Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 8

Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 Áfengi og heilsa Soma kallaði Aldous Huxley vimuefni „framtíðarinnar" í sinni mögnuðu skáldsögu Brave New World. Með „soma“ er höfundurinn að gefa í skyn að ekkert þjóðfélag nú á tímum fái staðist án vímu- gjafa einhvers konar. Áfengi og saga Hinn lögskipaði vímugjafi Vesturlanda er auðvitað áfengið. Gleymist sú staðreynd oft í um- ræðum um áfengismál. Áfengið var einkum notað í Gamla heiminum og er a.m.k. 8000 ára. Notuðu norðlægar þjóðir einkum bjór en suðlægar létt vín. í Nýja heiminum voru aðrir vímugjafar algengir, þ.á m. kókablöð þar til Evrópumenn fluttu vínviðinn á milli.* * Millisterku og sterku vínin náðu svo fótfestu á 16. og 17. öld og urðu sums staðar algengasta áfengið, m.a. á íslandi. Taflan hér á síðunni sýnir þessa fjóra aðalflokka áfengi og meðalhlutfall vínanda (dreifingin er innan sviga) í hverjum fyrir sig. Áfengi sem lyf Áfengi var upphaflega notað sem lyf og má kalla það elsta lyf mannkynsins. Var það m.a. not- að til að stilla kvalir. Enn þann dag í dag er áfengi mikið notað til að sporna gegn — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson streitu, kvíða og svefnleysi svo eitthvað sé nefnt. í enn stærri skömmtum hlýst af svefn eða dá, oft með slæmum eftirköstum, timburmönnum eða fráhvarfseinkennum. Harðast bitnar neyslan á lifr- inni og veldur í fyrstu fitulifur og lifrabólgu en að lokum ólæknandi sjúkdómi: skorpulifur. Skorpulifur getur hæglega leitt til dauða og kemur fram þegar dagsneysla meðalmanns- ins fer yfir 70 ml af hreinum vínanda að staðaldri. Áfengi sem fíkniefni En löngu áður en dagneyslan nær þessu marki (5—6 sjússar á dag) getur viðkomandi hafa ánetjast áfenginu. Þeir sem verða háðir áfengi kynnast að lokum fjórðu og skuggalegustu hlið áfengisins: áfenginu sem fíkniefni. Þrátt fyrir lægstu meðalneyslu á Vesturlöndum hafa fslendingar kynnst áfengissýkinni í ríkum mæli. Það er nefnilega ekki aðeins magnið af áfengi sem drukkið er sem máli skiptir, heldur einnig hvernig það er drukkið. Lokaorð í þessari grein var fjallað um hin fjögur andlit áfengisins. í þeirri næstu verður fjallað um hinar hrikalegu afleiðingar áfengissýkinnar og varnir gegn henni. Áfengi sem orkugjafi Virka efnið í áfenginu er vín- andinn. Er hann m.a. öflugt orkuefni (næringarefni) og gefur hvert gramm 7 he. Þannig fá Vesturlandabúar allt frá 3% (Islendingar) í 14% (Frakk- ar) af hitaeiningunum úr áfengi að jafnaði. En vínandi er ekkert venjulegt orkuefni því hann brennur að- eins í lifur og er brennslugetan aðeins um 200 ml á dag. Þetta samsvarar um 2/j úr flösku af sterkum drykk á dag og jafngildir um 50% af meðalorku- þörf fullorðins fólks. Við stöðuga neyslu eykst þolið smám saman þar til vínandinn getur fullnægt allt að 100% af orkuþörfinni. En með þessari orku fylgir lít- ið af bætiefnum og þess vegna þjást áfengissjúklingar oft af ill- kynjuðum bætiefnaskorti. Verst er þetta þegar sterkra og millisterkra drykkja er neytt því hollustugildi þeirra er því sem næst núll. Létt vín eru hins vegar þokka- leg uppspretta fyrir sum stein- efni (m.a. járn) og bjór fyrir sum steinefni og B-vítamín. Afengi sem vímugjafi í hófi er áfengi frábær vímu- gjafi sem vinnur gegn streitu og feimni og eflir samkennd og styrkir félagsleg tengsl. í stærri skömmtum koma gall- arnir í Ijós: truflun á tali, hreyf- ingum og dómgreind með auk- inni slysahættu og ofbeldis- hneigð. Helstu gerðir áfengis Tegund % vínandi Bjór 5 (2-8) Létt vín 10 ( 8—12) Millisterk vín 20 (18—21) Sterk vin 40 (40—50) • í Nýja heiminum óx önnur vínviðartegund (sbr. Vínland hid góða) sem hentar ekki eins vel til víngerðar eins og hinn forni (og hreini) vínviður Gamla heimsins. Qlafur Ragnar yfirritstjóri í ham: Þjóðviljinn fær Sighvat Björgvinsson til þess að löðrunga Ragnar Arnalds — eftir Lárus Jónsson alþingismann Þau tíðindi gerðust í vikunni að Þjóðviljinn birti þriggja dálka mynd af Sighvati Björgvinssyni á forsíðu undir stríðsfyrirsögn yfir þvera síð- una. Þar gefur að líta furðulegustu reikningskúnstir sem Sölvi Helga- son hefði orðið fullsæmdur af. Full- yrt er að rekstur rfkisstjórnarinnar í „frumvarpi Alberts“ hækki um 564% ... Bæði þessi „frétt“ Þjóð- viljans og viðtal við Sighvat daginn eftir eru í raun einn samfelldur áfellisdómur yfir Ragnari Arnalds fyrrv. fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins. Nokkur dæmi og spurningar til Þjóðviljans: 1. Blaðið fullyrðir eftir Sighvati: „Skattpíningin vex á næsta ári.“ Spurning: Var „skattpíning" í tíð Ragnars Arnalds? 2. Þá segir blaðið: „1200 milljónir gleymast" sem er áætlaður halli á ríkissjóði í ár. Spurning: Hver var hallinn orðinn þegar Ragn- ar Arnalds fór úr fjármálaráðu- neytinu? Vill Þjóðviljinn rifja það upp með þessum sérkenni- lega hætti? 3. Þjóðviljinn segir eftir Sighvati að vaxtagjöldum sé „pent gleymt" og svipað er látið í veðri vaka um framlög til vegamála. Vill Þjóðviljinn rifja það upp með þessum sérkennilega hætti að framlög til vegamála eru sjöföld úr ríkissjóði í fjárlaga- frumvarpi Alberts fyrir árið 1984 miðað við framlög á fjár- lögum Ragnars Arnalds í ár? 144 millj. króna í stað 20? 4. Enn hefur blaðið eftir Sighvati aö stórauka eigi útboð á spari- skírteinum „um 200 millj. kr á næsta ári bara til ríkissjóðs sjálfs". Spurning: Veit Þjóðvilj- inn ekki að í fjárlögum Ragnars í ár er gert ráð fyrir útgáfu spariskírteina að upphæð 200 millj. króna „bara til ríkissjóðs sjálfs"? 5. í stríðsfyrirsögn blaðsins er fyllyrt að „reksturinn á ríkis- stjórninni" eigi að hækka skv. fjárlagafrumvarpinu um stjarn- fræðilegar prósentur. Spurning: Er Þjóðviljinn að hæðast með þessu af fáránleika að núgild- andi fjárlögum Ragnars Arn- alds? Samkvæmt ríkisreikningi Ragnars kostaði t.d. liðurinn „ríkisstjórn" í raun rumar 11 milljónir króna árið 1982 skv. þágildandi verðlagi. í fjárlögum Ragnars árið 1983 er áætlað að þessi liður eigi að kosta tæplega 8 milljónir á verðlagi í ár, sem er talið 87% hærra en 1982!!! Svipaða sögu má segja um skrif- stofur allra ráðuneyta Alþýðu- bandalagsins. Kostnaður við þau varð árið 1982 milli 80—90% meiri að raungildi heldur en gert er ráð fyrir i fjárlögum í ár!! Marklaus fjárlög borin sam- an við raunhæft frumvarp Kjarni málsins er sá, að í þessu endemis viðtali Þjóðviljans, er einna líkast því að Olafur Ragnar yfirritstjóri og fyrrverandi þing- flokksformaður sé að ná sér niðri á Ragnari Arnalds, fyrrv. fjár- málaráðherra. Eru marklaus fjár- lög í ár hvað eftir annað borin saman við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. í því frumvarpi er lögð á það áhersla að áætla með raunhæfum hætti hvað það um- fang í ríkisrekstrinum kostar, sem ætlunin er að starfrækja áfram og ekki er beinlínis skorið niður. Þetta er gert til þess að fjárlög og greiðsluáætlanir sem á þeim byggjast geti orðið raunhæft stjórntæki sem beita má til að- halds og hagkvæmrar heildar- stjórnar ríkisbúskaparins. Sem fleiri dæmi um fáránleika fjárlag- anna í ár má t.d. nefna, að kostn- aður við aðalskrifstofu félags- málaráðherra Svavars Gestssonar árið 1982 nam skv. ríkisreikningi það ár 5 millj. og 24 þús. króna á þágildandi verðlagi. Skv. fjárlög- um í ár á Alexander að reka þetta ráðuneyti fyrir 5 milljónir og 55 þús. krónur á núgildandi verðlagi. Nákvæmlega sömu sögu er að segja um heilbrigðisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið. Öll ráðuneyti alþýðu- bandalagsmanna kostuðu svipað í krónutölu árið 1982 og fjárlög ákveða fyrir 1983 eða um 80—90% meira að raungildi. Vex „skattpíning“ Ragnars á næsta ári? í tíð Ragnars Arnalds hækkuðu skattar ótt og títt, og nýrir skattar voru lagðir á. Árið 1982 innheimti hann 30,2% af þjóðarframleiðsl- unni í ríkissjóð í sköttum. Sam- kvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1984 ætlar Albert einungis að innheimta 26,8% af þjóðartekjun- um í ríkissjóð. Þetta þýðir skatta- lækkun sem nemur hvorki meira né minna en 2.300 milljónum króna, sem er ekki fjarri lagi að sé skattalækkun sem nemur 50 þúsund krónum á hverja fimm manna fjöl- skyldu í landinu á næsta ári. Þar kemur til lækkun aðflutn- ingsgjalda, auknar heimildir til niðurfellingar söluskatts, niður- felling skatts á ferðamannagjald- eyri, lækkun tekjuskatts og hækk- un barnabóta sem þegar hafa ver- ið ákveðin. Að auki lækkar sölu- skattur í raun og tollar vegna þess að dregið er úr eyðslu umfram Lárus Jónsson „Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1984 ætlar Albert ein- ungis að innheimta 26,8% af þjóðartekjum í ríkissjóð. Þetta þýðir skattalækkun sem nem- ur hvorki meira né minna en 2.300 m. kr., sem er ekki fjarri lagi að sé skattalækkun sem nemur 50 þúsund krón- um á hverja fimm manna fjölskyldu í land- inu á næsta ári.“ efni svo sem margoft hefur verið bent á. Er nú ekki fulllangt gengið þeg- ar þessar staðreyndir liggja fyrir, að því sé blákalt haldið fram i Þjóðviljanum, að „skattpíning ... (Ragnars Arnalds) haldi áfram á næsta ári“ skv. fjárlagafrumvarp- inu? Hvað býr að baki slíks mál- flutnings í málgagni fyrrverandi fjármálaráðherra? Lárus Jónsson er þingmaður SjálfsUeðisflokks í Norðurlands- kjördæmis eystra. Hann er formað- ur fjárreitinganefndar Alþingis, sem nú fjallar um fjárlagafrumrarp komandi árs. 18 október 1983 þriðjudagur 237. tölublað 48 árgangur • Reksturinn á ríkisstjórninni í frumvarpi Alberts 564% HÆKKUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.