Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 10
Tónlist Jón Ásgeirsson ónákvæmni í takti við lok spila- atriðisins, er Germont yngri fær snuprur frá veislugestum fyrir ótilhlýðilega framkomu við Víol- ettu. Minni hlutverk voru í hönd- um góðra og reyndra söngvara eins og Elísabetar Erlingsdóttur, Önnu Júlíönu Sveinsdóttur, John Speights, Kristins Hallssonar og Hjálmars Kjartanssonar. Allir áttu þessir söngvarar þátt í að skapa heilsteypta sýningu með sannfærandi leik og söng. Ungur og lítt reyndur söngmaður, sem enn er í námi, svo gott sem opnaði óperusýninguna og var hann í rauninni veikasti hlekkur sýningarinnar, sem mest má rekja til reynsluleysis hans. Meira að segja þjónarnir vöktu athygli og þá sérstaklega „yfir- þjónninn", lítið hlutverk er Helgi Björnsson lék með miklum þokka. Leikstjórinn, Bríet Héð- insdóttir, hefur náð að skapa einfalda og sannfærandi leik- gerð og með hófstilltum leik, gefið tónlistinni að túlka tilfinn- ingarnar, án þess að nokkurs staðar sé ofgert, sem þó væri einkar auðvelt í því hástemmda MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Kór íslensku óperunnar. verki sem La traviata er. Það verður varla komist betur frá því erfiða hlutverki að búa leikn- um umgerð á „litla sviðinu" í Gamla Bíói og það þegar um er að ræða jafn viðhafnarmikið verk og La traviata, en það verk unnu Richard Bullwinkle og Geir óttar Geirsson. Búningarnir eru í rauninni það eina sem gera mætti viðhafnarmikla, en þá er hætta á misræmi, sem Hulda Kristín Magnúsdóttir sneiddi smekklega fram hjá. Það eina sem vantaði í búningum var hattur í höndum Germont eldra, er hann kemur í heimsókn til Víolettu og í spilasamkvæmið. Lýsing Árna Baldvinssonar var og hluti af góðri sviðsmynd eins og vera ber. Hljómsveitin var á köflum góð, þó nokkra sára hnökra mætti finna, sem auðvit- að urðu mest áberandi á við- kvæmum stöðum. Hljómsveit ög söngfólki stjórnaði Marc Tardue og var auðheyrt að hann hafði unnið vel og skapað sterka samheldni í flutningnum. Það er mikið lán fyrir Islensku óperuna að hafa fengið til starfa jafn góðan tón- listarmann og Marc Tardue. Sýningin á La traviata er mik- ill sigur fyrir íslensku óperuna og persónulegur sigur fyrir Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Garðar Cortes (og reyndar alla þá er að þessari sýningu stóðu) fyrir að fórna, mér liggur við að segja, mannorði sínu fyrir þá hugsjón að hér á landi skuli starfa ópera, sem með stórþjóð- um er aðeins talið mögulegt í framkvæmd þar sem fyrir er grúi manna og hægt er að kaupa til starfa heimssnillinga og stór- stjörnur. La Traviata Gardar Cortes Halldór Vilhelmsson Sýning íslensku óperunnar á La traviata, eftir Verdi, er stórvió- buröur, jafnvel þó lagt sé til hliðar að aðstæður til flutnings slíkra verka eni ekki upp á það besta í Gamla Bíói. Neyðin kennir naktri konu að spinna og svo sannnarlega hefur það tekist að spinna yfir agnúa þá, er óhreyfanlegt sviðs- rými hlýtur að gera næsta illfelan- lega. Einföld sviðsmynd, fallegir búningar og hófsamur leikur gaf sýningunni sterkan stíl og glæsi- legur söngur einsöngvara og kórs, með nokkuð hnökralausum undirleik hljómsveitarinnar, var það sem hóf sýninguna á stig fölskvalausrar hrifningar áheyr- enda. Það er fyrst og fremst Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem vinn- ur stórsigur sem óperusöngkona og var söngur og leikur hennar bæði í dúettinum með Germont eldra og í Iokaþættinum í einu orði sagt frábær. Garðar Cortes var einnig frá- bær, sérstaklega í spilasenunni og í lokaatriðinu. Halldór Vil- helmsson kom mjög á óvart í hlutverki Germont eldra en dú- ettinn milli hans og Violettu er einhver sérstæðasti óperuþáttur, sem ritaður hefur verið. Þar er teflt fram hroka og dómhörku, ást og mannhlýju, sem fær sér- staka merkingu er allir sættast á stund sorgar, er Víoletta deyr. Kórinn og dansararnir, Birgitta Heide og Örn Guðmundsson, sem Nanna Ólafsdóttir stýrði, náðu að skapa skemmtistemmn- ingu og var söngur kórsins sér- lega góður, þó nokkuð gætti Bríet Héðinsdóttir leik- stjóri. Marc Tardue hljóm- sveitarstjóri. Ólöf Kolbrún Harðardóttir f hlutverki Víolettu. Hundrað teikn- ingar Söb Brahms-tónleikar Myndlíst Bragi Ásgeirsson í Gallerí Langbrók stendur nú yfir all sérstæð sýning á hundrað smá- rissum Sigurðar Arnar Brynjólfsson- ar. Listamaðurinn er löngu þekkt- ur fyrir listrænar skopmyndir sín- ar er víða hafa birst í fjölmiðlum auk þess sem hann er höfundur einnar hreyfimyndar um Þryms- kviðu, sem mun fyrsta íslenzka teiknimyndin og var frumsýnd ár- ið 1980. Á sýningunni í Gallerí Lang- brók eru aðallega myndir hvers konar launfyndni og saklauss gríns um mannlífið auk þess sem að ýmislegt tengt hinu efra og neðra kemur við sögu. Sigurður hefur ræktað með sér sérstaka gáfu fyrir skoplegum hliðum dag- legs lífs og því óvænta sem gerðir manna gefa leitt af sér, óforvar- endis. Gefi maður sér góðan tíma til að skoða þessar smámyndir, mína- túríur, kemst viðkomandi ekki hjá því að koma auga á margt er góð- látlega kitlar hláturtaugarnar. Þannig ættu þeir allir er gæddir eru einhverjum snefil af skop- skyni að fara í betra skapi á braut. Af sýningunni í heild að marka þykir mér sem Sigurður hafi bætt alin við myndrænu hliðina á riss- um sínum. Þau eru einföld, litun- um stillt í hóf og eru hvergi of hrjúf, jafnvel þótt gamanið geti á stundum talist dálítið grátt og þó frekar rautt. Mannlega hlýjan að baki strikanna skín út úr þeim og það er einnig mikil list. Þessi sýn- ing er mjög sér á báti í þeim frum- skógi listsýninga, sem úr er að velja á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og raunar á haust- inu öllu og því óhætt að mæla með henni. Ekki má gleyma því, að skop- myndir eru sérstakur og fullgildur geiri myndlistar og krefjast því mikils aga og myndræns þroska og þessa eiginleika hefur Sigurður Örn Brynjólfsson einmitt í ríkum mæli. Tónlist Jón Ásgeirsson Söngvar eftir Brahms eru ekki aðeins stórkostlegt viðfangsefni fyrir söngvara heldur og fyrir pí- anista. Undirleikurinn í lögum hans er annað og meira en hljóm- rænn eða hrynrænn stuðningur við alls ráðandi sönglínu. Þar er textinn ráðandi um alla túlkun og tónferli og samspil sönglínu og undirleiks snúið í einn sterkan þátt, sem hvað mest togþol hefur öðlast í handverki rómantísku tónskáldanna. Sigríður Ella Magnúsdóttir söng nokkur af söngverkum Jóhannesar Brahms, i tilefni af 150 ára afmæli hans og voru tónleikarnir haldnir að Gerðubergi, í menningarmiðstöð Breiðholtsbúa. Undirleikari var Jónas Ingi- mundarson. Sigríður Ella er stórkostleg söngkona og söng eiginlega öll viðfangsefnin með miklum glæsi- brag. Það sem nokkuð skyggði á þessa tónleika var þvoglulegur undirleikur Jónasar svo að nærri stappaði að hann eyðilegði tón- leikana. Ofnotkun „pedals", óljós taktur, allt of sterkur leikur og Sigríður Ella Magnúsdóttir ónákvæmni í „fraseringum" var of einkennandi fyrir leik hans, til þess að honum fyrirgefist fyrir nokkur skipti er hann lék fallega, sem Jónas á til á stundum að gera og þá fáir betur en hann. Ekki tjá- ir að elta ólar við flutning á ein- staka lagi, en Sigríður Ella Magn- úsdóttir þurfti að mestu að sigla einskipa og það eitt sýnir hversu hún er vel búin til ferðar, að það gerði hún með glæsibrag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.