Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 29 Nú þegar Eiríkur er horfinn af sjónarsviðinu munu margir minn- ast hans með þakklæti í huga. Ei- ríkur var sérstaklega hjálpfús maður, hann var jafnan reiðubú- inn að leggja sig fram til að að- stoða þá sem áttu í erfiðleikum eða áttu um sárt að binda. ósér- hlífni hans í slíkum tilfellum var oft aðdáunarverð og oft fann hann úrræði, þegar erfiðlega horfði. Ég kveð Eirík Ásgeirsson hinn trausta vin með trega í huga. Við hjónin sendum börnum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Snorri Páll Snorrason Skyndilega er horfinn af sjón- arsviðinu fyrir aldur fram for- stjóri Strætisvagna Reykjavíkur, Eiríkur Ásgeirsson. Hann varð bráðkvaddur aðfaranótt 13. októ- ber. Eftir að hafa átt ánægjulegt og náið samstarf við Eirík í nærfellt áratug, sem stjómarmaður í SVR, langar mig að minnast þessa látna vinar, sem varð hverjum manni harmdauði, sem til hans þekkti. Frá þrítugsaldri hefur líf og starf Eiríks verið samtvinnað höf- uðborginni okkar, vexti hennar og viðgangi. Hans hlutverk var að skipuleggja og stjórna almenn- ingsvagnaþjónustu í ört vaxandi nútímaborg. Slík lífæð er þessi þjónusta í borgarlífinu, að við ringulreið liggur, falli hún niður hluta úr degi. Þetta er flestum ljóst. Hitt hugsa e.t.v. fáir út í, þegar stigið er upp í strætisvagn, hversu margþætt skipulagning og marg- víslegar ákvörðunartökur liggja að baki ferðinni. Svo er Eiríki fyrir að þakka, að saga þessa þáttar í þróun Reykja- víkur hefur verið skráð, allt frá því opinberar umræður hófust um strætisvagnaþjónustu, fyrir um það bil 60 árum, og fram til 1967. Stendur nú upp á aðra að láta skrá þessa sögu áfram. Árið 1931 hófust skipulegar strætisvagnaferðir í Reykjavík, þá á vegum hlutafélags, með tilstyrk bæjarsjóðs. Stóð við svo búið fram á lýðveldisárið 1944, að bæjarfé- lagið yfirtók reksturinn. Sjö árum síðar tók Eiríkur Ásgeirsson að sér framkvæmdastjórn SVR fyrir áeggjan Gunnars heitins Thorodd- sen, þáverandi borgarstjóra. Var jafnan góður vinskapur milli þess- ara látnu merkismanna, meðan báðum entist aldur. Meira en helming ævi sinnar hefur Eiríkur gegnt forstjóra- starfi SVR. 1 þessu erilsama starfi, sem hann innti af hendi, af lífi og sál, átti hann samstarf og samskipti við mikinn fjölda fólks innanlands og utan. Lagði hann sig allan fram við að fylgjast með alþjóðlegri þróun á sviði almenn- ingsamgangna i þéttbýli og varð vel til vina meðal starfsbræðra sinna í grannlöndunum, sem munu nú sakna vinar í stað. Ég tel ekki ofmælt, að Eiríkur hafi verið virtur og elskaður af nánast öllum samferðamönnum sínum. Hef ég reyndar orðið þess áþreifanlega var síðustu dagana. „Énginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur" segir orðtakið. Meðal þeirra, sem nú sakna sárt góðs húsbónda og félaga eru starfsmenn SVR. Með fráfalli Ei- ríks verða þáttaskil í sögu fyrir- tækisins. Stjórnarmönnum, fyrr- verandi og núverandi, er efst í huga þakklæti til hans fyrir þrot- laust uppbyggingarstarf í þágu SVR í meira en þrjá áratugi, en einnig fyrir ljúfmennsku og til- litssemi, sem einkenndi öll sam- skipti hans við stjórnarmenn. Persónulega finnst mér eins og ský hafi dregið fyrir sólu. Mætur samverkamaður og vinur er skyndilega horfinn. Þótt kallið hafi komið óvænt og dagsverkinu ekki verið lokið, tel ég engu að síður, að borgarbúar og borgaryfirvöld hafi fyllstu ástæðu til að vera þakklát Eiríki fyrir árangurinn af því ævistarfi, sem hann skilur eftir sig: Almenn- ingsvagnaþjónustu, sem stenst samanburð við það sem best þekk- ist. Þótt margir hafi komið við sögu, hefur hann verið driffjöðrin. Eiríkur fæddist 1. júlí 1921 á Flateyri við Önundarfjörð, sonur hjónanna Ásgeirs Guðnasonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Flateyri, og Jensínu Hildar Ei- ríksdóttur. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1942. Hann vann síðan skrifstofustörf hjá ýmsum fyrirtækjum í Reykja- vík þar til hann varð skrifstofu- stjóri við embætti borgarlæknis í Reykjavík 1948. Jafnframt kenndi hann um skeið við Verslunarskóla íslands, Loftskeytaskólann, Námsflokka Reykjavíkur og Gagnfræðaskóla verknáms. Eirík- ur var forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur frá 17. maí 1951 til dauðadags. Eiríkur var um skeið fram- kvæmdastjóri og síðar formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur og var formaður Skipulagsnefndar fólksflutninga með bifreiðum í 10 ár. Jafnframt skipulagði hann ferðaþjónustu lamaðra og fatl- aðra. Að Eiríki stendur ættgarður dugnaðar- og atorkufólks. Sterk fjölskyldutengsl voru snar þáttur í lífi hans og ósjaldan varð ég var við vinarþel hans í garð bræðra sinna og fjölskyldunnar allrar. Eiríkur var í eðli sínu lífsglaður, í senn tilfinningaríkur, fljóthuga og atorkusamur. Hann var fagur- keri, unnandi góðra lista, ekki síst hljómlistar, enda sjálfur búinn góðum hæfileikum á því sviði. Á góðum stundum var Eiríkur hrókur alls fagnaðar og eigum við hjónin og margir aðrir, sem nutu gestrisni hans og Katrínar eigin- konu hans, ógleymanlegar minn- ingar um skemmtilegar samveru- stundir, ekki síst þegar hann tók fram nikkuna og fór á kostum. Fyrir okkur Helgu var það sérstök ánægja að eignast þessi góðu hjón að vinafólki. Þau Katrín og Eiríkur gengu í hjónaband 8. sept. 1945. Þótt leiðir okkar lægju ekki saman fyrr en þrjátíu árum síðar, mátti glöggt sjá að þarna hafði valist saman fólk, sem tengt var trautum ham- ingjuböndum. Af gagnkvæmu við- móti og hlýju í hvors annars garð mátti sjá, að svo var. Myndarleg börn og fagurt heimili sögðu einn- ig sína sögu um samhent hjón og gæfusama fjölskyldu. Á skammri stundu skipast veð- ur í lofti. Á vordögum 1981 kom í ljós, að Katrín var haldin sjúk- dómi, sem leiddi hana til dauða í apríl á sl. ári. Þessi válegu tíðindi lögðust afarþungt á Eirík. Hann sá fram á sólargeislann í lífi sínu slokkna. Gleði sína tók Eiríkur aldrei til fulls eftir þetta áfall, enda þótt birt hafi til í lífi hans á ný í seinni tíð. Þau Katrín og Eiríkur skilja eftir sig föngulegan hóp barna og barnabarna. Börn þeirra og makar eru: Ásgeir kvæntur Kristrúnu Davíðsdóttur, Halldór kvæntur Svanlaugu Vilhjálmsdóttur, Hild- ur gift Magnúsi Péturssyni og Oddur kvæntur Katrínu Finn- bogadóttur Okkar allra bíður óþekkt leiða- kerfi, þegar jarðvistinni lýkur. Eiríki fylgja hlýjar kveðjur og þakklæti á nýjar slóðir. Við hjónin sendum ykkur, börn- um Katrínar og Eiríks, og fjöl- skyldum ykkar innilegar samúð- arkveðjur. Sveinn Björnsson Það er svo ótrúlegt að hann Ei- ríkur Ásgeirsson sé látinn. Kynni okkar systkinanna af honum voru ekki löng, aðeins síðan í nóvember á sl. ári, er móðir okkar kynnti hann fyrir okkur. Með velvild og góðmennsku sinni vann hann brátt sérstakan sess í lifi okkar og hjarta. Eiríkur var einstaklega ör- látur og ávallt reiðubúinn að leggja lið sitt, hjálparhönd og góö ráð við okkur. Vinátta hans og móður okkar var djúp og einlæg og gladdi okkur jafnt sem börn hans. Með söknuði kveðjum við þennan góða mann og þökkum þau kynni sem við áttum, þó gjarnan hefðu þau mátt vera miklu lengri. Dóra, Ingvar og Pálína. Fráfall Eiríks Ásgeirssonar var þungt áfall fyrir vini hans í Danmörku. Samvinna okkar Eiríks um tugi ára var okkur báðum mjög gagn- leg samvinna, sem fljótt breyttist í nána og trausta vináttu. Eiríkur hafði á sínum langa for- stjóraferli verið framsýnn yfir- maður Stætisvagna Reykjavíkur, sem í dag er rekið sem nýtískulegt fyrirtæki með heilbrigðri fjár- málastjórn. Eiríks verður ætíð saknað sem mannsins, sem borin var mikil virðing fyrir á hans sviði, og sem ætíð var fús til að rétta fram hjálparhönd ef þess var óskað. Góður vinur hefur yfirgefið okkur. Blessuð sé minning hans. K.N. Andersen, FHV. Direktör for Hovedstads- omrádets Trafiskselskab, Köbenhavn. Kveöja frá skólasystkinum Hvar sem hópur manna vinnur saman, tengjast menn vináttu- böndum. Sumir verða nánir vinir, aðrir bara kunningjar. En oft fer svo að einn eða örfáir hljóta vin- fengi og viðurkenningu alls hóps- ins; það er óumdeilt að þar sé úr- valsmaður á ferð. Slíkur maður var Eiríkur Ás- geirsson i hópi þess árgangs Verslunarskólanema sem útskrif- aðist úr IV. bekk vorið 1942. Vingjarnlegur við alla, kurteis og prúður í orðum og gerðum og vildi ollurn vel. Hann hafði að sjálf- sögðu sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum, en hávaða- laust. Meðan margir okkar hinna börðust sín á milli eins og ljón um skoðanir, eins og framtíð alls heimsins væri undir því komin, hver okkar hefði betur i deilum, lét hinn prúði bekkjarbróðir okkar það ekkert á sig fá, brosti kannski að fyrirganginum, eins og hann hefði þá þegar öðlast þá algildu visku að það mundi engin áhrif hafa á mannkynssöguna, hverjum þessara æðikolla sæktist best að kaffæra andstæðinga sína í orða- flaumi og því sem við kölluðum röksemdir. Vegir okkar greindust til ýmissa átta vorið 1942, að skólaferðalagi loknu. Um þær mundir var rætt um að halda hópinn framvegis, hittast annað veifið til gleðskapar, og í þeim bollaleggingum var Ei- ríkur ávallt í fremstu röð og æ síðan þegar ástæða var til ein- hverra athafna. Vinátta var hon- um dýrmæt og vinátta hans var okkur ómetanleg. Þessi samheldni hópsins frá 1942 er óskert enn í dag, einkum fyrir atbeina Eiriks og annarra góðra manna. Á fimm ára fresti hittast þeir sem heimangengt eiga til að gleðjast saman eins og í gamla daga. Og þau bönd sem tengdust í skólastofunum við Grundarstíginn eru kannski enn- þá traustari og hlýrri nú en nokkru sinni fyrr, við finnum okkur vera eins og eina fjölskyldu, eins og systkinahóp, þar sem hver finnur til með öðrum og ber hag hvers einstaks fyrir brjósti. Og við vitum að þessi samhugur „systkin- anna“ byggist einmitt á áhrifum hinna bestu manna hópsins, manna eins og Eiríks, sem hafði svo gott lag á að sameina menn og glæða það besta sem með hverjum og einum bjó. í för með slíkum manni verða allir erfiðleikar að smámunum. Minnisstæð er okkur forysta Eiríks er senda þurfti einn skóla- bróður okkar veikan til læknisað- gerðar í Bandaríkjunum. Sú að- gerð var dýr og fjölskyldan var ekki efnuð. Þá kvaddi Eiríkur bekkjarsystkinin til hjálpar og nægilegt fé safnaðist, auk annarr- ar fyrirgreiðslu, til að leysa málið farsællega. Eiríkur var kvæntur Katrínu Oddsdóttur, hinni ágætustu konu, sem að sjálfsögðu bættist í vina- hóp okkar. Var mjög kært með þeim hjónum. Þegar við héldum upp á 40 ára afmæli bekkjarins, vorið 1982, sat Eiríkur við dánar- beð konu sinnar. Það var eina skiptið sem hann vantaði í hópinn þegar eitthvað var um að vera. Og aðfaranótt 13. október sl. var hann sjálfur kvaddur burt úr þessum heimi. Þegar við, bekkjarsystkin hans, hittumst næst til að minn- ast hinna góðu, gömlu daga, verð- ur minningin ein þar eftir sem áð- ur var félagsskapur góðs vinar. En sú minning er fögur og skugga- hliðalaus. Á þann hátt lifir hann áfram með okkur, uns hið síðasta kveður þetta líf. Og áhrif góðs manns ná langt út yfir gröf og dauða. Guð blessi þennan góða dreng og veiti honum eilífa ham- ingju. Niðjum hans, ættingjum og venslamönnum vottum við inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Bekkjarsystkin IV. bekkjar Verslunarskóla íslands 1942 ^upptausnti! abyrgóar A RETTRI LEIÐ Ólafsfjörður Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Tjarnarborg laugar- daginn 22. október kl. 14.00. Matthías Bjarnason, heilbrigðis-, trygginga- og samgönguráöherra ræöir störf og stefnu ríkisstjóm- arinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta á fundinn. Allir velkomnir Sjálfslæöisftokkurinn. Nýjar leiðir X í verðmyndun landbúnaðar- afurða. Landsmálafélagið Vörður efnir til fundar um nýjar leiðir í verðmyndun landbúnaðarafurða ÞRIÐJUDAGINN 25. OKTÓBER NK. KL. 20.30 í VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1. Framsöguræður flytja: Björn Matthíasson, hagfræðingur: Verðmyndunarkerfi landbúnaðarins og afleiðingar þess. Gunnar Jóhannsson bóndi á Ásmundarstöðum: Nýjar leiðir í landbúnaði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður: Ný stjórnunarviðhorf í landbúnaði. Að loknum framsöguræðum verða leyfðar umræður. Fundarstjóri: Elín Pálmadóttir. Fundarritari: Guðmundur Jónsson. -rt i • ..,, Fundurmn er ollum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.