Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 17 IHotgtmÞIiifófr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Efnahagslegt, stjórn- arfarslegt og menn- ingarlegt sjálfstæði Hver þjóð, sem tryggja vill hag sinn og heill til lengri tíma litið, hlýtur að reisa fram- tíð sína á þremur meginstoðum: efnahagslegu, stjórnarfarslegu og menningarlegu sjálfstæði. Þjóð, sem eyðir um efni fram og byggir umframeyðslu sína á viðskiptahalla við umheiminn og erlendri skuldasöfnun, stefnir bæði lánstrausti sínu og efnahagslegu sjálfstæði í voða. Þjóð, sem ofnýtir helztu nátt- úruauðlind sína, nytjafiska sjávar, en vannýtir aðra, orkuna í vatnsföllum, sýnir hvorki framsýni né fyrir- byggju. Þjóð, sem felur flokki af gerð Alþýðubandalagsins neitunar- vald í öryggismálum sínum, stendur ekki trúan vörð um hugsjónir þingræðis, lýðræðis og þegnréttinda í samfélagi þjóðanna. Þjóð, sem ekki gerir sér grein fyrir því að stjórnarfarslegt og menningarlegt sjálfstæði teng- ist í senn efnahagslegu sjálf- stæði hennar sjálfrar og þeir ' heimsmynd, sem þjóðir lýðræð- is og þegnréttinda eru að reyna að skapa, hefur villst af vegi. Það vóru því orð í tíma töluð þegar Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsumræðu sl. þriðjudag: „A sviði orkumála og stóriðju er ný sókn hafin eftir stöðnun undanfarinna ára og brotizt er út úr sjálfheldu fyrrverandi iðnaðarráðherra og Alþýðu- bandalags með bráðabirgða- samkomulagi í álmálinu. A sviði öryggis- og varnar- mála hefur núverandi ríkis- stjórn eytt margra ára óvissu. Þar er ekki lengur til staðar neitunarvald, sem kemur í veg fyrir framgang nauðsynlegra framkvæmda í þágu öryggis og friðar. Við íslendingar verðum að halda vöku okkar á mörgum sviðum. Tilraunin sem hófst með lýðveldisstofnuninni tekst ekki nema við kunnum fótum okkar forráð heima fyrir og getum tryggt efnahagslegt sjálfstæði okkar. Stjórnarfars- legu sjálfstæði höldum við ekki án efnahagslegs sjálfstæðis. Menningarlegt sjálfstæði okkar, vernd menningararf- leifðar okkar, tekst okkur ekki heldur nema efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði sé til staðar. Allt er þetta samof- ið.“ „Ég vonast til þess að vori, þegar haldið verður hátíðlegt 40 ára afmæli lýðveldisstofnun- ar á íslandi, að þá hafi íslend- ingar sýnt og sannað, að vetur- inn hafi verið vel nýttur og sig- ur unninn á verðbólgunni og þeim upplausnaröflum, sem við höfum stundum átt við að giíma, þegar mikið hefur legið við. Nú ætti öllum að vera ljóst, reynslunni ríkari, að við höfum ekki nema eina leið að fara, þá réttu leið, sem við erum loks byrjuð að rata.“ Hagur hinna lægst launuðu Hlutur þeirra sem minnst bera úr býtum í þjóðfélag- inu er of smár. Þar um geta flestir verið sammála. „Sann- leikurinn er hinsvegar sá“, eins og Geir Hallgrímsson benti réttilega á í útvarpsumræðu á dögunum, „að þeir sem hærri launin hafa og hinir með með- allaun vilja gjarnan skríða upp eftir bakinu á hinum lægst launuðu" þegar gengið er frá heildarsamningum í landinu. — „Þar þarf ekki annað en vísa til viðbragða verkalýðsforystu Al- þýðubandalagsins 1978 þessu til staðfestingar." Geir sagði ákveðinn launa- mun eðlilegan, enda virkaði hann sem hvati í þjóðarbú- skapnum og „kemur hinum lægst launuðu til góða vegna þess að hann eykur verðmæta- sköpunina og bætir því lífs- kjörin í landinu". „Ég held að hinir lægst laun- uðu hafi fengið nóg af lýð- skrumi," sagði Geir, „þegar menn hafa á orði nauðsyn þess að bæta kjör þeirra en athafnir fylgja ekki orðum, eins og verkalýðsforysta Alþýðubanda- lagsins gerir sig seka um.“ I framhaldi af þessum orðum er rétt að leggja höfuðáherzlu á tvennt: • Hið fyrra er að forysta helztu launþegasamtaka í land- inu, ASÍ og BSRB, hefur vilj- andi vanrækt að móta eigin stefnu um launahlutfall í iand- inu, eftir eðli starfa og mennt- unar- og þekkingarkrafna, er þeim fylgja. Þessi vanrækslu- synd er veigamikill orsakaþátt- ur þess, hvern veg mál hafa þróazt hinum verst settu í óhag. • Það síðara er að átök um skiptingu minnkandi þjóðar- tekna, minnkandi „þjóðar- köku“, skapa undir engum kringumstæðum skilyrði fyrir bætt lífskjör; þvert á móti. Það sem máli skiptir er samátak um að auka þjóðartekjurnar, stækka þjóðarkökuna. Til þess þarf að efla, ekki slæva, alla þá hvata, sem Ieiða til aukinna umsvifa og verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum. Til að ná því meginmarkmiði dugar vítamín framtaks og frjálsræðis betur en handjárn sósíalismans. Eyrarbakki og Stokkseyri: Um 135 manns sagt upp störftim vegna afla- tregðu og gæftaleysis Togarinn Bjarni Herjólfsson bundinn við bryggju í Þorlákshöfn. Morgunblaðid/ JHS. Sextíu og fimm fastráðnum starfsmönnum Hraðfrystistöðvarinnar á Eyrar- bakka hefur verið sagt upp störfum. Einnig hafa fimmtán lausráðnir starfsmenn sama fyrirtækis misst vinnu sína, eða samtals um áttatíu manns. Síðasti vinnu- dagur fólksins verður á mánudag. Á Stokkseyri fengu tuttugu og sjö fastráðnir starfsmenn Hraðfrystihúss Stokkseyrar uppsagnarbréf í gær, en áður höfðu álíka margir lausráðnir misst vinnuna. Starfsfólk Hraðfrystihússins á Stokks- eyri hefur viku uppsagnarfrest eins og almennt gerist í fiskvinnu. Samtals hefur því um 135 manns verið sagt upp störfum í fiskvinnslu á Eyrarbakka og Stokkseyri síðustu daga. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru austur í gær og ræddu við framkvæmdastjóra fyrrnefndra fyrirtækja, og nokkra þeirra starfsmanna, sem sagt hefur verið upp störfum. í viðtölunum kom fram, að ástæður uppsagnanna eru fyrst og fremst gæftaleysi og aflatregða hjá bátunum. Fái bát- arnir afla, verður full atvinna í báð- um húsunum. Stöðvun togarans Bjarna Herjólfssonar hefur þarna ekki úrslitaáhrif að sögn þeirra er Morgunblaðsmenn ræddu við; afli hans hefur ekki verið mikill og ein- kum karfi, en þó hefur verið nokkur stöðugleiki í fiskvinnunni vegna þess afla er togarinn hefur komið með að landi. Viðtöl við Eyrbekkingana og Stokkseyringana fara hér á eftir, en fyrst var komið við á Eyrarbakka: Gæftaleysi og aflatregða „Ástæður uppsaganna eru fyrst og fremst gæftaleysi og aflatregða hjá bátunum hér að undanförnu," sagði Eiríkur Gíslason, verkstjóri hjá Hraðfrystistöðinni á Eyrar- bakka. „Við höfum nú sagt upp 65 fastráðnum starfsmðnnum," sagði Eiríkur ennfremur, „og 15 laus- ráðnum til viðbótar. Síðasti vinnu- dagur fólksins er á mánudag. Afla- tregðan hefur verið mikil að undan- förnu, og gæftir mjög slæmar. Sept- embermánuður var afar slakur, og ástandið er ekki betra núna í októ- ber. Lítið hefur því verið að gera síðan humarveiðunum lauk, þótt komið hafi dagar þegar mikið hefur verið að gera. En það er erfitt við þessu að gera, þegar saman fer slæmt tíðarfar og æ minni fiski- gengd." — En hvað með fólk sem nú missir vinnuna, fær það vinnu við eitthvað annað hér á Eyrarbakka? „Nei, það er ekkert útlit fyrir það. Atvinnuástand er hér slæmt og jafnvel enn verra í nágrenninu, svo sem uppi á Selfossi. Þetta fólk fer því beint á atvinnuleysisskrá, og vafalaust verður nú erfitt hjá mörg- um því oft er um hjón að ræða sem misst hafa vinnuna, og nú nálgast jólin, og skattar og gjöld oft ógreidd. Við verðum þó að vona að úr rætist og að fiskur fari að fást á ný. Stöðvun togarans hefur hér ekki nein úrslitaáhrif, hann hefur oftast siglt á þessum árstíma, það er afla- brestur bátanna sem er vandamál- ið.“ Atvinnuleysisbætur ekki háar „Þú getur rétt ímyndað þér hvort þetta kemur ekki illa við mann,“ sagði Kristín Vilhjálmsdóttir hjá Hraðfrystistöðinni. „Nú fer í hönd erfiður árstími og svo sem ekki mik- il von um að úr rætist alveg á næst- unni. Við verðum því að láta okkur duga atvinnuleysisstyrkinn, sem er aðeins um 80% af dagvinnutekjun- um, og því mun minni en það sem við höfum haft í laun.“ Fiskvinnan eina vinnan Eiríka Markúsdóttir tók mjög i sama streng og Kristín: „Ég er ekki bjartsýn á að þetta lagist, til þess þarf aflinn að aukast, tíðin að batna og fiskurinn að ganga á miðin, en þess sjást nú engin merki eins og er. Fiskvinnan er það eina sem um er að ræða hér á Eyrarbakka og ná- grenni, svo ekki er um það að ræða að við förum í annað staf. Á Selfossi er til dæmis enga vinnu að hafa, frekar að fólk þar leiti hingað niður að ströndinni eftir vinnu. Utlitið er því ekki gott eins og er.“ Ekki annað að hafa „Mér líst heldur illa á ástandið," sagði Erna Gísladóttir hjá Hrað- frystistöðinni á Eyrarbakka. „Ég hef nú unnið hér í hálft ann- að ár og eftir því sem ég best veit er ekki aðra vinnu að hafa. Atvinnu- leysisstyrkurinn er því það, sem ég verð að lifa af á næstunni. Auðvitað er það slæmt, en þó kemur þetta verr við marga aðra, þá sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Ég stend að því leyti betur að vígi, og maður verður bara að vona hið besta." Hjónunum sagt upp, nýflutt í nýtt hús „Það er mjög slæmt að missa vinnuna núna, okkur hjónunum hef- ur báðum verið sagt upp,“ sagði Jón Eiríksson, einn starfsmanna Hraðfrystistöðvarinnar á Eyrar- bakka. „Ég reikna með því að fara á atvinnuleysisstyrk núna, um annað er ekki að ræða. Það er hvergi neina vinnu að fá, alls staðar sama sagan. Útlitið er því heldur dökkt, og ég hef enga trú á að þetta lagist fyrr en kemur fram yfir nýárið. Það verður erfitt að vera bæði atvinnu- laus og skattar ógreiddir, og við nýflutt inn í hús sem við höfum ver- ið að byggja og skuldum auðvitað af. Atvinnuleysisbæturnar eru að- eins brot af þeim tekjum sem við höfum haft hér.“ Hörð sam- keppni um lít- inn afla „Útlitið er frekar slæmt, því er ekki að neita, ekki þó vegna stöðv- Páll Bjarnason og Ásgrfmur Pálsson hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf. Myndirn- ar tók Kristján Einarsson. Kristín Vilhjálmsdóttir unar togarans, heldur vegna þess að bátarnir fá lítinn afla, og svo er hörð barátta milli fiskverkunar- stöðvanna um þann litla afla sem á land berst" sagði Guðmundur Hólm Indriðason, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar á Eyrar- bakka. „Geti bátarnir hins vegar ró- ið, og fái þeir einhvern afla, þá eiga þeir að geta haldið hér uppi fullri atvinnu. Því er það, að þótt nú sé búið að segja fólkinu upp, þá getur þetta fljótt breyst fari gæftir að lagast og fiskurinn að ganga." — Það er hörð barátta um afl- ann, segir þú. Hverjir eru það sem landa hér hjá ykkur? „Hraðfrystistöðin á sjálf enga báta, og það er vissulega helsta vandamálið. En við fáum afla tveggja báta héðan, auk afla báts frá Stokkseyri og báta frá Þor- lákshöfn og Reykjavík. Nær allur aflinn kemur á land í Þorlákshöfn, og síðan er honum ekið hingað þessa löngu leið. Það á sinn þátt í vanda- num, mun auðveldara væri að fá fisk ef bryggjan væri hér eða brúin yfir Ölfusárósa komin, þá værum við í mun nánari snertingu við höfn- ina og þá báta sem þar landa. — Við erum því ákaflega háð þeim afla sem ýmsir láta okkur í té, en auk þess höfum við talsvert örugga af- komu af humarveiðunum ár hvert, humarinn hefur verið okkar bjarg- vættur hér. Þá tökum við síld í frystingu, ef hún býðst." — En stöðvun togarans hefur lít- il áhrif? Brosað þrátt fyrir allt í Hraðfrystistöð Eyrarbakka. „Það var vissulega talsvert öryggi í að hafa hann, og það mátti nokkuð treysta á afla hans, sem þó var aldr- ei nægilega mikill, meira sem upp- fylling. Aætlanir hafa verið uppi um að selja hann, og ef það tækist hygg ég að við hér myndum reyna að kaupa báta í staðinn. Nú þýðir hins vegar ekkert að tala um að selja togara, þegar jafnvel er búist við að fá megi togara á uppboði fyrir lítið verð. En það var sameig- inleg og samhljóða ákvörðun allra aðila sem eiga togarann, að leggja honum nú, en stærstu eigendurnir eru Eyrarbakkahreppur, Stokkseyr- arhreppur og Selfossbær. Nú er ekki annað að gera en vona að úr rætist, en vissulega kemur sér þetta illa fyrir fólk hér, ekki síst þegar fyrirvinnur heimilanna missa atvinnuna. Fari aflinn á hinn bóg- inn að glæðast getur orðið hér mikil vinna fyrir allt að hundrað manns," sagði Guðmundur Hólm. „Hér komu á land í fyrra 4.700 lestir af fiski, það var eitt besta ár sem komið hef- ur, en nú er aflinn innan við 3.000 tonn það sem af er árinu." Jón Guðmundur Hólm Eiríksson Indriðason Eiríkur Gíslason verkstjóri. Gæftaleysi aðal- ástæðan, en sfldin gæti breytt miklu Hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf. hittum við fyrst að máli þá Ás- grím Pálsson, framkvæmdastjóra, og Pál Bjarnason, skrifstofumann. Þeir sögðu 27 fastráðna starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag, og einnig hefðu álíka margir lausráðn- ir starfsmenn misst vinnu sína, þar væri þó mest um að ræða fólk í hálfsdags starfi. Aðalorsökin væri gæftaleysi, færi að aflast á ný yrði um leið mikil vinna. Óvíst væri því enn, hvort fólk missti vinnu sína og rétt væri að minna á að um síðustu helgi var unnið í frystihúsinu til að koma afla í verðmæti. „Það er ekkert uppgjafarhljóð í okkur hér,“ sagði Ásgrímur, „og það getur vel ræst úr. Við erum hér með fjóra ágæta báta sem leggja afla sinn upp; Njörð, Stokksey, Kóp og Jósep Garðar, og sá fimmti er í slipp. Allir þessir bátar eru í eigu Hraðfrystihússins, og okkar að- staða því betri en margra annarra. Þá vonum við einnig að við fáum síld til vinnslu nú, en í fyrra tókum við á móti milli 700 og 800 tonnum, og mikið var að gera í nóvember- mánuði." „Vandamálið er þetta mikla afla- og gæftaleysi," sagði Páll, „sem svo erfitt er að stjórna eða spá um. Nú hafa til dæmis komið um 2.600 tonnum minna af bolfiski á land en á sama tíma í fyrra, og það munar um minna þegar haft er í huga að aflinn allt síðasta ár nam 9.800 tonnum. 1 þessu liggur okkar vandi, þorskurinn finnst ekki, og þótt oft hafi verið talsverð vinna við afla togarans, þá breytir það litlu að honum hefur nú verið lagt. Fimmtíu tonn af illseljanlegum karfa breyta engu til eða frá. En svona er þetta. f fyrra var botnlaus afli og mikil vinna, en nú þetta ástand, sem svo getur breyst til hins betra á svip- stundu. Bátarnir eru á veiðum og verða það, og kapp verður lagt á að koma með afla hingað inn.“ Þeir Ásgrímur og Páll sögðu at- vinnuástandið á árinu annars hafa verið all gott, og þetta væri í fyrsta skipti sem gripið hefði verið til upp- sagna. Áður fyrr hefði atvinnuleysi hins vegar verið landlægt á Stokks- eyri, en það heyrði sögunni til. Þeir sögðu hins vegar aldrei verða gott eða öruggt ástand á Stokkseyri fyrr en Ölfusárbrúin væri komin í gagn- ið. Nú þyrfti að aka öllum fiski um 50 kílómetra leið, og væru fimm stórir vörubíiar Hraðfrystihússins í þeirri vinnu. Augaleið gæfi, að erf- itt væri að halda starfseminni áfram við þessar aðstæður, fyrr eða síðar yrði brúin að koma vegna hagsmuna byggðarinnar á Stokks- eyri og Eyrarbakka. Þegar mest er, vinna um 120 til 130 manns hjá Hraðfrystihúsinu á Stokkseyri, og því til viðbótar 70 til 80 sjómenn á bátunum. Kemur sér ílla „Það kemur sér vissulega illa ef að uppsögnunum verður, en það er nú ekki öll nótt úti enn,“ sagði Sig- urborg Ásgeirsdóttir hjá Hrað- frystihúsinu á Stokkseyri. „Um framhaldið get ég engu spáð, en eins og nú horfir lítur út fyrir að atvinnuleysisbæturnar verði að duga á næstunni, þær bjarga miklu en eru aðeins hluti þeirra launa sem við höfum hér.“ Maður heldur alltaf í vonina „Ég veit varla hvað ég á að segja um útlitið, maður veit ekkert hvað verður," sagði Elsa Gunnþórsdóttir. „Sem stendur er útlit fyrir atvinnu- leysi, og þá verða rúmlega tvö þús- und krónur að koma í stað þrjú til sjö þúsund króna vikulauna, og þar er vissulega mikill munur á. En maður heldur að sjálfsögðu alltaf í vonina um að úr rætist, kannski verður nóg að gera í síld eins og í fyrra, og þá horfir þetta allt öðruvísi við. Þar eru góðar tekj- ur, og nú er bara að bíða og sjá. — Ef ekkert breytist hins vegar veit ég ekki hvað á að gera, við vorum ný- lega í Þorlákshöfn og þar er meira að gera en hér, en þó er erfitt að fara að flytja á milli, eftir því hvar er vinnu að fá þá og þá stundina." Færi hiklaust í sfldarvinnu „Það kemur sér ákaflega illa ef ég missi vinnuna núna,“ sagði Sigríður Gísladóttir. „Við erum að basla við að kaupa hús, og það munar um að fara niður í svona 2.500 króna at- vinnuleysisstyrk úr þetta 4.000 til 6.500 króna vikulaunum. — Vonandi batnar ástandið, en einu sinni var ég atvinnulaus í tæpa þrjá mánuði, svo lengi varir þetta vonandi ekki núna. Verið getur að síld taki að berast, og ef svo verður fer ég hiklaust í síldarvinnu. Ég hafði góðar tekjur upp úr henni í fyrra, svo ég þarf ekkert að hugsa mig um.“ — AH. „Fann þetta við venjulega kjötskoðun“ — sagði Sigurður H. Pétursson héraðsdýralæknir „ÉG FANN þetta við venjulega kjötskodun hér í sláturhúsinu og datt þá strax í hug að um sull væri að ræða, þó ekki hefði ég getað full- yrt um tegund,“ sagði Sigurður H. Pétursson héraðsdýralæknir á Blönduósi er blaðamaður hitti hann að máli í gær þar sem hann var að störfum í Sláturhúsi Sölufélags Austur-Húnvetninga, og spurði hann að því hvernig hann hefði fundið sullinn. Sigurður sagðist hafa fundið sull í lömbum frá fjórum bæjum, vítt og breitt um héraðið. Á þre- mur bæjanna hefði sullurinn að- eins fundist í einu sláturlambi frá hverjum bæ, en í mörgum lömbum frá fjórða bænum. Sagði hann að hér væri um að ræða svokallaðan vöðvasulla en bandormurinn, sem enn hefur ekki fundist, lifði í hundum og refum. Hefði þessi teg- und sulla ekki áður greinst hér á landi, en sullarnir væru litlir, um það bil hálfur annar sentimetri í þvermál, og hefðu aðallega fundist Sigurður H. Pétursson I í hjörtum en stundum í kjöti. Sigurður sagði að erfitt væri að svo stöddu að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta væri, eina sem nú væri hægt að ráðleggja bændum væri að hafa hunda- hreinsunina í góðu lagi. Hægt að halda í skefj- um með nógu ræki- legum hreinsunum — segir Sigurður Sigurðarson „ÞAÐ ER RÉTT að ný tegund sullar hefur fundist á einum þremur stöðum fyrir norðan. í sláturtíð fæst mjög nákvæmt yfirlit yfir þetta við heilbrigðis- eftirlit á innyflum og kjöti, en það er mjög einkennilegt að sullurinn skuli koma upp svona dreift,“ sagði Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur Sauð- fjársjúkdómanefndar, í samtali við Morgunblaðið um þá nýju tegund sulls, sem fundist hefur hér á landi. Sigurður sagði að enn hefði ekki gefist tækifæri til að kanna þetta mál eins og nauðsynlegt væri, því að stutt væri síðan uppvíst hefði orðið um sullinn. Hann sagði að enn væri ekki ljóst hversu út- breiddur sullurinn væri, en það ætti eftir að skýrast frekar á næstunni. Nú þegar væri sullurinn í tveimur sauðfjárveikihólfum. Um orsakirnar fyrir uppkomu þessarar nýju tegundar sullar hér á landi sagði hann að strax kæmi upp í hugann innflutningur á ref- um á undanförnum árum og annar möguleiki væri innflutningur á hundum hingað til lands. Hann sagði að menn mættu alls ekki bera úrgang frá refabúum á tún, né gefa refunum ófrosið hrámeti frá slátuhúsum. Sullurinn drepst við frystingu í stuttan tíma. Áð- spurður sagði hann að sér væri ekki kunnugt um hvort refabú væru á þeim bæjum þar sem sull- urinn hefði fundist. Sigurður sagði að sullurinn væri varla hættulegur skepnunni að ráði, en hann spillti hins vegar afurðun- um. „Það á að vera hægt að halda sullinum í skefjum með nógu rækilegri hundahreinsun, og hreinsun refa á refabúum ef þess reynist þörf. Ekki má heldur úti- loka að sullurinn sé eða geti kom- ist í villtan ref. Fækka þarf óþarfa hundum og ekki má láta hunda komast í fjárhús þegar þess er ekki þörf og alls ekki í hlöður. Miklu betra eftirlit þarf að hafa með því að hundar komist ekki í hráæti, eyða þarf hræjum og eyða sláturúrgangi tryggilega," sagði Sigurður Sigurðarson ennfremur. Rætt um beygingu á nafni Jesú Krists Á FUNDI Kirkjuþings í dag kl. 14 leggur llalldór Gunnarsson sókn- arprestur í Holti undir Eyjafjöllum fram þingsályktunartillögu þess efn- is, að horfið verði aftur að aldagam- alli íslenzkri hefð um frllbeygingu á nafni Jesú Krists og hún notuð við endurútgáfu Biblíu, sálmabókarinn- ar og handbókar íslenzku kirkjunn- ar. Skuli beygja nafn Frelsarans þannig: Jesús, Jesúm, Jesú, Jesú og ávarpsfall Jesú. í greinargerð með tillögunni segir, að við útkomu nýju sálma- bókarinnar 1972 hafi verið tekin upp nýstárleg fallbeyging á nafni Jesú Krists, sem átt hafi að auð- velda einhverjum að fallbeygja nafn Frelsarans. Sé „skemmst frá því að segja, að áðurnefnd fall- beyging hafi aldrei náð hylli þjóð- arinnar, en vakið sársauka og hryggð. Ekki aðeins þeirra, sem unna íslenzku máli, og trúarbók- menntum þjóðarinnar, heldur einnig þeirra, sem elska nafn Jesú Krists". Umræða um nafn Jesú hafi birzt í fjölmiðlum og hafi tveir sóknarprestar ásamt mennta- skólakennara fært sterk rök fyrir því, að ekki skuli horfið frá hinni hefðbundnu beygingu, auk þess sem óleyfilegt sé að breyta hug- verkum látinna góðskálda. Ekkert sé athugavert við það, þótt hið helga nafn Jesú Krists hafi aðra beygingu, en önnur ís- lenzk mannanöfn, því að í hugum kristinna manna hafi hann algera sérstöðu. > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.