Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 4

Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 K-dagurinn 29. október 1983 Gleymum ekki geðsjúkum Tómas Helgason vTirlæknir, lengst til vinstri, ásamt Finnbirni Gíslasyni, formanni K-dagsnefndar, og Oddi Bjarnasyni geðlækni, lengst til hægri. Þeir eru hér í íbúðarhúsi því í Fossvogi, Reykjavík, sem verið er að byggja sem endurhæfingarstöð fyrir geðsjúka. Afrakstur K-lyklasölunnar rennur óskipt- ur til byggingarinnar og málefna geðsjúkra. Ljósm. Mbl./ Matthfas G. Pétursson — eftir dr. Tómas Helgason Kiwanisklúbbarnir á íslandi ætla nú í fjórða sinn að beita sér fyrir landssöfnun til þess að stuðla að endurhæfingu geð- sjúkra. Framtak þeirra hefur ver- ið til ómetanlegs gagns. Annars vegar hefur það fé, sem þeir hafa safnað, komið að beinum notum til starfs- og heimilisendurhæfingar sjúklinganna. Hins vegar hafa þeir vakið athygli alþjóðar á vanda stærsta öryrkjahópsins, þess hóps sem á erfiðast með að tala fyrir sig sjálfur vegna veik- inda sinna og vegna þeirra for- dóma, sem gætt hefur í þeirra garð. Lykillinn, sem Kiwanismenn hafa selt í fjáröflunarskyni, hefur verið tákn þess sem þeir vilja leggja af mörkum til að eyða þess- um fordómum og til að rjúfa ein- angrun hinna geðsjúku. Framfarir Á undanförnum tveim áratug- um hafa orðið miklar framfarir í þjónustu við geðsjúka hér á landi. Aðstaða á sjúkrahúsum hefur batnað stórum og fengist hafa aðrir möguleikar til vistunar fyrir þá, sem lengi eru veikir og geta ekki af þeim sökum dvalið á eigin heimilum. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að koma á endurbót- unum og er í rauninni hægt að tala um þjóðarátak, þótt ekki hafi alltaf farið hátt. Á þessum árum hefur Geð- verndarfélagið komið upp endur- hæfingarplássum að Reykjalundi, geðdeild Borgarspítalans verið tekin í notkun, stofnuð barnageð- deild Landspítalans og húsnæði fengist á víð og dreif um borgina í stað húsnæðis á Kleppsspítala, sem var orðið ónothæft og ekki þjónaði lengur þeim tilgangi, sem upphaflega var ætlast til. Síðast, en ekki síst, er að geta stærsta átaksins og mestu framfaranna, opnunar geðdeildar Landspítal- ans. Geðverndarfélag íslands hefur átt stóran þátt í þeim framförum, sem orðið hafa, annars vegar með fræðslu og útgáfustarfsemi, en hins vegar með því að koma á fót endurhæfingarstöðu fyrir geð- sjúka. Tímaritið Geðvernd hefur komið út í 17 ár og flutt fræðslu um geðvernd, geðsjúkdóma og meðferð þeirra. Geðverndarfélagið hefur rekið ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu, sem var mjög nauðsynleg áður en göngudeild geðdeildar Landspítal- ans tók til starfa. Stærsta átak félagsins var að auka aðstöðu á Reykjalundi um 22 rúm, svo að hægt væri að taka þar við fleiri geðsjúkum til endurhæf- ingar. Félagið hefur síðan haidið áfram að safna fé til að bæta endurhæfingaraðstöðu geðsjúkra. Hér hefur annars vegar verið um að ræða starfsendurhæfingu og hins vegar hefur verið unnið að því að byggja áfangastað, þar sem sjúklingar, sem náð hafa það miklum bata að þeir þurfa ekki að dvelja á siúkrahúsi, geta dvalið um tíma. A slíkum áfangastað er ætlunin að sjúklingar fái frekari aðstoð og leiðbeiningar til að ná þeirri hæfni sem þarf til að geta búið á heimiii og séð um sig sjálf- ir. Samstarf Kiwanis og Geðverndarfélagsins Upp úr 1970 beindist áhugi Kiw- anisklúbbanna að endurhæfingu geðsjúkra. Er undirbúningur að fyrstu landssöfnun þeirra hófst 1974 var ákveðið að nota fé sem safnaðist til þess að koma á fót vernduðum vinnustað fyrir geð- sjúka. Því var að meginhluta ráð- stafað til Bergiðjunnar, sem er verndaður vinnustaður á Klepps- sítala. Með sameiginlegu átaki heilbrigðisyfirvalda, Kiwanis- hreyfingarinnar og Geðverndarfé- iags íslands hófst rekstur Bergið- junnar árið 1975. Þar hafa síðan margir sjúklingar notið starfs- þjálfunar. Framleiðsla Bergiðj- unnar hefur að nokkru farið á al- mennan markað, en að nokkru hefur hún verið notuð til að endur- bæta húsnæði fyrir dagsjúklinga Kleppsspítalans. Kiwanismenn sáu að hér var mikið verk að vinna og betur mátti ef duga skyldi. Því ákváðu þeir að nota fé, sem þeir söfnuðu í tengslum við K-daginn 1977 og „Það er Ijóst, að margir hafa þörf fyrir þann lyk- il að lífinu, sem endur- hæfing á áfangastað getur verið. Ekki er að efa, að allir landsmenn bregðast vel við og kaupa lykil Kiwan- ismanna til þess að sýna samstöðu sína við þá, sem minni máttar 1980 undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum", til þess að byggja áfangastað í samvinnu við Geðverndarfélag fslands. Áfanga- staðurinn skyldi vera sérhannaður til þess að þar gætu verið í endur- hæfingu 6 til 8 einstaklingar í senn. Jafnframt var ákveðið að byggja húsið úr framleiðslu Berg- iðjunnar. Mátti þannig segja að tvær flugur væru slegnar í einu höggi, annars vegar veitt verkefn- um til starfsendurhæfingar og hins vegar komið upp endur- hæfingarheimili. Ætlunin var að reyna að byggja áfangastaðinn í nágrannabyggð Reykjavíkur til að leggja áherslu á, að hann ætti að þjóna fólki hvaðanæva af landinu. Því miður tókst ekki að fá neina heppilega lóð í nágrannasveitar- félögunum. En haustið 1980, er ákveðið var að Kiwanismenn ætl- uðu að selja lykilinn enn einu sinni til stuðnings slíkum áfangastað, fékkst lóð í Reykjavík og var haf- ist handa á árinu 1981 um teikn- ingu hússins. Framkvæmdir hóf- ust í apríl 1982 og hefur síðan mið- að eftir því sem fé hefur fengist. Byggingin nálgast nú lokastig, en mikils fjár er vant til að ljúka henni og til þess að kaupa í hana nauðsynlegan húsbúnað. Dreng- skapur Kiwanismanna og þraut- seigja við að sjá borgið verkefni, sem þeir hafa stuðlað að, er því mjög þýðingarmikil. Lykill Kiwanis Þrátt fyrir þær stórstígu fram- farir, sem orðið hafa á síðustu ár- um, eru enn mörg verkefni óleyst og mikið vantar á að þjónusta við geðsjúka sé komin í fullkomið horf. Sérstaklega er erfitt fyrir suma sjúklinga að fá húsnæði og fóta sig á eigin spýtur eftir að meðferð á sjúkrahúsi lýkur. Því ber brýna nauðsyn til að ljúka byggingu þess áfangastaðar, sem Kiwanishreyfingin og Geðvernd- arfélag íslands standa nú að bygg- ingu á. Síðan þarf að vinna að því að koma upp fleiri slíkum áfanga- stöðum og litlum sambýlum fyrir fólk, sem ekki á heimili til að hverfa að eða getur búið eitt sér. Það er ljóst, að margir hafa þörf fyrir þann lykil að lífinu, sem endurhæfing á áfangastað getur verið. Ekki er að efa, að allir landsmenn bregðast vel við og kaupa lykil Kiwanismanna til þess að sýna samstöðu sína við þá sem minni máttar eru og þurfa stuðn- ing og endurhæfingu vegna geð- sjúkdóma. Dr. med. Tómas Helgason er pró- fessor við læknadeild Háskóla ís- lands og forstöðumaður Geðdeild- ar ríkisspítalanna. Gleymum ekki geðsjúkum ■ 29.10.’83 Þróunarhjálp í Sudur-Súdan — eftir Samúel Ölafsson Grein þessari er ætlað að kynna nokkuð þróunarstarf sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar í Noregi stendur að, og Hjálparstofnun kirkjunnar á íslandi er aðili að. Hér verður farið r.okkrum orðum um starfið í heild, en einstökum þáttum þess lýst ítarlega í síðari greinum. Upphaf þessarar þróunarað- stoðar má rekja til ársins 1972, er lauk 17 ára borgarastyrjöld milli Norður- og Suður-Súdán. Þá þegar hófu Norðmenn neyðaraðstoð við bágstödd svæði í Austur-Equa- toria-héraði. í framhaldi af þessu starfi hófust samningar milli Hjálparstofnunar kirkjunnar og stjórnvalda' í Súdan um skipu- lagða enduruppbyggingu og þró- unaraðstoð í Austur-Equatoria. Þessum viðræðum lauk með samn- ingi til fjögurra ára frá 1. jan. 1974—31. des. 1977. Þessi samn- ingur var nokkuð sérstæður að þvf leyti að Norðmenn lögðu til nær allt fjármagn til starfsins og sáu sjálfir um alla dreifingu fjár- magns og val forgangsverkefna. Hefur þessi skipan haldist síðan „Nú er reynt gagnstætt því sem ádur var að kenna fólki notkun einfaldra áhalda, leiðbeina um val útsæðis og bætta ræktun- arhætti, jafnframt því sem reynt er að opna markaði fyrir umframframleiðslu, án þess að umbylta þjóð- félagsskipan fólksins." og reynst mjög vel, hefur þetta tryggt að fjármagnið fer raun- verulega til þeirra verkefna, sem aðstoðin gerir ráð fyrir, gagnstætt því sem reynslan hefur verið þar sem stjórnvöld þróunarríkja hafa sjálf að verulegu leyti fengið fjár- magnið til ráðstöfunar. Samning- urinn frá 1974 hefur nú verið endurnýjaður tvívegis til fjögurra ára í senn, og hófst núgildandi tímabil 1. jan. 1983. Hjálparstofnun íslensku kirkj- unnar gerðist samstarfsaðili að þessu þróunarverkefni árið 1981 eftir nákvæma athugun á hvar fjármagn til þróunaraðstoðar nýttist best hjá kirkjulegum hjálparstofnunum. Hvað er þróunaraðstoð? Þróunaraðstoð á sér ekki mjög iangan aldur, það er fyrst eftir síðari heimsstyrjöld að iðnríkin fara að veita fjármagni og tækni- aðstoð til nýfrjálsra nýlenduríkja og annarra vanþróaðra ríkja. í upphafi var beitt þeim aðferðum, er best höfðu reynst í uppbygg- ingu Evrópu eftir síðari heims- styrjöld, þ.e. að veita verulegt fjármagn og fullkominn tækni- búnað til þróunaraðstoðar ásamt sérfræðilegri aðstoð um stuttan tíma. Árangurinn varð þó gagn- stæður því sem orðið hafði í Evr- ópu. í stað skjótrar þróunar kom aðeins stutt tímabil aukinnar framleiðslu, en þegar sérfræði- aðstoð lauk féll allt í sama farið og ástandið var sumstaðar jafnvel verra en fyrir aðstoð. Orsakir þessa voru margvísleg- ar, en sú sem viðurkennd er sem höfuðorsök er ókunnugleiki þeirra er aðstoðina veittu á þjóðfélags- uppbyggingu, siðvenjum, menn- ingu og heimsmynd þeirra þjóða er aðstoðarinnar áttu að njóta, auk þess sem tæknikunnáttu og þekkingu á verslun og viðskiptum var verulega ábótavant í þróun- arríkjum gagnstætt því sem var í Evrópu eftir stríð þar sem mennt- Sýning innfæddra á möguleika í landbúnaði, ræktun og tækjasýning. un, menning og tækniþekking var náskyld þjóða í millum og efna- hagskerfi samofin af milliríkja- viðskiptum um aldaraðir. Því verður ekki á móti mælt að víða hefur þróunaraðstoð mistek- izt og oft hafa eiginhagsmunir þeirra er aðstoðina veittu sett mark sitt á hana með þeim árangri að mörg ríkja þriðja heimsins iíta með tortryggni til boða um þróunaraðstoð frá ríkis- stjórnum annarra ríkja. Eftir því sem tíminn hefur liðið hafa verið auknar verulega rann- sóknir á hvers vegna þróunarstarf hefur heppnast eða misheppnast, og hafa þær leitt í ljós að þróun getur ekki átt sér stað nema með vilja og fullri vitund fólks sem að- stoðin nær til og skilningi á eðli aðstoðarinnar. Þróunaraðstoð þarf að skilgreina mjög nákvæm- lega markmið sín og gera þarf grein fyrir þeirri röskun sem verð- ur á þjóðfélagsmynstri vegna að- stoðarinnar og finna í tíma leiðir til að bæta þá röskun. Það hefur því miður víða gerst þar sem þróunaraðstoð hefur hagrætt og breytt framleiðslu og dreifingu af- urða, að konur sem oftast gegna lykilhlutverkum í afrískum fjöl- skyldum hafa skyndilega setið verkefnalitlar, og það síðan orsak- að félagsleg vandamál og óhóflega áfengisneyslu. Nú er reynt gagnstætt því sem áður var að kenna fólki notkun einfaldra áhalda, leiðbeina um val útsæðis og bætta ræktunarhætti, jafnframt því sem reynt er að opna markaði fyrir umframfram- leiðslu, án þess að umbylta þjóðfé- lagsskipan fólksins. Algengasta skilgreining þróun-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.