Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Sé ekki að 300.000 lesta þorskafli náist á árinu — segir Sigfús Schopka, fiskifræðingur „TILLÖGUR okkar um þorskafl- ann á þessu ári voru endurskoðaA- ar eftir vetrarvertíðina og lögðum þá til 300.000 lesta afla, en höfð- um áður lagt til 350.000 lestir. Ég get hins vegar ekki séð að við náum 300.000 lestum eins og stað- an er í dag,“ sagði Sigfús Schopka, fiskifræðingur, er Morg- unblaðið innti hann álits á mögu- legum þorskafla á þessu ári. „í fyrra varð aflinn 50.000 lestir síðustu þrjá mánuði ársins og heildaraflinn yfir árið 382.000 lestir. Nú var hann ekki nema 252.000 lestir í septemberlok, þannig að það væri með ólíkindum ef það tækist að merja 50.000 lest- ir það sem eftir er þessa árs. Stofninn er greinilega lakari en í fyrra. Nú er verið að vinna að nýrri úttekt á stöðu þorskstofns- ins og líklegt er að hún liggi fyrir í lok mánaðarins. Byggist hún meðal annars á aldursgreiningu og fleiri þáttum í kjölfar þorsk- leiðangra í september," sagði Sig- fús Schopka. Innfjarðarækja: Lagt til að veiðin verði um 700 lestum minni en í fyrra FISKIFRÆÐINGAR hafa nú lagt til við sjávarútvegsráðuneytið að há- marksafli innfjarðarrækju á kom- andi vertíð verði um 700 lestum minni en veiddist á síðustu vertíð. Hins vegar leggja þeir til nánast sama heildarafla og þeir gerðu í fyrra. Byggjast þessar tillögur á niðurstöðum rannsókna í haust, þar sem meðal annars kom fram, að breytingar á stofnstærð eru óveru- legar. Ingvar Hallgrímsson, fiskifræð- ingur, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að nú legðu fiskifræðingar til, að veiða mætti 2.100 (2.000) lestir í ísafjarðardjúpi, 550 (500) í Arnarfirði, 2.000 (2.100) á Húna- flóa og 50 í Öxarfirði. (Tölurnar innan sviga sýna tillögur fiski- fræðinga fyrir síðustu vertíð, en þá var ekkert veitt í Öxarfirði.) Samkvæmt því er nú lagt til að veiða megi 100 lestum meira en „I>AÐ ER nú oróið Ijóst að allir hert- ir hausar verða farnir úr landi fyrir áramót. Líklegt er einnig að svo verði um herta keilu og löngu. Það gætu verið um 50.000 til 50.000 pakkar af hausum nú til í landinu, en fjöldinn er nokkuð óljós vegna þess, að kröfur hafa breytzt og vegna affalla gæti þetta hugsanlega verið eitthvað minna," sagði Olafur Björnsson, stjórnarformaður Skreið- arsamlagsins, í samtali við Morgun- blaðið. „Opinbert verð á hausapakkan- um er 70 dollarar, en nú tíðkast 20% afsláttur á markaðnum í Níg- eríu og síðan eiga flutningsgjöld eftir að leggjast á þetta. Með af- slættinum er verðið um 56 dollar- ar, en flutningsgjöld geta verið á Sjávarútyegsráðuneytið: Leyfi þarf til rækju- og skelfiskvinnslu „VIÐ VILJIIM vekja athygli á því, að leyfi sjávarútvegsráðuneytisins þarf til þess að hefja vinnslu skelftsks eða rækju. Knnfremur, að leyfi þarf til að auka afkastagetu þeirra vinnslu- stöðva, scm fyrir eru og að vinnsla rækju um borð í fiskiskipum er sömu- leiðis háð leyfí ráðuneytisins,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjáv- arútvegsráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið. Jón sagði, að þessi vinnsla væri háð lögum um samræmda vinnslu sjávarafla og veiðar frá árinu 1975. Hefðu þau verið samþykkt til þess að hægt væri að hafa eftirlit með veiðunum og fjárfestingu tengdri þeim. Veiðar þessar yrðu væntan- lega að öllu leyti háðar kvóta er fram í sækti og því væri ástæða til þess, að gæta þess að fjárfesting í landi færi ekki úr hófi fram, sér- staklega í kjölfar þess fjörkipps, sem komið hefði í rækjuveiðarnar í sumar. Ákveðnir aflakvótar væru á flestum svæðum og ekki dygði að alltof mörg fyrirtæki væru að kljást um takmarkað hráefni. Það hefði gerzt áður og þvi hefðu um- rædd lög verið sett á sínum tíma. bilinu 14 til 20 dollarar á pakka af hausum. Með því gæti verð til selj- enda verið komið niður í 36 doll- ara. Það er þó mjög miklu betra en beinaverð til bræðslu. Þó svona mikil verðafföll séu orðin á þessu, er ekkert betra hægt að gera við hausana, svo það er bara að selja, en auk þess er þetta svo allt á 6 mánaða greiðslufresti. Þá er þorskurinn nánast allur eftir og sömuleiðis ufsinn, sem lítið hefur hreyfst. Heildarmagnið af skreið í landinu gæti nú verið um 190.000 pakkar, hausar ekki meðtaldir. Það eru mjög margir að kljást við það að koma skreið inn í Nígeríu, en hvernig það gengur er því mið- ur e.kki vitað. Við erum í því hér að elta alla möguleika til enda, en út- koman er ekki ljós enn. Það ríkir mikil óvissa um útgáfu leyfa í Níg- eríu á meðan nýja stjórnin hefur ekki verið endanlega skipuð. Það er ljóst að miklar breytingar verða á henni og kann það að hafa mikið að segja,“ sagði Olafur. lagt var til á síðustu vertíð. Hins vegar veiddust alls á síðustu ver- tíð 5.415 lestir, en lagt var til að veiddar yrðu 4.600. Veiðin þá var eftirfarandi: ísafjörður 2.400 lest- ir, Arnarfjörður 515, Húnaflói 2.400 og á Öxarfirði veiddust um 100 lestir í vor. Þá leggja fiskifræðingar til að Miðfirði, Hrútafirði og Skötufirði verði lokað á komandi vertíð vegna fiskseiðagengdar. Áætlað er að vertíðin hefjist 28. þessa mán- aðar og hafa alls 9 bátar sótt um veiðileyfi á Arnarfirði, 26 á Húna- flóa og 33 í ísafjarðardjúpi. Allir hausar farnir úr landinu fyrir áramótin — segir Ólafur Björnsson, stjórnarformaður Skreiðarsamlagsins Tekur því ekki að reyna við þorskinn — segir Steingrímur Þorvalds- son, skipstjóri á Vigra RE „ÞETTA er alveg sára tregt, við höfum verið á karfa og fiskað fyrir Þýzkaland. Við höfum ekkert reynt við þorskinn núna, hann er svo tregur að það tekur því varla. Við höfum því aðallega verið á karfanum, höfum fengið mjög lítið af þorski þó við höfum reynt það talsvert á tímabili í sumar,“ sagði Steingrímur Þorvaldsson, skip- stjóri á Vigra RE, er Morgunblaðið spjallaði við hann í talstöð síðast- liðinn miðvikudag. „Það er augljóst að þorskleys- ið hefur slæm áhrif á afkomu sjómanna, tekjusamdráttur hlýtur að vera tölverður, en ég hef engar tölur þar um. Það seg- ir sig sjálft, það er svo miklu lægra verð fyrir karfann en þorskinn. Mér virðist að eina leiðin í dag til að halda þessu gangandi sé að vera á karfa og sigla með hann, en þetta lagast kannski aftur. Þetta hefur gengið þokkalega hjá okkur þó tregt sé. Við erum nú í Rósagarðinum og aflinn mjög tregur. Við erum búnir að vera úti í um hálfan mánuð og erum komnir með rúmar 200 lestir. Við hættum því veiðum í nótt og reiknum með að selja á þriðjudaginn,“ sagði Steingrím- ur Þorvaldsson. Sjávarútvegssýningar: Icelandic Fisheries haldin hér á næsta ári NÚ HEFUR verið ákveðið að efna til alþjóðlegrar sjávarútvegssýningar hér á landi í september á næsta ári. Mun sýningin nefnast Icelandic Fisheries ’84. Það er sýningarfyrir- tækið Industrial and Trade Fairs Int- ernational sem gengst fyrir sýning- unni, sem verður í Laugardalshöll, en umboðsmenn hér á landi eru fjór- ir. Þórleifur ólafsson, einn um- Þjóðhagsstofnun: Aflasamdráttur á árinu 8 til 9% án loðnuveiða AFLASAMDRÁTTUR það sem af er árinu er nú 2% meiri en gcrt var ráð fyrir í rekstraráætlun Þjóðhagsstofn- unar í september. Stofnunin hafði fyrr á árinu gert ráð fyrir 6 til 7% sam- drætti en nú eru líkur á að hann verði um 8 til 9% miðað við fast verðlag. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir því í Þjóðhagsspá, að 250.000 lestir af loðnu vetðist á árinu. Ef svo verður þýðir það að aflasamdrátt- urinn verður 4%, eða sama og gert er ráð fyrir í Þjóðhagsspá. An loðnuveiða stefnir í 2% samdrátt þjóðarframleiðslunnar sem nemur um 1.000 milljónum en verði af loðnuveiði, verður samdrátturinn helmingi minni. boðsmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stefnt væri að því, að sýningin yrði sem fjöl- breyttust og þegar væri kunnugt um mörg erlend fyrirtæki, sem áhuga hefðu á að sýna, en þáttaka yrði ekki staðfest fyrr en í næsta mánuði. Þá væri reiknað með mik- illi þátttöku innlendra aðilja svo og nágrannaþjóðanna Færeyinga og Grænlendinga. Þórleifur sagði ennfremur, að fyrirtækið ITF væri að meðaltali með tvær vörusýningar í viku hverri víðs vegar um heiminn. Sem dæmi mætti nefna, að fyrirtækið yrði með sýningar í Moskvu og Peking á næsta ári auk fjölda sýn- inga í Ameríku, Asíu, Ástralíu og Evrópu. Síðasta sjávarútvegssýn- ing, sem ITF hefði gengist fyrir, hefði verið World Fishing-sýning- in í Kaupmannahöfn á þessu ári. í nóvember næstkomandi yrði sýn- ingin Icelandic Fisheries kynnt hér á landi og í því skyni kæmi for- stjóri ITF, John Legate, til lands- ins. Umboðsmenn ITF hér á landi eru auk Þórleifs Ólafssonar þeir Pétur Eiríksson, Eiríkur Tómas- son og Sigmar B. Hauksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.