Karfbahafi milli Maurice Bishops forsætisráðherra og and- stæðinga hans, sem vilja hraðari þróun í átt til sósíalisma. Stuðningsm- enn Bishops leystu hann úr haldi, en nú hefur hann verið myrtur. Fyrir réttri viku bar mið- stjórn stjórnarflokksins Maurice Bishop forsætisráð- herra á brýn, að hann hefði neit- að að samþykkja að hann og Bernard Coard, varaforsætis- og fjármálaráðherra, skiptu með sér völdunum og dreift orðrómi um að Coard og Phyllis kona hans hefðu gert samsæri um að ráða sig af dögum. Ásökun Bish- ops varð til þess að Coard sagði af sér. Herinn, sem greip í taum- ana, sakaði Bishop um að hafa staðið í vegi fyrir „samstjórn" í eitt ár og reynt að koma á ein- ræðisstjórn. Völdin hefðu stigið honum til höfuðs og hann hefði neitað að hlíta ákvörðunum mið- stjórnarinnar. Ekkert spurðist til Bishops í nokkra daga, en gef- ið var til kynna að hann væri í stofuvarðhaldi í embættisbústað sínum. Á þriðjudaginn tilkynnti Uni- son Whiteman utanríkisráð- herra að Coard og kona hans hefðu tekið völdin í sínar hendur í óþökk þjóðarinnar og þrír ráðherrar hefðu sagt af sér. Þá var tilkynnt að efnt hefði verið til viðræðna milli Bishops og andstæðinga hans til að koma á sáttum. Tilkynningin varð til þess að stúdentar fóru út á götur höfuðborgarinnar St. George’s og kröfðust þess að Bishop tæki aftur við völdunum. Coard er róttækari marxisti en Bishop, er nátengdur Kúbu- mönnum og hefur gagnrýnt Bishop fyrir að vera of seinn að koma á sósíalisma síðan hann og hreyfing hans brutust til valda í byltingu 1979, fimm árum eftir að landið hlaut sjálfstæði. Upp- lýst hefur verið að fyrir einu ári sagði Coard sig úr miðstjórn stjórnarflokksins, þar sem Bish- op taldi að hann væri að reyna að hrifsa völdin. Á valdaárum sínum hefur Bishop afnumið þingræði og lýð- ræði á Grenada, átt í útistöðum við Bandaríkjamenn og hallað sér að Kúbumönnum og Rússum. Kúbumenn hafa unnið að gerð mikils flugvallar, sem Reagan Bandaríkjaforseti kallaði „ógnun við þjóðaröryggi Banda- ríkjanna“ í marz. „Alþýðubylt- ingarstjórn" Bishops hefur tekið tæplega 30 milljóna dollara lán í vestrænum bönkum vegna fram- kvæmdanna, sem munu kosta 75 milljónir dollara, en að öðru leyti hafa Kúbumenn kostað flugvallargerðina. Flugvöllurinn verður opnaður á byltingaraf- mælinu 13. marz 1984. Bishop hefur neitað ásökunum Kortið sýnir legu Grenada. um að flugvöllurinn sé gerður fyrir sovézkar og kúbanskar her- flugvélar og segir að um hann muni aðeins fara skemmtiferða- menn, sem færa muni landinu nauðsynlegar tekjur, og hann sé nauðsynlegur til þess að auka út- flutning landbúnaðarafurða. Um 400 Kúbumenn hafa unnið við flugvallargerðina. Auk þeirra starfa um 2.000 kúbanskir kenn- arar, læknar og tannlæknar á eynni. Flugvallargerðin er ekki eina dæmið um vaxandi ítök komm- únista. Rússar vinna að miklum breytingum á höfninni í St. George’s og hyggjast gera mikla verzlunarhöfn á austurströnd- inni. Stórt, sovézkt sendiráð er í smíðum. Austur-Þjóðverjar hafa lagt síma og einkennisklæddir Líbýumenn eru á ferli. Ein af svokölluðum „alþýðuskrifstof- um“ þeirra hefur veitt lán að upphæð fjórar milljónir dala. Bishop segir að margt hafi áunnizt í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum, en staðhæf- ingum hans er tekið með varúð. Nú er landið skuldum vafið og oft fá verkamenn ekki laun sín greidd. Um 35% vinnufærra manna eru atvinnulaus. Stórlega hefur dregið úr heimsóknum ferðamanna vegna deilu Bishops við Bandaríkjastjórn og þúsund- ir Grenadabúa hafa flúið land vegna óánægju með vikulega, pólitíska kennslutíma og aðra fylgifiska sósíalistastjórnarinn- ar. íbúar Grenada eru 109.000 og eyjan er 344 ferkílómetrar. Skuldir við vestrænar lána- stofnanir eru komnar í eindaga og Bandaríkjamenn hafa hindr- að lántökur Grenadamanna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, EBE og Þróunarbanka Karíbahafs- ríkja. Komið er í svo mikið óefni að Bishop hefur reynt að frið- mælast við vestræn ríki. Hann Norður-Ameríku fyrr en banda- rískir fjölmiðlar sannfæra bandarískar ferðaskrifstofur um að Bishop sé ekki hækja Castros. Hann verður að koma aftur á málfrelsi og prentfrelsi og efna til frjálsra kosninga." En Bishop sagði nýlega að kosningar kæmu ekki til mála fyrr en eftir a.m.k. tvö ár þegar starfi nýskipaðrar stjórnarskrárnefndar væri lokið. Og Bishop á eina blaðið, sem gef- ið er út á Grenada, og „Útvarp Grenada" hefur verið undir hans stjórn, svo að áhugi hans á frelsi fjölmiðla hefur verið takmark- aður. Valdabaráttan stendur ugg- laust í sambandi við tilraunir Bishops til að friðmælast við vestræn ríki. Eftir síðustu úr- sagnirnar sitja aðeins þrír menn í stjórninni, þeirra á meðal Hud- son Austin hershöfðingi, yfir- maður hersins, sem nú virðist öllu ráða. Áður hafði Kendrick Radik iðnvæðingarráðherra sagt af sér þegar hann hafði verið handtekinn fyrir að stjórna úti- fundi og göngu stuðningsmanna Bishops. Herinn hefur fyrirskipað rannsókn á því hvað hæft sé í því að Bishop hafi dreift orðrómi um að Coard og kona hans hafi lagt á ráðin um að ráða sig af dögum. Austin hershöfðingi segir að miðstjórn stjórnarflokksins muni taka endanlega ákvörðun í máli Bishops að rannsókninni lokinni. Miðstjórnin hafði ákveð- ið að Bishop og Coard skiptu þannig með sér völdunum að Bishop stjórnaði „starfi meðal fjöldans", en Coard átti að „leiða og skipuleggja pólitískt starf flokksins". Whiteman utanríkisráðherra hefur sagt að ráðherrarnir hafi sagt af sér vegna þess að Coard og kona hans hafi hundsað til- lögur þeirra um „hvernig leysa ætti hin djúpstæðu deilumál I landi okkar". Nú krefjist þjóðin þess að leiðtogi hennar, Maurice Bishop, taki aftur við stjórnar- taumunum. „Coard vill þröngva sjálfum sér og vilja sínum upp á þjóðina og hún hafnar því,“ sagði hann. Aðgerðirnar til stuðnings Bishop benda til þess að hann njóti talsverðs fylgis og ekki verður enn séð fyrir endann á valdabaráttunni. „Útvarp Gren- ada“ hefur haldið því fram að með því að skerast í leikinn kunni herinn að hafa komið í veg fyrir blóðsúthellingar og samtök útlaga í New York hafa varað við hættu á átökum. Samtökin hafa beðið stjórn Barbados um að gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir blóðbað á Grenada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.