Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 5

Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 37 araðstoðar í dag er eftirfarandi: „Hjálp til einstaklinga/ hópa til sjálfshjálpar, með hægfara breyt- ingu á viðhorfum og heimsmynd þeirra." Þessi skilgreining felur í sér meðal annars viðurkenningu á því að þróunaraðstoð taki mjög langan tíma, ef varanlegur árang- ur á að nást. Þannig er gert ráð fyrir að það verkefni sem hér er sérstaklega fjallað um þurfi 20—40 ár til að ná fram þeim árangri að heimamenn verði ein- færir um að taka að sér öll þau verkefni sem aðstoðin spannar. Uppbygging þróunar- aðstoðarinnar Þegar í upphafi þróunaraðstoð- arinnar var gert ráð fyrir fjöl- þættri aðstoð, enda flest í rústum eftir 17 ára borgarastyrjöld. í upphafi var lögð megináhersla á vegagerð, akuryrkju, heilsugæslu, skóla- og sjúkraskýlabyggingar og boranir eftir neysluvatni auk sér- stakrar neyðarhjálpar við sér- staklega bágstödd svæði, síðar hefur verið bætt við kennslu I vélvirkjun og járnsmíði, hús- gagnasmíði, smíði einfaldra heimilistækja og áhalda, kennslu- ráðgjöf fyrir framhaldsnám og val námsgagna, og ráðgjöf í uppbygg- ingu og rekstri samvinnufyrir- tækja. Auk þessa eru svo stjórn- unar- og bókhaldsdeild, birgða- og flutningadeild, viðhaldsdeild og rannsóknadeild í mannfræði og þjóðháttum er jafnframt fylgist með árangri starfsins og leiðbein- ir um aðferðir við kennslu í vinnu- aðferðum og notkun áhalda. Þessi upptalning sýnir hversu vítt svið þróunarhjálpin spannar, enda má segja að hún komi í veru- Um barrviði og lauftré — eftir Hákon Bjarnason Sá ágæti maður, Helgi Hálfdán- arson, skrifar stutta grein í Morg- unblaðið hinn 1. október, þar sem hann bendir á að aðgát skuli höfð þegar barrtré eru gróðursett í úti- vistarsvæði almennings. Ég er honum sammála. En svo er margt sinnið sem skinnið, og því gæti okkur greint á í mörgum atriðum þegar til kastanna kæmi. Mjög er þakkarvert að grein Helga er skrifuð af skilningi og hógværð. Því höfum við skógrækt- armenn aldrei átt að venjast. { því sambandi rifjast upp fyrir mér æðið kringum 1960, þegar nátt- úruverndarfólk, með og án gæsa- lappa, vildu friða „hina ósnortu náttúru landsins" og uppræta alla barrviði á tslandi, meðal annars gamla furulundinn á Þingvöllum. Ég er sammála Helga Hálfdán- arsyni í því, að barrtrjám hefur verið plantað á óþarflega marga staði á Þingvöllum. Ég get líka sagt frá því, að bæði ég og aðrir skógræktarmenn höfum upprætt töluvert af ungum barrtrjám, sem okkur þótti til óprýði. Mér er ekki kunnugt um hvers vegna þeir Ryder skipstjóri og Tryggvi Gunnarsson vöidu fyrstu tilraun til skógræktar hér á landi stað á Þingvöllum, þar sem nú er gamli furulundurinn. Hann er orðinn 84 ára og er minnisvarði um merkilegt framtak, sem lét margt gott af sér leiða. Fyrsti þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum var Guðmundur Dav- íðsson, kennari. Hann var jafn- framt einn af fyrstu náttúru- verndarmönnum landsins ásamt A.F. Kofoed-Hansen, skógræktar- stjóra. Meðal annars hafði Guð- mundur unnið við gróðursetningu í furulundinum um siðustu alda- mót og hafði hann mikið dálæti á lundinum er hann tók að vaxa á hæðina fyrir og eftir 1930. Þegar Skógræktarfélag Islands gerði smávegis tilraunir með inn- flutning barrtrjáa um og eftir 1936 voru hvergi til afgirtir reitir til að setja þau niður nema við Rauðavatn og svo f þjóðgarðsgirð- ingunni á Þingvöllum. í önnur hús var ekki að venda, og Guðmundur Davíðsson tók boði félagsins með þökkum er stjórn þess sendi barnaskólabörn með trjáplöntur austur. Ég var meðal annarra við gróðursetningu plantna á spöng- inni í Flosagjá. Er árin liðu og þegar fjalla- fururnar á spönginni voru farnar að hækka og breiða úr sér fannst mér sem þær væru illa settar þarna og mættu gjarnan víkja. Þá var séra Jóhann Hannesson orð- inn umsjónarmaður Þingvalla og ég vék að því við hann, að réttast væri að fækka furunum á spöng- inni og láta þær hverfa smátt og smátt. Ég man ekki svar hans orð- rétt, en það var eitthvað á þessa leið: Þú veist ekki hve veturnir geta verið dimmir og þrúgandi hér á Þingvöllum og hvílík hressing það er um miðjan vetur að ganga út á spöngina á milli sígrænna greina. Ef fururnar hefðu ekki verið þar væri ég eflaust farinn frá Þingvöllum fyrir nokkrum ár- um. Séra Jóhann hefur haft sömu tilfinningu fyrir sígrænum trjám og Stephan G., er hann kvað um greniskóginn: „Blettur lífs á líki fróns lands og vetrarprýðin." En það voru ekki bara við Guð- mundur Davíðsson, sem plöntuð- um óhelgum viðum á helgan völl. Bæði Eyfirðingafélagið og Árnes- ingafélagið fengu góðfúslega leyfi Þingvallanefndar til að planta ungviði í tiltekin svæði. Þar er einnig kominn upp mjög fallegur minningarlundur um Jón Jó- hannsson frá Skógarkoti, og að beiðni Þingvallanefndar var eitt sinn plantað allmiklu af greni- trjám við Ölkofrahól. Loks var plantað i Hrafnagjárhallið all- miklu af trjáplöntum ýmissa teg- unda árið 1958 að beiðni Þing- vallanefndar. Svo má ekki gleyma því, að eft- irmaður Guðmundar Davíðssonar, Hákon Bjarnason „Mér er óhætt að full- yrða, að skógræktar- menn hafa þegar tekið tillit til þess, að kæfa ekki íslenskar plöntur í erlendum trjám, þar sem ástæða þykir til.“ Thor Brandt, var enginn eftirbát- ur hans í að planta barrtrjám á ýmsa berangursstaði. Ennfremur hafði Jón Guðmundsson, eigandi Valhallar í tugi ára og landsþekkt- ur veitingamaður, mikinn áhuga á að planta trjám umhverfis og í nánd við Valhöll. Það er því við marga að sakast þegar rætt er um barrtré á Þing- völlum, og enda þótt létt verk væri að úrtýma þar öllum þessum að- skotagróðri er óvíst að slíkt tækist án stympinga. Fyrir einum 25 árum var ég staddur á Þingvöllum í norðaust- Hjúkrunarfræðingar athuga reglu- lega böm sem fullorðna. legum mæli f stað opinberrar þjónustu í Austur-Equatoria. Þá er ótalin aðstoð við um 80 þúsund flóttamenn frá Uganda, sem veitt er í samvinnu við stjórnvöld í Súd- an og flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna. Hefur á skömmum tíma tekist að búa þessu fólki sæmileg skilyrði. Þegar litið er til þessarar upp- talningar kann mörgum að virðast að yfir miklu sé ginið og erfitt að samræma aðgerðir, en reynslan Hjúkrunarfólkinu er vel tekið, en margs konar sjúkdómar hrjá börn og fullorðna. hefur sýnt að aðeins með því að hafa stjórn á öllum þeim þáttum sem upp eru taldir hefur reynst kleift að halda starfinu skipulega áfram. Bætt heilsugæsla kallar á meiri fæðu, meiri fæða kallar á gott samgöngukerfi og möguleika i til verslunar. Þannig styður hvað annað, meðan yfirstjórn og sam- ræming aðgerða fer öll fram á sama stað, og mánaðarlega farið yfir árangur starfsins og lagðar línur um framhaldið, þannig er starfið I sífelldri endurskoðun og mati á árangri. Til að sinna þessu starfi starfa nú um 60 erlendir sérfræðingar auk innlendra tæknimanna og verkafólks, þá starfa makar flestra útlend- inganna í hlutastarfi og er tala launþega að jafnaði um 1600 á svæði þar sem launuð störf eru vandfengin, ef þau þá fyrirfinnast. Um árangur starfsins fram til þessa má segja að það hefur feng- ið mjög jákvæða dóma, bæði stjórnvalda í Súdan og einnig frá alþjóðastofnunum sem starfa á þessu sviði, er telja að hér sé eitthvert besta dæmið um hvernig skipulag og framkvæmd þróun- arhjálpar eigi að vera. Bein áhrif starfsins á fbúa Austur-Equatoria eru einnig farin að koma í ljós í bættu heilsufari, auknum áhuga á menntun og verkkunnáttu, meiri fæðu og sum- staðar bættum efnahag, en af því sem sagt er hér að framan er enn of snemmt að slá þvf föstu að um varanlega breytingu sé að ræða. Fremur verður að telja að sér- fræðiaðstoðin beri uppi þessar breytingar og svo verði enn um sinn, en skilningur fbúanna á gangsemi breyttra lifnaðarhátta samfara jákvæðri reynslu þeirra ætti að vera hvati til framhalds á sömu braut, og yngri kynslóðin mun væntanlega í rfkum mæli til- einka sér ný viðhorf. Stærsta spurningin er þó um frið þessu fólki til handa því ný innanlands- átök geta á skömmum tíma gert að engu það starf og þann árangur er þegar hefur unnist. Samúel Ólafsson er riðskiptafrreð- ingur, sem býr ásamt fjölskyldu sinni i Suður-Súdan og starfar þar i regum Hjálparstofnunar kirkj- unnar að þróunarrerkefni. an báli og kulda en glampandi sól- skini. Reikaði ég þá sem oftar upp í furulundinn, en þar voru þá fyrir nokkrir hópar manna og kvenna í skjólinu af trjánum, og var sumt af fólkinu i sólbaði. Einhver sem kannaðist við mig hafði orð á því, að hér væri gott að njóta sólarinn- ar. Ég tók auðvitað undir það, en sagði að kannski færi nú að sneið- ast um skjólin á Þingvöllum, þar sem hópur manna væri tilbúinn að reiða axir að rótum þeirra. Trén tilheyrðu ekki íslenskri náttúru og yrðu því að víkja að dómi náttúru- verndarmanna. Maðurinn rak upp stór augu, hváði og spurði svo hvers konar fólk það væri, sem vildi ræna aðra skjóli og hlýju. Ef þetta fólk gerði alvöru úr hótun sinni, þá skyldi hann safna að sér liði til að mæta slíkum .... sem hann nefndi. Af þessum tveim dæmum má sjá að meiningar manna eru skipt- ar, þegar um plöntun erlendra trjáa er að ræða, einkum á al- menningum. Mér er óhætt að full- yrða, að skógræktarmenn hafa þegar tekið tillit til þess, að kæfa ekki íslenskar plöntur í erlendum trjám, þar sem ástæða þykir til. Um gróðursetningu barrtrjáa í. Heiðmörk vil ég sem minnst segja. Þar er við stórn Skógræktarfélags Reykjavíkur að eiga. En þess verða menn að minnast, að friðun Heiðmerkur er engum meira að Íakka en stjórn Skógræktarfélags slands, sem barðist ósleitilega fyrir því, að Reykvíkingar eignuð- ust griðland í nánd við borgina. Sú barátta tók tíu ár, en að auki safn- aði stjórn félagsins allmiklu fé og girðingaefni til að létta bæjarfé- laginu friðun landsins. Þegar skipulagi Skógræktarfélags ís- lands var breytt haustið 1946 tók Skógræktarfélag Reykjavíkur að sér öll umsvif varðandi Heiðmörk og hefur gegnt því síðan á vegum borgarstjórnar Reykjavíkur. Því er síst að furða þótt starf- semin í Heiðmörk mótist mjög af starfi skógræktarfélaga. Þótt plöntun barrtrjáa hafi verið all- mikil í Heiðmörk ættu menn að minnast þess, að hún er býsna stór, um 2500 alls, og ekki hefur verið plantað í nema um þriðjung hennar. Mörg eru þau svæði, sem engu hefur verið plantað í, t.d. skógarbrekkurnar undir Hjöllun- um, þar sem birki hefur komið upp af gömlum rótum, svo og mjög víðlend svæði í hraununum ásamt Garðaflötum og mestöllum Löngu- brekkum. Þegar reglur voru settar um meðferð lands í Heiðmörk var ákveðið að einstaklingar gætu ekki fengið þar inni. En félags- samtök voru velkomin að því að helga sér ákveðnar spildur, ef þau tækju að sér að planta trjám I þær. Mörg féiög eiga þar reiti, og sjá sum þeirra mjög vel um þá svo að til fyrirmyndar er, eins og t.d. Félag símamanna og Ferðafélag íslands. Mér er það mjög minnisstætt þegar verið var að semja reglur fyrir gróðursetningu í Heiðmörk höfðu sumir orð á því, að fá þyrfti sérstakt plöntunarfólk til þess að ekki yrðu mikil afföll á plöntun- inni. Þá kvað formaður Skógrækt- arfélags íslands sér hljóðs, Valtýr Stefánsson ritstjóri, og sagði að félagsmenn ættu sjálfir að annast alla plöntun undir umsjón verk- stjóra, því að þetta ætti að vera skóli fyrir þá til að læra bæði plöntun og alla meðferð ungviðis. Væri þetta þýðingarmeira heldur en þótt nokkrar plöntur færu ekki rétt niður, enda hefur þetta orðið til þess, að hundruð manna, ef ekki þúsundir, vita betur en áður hvernig á að handleika ungar trjáplöntur. Hikon Bjarnason er fyrrrerandi skógræktarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.