Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Dönsku húsgögnin í sumarhús Alþýðu- sambands Austurlands: „Ennþá svívirði- legra þegar þess er gætt hver á í hlut“ — segir formaður Sveinafélags húsgagnasmiða FORYSTIIMENN í íslenskum hús- gagnaiAnaði hafa lýst furrtu sinni og reifti yfir þeirri ákvöröun Alþýðu- sambands Austurlands aö kaupa dönsk húsgögn í a.m.k. níu sumar- bústaöi, sem sambandið hefur reist aö Einarsstöðum á Héraöi. Frá því var skýrt í Mbl. á þriðjudag. „Við hljótum að mótmæla þessu harðlega og þá ekki síður þeirri staðhæfingu formanns Alþýðu- sambands Austurlands í Morgun- blaðinu að þeir hafi kynnt sér úrval á íslenskum húsgagnamarkaði," sagði Ingvar Þorsteinsson, formað- ur Félags íslenskra húsgagnafram- leiðenda, í samtali við blm. Morg- unbiaðsins. „Bæði hér í Reykjavík og úti á landi geta þeir fengið hús- gögn í þessi hús sín. Það er eitthvað annað en það á bak við þetta. Við erum vitaskuld mjög óhressir yfir svona vinnubrögðum og ég tel þetta mál enn alvarlegra fyrir þá sök að þarna er angi verkalýðshreyfingar- innar á ferðinni," sagði Ingvar. Ráðning Brynjólfs Bjarnasonar staðfest í borgarstjóm: hér hlut að máli,“ sagði Hallgrímur. „Við munum mótmæla þessu við sambandið mjög harðlega — við gerum engan greinarmun á því hvort um er að ræða samherja okkar í verkalýðshreyfingunni eða einhverja aðra.“ Forsetinn til Portúgal FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, hefur þegið boð for- seta Portúgal, António Ramalho Eanes, um að koma í opinbera heimsókn til Portúgal 21.—24. nóvember nk. (FrétUtilkjnning frá skrifstofu for.seU íslands.) Gullskórinn hans pabba • Ingi Björn, Kristbjörg Helga og Ólafur Helgi voru ekki síður hamingjusöm en faöir þeirra í gær, þegar Adidas-umboöiö á íslandi veitti markakóngi fslandsmótsins í knattspyrnu gullskó í fyrsta skipti. Þaö var Ingi Björn Aibertsson sem hlaut skóinn.— Sjá nánar á íþróttasíðu. íhugaði vinstri meirihlut- inn pólitískar uppsagnir? Yfirlýsing í útvarpsþætti til umræðu í borgarstjórn BORGARSTJÓRN Reykjavíkur staðfesti á fundi sínutn í gærkveldi samþykkt útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur um ráðningu Brynj- ólfs Bjarnasonar, hagfræðings, í starf framkvæmdastjóra Bæjarútgerð- arinnar. Var ráðningin staðfest með 12 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 9 atkvæðum minnihlutans, en áður hafði tillaga Kvennaframboðs um ráðningu Einars Sveinssonar í stöðu framkvæmdastjóra BÚR aðeins hlotið 2 atkvæði og því ekki stuðning. Hann sagði að íslenskur hús- gagnaiðnaður stæði mjög tæpt — sem dæmi gæti hann nefnt að á síð- ustu dögum hefðu tveir framleið- endur orðið að hætta starfsemi. „Þegar ástandið er svona, og um það væri hægt að hafa miklu fleiri orð, þá er lágmark að íslenskir framieiðendur fái að vera með í myndinni," sagði Ingvar. Hallgrímur Magnússon, formað- ur Sveinafélags húsgagnasmiða, sagðist í samtali við Mbl. vera doifallinn yfir ákvörðun Alþýðusambands Austurlands. „Þetta er jafnvel ennþá svívirð- ilegra en húsgagnakaup SÁÁ, þegar tekið er tillit til hvaða aðilar eiga Ólafur Friðriks- son látinn ÓLAFUR Friöriksson, verslunar- maöur, lést í Reykjavík í gærmorg- un. Hann fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1905 og var því á sjötugasta og níunda aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru Friörik Olafs- son, næturvörður í íslandsbanka, og Valgerður Magnúsdóttir. Ólafur stundaði alla almenna vinnu, en fékkst mest við versiun- arstörf. Hann veitti Sultu- og efnagerð bakara forstöðu þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. Ólafur var einn stofnenda Karlakórs Reykjavíkur 1926 og söng í kórum um langt skeið. Þá var Ólafur forseti Skáksambands íslands í nokkur ár. Ólafur var kvæntur Sigríði Sím- onardóttur og eignuðust þau þrjú börn, Margréti, Astu og Friðrik. Talsverðar umræður urðu á fundinum um málið og var m.a. rædd sú yfirlýsing Bjarna P. Magnússonar, fulltrúa Alþýðu- flokksins í útgerðarráði, sem hann gaf í útvarpsþætti nýlega, um að innan vinstri meirihlutans hefði verið rætt um að segja upp þrem- ur embættismönnum borgarinnar vegna stjórnmálaskoðana þeirra. Þetta bar á góma vegna þeirrar yfirlýsingar Sigurðar E. Guð- mundssonar, fulltrúa Alþýðu- flokksins, um að uppsagnir for- stjóra BÚR væru pólitískar ofsóknir á hendur Björgvini Guð- mundssyni. Nefndi Bjarni í þætt- inum þrjá embættismenn, sem rætt hafi verið um að segja upp, en það voru borgarverkfræðingur, vatnsveitustjóri og vinnumála- stjóri. Um þessa yfirlýsingu sagði Dav- íð Oddsson, borgarstjóri, að það hlyti að vekja stórkostlega athygli að rætt hafi verið að segja upp mönnum vegna pólitískra skoðana þeirra, en slíkt hefði aldrei komið til tals hjá sjálfstæðismönnum. Einnig nefndi Davíð að tveir nánir samstarfsmenn hans væru and- stæðingar hans í stjórnmálum, en þeir nytu eigi að síður fyllsta trausts. Sigurjón Pétursson sagði að það hefði aldrei komið til umræðu við myndun vinstri meirihlutans að segja upp þeim embættismönnum sem voru pólitískir andstæðingar vegna skoðana þeirra og í sama streng tók Kristján Benediktsson og sagði hann að Bjarni P. Magn- ússon hlyti að hafa þessar upplýs- ingar úr Alþýðuflokknum. Þá sagðist Sigurður E. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðuflokksins, ekki minnast þess að það hafi nokkru sinni komið til tals að víkja póli- tískum andstæðingum í hópi emb- ættismanna úr starfi vegna stjórnmálaskoðana þeirra. Litlar og hægar breytingar á fasteignaverði í Reykjavík — skortur á litlum íbúöum, hagkvæmt aÖ stækka við sig — eigi menn peninga ENGAR stökkbreytingar hafa orðið á fasteignamarkaði á Reykjavíkur- svæöinu síðan í vor. Hækkanir hafa orðiö tiltölulega litlar og hægar, eins og sést t.d. á því, aö meðalhækkun fasteigna milli júlí og ágúst sl. var 1—2% og hækkun milli ágúst og september var um 3%, að sögn Stefáns Ingólfssonar, verkfræöings hjá Fasteignamati ríkisins. Stefán sagði að lifnað hefði við fasteignamarkaðnum í ágúst. „Samkvæmt okkar gögnum, sem eru nær allir kaupsamningar um fasteignir, fæ ég minni hækkun á fasteignaverði en t.d. fast- eignasalarnir," sagði hann. „Það er augljóst að ákveðin tegund eigna hækkar meira í verði en aðrar á hverjum tíma. Sem stendur hækka stærri íbúðir, 4ra—5 herbergja, meira en aðr- ar, en þær sátu nokkuð eftir framan af ári. Hækkunin á árs- grundvelli, frá síðasta ári til þessa árs, er um 50%, örlítið meira eða minna eftir því hvaða mánuður er tekinn, en t.d. þriðji ársfjórðungur í fyrra og þriðji ársfjórðungur nú sýnir rétt und- ir 50% hækkun á milli ára.“ Framboð og eftirspurn á fast- eignamarkaði helst ekki alltaf í hendur. Það sést t.d. á því, að nú vantar mikið tveggja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Stefáns. „Eftirspurnin hef- ur aukist og framboðið minnkað á þeirri stærð eigna,“ sagði hann. „Því valda margir sam- verkandi þættir. Þeir helstu eru að nú eru að koma inn stærri árgangar — fólki sem er að festa kaup á sinni fyrstu íbúð, hefur fjölgað. Annar þáttur er, að eldra fólki hefur fjölgað og það er nú mikið að reyna að koma sér í minna húsnæði. í þriðja lagi fjölgar hjónaskilnuðum og því eru margir að reyna að kom- ast i litlar og hentugar íbúðir, sem duga einstaklingum. í fjórða lagi má nefna greiðslu- kjörin. Hér á þessu svæði er það svo, að þrír fjórðu hlutar kaup- verðsins þurfa að greiðast á einu ári. Það er hvorki meira né minna en 400—600% meira fjár- magn en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum, þar sem fólk borgar gegnumsneitt ekki nema um 10% út.“ Stefán tók sem dæmi þriggja herbergja íbúð í Reykjavík og aðra jafnstóra og álíka dýra í Álaborg í Danmörku. Verð íbúð- arinnar er um 1200 þúsund krón- ur. Útborgunin hérlendis er um 900 þúsund krónur en í Dan- mörku aðeins um 120 þúsund. Og um 150 m2 einbýlishús, sem kost- ar um þrjár milljónir króna, er ennþá hrikalegra dæmi: í Dan- mörku er útborgunin um 300 þúsund krónur en á Reykjavík- ursvæðinu liðlega 2,2 milljónir króna. „Ungt fólk ræður ekki við nema minnstu eignir,“ sagði Stefán, „og þeim fækkar heldur í byggingu, enda hefur stefnan verið á einbýli og sérbýli. Annað kemur hér og til, sem er, að vegna verðtryggingalánanna líð- ur nú lengri tími en áður þar til eignir koma í endursölu. Það tekur lengri tíma fyrir fólk að komast yfir erfiðasta hjallann." Hann sagðist ekki geta séð svo auðveldlega hvort mikið væri um að fasteignakaupendur gæfust upp, springju á limminu. „Þó hef ég orðið var við það, undanfarin tvö ár eða svo,“ sagði Stefán Ing- ólfsson, „að talsvert meira er nú selt af eignum áður en afsal fer fram. Ég vil hins vegar ekki draga neinar ályktanir af þessu. Það er hinsvegar óumdeilanlegt, að verðlag á föstu verðlagi hefur fallið um fjórðung, enda hefur lánskjaravísitala frá september í fyrra til september í ár hækkað um 95% en fasteignaverð um tæp 50%. Það þýðir að þeir, sem eiga minnst eigið fjármagn, tapa mestu. Ef eigendur tveggja herbergja íbúða ættu fjármagn í dag væri þetta góður tími til að stækka við sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.