Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 Brullaup í Islands Kulturhus Kaupinhafnarbréf frá Steingrími Sigurðssyni Lífvörðurinn sefur svefni hinna réttlátu. Það er miður morgunn og vertinnan, hún Annegret, er nátt- úrlega sprottin á fætur eins og stálfjöður og þýzkur eða öllu held- ur meginlands — (continental) árbítur kominn á borð: Danische Brot, sem Ditrich maður önnu Grétu sækir að öllum jafnaði á hverjum morgni fyrir allar aldir til dönsku landamæraborgarinn- ar; svo er náttúrlega sterkt kaffi, marmelaði, hindberja-, jarðar- berja- og plómusulta og alltaf eitt egg og það er hægt að fá ávaxta- safa, ef rétt er að farið. Það er tuttugasti og fyrsti sept- ember — sjöundi dagur í Þýzka- landsför bréfritara — og Hotel Pension Ziesemer við Wilhelm- strasse Zwei í Hansakaupstaðnum gamla, Flensborg, lifnar snemma eins og Þýzkarar, sem rísa yfir- leitt árla úr rekkju fyrir átök dagsins. Þeir eru morgunhressir eins og allt duglegt fólk. Umferðin er byrjuð. Þá litið er út um glugg- ann í borðstofunni sjást bílarnir æða áfram, mercedesbenzar, ópel- ar, béemmvaffar og folksvagenar. Og þá litið er upp skógi vaxna hæðina öndvert við l’hotel, í átt að Brixstrasse, gamla bænahúsinu, þar sem söguhetjan hún Brynhild- ur býr, í númer vier und dreizig, er allt baðað í morgunsól. Það á að vinna skarpt í dag að lífsbók hennar Brynhildar, — sem hefur lifað ellefu líf. Vinkonan ætlaði að láta til sín heyra um tíu-leytið. Wir mussen arbeiten! Eftir morgunverðinn var stund- uð líkamsrækt að vanda og íhugun og svo tók við röskur göngutúr. Klukkan var tíu og ekki bólaði á Brynhildi Georgíu, sem ýmist gengur undir nafninu Hildí meðal þýzkra vina eða undir forn- norræna nafninu Brunhild, — hið síðargreinda minnir á fornar kvið- ur og hetjusagnir. Valkyrjan hún Annegret hreyfir sig eins og engispretta. Hótelið er á mörgum hæðum — og hún hafði erft það á sínum tíma eftir stönd- ugan frænda sinn. Niðri er Rest- aurant Harmonie, og þar fæst bezta mokkakaffi í heimi með þeyttum rjóma eins og tíðkast í Austurríki. Hún Annegret rekur ekki ristorante. Tíminn leið. Líf- vörður var fyrir löngu kominn á fætur og karate-sveifla komin í yf- irbragð hans. Skyndilega æpir Anna Gréta: „Telefón." Það var til bréfritara. „Nú er það S.O.S." er sagt hinum megin á línunni. „Þessir helvítis búrókratar hér í Þýzkalandi eru snargeggjaðir. Þeir heimta nýja og nýja pappíra — meira að segja leyfi frá aðstandendum ... Nú verður þú, Steingrímur, að hringja eins og skot í íslenzka sendiráðið í Kjöben og tala við hann Einar Ágústsson sendiherra fyrir mig ... við erum að hugsa um að láta gifta okkur í Danmörku.” „Eru pappírar ykkar Hermanns beggja í lagi?“ „Hundrað prósent," segir Brynhildur ákveðið, „við erum bæði með okkar skilnaðarplögg í lagi.“ ACHTUNG! ... ACHTUNG er oft sagt á styrjaldartímum og í öðrum hernaði. Það var hringt í Einar og spil lögð á borðið. Hann var að vanda elskulegur og visaði á prestinn íslenzka, sem starfar á vegum sendiráðsins og býr ásamt fjölskyldu sinni í Islands Kultur- hus við Ostervoldgade 12, gamla húsinu hans Jóns Sigurðssonar forseta. Síra Ágúst, sem nú er kenndur við Mælifell í Skagafirði, en var áður kenndur við Möðruvelli í Hörgárdal, tók málaleitan vel, en kvaðst þurfa smátíma til að at- huga nokkur atriði og sagðist mundu hringja eftir vissan tíma. Um kl. hálf tólf hringir síra Ágúst og segir, að ekkert sé að vanbún- aði. Brynhildur hringdi andartaki síðar og varð harla glöð. Og nú var farið að verzla ... kaupa brúðar- klæði og sitthvað fleira þurfti að gera eins og gengur, þá svoddan nokkuð eins og skyndibrullaup á sér stað. Samkvæmt dagbók bréf- ritara höfðu Brynhildur og Frís- lendingurinn Hermann Wilhelm Borger gengið í festar hinn sext- ánda september á föstudegi og sett þá upp hringana — sama dag og rekizt var á skáldið Hjört Pálsson og frú hans, Steinunni Bjarman, á sprangi í hjarta Flensborgar. Hjörtur hefur um langa hríð dvalizt á dönsku skáld- eyjunni Fano og fengizt þar við yrkingar af lífs- og sálarkröftum, og mágur hans að fornum sið, Ragnar Lár skopteiknari (kvænt- ur dóttur frú Steinunnar og nú búsettur á Ak.) var þar hjá þeim hjónum um skeið í sumar er leið, til þess að láta inspírerast. Þetta var nú útúrdúr að vísu. En sum- sagt, festar fóru fram hinn sext- ánda, og svo líða þessir dagar í milli, og nú átti alvöru-brullaup að fara fram í Kóngsins Kaup- inhavn — hið fimmta í röðinni hjá Hildi og númer tvö hjá brúðguma. Lagt var upp frá Flensburg um tvö-leytið með Schnellzug — hrað- lest. Þetta var ósköp notaleg ferð. Fagurt veður, og í járnbrautar- ferjunni Kronprins Frederik var snætt og talað við bandarískan kvenmann, sem býr í State of Denmark. Hún er frá Phila- delphia. Kl. 7:15 Hovedbanegárden ... og þaðan tekinn taxi beint í Islands Kulturhus við 0stervoldgade. Á leiðinni þangað hugðist Brynhild- ur sjá skólann kaþólska, St. Petri, sem hún var í síðasta stríðsárið við feiknlega erfiðar aðstæður eins og mun koma fram i lífsbók hennar, Ellefu líf. Taxi-ekillinn ók þangað. Þar var enginn skóli leng- ur. Húsið hafði verið rifið. Brynhildur var þögul. Svo sagði hún: „Skelfing er þetta allt öðru- vísi hér en var ...“ Jóns Sigurðssonar-húsið er hornhús — það er ekkert sérstakt í útliti en ekki óreisulegt. Þegar inn er komið, líður manni hins vegar strax vel. Því er þannig var- ið um hús eins og manneskjur, að annaðhvort býr í þeim sál eður ei. Það er sál í þessu húsi. Niðri er félagsheimili íslendinga. Þar ræð- ur ríkjum hann Gulli eins og sagði í Kaupinhafnarbréfi I, kokkur á heimsmælikvarða — jafnvígur á hollustumat og mat fyrir munað- arseggi, og hið síðargreinda sann- aðist, þá hann bauð upp á kalkún, sem hann matreiddi með töfrum og suðurfrönsku ívafi. Brúðhjónin tilvonandi og le bodyguard skál- uðu í dönsku öli og bréfritari í límonaði frá Tuborg. Beðið eftir presti og frú. Svo birtust þau eins og inngönguvers — le pasteur með manndrápara, í æðifögrum blazer og röndóttum diplómatabuxum eins og Thorsarar og Barði Frið- riksson hafa oft gengið í — það er óvanalegt að sjá þjóna íslenzku þjóðkirkjunnar jafn-elegant í klæðaburði og síra Ágúst er — maðurinn hefur stíl eins og sagt var um Kennedy heitinn forseta. Þau hjón klæða hvort annað, því lafðin prestfrúin er forkunnar- myndar- og gjörvileg og auk þess hefðarkonuleg — ladylike — með „Þýzkan virðist hæfa vel guðrækni og söng og hljómlist — og er glæsi- legt mál, en töluvert hernaðarlegt.“ tignarsvip aftan úr öldum. Frís- lendingurinn virtist feiminn vegna þessa elskulega íslenzka viðmóts, sem mætti honum. Bryn- hildur hélt sinni persónulegu reisn, enda vön ýmsum skikkum gegnum árin. Giftingin fór fram á skrifstofu Jóns Sigurðssonar. Sverrir Hólm- arsson aðjúnkt við Menntaskólann við Sund dvelst í Kaupinhavn um þessar mundir eins og segir f fyrsta bréfi héðan og birst hefur í Mbl. Hann var óðara fús til þess að syngja sálma við athöfnina — og þá minntist maður þess, að í Þjóðviljanum hafði verið birt mynd af trúbróður hans í pólitík- inni, Jónasi Árnasyni á Kópa- reykjum í Borgarfirði, rithöfundi og fyrrum þingmanni, þar sem hann stóð upp á endann við grátur f sveitakirkju ábúðarmikill og kyrjandi „Víst ertu Jesú kóngur klár“. Trúlega hefur Jónas sungið sálminn með kósakkabassa þeirra Reykjahlfðarættarmanna sem þeir eru þekktir fyrir. Sverrir að- júnkt er hins vegar Skagfirðingur að uppruna og fór vel á því að njóta söngkrafta hans, en sem kunnugt er þjónaði síra Ágúst lengi á Mælifelli í Skagafirði. Meira að segja orgelið litla, sem dóttir þeirra hjóna, fimmtán vetra menntaskóla-lærimeyja lék á, er upphaflega úr Árbæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði, frá slóðum Uglu í Atómstöð Laxness. Brynhildur og Hermann frá norðurfrísknesku eyjunni Amrum voru pússuð saman eftir gömlu ritúali. Þetta var látlaus athöfn. Þau sátu þarna, parið, undir klassískri mynd af Jóni Sig^urðs- syni forseta frá Rafnseyri við Arnarfjörð og héldust í hendur: Brynhildur í fötum, sem maðurinn hennar hafði valið á hana (fengið til þess einræðisvald, að því er vinan sagði) og keypt þá um morg- uninn í Flensborg. Brynhildur var klædd marzsvartri blússu úr fín- legu efni í klassískum frönskum stíl (sbr. portrett impressjónista frá 1880—90) og hún var í dökk- leitu pilsi víðu með okkurgullnu og karrýgulu litaívafi. Um hálsinn bar hún gullið perluband, sem fór henni vel. Hermann var í ljósum þýzkaralegum jakka og dökkum buxum og ljós-fjólulitaðri skyrtu með ísgrátt bindi — raunar ekki úr leðri, sem hefði verið smart. Faðir Hermanns var herlögreglu- maður á striðsárunum — Suður- Deutscher. Hann vann á sínum tíma mikið við rafvæðingu eyjar- innar Amrum. Brynhildur og Her- mann kynntust fyrst á slökkvi- liðsballi fyrir tveimur árum — einmitt í Amrum, en þar dvaldist Brynhildur næstsíðasta stríðsárið. Farið hennar kom henni þar fyrir á tiltölulega friðsælli eyjunni til þess að veita henni öryggi á ógnar- og hættutímum. Eins og að framan greinir, þá sá Brynhildur fimmta eiginmann sinn í fyrsta skipti þarna á dansiballi eldvarn- armanna á norðurfrísnesku eyj- unni, en Hermann starfaði þá sem slökkviliðsmaður og skartaði í fullu úniformi — að sjálfsögðu. Hins vegar er Fríslendingurinn bæði múrari og trésmiður að mennt, en þurfti að gegna skyldu- herþjónustu á Festland um átján mánaða skeið eins og þýzkurum er lögboðið. Var hann sérstaklega þjálfaður sem leyniskytta. Síra Ágúst á Mælifelli sálusorg- ari íslendinga á Norðurlöndum fór með mikinn hluta af ritúalinu á þýzku. Hún hljómaði vel af vörum hans. Þýzkan virðist hæfa vel guð- rækni og söng og tónlist — og er glæsilegt mál, en töluvert hernað- arlegt. Svaramaður Frau Bryn- hildar Georgíu Björnsson-Borger var undirskráður bréfritari, en svaramaður Herr Hermann Wil- helm Björnsson-Borger var llf- vörðurinn f ferðinni Jón Jón Thomas Steingrímsson, stud. art. Eftir athöfnina bauð frú Guð- rún Lára kona síra Ágústs upp á kaffi og beztu pönnukökur í heimi. Skálað var til heilla í kirsuberja- líkjör. Pöntuð verelsi á Park Hotel við Jarmers Plads 3, sem er byggt 1812 og því æði fornemmt. Þar buðu þau nýgiftu í veizlu með fokdýru frönsku champagne. Sverrir lerer og söngvari hafði sig afsakaðan og hvarf á braut. Þetta var stutt en góð veizla og fór vel fram. Nokkrir síðbúnir íslend- ingar sátu þarna f veitingasalnum að drukk, fólk, sem hafði komið með skemmtiferðaskipinu Edd- unni. íslenzkan þeirra minnti á blokkir í Breiðholti — Gólan- hæðum öðru nafni ... og maður var kominn töluvert heim til ís- lands — gamla Fróns. Danirnir eru stimamjúkir á þessu l’hotel, enda vissara fyrir þá. Farið að sofa snemma á her- bergi 506, sem minnti einhvern veginn á svítu á Hótel Borg sællar minningar. Hvílzt fyrir næsta dag, en þá haldið til gamla Hansa- kaupstaðarins Flensborgar til þess að skrifa æ meira og meira um litríkt líf Brynhildar Georgíu Björnsson-Borger. Staddur á norðurfrísnesku eyjunni Amrum í Norður- sjó, 29. sept. 1983. Steingrímur Sigurðsson er iistmái- ari og rithöíundur. Veizlan i Park Hotel í algleymingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.