Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 25 Selen - líffræði- legir eiginleikar útbúnað, sem skólann vantar, þar sem ekkert rafmagn er á staðnum. Brýnust er þörfin fyrir skóla- stofu, að mati forráðamanna skól- ans, og ákváðu JC félögin á fslandi því að ráðast í það verkefni að fjármagna slíka skólastofu, sem einnig yrði notuð fyrir verklega kennslu. Junior Chamber Nairobi sér síðan um byggingarfram- kvæmdina. — JC félögin um allt land vinna nú ötullega að þvi að ljúka þessu verkefni. Mörg þeirra hafa þegar iokið sínum hlut. Loka- spretturinn er m.a. sala á endur- skinsmerkjum í sambandi við um- ferðarvikurnar, sem haldnar eru í tilefni Nor,ræna umferðarör- yggisársins. — Það er gleðileg staðreynd að með því að efla ör- yggi barna okkar í umferðinni með endurskinsmerkjum gefum við börnunum í Kenya einnig tækifæri til betra lífs. Þannig get- um við slegið tvær flugur í einu höggi — þótt þær séu í raun sitt hvoru megin á hnettinum. Okkur fslendingum verður gjarnan tíðrætt um verðbólgu og veðráttu og finnum þá landi okkar allt til foráttu. Við megum þó sannarlega prísa okkur sæl að byggja land, þar sem svo vel er að okkur búið f heilbrigðis- og menntakerfi, að allir fá notið full- komins öryggis og geta nýtt hæfi- leika sína til fulls, ef þeir nenna. Þess vegna brosi ég bara að þess- um „síðustu og verstu tímum" á íslandi, þakka forsjóninni fyrir að vera íslendingur og fyllist stolti yfir að vera félagi í hreyfingu, eins og JC, þar sem ungu fólki er gefið tækifæri til að víkka sjóndeild- arhringinn, m.a. með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi eins og því, sem myndast hefur með JC Kenya og JC íslandi. Allt of margir hlusta eða horfa á lýsingar af ástandi þessara fátæku þjóða, yppa öxlum og segja: „Hvað getum við svo sem gert?“ En JC félagar hefjast handa og segja sem svo: — Ef við getum bjargað einu barni frá betli til bjargálna, er okkar markmiði náð, því það er trú okkar að manngildið sé mesti fjársjóður jarðar. Ragnheiður Karlsdottir er umsjón- armaður með heimsrerkefni JC ís- lands. að halda uppi rekstri opinberra fyrirtækja, á barmi gjaldþrots. Sannleikurinn er sá, að banka- kerfið í heild er sjálfstæður geiri f hagkerfinu, sem á sinna hags- muna að gæta. Þeir hagsmunir fara ekki ætíð saman við hags- muni þjóðarinnar, svo er t.d. um hávaxtastefnu Seðlabankans. Að- eins réttkjörin ríkisstjórn er fær um að tryggja þá hagsmuni. Seðlabankastjórn á aðeins að veita ráðgjöf í meðferð peninga- mála, ekkert fram yfir það, eins og áður er minnzt á. Það er háskalegt þegar hún telur sig hafa rétt til að hlutast til um þjóðmál og stjórn- mál, sem ættu einungis að vera á ábyrgð þjóðkjörinna fulltrúa til Alþingis, og um leið réttkjörinnar ríkisstjórnar. íslenzk bankayfirvöld sóttu á sínum tíma fyrirmynd að verð- tryggingu peninga til Brazilíu. Verðbólga þar var á miðju þessu ári komin í 130 stig p.a., erlendar skuldir orðnar hrikalegar og engin geta lengur til að standa í skilum. Síðustu fregnir herma, að seðla- bankastjórinn þar í landi hafi ver- ið látinn víkja, að fyrirmælum Al- þjóðabankans, sem nú virðist hafa tekið í sínar hendur yfirráð fjár- mála. Brazilía hefir þannig verið svipt fjárræði og þar með glatað efnahagslegu sjálfstæði. Við erum því miður á sömu leið og Brazilía, nema gripið verði í taumana nú þegar af réttum stjórnvöldum. Ég lýk þessum skrifum með því að endurtaka lokaorð greinar minnar frá 29. júlí sl. „Við þurfum nýja stefnu í peningamálum og nýja menn. Ella eru dagar efna- hagslegs sjálfstæðis senn liðnir". Kgill Sigurðsson er endurskoðandi og starfar sjálfstætt sem slíkur. — eftir Stefán Niclas Stefánsson Frumefnið selen uppgötvaðist árið 1817 af Svíanum Jöns Jacob Berzeli- us (1779—1848). Aðeins 6xl0+5% af jarðskorpunni er selen, og er því mjög misdreift um jörðina. Þannig er jarðvegur í vissum fylkjum Bandaríkjanna mjög selenríkur, en afar snauður f öðrum fylkjum. í Skandinavíu er jarðvegurinn mjög snauður af selen. Það var ekki fyrr en árið 1957, að full vissa fékkst fyrir þvf, að selen er mikilvægt snefilefni, bæði fyrir menn og dýr. Snefilefni eru frumefni, sem lík- aminn þarfnast daglega, í örlitlu magni. Magn þessara efna, í fæðu, er einnig lítið. Fái líkaminn ekki nægjanlegt magn snefilefna, er hætta á skortseinkennum. Af öðr- um snefilefnum má nefna kóbalt, kopar, króm, mólybden, zink, joð, flúor og járn. Selen reyndist í senn vera nauð- synlegt snefilefni, jafnframt því að vera eitt af eitruðustu frumefn- unum. Það sýndi sig, að ýmsir sjúkdómar, svo sem vöðvarýrnun, nýrna- og lifrarskemmdir, hjarta- vöðvarýrnun, taugaskemmdir og trefjamyndun í briskirtli (pan- creatic fibrosis) stöfuðu beinlínis af selenskorti. Einnig reyndist of hár blóðþrýstingur, í vissum til- vikum, orsakast af selenskorti. Flesta þessa sjúkdóma má lækna með E-vítamíni, þó ekki trefja- myndun í briskirtli, sem einvörð- ungu stafar af selenskorti. Selen hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna sem dýralyf. Það er notað til að lækna og með- höndla vöðvarýrnun og „lifrardys- trofi" í svínum, kálfum og lömb- um. Einnig er selen gefið við ákveðnum heilasjúkdómi (ence- phalomalaci) í kjúklingum. Hér á landi er selen gefið, ýmist eitt sér eða með E-vítamíni, við riðuveiki í sauðfé. Selen er oftast gefið sem natríumselenít eða natríumselen- at, en einnig tengt lífrænum efna- samböndum. Árið 1972 uppgötvaðist m.a., að selen er hluti af lífsnauðsynlegu enzymi, er kallast glutathionperox- idasi. Þetta enzym breytir skaðleg- um lípíðperoxíðum, er myndast við efnaskipti fitu, í skaðlausa alkohóla. Jafnvel E-vítamín og katalasa-enzym fyrirbyggja skemmdir á frumuhimnum af völdum peroxídasa. Þess vegna eru E-vítamín og selen oft gefin saman. Einnig ver selen prótein gegn oxun (skemmdum af völdum súr- efnis) og er talið, að glutathion- peroxidasi gegni því hlutverki. Selen kemur fyrir í nethimnu aug- ans. Dýr, sem hafa góða sjón, hafa u.þ.b. 100 sinnum meira selen í nethimnunni, en þau, sem sjá illa. I Bandaríkjunum er leyfilegt að nota ýmist natríumselenít eða natriumselenat i fóðurbæti handa sauðfé. Ef skortur verður á fyrrnefndu enzymi í blóði, mynda blóðflög- urnar kekki, og hættan á blóð- tappamyndun eykst, enda hefur mesta selenmagn hjá manninum mælst í blóðflögum og skjaldkirtli. Þar að auki safnast selen í lifur, nýru, briskirtil og skjaldkirtil. Því meiri áreynslu, sem hjartavöðvinn verður fyrir, þeim mun meiri þörf er fyrir selen, til að verjast frumu- skemmdum. Selen er einnig hluti af ónæmiskerfinu, og kemur jafn- vel fyrir sem selen-innihaldandi prótein í vöðvum. í Kína hafa læknar nýlega sýnt fram á, að með natríumseleníti er unnt að lækna ákveðna tegund hjartasjúkdóms, sem algeng er hjá bændafólki í vissum fjallahér- uðum þar. í Finnlandi hefur einn- ig sýnt sig, að meðal fólks frá sel- ensnauðum svæðum eru hjarta- sjúkdómar 6—7 sinnum algengari en á svæðum, sem eru tiltölulega selenauðug. Rannsóknir hafa sýnt áberandi lægri krabbameinstíðni á svæðum, sem hafa mikið eða nægilegt sel- enmagn í jarðvegi og fæðu. Hjá krabbameinssjúklingum hafa sel- en- og glutathionperoxidasa gildi í blóðvökva mælst lág. Þetta á eink- um við um krabbamein í brjósti, ristli og brisi. í spendýrum hefur komið í ljós, að selen minnkar verulega áhrif krabbameinsvald- andi efna. Athyglisvert er, að tíðni heila- og mænusiggs (multiple sclerosis er hærri á selensnauðum svæðum. Ekki er þó enn hægt að fullyrða, að þessi sjúkdómur stafi af sel- enskorti, en fróðlegt verður að fylgjast með rannsóknum á þessu sviði. Önnur athyglisverð staðreynd er sú, að selen hefur þann hæfi- leika að draga úr eituráhrifum annarra þungra málma, svo sem kadmíums, og kvikasilfurs. Ef sel- en er gefið með þessum málmum, getur það meira að segja afstýrt áhrifum banvænna skammta kvikasilfurs og kadmíums í til- raunadýrum. Mikilvægustu fæðutegundir, sem innihalda selen eru: fiskmeti, skeldýr, hvítlaukur og vissar sveppategundir. Dagleg selenþörf líkamans er talin liggja á bilinu 50—200 míkrógrömm. Þeir, sem fyrst og fremst ættu að tryggja sér nægjanlegt selen- magn eru: a. Fólk, sem er í megrun. b. Þeir, sem drekka mikið áfengi, og tapa þar með miklu magni af snefilefnum, elektrólytum og vatnsleysanlegum vitamínum. c. Sykursýkissjúklingar, sem einnig tapa miklu vökvamagni úr líkamanum. d. Sjúklingar, sem fengið hafa hjartaáfall. e. Krabbameinssjúklingar, sem gangast undir geislameðferð og eru meðhöndlaðir með frumu- eitri (cytostatika, antineoplast- ika). Víða um heim er nú farið að selja selentöflur í apótekum, en selentöflur hafa um nokkurra ára skeið verið fáanlegar í svokölluð- um „náttúrulækningaverslunum" Mér er þó ekki kunnugt um, að slíkar töflur fáist hér á landi. Enginn skyldi ætla eftir lestur þessarar greinar, að selen sé eitthvað undralyf, sem sé örugg vörn gegn krabbameini og hjarta- sjúkdómum. Selen er aðeins eitt af „Enginn skvldi ætla eftir lestur þessarar greinar, aÖ selen sé eitthvað undralyf, sem sé örugg vörn gegn krabbameini og hjarta- sjúkdómum. Selen er að- eins eitt af mörgum snefíl- efnum, sem eru líkaman- um nauðsynleg, í örlitlu magni, til þess að hann geti starfað eðlilega.“ mörgum snefilefnum, sem eru lík- amanum nauðsynleg, i örlitlu magni, til þess að hann geti starf- að eðlilega. Of stórir skammtar af selen, eða efnasamböndum þess valda seleneitrun, sem orsakað getur hárlos, ljósfælni, skemmdir á lifur, nýrum, meltingarfærum, hjarta og lungum. Mörg erlend dagblöð og tímarit hafa birt greinar um niðurstöður síðustu rannsókna á þessu merka frumefni, en ég hef ekki séð neitt ritað um selen í íslenskum dag- blöðum. Þessu greinarkorni minu er því aðeins ætlað að varpa ljósi á þýðingu selens fyrir líkamann, sem uppgötvuð hefur verið á síð- ustu árum, og vona ég að það megi verða almenningi til einhvers fróðleiks. Stefán Niclas Stefánsson Heimildir: Hagers Handbuch Der Pharma- zeutischen Praxis, VI. Band (353-355), 1977. Remington’s Pharmaceutical Sciences 16th edition, (973) (976-977), 1980 Arthur Osol, Chairman, Easton, Pennsyl- vania. The Merck Index (940), Rahway, N.J., U.S.A. 8th edition, 1968. Fass Vet. 1982-1983, (304—306), Sverige. Dorland’s Illustrated Medical Dictionary, 26th edition (1186), 1981. Current Medical Diagnosis & Treatment, Marcus A. Krupp & Milton J. Chatton, (750), 1975. Martindale, The Extra Pharma- copoeia, 28th ed. Handbook of Poisoning, Robert H. Dreisbach, 8th edition, (218), 1974. Focus Uppslagsbok, Band 1 (320-321),1877. Nokkrar greinar úr sænskum dagblöðum. Stefán Niclas Stefánsson stundar nám í lyfjafræði rið háskólann í Uppsölum. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Skagfirðinga Önnur umferð í þriggja kvölda tvímenningi var spiluð síðasta þriðjudag, efst urðu eftirtalin pör: A-riðill: Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 188 Jón Hermannsson — Ragnar Hansen 183 Stígur Herlufsen — Hreinn Magnússon 182 B-riðill Björn Hermannsson — Lárus Hermannsson 200 Óli Andreasen — Sigrún Pétursdóttir 191 Guðni Kolbeinsson — Magnús Torfason 186 Eftir tvö kvöld er þá staða efstu para: Guðni Kolbeinsson — Magnús Torfason 380 Lúðvík ólafsson — Rúnar Lárusson 379 Björn Hermannsson — Lárus Hermannsson 372 Jón Hermannsson — Ragnar Hansen 368 Lokaumferð verður spiluð þriðjudaginn 25. október kl. 19.30. Spilað er í Drangey, Síðu- múla 35. Bridgeklúbbur hjóna í annarri umferð þriggja kvölda tvímenningskeppni Bridgeklúbbs hjóna fengu eftir- talin pör bestu skor: Halla Marínósdóttir — Bjarni Bragason 135 Gróa Eiðsdóttir — Júlíus Snorrason 134 Dóra Friðleifsdóttir — Guðjón Ottósson 132 Esther Jakobsdóttir — Valur Sigurðsson 131 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 131 Meðalskor: 108 stig. Fyrir síðustu umferðina eru þessi pör efst: Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 254 Gróa Eiðsdóttir — Júlíus Snorrasön 244 Halla Marínósdóttir — Bjarki Bragason 243 Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Eftir tvær umferðir í Aðaltví- menningskeppni félagsins (32 pör) er staða 10 efstu para þann- Viðar — Arnór 477 Sigurbjörn — Helgi 477 Ragnar — Úlfar 465 Birgir — Björn 462 Ingvaldur — Þröstur 450 Sigurður — Edda 440 Ingólfur — Jón 439 Spilað er í Síðumúla 25. Keppni hefst stundvíslega kl. 19.30. _upplausntil abyrgdar A RETTRI LEIÐ Hvammstangi Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Félagsheimilinu, neöri hæð, sunnudaginn 23. október, kl. 15.00. Sverrir Hermannsson, iönaöarráðherra ræðir störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæöisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.