Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
35
Hellufundur kartöflubænda:
Bjargráðasjóði verði útvegað
fé til aðstoðar kartöflubændum
Aðstoð í formi
lána kæmi að tak-
mörkuðum notum
Á fjölmennum fundi kartöflu-
bænda sem haldinn var aft til-
hlutan landbúnaðarráðherra á
Hellu fyrir skömmu kom fram
að tjón kartöflubænda vegna
uppskerubrests í haust er um 85
milljónir og nýtanleg uppskera
þegar útsæfti til næsta vors hef-
ur verift tekift frá samsvarar eins
mánaðar sölu á kartöflum í
landinu. í máli landbúnaftar-
ráðherra kom fram að engar aft-
gerftir hafa verift ákveftnar til
stuðnings bændum en starfandi
væri nefnd á vegum fjögurra
ráðuneyta til að athuga málið. í
lok fundarins var samþykkt til-
laga þar sem skorað var á al-
þingi og ríkisstjórn að útvega fé
til aðstoðar kartöflubændum.
Á fundinum gerði Magnús Sig-
urðsson í Birtingaholti, formaður
Landssambands kartöflubænda,
grein fyrir þeim vanda sem kart-
öflubændur eiga nú við að etja.
Sagði hann að ástandið væri það
versta sem komið hefur fyrir kart-
öfluræktina síðan þessi ræktun
hófst hér á landi fyrir alvöru, og
hefði reynst enn verra en svart-
sýnustu menn hefðu spáð. Sagði
hann að nýtanlegt magn af kart-
öflum hefði reynst um 27 þúsund
tunnur og ef miðað væri við að
tekið yrði frá jafn mikið útsæði
fyrir næsta vor og sett var niður í
ár, um 20 þúsund tunnur, þá
kæmu varla nema 7 þúsund tunn-
ur til sölu á almennan markað
sem er um 10% af meðalárssölu,
eða rúmlega einsmánaðar sala á
kartöflum i landinu.
Magnús sagði að tjónið hjá
kartöflubændum í heild væri um
85 milljónir. Sagði hann að hér
væri um að ræða svo augljóst og
mikið fjárhagslegt tjón fyrir
bændur að ekki yrði hjá því kom-
ist fyrir ríkisstjórnina að sjá
Bjargráðasjóði fyrir fjármunum
til að hann geti aðstoðað bændur
með lánum og styrkjum. Gerði
hann einnig að umtalsefni þann
vanda sem ástandið hefði í för
með sér fyrir heilu sveitarfélögin
og framtíð kartöfluræktunarinnar
í landinu.
Hluti fundarmanna á fjölmennum fundi kartöfluframleiðenda með landbúnaftarriðherra á
landbúnaðarráðherra í ræðustól.
Hellu. Jén Helgason
Morgunblaðið/ HBj.
Möguleikar á
aöstoð athugaðir
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra sagði að unnið væri að at-
hugun á möguleikum á aðstoð við
kartöflubændur vegna uppskeru-
brestsins í haust. Skipaður hefði
verið starfshópur í málið með full-
trúum frá landbúnaðar-, félags-
mála-, fjármála- og viðskiptaráðu-
neytunum. Sagði landbúnaðar-
ráðherra að nú væri erfitt í þjóð-
arbúinu, uppskerubrestur hefði
orðið víðar í þjóðfélaginu en í
kartöflugörðunum en þó yrði það
gert sem mögulegt væri til að
greiða úr þessum málum þannig
að kartöflurækt geti áfram verið
gildur þáttur í landbúnaði íslend-
inga. Engin ákvörðun hefði þó ver-
ið tekin um hvernig úr málum yrði
leyst.
Ræddi landbúnaðarráðherra um
Bjargráðasjóð og hvernig hann
hefði komið til aðstoðar á undan-
förnum árum. Bjargráðasjóður
hefur veitt aðstoð vegna verulegs
uppskerutjóns fjórum sinnum á
liðnum áratug. Áðstoð var í flest-
um tilfellum veitt í formi óverð-
tryggðra lána til 5 ára. Sagði ráð-
herra að allmargir lántakendur
væru með þessi lán í vanskilum
nú, sérstaklega þeir sem orðið
hefðu fyrir áföllum ár eftir ár.
Sagði hann að þegar áföllin væru
jafn mikil og menn stæðu frammi
fyrir nú kæmi til greina að veita
þeim sem verst hefðu orðið úti að-
stoð á annan hátt en með lánum,
það er með beinum styrkjum, þar
sem fyrirsjáanlegt væri að önnur
hjálp kæmi ekki að notum nema i
takmarkaðan tíma ef menn hefðu
ekki möguleika á að greiða lánin
þegar að skuldadögum kæmi. Þá
ræddi ráðherra einnig um að
nauðsyn væri á að kanna mögu-
leika á betri tryggingu gegn upp-
skerutjóni þar sem menn gætu
gengið að vissri aðstoð þegar áföll
yrðu.
Grænmetisverslunin
óþarfa milliliður?
Að loknum framsöguræðum
voru almennar umræður þar sem
nokkrir kartöflubændur og fleiri
létu skoðanir sínar í ljósi. Kom
meðal annars fram að mönnum er
eindregið ráðlagt að halda eftir
útsæði til næsta vors, selja það
ekki nú upp á vonina um að fá
útsæði keypt næsta vor því það
yrði þá illfáanlegt og á óhagstæðu
verði. Óskir komu fram um aukn-
ar rannsóknir á kartöfluafbrigð-
um til að reyna að rækta harðger-
ari afbrigði og hugmyndir um
uppskerutryggingu voru mikið
ræddar. Þeir sem tóku til máls
lýstu áhyggjum yfir mikilli
greiðslubyrði á næstu árum vegna
aðstoðar nú yrði hún í formi lána.
Kom fram í máli sumra að miðað
við þær tekjur sem kartöflubænd-
um væru „úthlutað", eins og það
var orðað, hefðu menn ekki
nokkra möguleika á að standa
undir greiðslum af lánum vegna
stórfelldrar lántöku vegna þessa
uppskerubrests í haust. Þá kom
hörð gagnrýni fram á flokkunar-
reglur kartaflna og Grænmetis-
verslun ríkisins í máli sumra
fundarmanna. Tryggvi Skjaldar-
son úr Þykkvabæ vildi leggja
Grænmetisverslunina niður eða
setja hana undir beina stjórn
bænda. Sagði hann að eðlilegast
væri að bændur og neytendur
tækjust beint á um verð og flokk-
un kartaflna og væri Grænmetis-
verslunin þar óþarfa milliliður.
í lok fundarins var eins og áður
sagði samþykkt tillaga þar sem
skorað er á ríkisstjórn og alþingi
að útvega Bjargráðasjóði fé og
leita annarra leiða til stuðnings
kartöflubændum vegna hins al-
varlega uppskerubrests í haust.
Um 100 manns sátu þennan fund
kartöflubænda á Hellu og var haft
á orði að aldrei fyrr hefðu jafn
margir kartöflubændur á íslandi
komið saman til fundar og var það
haft til marks um hvað vandi
þeirra væri mikill. HBj.
Byggingarvísitala
hækkar um 2,90%
Árshækkunin tæplega 41%
HAGSTOFA Islands hefur áætlað vísitölu byggingarkostnaðar miðað við
verðlag í byrjun októbermánaðar, í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar
frá í sumar. Hækkunin frá síðustu áætlun er 2,90%.
Vísitala byggingarkostnaðar,
samkvæmt áætlun Hagstofunnar,
er 153,70 stig, en var til saman-
burðar 149,37 stig, reiknuð út
samkvæmt verðlagi í byrjun
septembermánaðar.
Verðbólguhraðinn, metinn á
hraða vísitölu byggingarkostnað-
ar, miðaður við hækkunina milli
mánaðanna september og október,
er 40,92%.
í frétt Hagstofunnar segir, að
hækkunin sé aðallega tilkomin
vegna 4% hækkunar á útseldri
byggingarvinnu frá októberbyrjun
og hins vegar önnur innlend verð-
'hækkun, en ekki varð teljandi
breyting á verði innfluttrar bygg-
ingarvöru.
„Það skal tekið fram, að við
uppgjör verðbóta á fjárskuldbind-
ingar samkvæmt ákvæðum í hvers
konar samningum um, að þær
skuli fylgja vísitölu byggingar-
kostnaðar, gilda aðeins hinar lög-
formlegu vísitölur, sem reiknaðar
eru á þriggja mánaða fresti. Áætl-
aðar vísitölur fyrir mánuði inn á
milli lögákveðinna útreiknings-
tíma skipta hér ekki máli,“ segir
ennfremur í frétt Hagstofu Is-
lands.
Vetur
nálgast...
Nú þegar haustar og allra veðra er von vill Hafskip hf. benda
viðskiptavinum sínum á eftirfarandi:
1.
2.
3.
Að þeir séu á verði um hagsmuni sína t.d. með því að tryggja
vörum sínum viðeigandi umbúðir og gera allar þær ráð-
stafanir fyrir sitt leyti, til að auka flutningsöryggi vörunnar á
komandi árstíma.
Bent er einnig á ótvírætt öryggi þess fyrir farmeigendur,
að vátryggja á frjálsum markaði farm sinn í flutningi
og geymslu, þar sem ábyrgð farmflytjenda er á margan hátl
takmörkuð, t.d. vegna veðurfars og ófullnægjandi umbúða.
Sérstaklega skal gæta þess að frostlögur sé á kælikerfum
véla og tækja og huga þarf að öryggi farms í vöruskemmum
eða á útisvæðum sem kynni að vera hætt vegna frosts, foks
eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Með kveðjum.
HAFSKIP HF.
HAFSKIP